Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 3
W. Sommersei Maugham; DOMSTÓLLINN au biðu þess þolinmóð, að röð- ín kæmi að þeim og þalinmæði var þeim ekkert nýtt; þau höfðu iðkað hana, 611 þrjú, áf staðfestu, í þrjátíu ár. Alla sevina höfðu þau verið að búa sig und- ir þetta augnablik og nú biðu þau at- burðarins, ef ekki full sjálfstrausts, — ,því að það hefði ekki verið viðeigandi á svo stórri stund —, þá að minnsta kosti með von og hugrekki. Þau höfðu fetað hinn stranga og mjóa veg, þótt blómleg engi syndarinnar blöstu svo girnileg við þeim; upplitsdjörf en með sársauka í hjarta höfðu þau staðizt á- BÓkn freistinganna; og nú, að lokum hinnar erfiðu vegferðar, væntu þau laun enna. Þau þurftu ekki að segja neitt, því að hvert þeirra þekkti hugsanir hinna, og þau skynjuðu, að hin sama lausnartilfinning gagntók þau öll þrjú og fyllti líkamslausar sálir þeirra þakk- i læti. Hvílíkur kvíði mundi nú hafa níst þau, ef þau hefðu látið undan ástríð- unni, sem hafði þá virzt nærri ómótstæði leg, og hvílík vitfirring það hefði verið, ef þau hefðu, fyrir fáein unaðarár, fórn- aö því Eilífa Lífi, sem loksins Ijómaði 6vo skært framundan. í>eim leið eins og mönnum, er hafa naumlega sloppið við enöggan og voveiflegan dauða og snerta á sér hendur og fætur, líta með undrun í kringum sig og eiga erfitt með að Irúa, að þeir séu enn á lífi. Þau höfðu ekkert gert, sem þau gátu ásakað siig íyrir, og brátt þegar englar þeirra kæmu og segðu þeim, að augnablikið væri upp runnið, mundu þau ganga fram, eins og þau höfðu gengið í gegn um þann heim, sem nú var svo langt að baki; hamingjusöm yfir að hafa gert skyldu sína. Þau stóðu öriítið til hlið- ar, því að þrengsli voru mikil. Hræði- leg styrjöld stóð yfir og árum saman nafði endalaus röð hermanna af öllum þjóðum, manna í blóma lífsins, gengið fyrir dómstólinn; einnig konur og börn sem höfðu hlotið ill ævilok fyrir at- beina ofbeldis eða þess, sem óhugnan- iegra var, sorgar, sjúkdóma og hung- urs; og í forsölum himnaríkis ríkti eigi alllítil ringulreið. að var líka vegna styrjaidarinn- ar, að þessar þrjár fölu vofur biðu dóms ins. Því að Jóhn og Mary höfðu verið farþegar á skipi, sem tundurskeyti frá kafbáti sökkti; og Ruth, heilsulaus orð- in af ex'fiði, er hún hafði helgað sig með svo. miklu göfuglyndi, þoldi ekki áfall- ið og dó, þegar hún frétti lát mannsins, sem hún hafði elskað af öllu hjarta. John hefði reyndar getað tekizt að bjarga sér, ef hann hefði ekki reynt að bjarga konu sihni; hann hataði hana og hafði hatað hana af alhug í þrjátíu ór; en hann hatfði ávallt komið fram við hana eins og skyldan bauð, og nú, á hinnj skelfilegu hættustund, hvarflaði aldrei að honum, að harm gætí annað gert. Loks tóku englar þeirra þau sér við hönd og leiddu þau til Næi'verunnar. Um stund gaf hinn Eilifi þeim ekki minnsta gaum. Ef satt skal segja, var Ihann í slæmu skapi. Stuttu áður hafði komið fyrir dóm heimspekingur, sem hafði látizt, saddur lífdaga og hlaðinn heiðri, og hafði tjáð hinum Eilífa um- búðalaust, að hann tryði ekki á hann. Þetta mundi ekki hafa raskað rósemi Konungs konunganna, það hefði einung- is getað komið honum til að brosa; en heimspekingurinn, sem færði sér í nyt — og kannski var það óheiðarlegt — hina óákjósaniegu atburði, sem þá vox-u einmitt að gerast á Jörðinni, hafði spurt hann, hvernig mögulegt væri, ef hlutlaust væri á máljn litíð, að sam- raama Almætti hans og Algæzku. „Enginn getur neitað tilveru hins Illa“, sagði heimspekingurinn drembi- lega. „Nú, ef Guð getxir ekki komið í veg fyrir hið Illa, er hann ekki almátt- ugur, og ef hann getur komið í veg fyrir það en gerir það ekki, er hann ekki algóður.* Þessi röksemdafærsla var hinum Al- viti-a engin nýjung, en hann hafði alltaf leitt hjá sér að íhuga málið, því það er staðreynd, að þótt hann vissi allt, vissi hann ekki svarið við þessu. Jafnvel Guð getur ekki gert tvo og tvo að fimm. En heimspekingurinn fylgdi laginu eftir, og eins og heimspekingum er títt, er þeir draga óréttlætanlegar ályktanir af senni legum tilgátum, hafði hann lokið máli sínu nieð yfirlýsingu, sem var vissulega fráleit við þessar aðstæður. „Ég vil ekki trúa“, mælti hann, „á Guð, sem er ekki almáttugur og algóð- ur.