Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 9
arbruna. Blásturinn frá vélinni má nota til að halda eldinum í skefjum meðan slökkvitæki eru flutt á ann- arri þyrlu á staðinn. Einnig á flug- stöðvum má nota þennan blástur á sama hátt. Til sjós hafa þyrlur dregið 3000 smálesta skip, 400 feta löng. Þær hafa „blásið“ strönduðum skipum af sandrifjum og til lands, og þaer hafa verið notaðar við hvala- og fiskileit. í mörgum amerískum borgum hafa sjúkrahús lendingarstöð fyrir þyrlur á þakinu, og lögreglan, viðsvegar um ríkin nota þær til að stjórna um- ferð, senda út tilkynningar um hætt- ur og slys á vegum, einnig til að elta uppi sloppna fanga og leita að týndum börnum. Margskonar vörur eru fluttar með þyrlum, sem notaðar eru eins og vörubílar. Má þar nefna dýr, vörur, sem er hætt við skemmdum, svo sem blóm og ávexti, einnig póst, dagblöð, myndaræmur meðöl og vatnsgeynia. Til farþegaflutnings nota um 100 bandarísk félög þyrlu, eins og önnur tfyrirtæki nota bíla, til að flytja starfs menn og viðskiptamenn milli verk- smiðja og á flugstöðvar. Olíuverka- menn í Louisjana nota þyrlu til að komast 50 rnilna leið að olíubrunn- um úti í Mexicoflóa. Einn flugmað- urinn á þessari leið flytur meira en 180.000 farþega á ári á þíwnan hátt. Mörg stór flugfélög og leiguflug- félög hafa einskonar strætisvagna- þjónustu í mörgum borgum. Einnig eru þyrlur notaðar handa skemmti- ferðafólki við Grand Canyon og Niagarafossana, og eins í stjórnar- borginni Washington. Og sumstaðar kemur jólasveinninn í heimsókn til fólks í þyrlu. Mörg fyrirtsaki, sem nú nota þyrl- ur, þarfnast þeirra ekki nema á viss- um tímum og til sérstakra nota. — Þetta hefur komið fótum undir nýja atvinnugrein — þyrluleigu. Fyrir- tæki, sem fást við þetta, geta út- vegað ýmsar stærðir af þyrlum og til sérstakrar notkunar, og, geta rekið þær með ábata, með því að hafa þær í stöðugum gangi. Fram J ónas í Öxney hefur skrifað og vak ið auiygli mína á því, að vísan sem lögð er Benedikt skálda í munn áður e.n hann drukknaði, er eftir Sigurð Breiðfjörð. „Erindi þetta“, segir Jónas, „er í ljóða- bréfi frá Breiðfjörð til Gísia Konráðs- sonar, sem er fullt af fréttum." Hér koma vísur Breiðfjörð, þar sem segir frá slysinu: Flytur það í fréttum hér ferðabeimaskarinn: Sýslumaður öfjörð er í aðra heima farinn. í jökulflóði ferill háll firða ríka teppti. Í sömu móðu síra FáU sál úr líki sleppti. Eins fékk daga endalykt og frá vinum skildi smiður Braga Benedikt sem báð'um hinum fylgdi. Þegar í móðu síðast svam og sízt var par að vona orti hann Ijóð, en enginn nanu Efnið var þó svona: F asteignasalinn minn, sem tyggur tyggigúmmí, benti mér á það um dag- inn að ég væri orðinn milljónari. í>eg- ar ég var stráklingur, töluðu menn um milijónir með andakt. Ég leitaði um andlit fasteignasalans hvort ekki sæist andaktin. Ég skimaði framan 1 hann bvort hvergi fyndist vottur þeirra aðdáunar eða hrifningar eða jafnvel lotningar sem ég þóttist eiga rétt á sem nýbakaður milljónari. En fasteignasalinn minn tuggði sitt tyggi gúmmí og glotti. Þegar ég var strákur, fóru menn allir hjá- sér í nærveru milljónara. Menn urðu innskeifir og álpalegir og muldruðu eitthvað ofan í peysuiháls- málið sem enginn sikildi. Ætlí það hafi verið nema sex sjö milljónarar á íslandi þegar milljónin var milljón? Ég man einn eða tvo. Þetta voru harðir keikir karlar. Þeir áttu stærsta íbúðarhúsið í plássinu, hús með kostu legum kvistum, hús með flaggstöng, nánast höll. Þeir áttu bryggjur og báta og hræíðilega ljóta bikaða kumb- alda sem hölluðu sér silalega undan stormáttinni. Þar vann fólkið. Gg þeir áttu göngustaf og harðan hatt og blariikar skóhlífar. E g leitaði árangurslaust að and- aktinnj í svip fasteignasalans af þvf það var nánast sagt ekkert að vera andaktugur yfir. Annarhver íslending ur, sem kominn er til.vits og ára, er milljónari á pappírnum. Menn baksa sér upp íbúð, flytja í hana hálfikaraða, snúa sér í hring og uppgötva að hún er 50,000 krónum verðmætari í dag en hún var í fyrradag. Úr því byrja menn að bíta á jaxlinn. Þeir sitja þótt þeim sé vitanlega ekki sæfct. Þeir verða þrjózkir og þverir. Og einn góðan veðurdag eru þeir í fátækt sinni orðnir milljónamæringar. Þetta