“ að var þá ef til vill ekki laust við, að hinum Eilífa létti, er hann beindi athygli sinni að skuggunum þremur, sem stóðu auðmjúkir en þó vongóðir frammi fyrir honum. Þeir, sem lifa og hafa til þess svo skamman tíma, tala of mikið, þegar þeir tala um sjálfa sig; en hinir dauðu, sem eiga eilífðina fyrir sér, eru svo málgefnir, að einungis engl- ar gætu hlýtt á þá með hógværð. Þetta er í stuttu máli sagan, sem þessir þrir sögðu: John og Mary höfðu lifað í ham- ingjusömu hjónabandi í fimm ár, og til þess tíma, er John kynntist Ruth, elsk- uðu þau hvort annað, eins og flest hjón gera, með einlægri ástúð og gagn- kvæmri virðingu. Ruth var átján ára, tíu árum yngri en haxui, töfrandi, tign- arleg vera, og yndisþokki hennar var ómótstæðilegxxr; sál hennar var eins heil'brigð og líkaminn, og þyrst í náttúr- lega hamingju. Hún var því fær um að ná því stigi mikilleika, sem er fegurð sálarinnar. John varð ástfanginn af henni og hún af honum. En það var ekki nein venjuleg ástríða, sem hreif* þaú; það var eitthvað svo gagntakandi, að þeim fannst það eitt gefa langri sögu heimsins gildi, að hún hafði stefnt þeim saman. Þau elskuðu sem Daphnis og Chloe eða Paolo og Francesca. En eftir fyrstu hrifningarstundina, er þau upp- götvuðu ást hvort annars, fylltust þau örvæntingu. Þau voru siðprúð og báru virðingu fyrir sjálfum sér, þeim trúar- skoðunum, sem þeim höfðu verið inn- rættar, og því þjóðfélagi, sem þau lifðu í. Hvernig gat hann svikið saklausa stúlku, og hvaða rétt hafði hún til að gefa sig að kvæntum manni? Og svo varð þeim ljóst, að Mary vissi af ást þeirra. Það trúnaðartraust, sem hún hafði borið í brjósti til manns síns, rið- aði til falls; og með henni bærðust til- finningar, sem hún hefð'i aldrei álitið, að hún gæti alið með sér, afbi'ýði og ótti við að hann yfirgæfi hana, reiði vegna þess að yfirráðum hennar yfir hjarta hans var ógnað, og undarlegt sál- arhungixr sem var sárara en ástin. Henni fannst hún mundi deyja, ef hanh yfir- gæfi hana; og samt vissi hún, að ef hann elskaði var það vegna þess að ástin hafði sótt hann heim, en ekki vegna þess að harrn hefði leitað hennar. Hún ásakaði hann ekki. Hún bað um styrk; hún gi'ét í hljóði beiskum tárum. John og Ruth sáu hana veslast upp fyrir augum sér. Barattan var löng og hörð. Stundum voru þau að því komin að gefast upp fyrir brennandi ástríðunni, sem gagn- Framhald á bls. 12 iiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiin 1 IVAR ORGLAND, sem árum saman var norskur sendikennari = við Háskóla íslands, er staddur hér á landi í stuttri heimsókn. = Fyrir skömmu kom út eftir hann ný ljóðabók, „Farvegar", sjö- n unda frumsamda ljóðabók hans, en hann hefur jafnframt gefið út = fjórar bækur með ljóðaþýðingum eftir þá Davíð Stefánsson (1955), == Stefán frá Hvítadal (1958), Tómas Guðmundsson (1959) og Stein i Steinarr (1960). Auk þess kom út hjá Menningarsjóði fyi'ra bind- H ið af riti hans um Stefán frá Hvítadal árið 1962. s 1 Meðfylgjandi ljóð er \ úr „Farvegar", = — Islandsk kveld ss 1 Eftir Ivar Orgland | rE Med högblá panne Or hav ris drangar = == i avdags-eld i gloraudt skjær.. = = Sgg jökulöyi Eit skrin skal liggja = E og skin i kveld. i tindom der, i Með drag sá reine ei gullgylt kiste v I ho gler mitt sinn som den skal ha n = it von pá mörker som nár dit eingong = og mismód vinn. ved soleglad. = — Dem kvite solnatt, No speglast römdi 1 det skirings-blá som klár krystall. í hennar ásyn Bjart lysér kvelven i = kan svala trá. i Æges hall.. = Eit Ijosvell ströymer Or havgullbliket = or opne sund som sylv or mar, = ned’ livet lyftest stig jökulriket, 1 or skumingsblund, med’ soli glar. 1 iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiii' 1 25. tölublað 1364 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.