er afleitt. Þetta er aldeilis ó- tækt. Það kann ekki góðri lukku að stýra að menn verði mi'Ujónarar af óvitaskap. Þegar allir ei;ja milljón þá á því miður enginn milljón. Það er meinið. Mér er í barnsminni fyrsta ferð mín til Frakklands. Ég hélt að bankamaðurinn sem taldi í mig frank ana væri genginn af vitinu. Hann mokaði í mig frönkum, jós yfir mig - frönkum, kaffærði mig í frönkum. Það var hlægilegt að taka upp veski undir svona kringumstæðum. Ég hefði átt að mæta með hjólbörur. Svo þurfti ég að kaupa mér mált'íð, því að jafnvel íslenzkir sakleysingjar sem Eg kvíði fyrir því þegar stúlkan í mjól'kurbúðinni segir mér að fransk- brauðið sem ég 'haldi á kosti 10 krón- ur. Þó sé ég ekki fram á annað ein- hvern góðan veðurdag. Ég er hættur að hlusta á hagfræðingana. Getur ekkj verið að þeir 'hafi gengið í vit- lausa skóla eða eitthvað þvíumlí'kit? Það er alkunna að einum ágætum sýslumannssyni varð það á í stríðinu að fara í vitlausan skóla. Hann ætl- aði í bandarískan háskóla og hann álpaðist í bandarískan gagnfræða- skóla. Ég man ekki hvernig það at- vikaðist að hann uppgöfcvaði mistök- in; það er eins og mig minni að það hafi verið á einhverskonar íþróttahá- tíð. Að minnsta kosti fannst skólapilt- um hann grunsamjlega loðinn á brinig- unni. sl'íkur maður reynt að næla sér I ódrengilega milljón, þá hefði hann far ið fýluferð í bankann, þegar af þeirri ástæðu að allir í bankanum, frá bankastjóra niður í dyravörð, hefðu sprungið af hlátri. Menn hefðu ekki trúað því að slcúrkinum væri alvara. Menn hefðu ályktað að hann væri band-sjóðandi-vitlaus og flutt hann -nærgætnislega inn á Klepp. Nú stunda menn ekki skjalafals fyrir minna en milljón. Hvað er varið í að vera milljónari upp á þvílíik býtti? Mér sýnist sem brýnasta verkefni íslendinga sé ekki að sníða turninn af Hallgrínxskirkju. Það þarf að bjarga milljóninni. Það er eittihvað bogið við það þjóðfélag þar sem millj ón er ekki fimm aura virðL ferðast út í lönd geta ebki lifað mat- arlausir. Svo kom þjónn með reikn- inginn. Og þar með var ferli mínum sam gangandi seðlabanka lokið. Síðan ég man eftir mér hafa hag- fræðingarnir sagt mér að ef hitt og þetta yrði annaðhvort hækkað eða lækkað, þá væri engu að kvíða, og síðan óg man eftir mér hefur þetta reynst bull og vitleysa. Ég veit ekki hvað oft ég er búinn að horfa á eftir herjans franskbrauðinu upp í háloft- in. En oft, það leyfi ég mér að segja. Ég kvíði fyrir því þegar fjársvika- málin komast í hundrað milljónir stykkið. Þó á ég ugglaust eftir að lifa þann dag líka með sama áframhaldi. Sú var öldin að það taldist til stórtíð- inda ef maður reyndi að svíkja sér út þúsund kall á falska pappíra. Hefði Andxeptir skálld upp úr móðu: Frammi eru feigs götur. Skilja sköp skammt er að landi Brosir bakki mót. Eg nær frétti efni úr brag af einum hjá, sem stæði, gat ég sett í ljúflings lag látins banakvæði. I bréfi, sem mér befur borizt frá Þórði fræðimanni Tómassyni, safn verði í Skógurn, segir hann frá annál Sigh'vats Árnasonar í Eyvindai'holti, sem hann nefnir: „Yfirlit yfir 19. öld- ina.“ Handritið að annál þessum er eign byggðarsafnsins í Skógum. Við árið 1823 segir Sighvatur m.a. Eitt sinn voru þeir öfjörð sýslumaður og Benedikt Þórðar- son næturgestir á Yzta-Skála og ræddu saman, en að skilnaði gaf sýslumaður Benedikt spesíu og þá urðu Benedikt ljóð af munni og fór með vísurnar sem prentaðar voru í þætti um hann hér í Lesbók, — _að vísu er í þeim nokkur orða munur. — f sama handriti er vísan: Er á róli einsamall o.s.frv. og fylgja henni þrjár undir öðrum bragarhætti. Skulu nú allar þessar fjórar vísur birtar hér: Er á róli einsamall ei er sagt hann steli bugðulegur barnakall, Benedikt frá Seli. Fjörutíu og átta árin, Óðins sprundi, lief ég lifað, hart þö standi, helming þess í ektabandi. Yfir lukku ímyndaðri, oft ég vakti, aflaði barna, át og sníkti, ekki fræddi, gaf né ríkti. Aðstoð manna hef ég haft en heppni valla beilsu síður heldur en kvilla og hvorki lifað vel né illa. F.g þakka þeim báðum, Jónasi í Öxpey og Þórði frá Vallnatúni fyrir tilskrifin. Svo látum við, a.m.k. að sinni, útrætt um Benedikt frá Seli og kveðskap hans. G. Br. 9. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.