Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Síða 1
' tr\\T>\-n -»r> "\r\*n'\\\\\ »«•' *\'*- n«>r\ ■
27. tbl. 23. ágúst 1964 — 39. árg.
verjar og Rússar taka að sér að ráða
leikjunum á tafiborði þessara smávelda
án þess þó að berast á banaspjót
sjálfir. Lengra náði hugsanagangur hins
heimska stjórnmálamanns Berchtolds
ekki. Hann dreymdi ekki um neina
heimsstyrjöld, heldux aðeins um hitt,
að „jafna gúlana“ á Sérbum.
En nú fóru ýmsir að óróast. I>að var
vitað að Rússax mundu liðsinna Serbum
EFTIR SKÚLA SKÚLASON
rS var heitt í Höfn í júlí
1914. Aldi-ei haföi aðsókn-
in verið meiri að baðströndinni á
Helgoland og þar fyrir norðan og
húsfyllir jafnan á Marienlyst og
Skagen. Ríka fólkið var á Marien-
lyst en fína fólkið og listamennirn-
ir á Skagen.
En stundum eftir mestu hitamoll
una þykknaði allt í einu loft og áð-
ur en nokkum varði var komið
þmmuveður og hellirigning, svo
að jafnvel þeir sem höfðu regnhlíf
flýðu inn í port til að bíða af sér
Bkúrina. Sú bið var stundum löng.
Danii standa ekki eins lengi þegj-
andi í mannþröng og Norðmenn
gera, enda urðu oft fjörugar við-
ræður í portunum. Og umræðuefn-
ið var alltaf það sama: Kemur
stríð?
Frans Ferdinand ríkisarfi Austurrík-
is-Ungverjalands og kona hans hofðu-
verið drepin í Sarajevo í Bosníu 23.
júm Morðinginn hét Princip, serbnesk-
ur sjáifstæöismaður, sem undi illa yf-
irráðum Frans Jóseps keisara yfir
clavneska landinu Bosníu. Hann var
meðlimur leynifélagsins „Svarta hönd-
in“, sem vann að því að sameina alla
Serba í eitt ríki. Og foringi félagsins
var háttsettur í hernum. Austurríski for
sætisiáðherrann, Berchtold greifi( sem
líklega á fremur en nokkur annar sök
á því að styrjöldin skall á), var
ekki lengi að úrskurða, að serbneska
etjórnin ætti sökina á morði Frans
Ferdinands og hagaði sér samkvæmt
þvi. Hann vildi stríð við Serba. Veg-
ur Austurríkis var á fallanda fæti, eins
og heilsa keisarans, sem var orðinn 84
ára. En nú gaf morðið í Sarajevo Berch
tojd kærkomið tækifæri til að rétta
hlut hins hnignandi keisara- og kon-
ungsrikis með því að lumbra á Serb-
um. Berchtold þóttist einfær um það,
en þó þótti honum vissara að heyra
hijóðið í Vilhjálmi Þýzkalandskeisara
•— stóra bróður — fyrst. Hann svaraði
þv', 5. júlí, að hann hefði ekki kynnt
sér Serbíumálin, „en að Frans Jósep
mætti treysta Þvi, að ViJhjálmur mundi
ctanda tryggur við hlið Austurríkis-
Ur.gverjalandis.“
Það var þetta loforð ViKhjálms sem
olli stríðsóttanum um allan heim.
Eif það hetfði ekki verið gefið, hefði
lcannske ekkert Orðið úr striðinu í það
skipti. Þýzkalandskeisari mun sjálfur
varls hafa gert sér grein fyrir að hann
var að kveikja í bálkestinum. Að
minnsta kosti sigldi hann í sína venju-
Jegu sumarferð norður í Sogn, undir-
eins og hann hafði gefið loforðið, sem
ýtti undir Berchtold til stórræðanna.
Og vitanlega urðu Serbar að
leita ásjár voldugs vinar. Þeir voru
slavneskir, eins og Rússar, og leituðu
fyrir sér í St. Pétursborg, seim nú heit-
ir Leningrad.
— Nú varð bið á stóru fyrirsögnunum
í „Berlingske Tidende" og „Politiken"
um sinn, og bjartsýnir menn sögðu:
„Það verður ekkert úr þessu." En um-
talsefnið var þó það sama og áður —
stríðið, — nema þar sem landar hitt-
ust. Þar var fullteins mikið talað uim
stjórnarskiptin heima. Alþingis-
meirihlutinn hafði tilnefnt Sigurð Egg-
erz sem ráðherraefni 5. júli, sama dag-
inn sem Vilhjálmur II fór til Noregs.
Og við ungu landarnir í Höfn töluðum
aðallega um nýja fánann og „fyrirvar-
ann“, en létum Sarajevomorðið liggja
milli hluta.
Og yfirleitt dró talsvert úr stríðs-
óttanum næstu tvær vikur. Þangað til
23. 'júlí, að það vitnaðist að Berchtold
hefði gert Serbum úrslitakosti, mjög
hortuga. Þar var serbnesku stjórninni
gefin sök á ríkisarfamorðinu og þess
krafizt m.a., að stjórnin í Beograd ræki
írá starfi alla þá, sem teldust til „Stór-
Serbahreyfingarinnar". Ennfremur að
fulltrúum stjórnarinnar í Vín yrði
heimilt að hefja rannsókn í Serbíu á
því, hverjir væru við morðið riðnir, og
gera ráðstafanir til að bæ!a niður leyni-
hreyfingu serbneskra sjálfstæðismanna.
— Orðsendingunni skyldi svarað innan
48 tíma.
Nú fóru hæstráðendur heimsveld-
anna að ókyrrast. Vilhjálmur keisari
tók saman föggur sínar á Balaströnd
í Sogni og sigldi heim, en í Kaupmanna
höfn var þó meir tekið eiftir því, að
Poinearé afþakkaði heimsókn sem
har\n hafði ætlað að gera þar — með
aðeins tveggja tíima fyrirvara. Allt
hafði verið undirbúið: hátíðleg mót-
taka á Tollbúðinni, veizlumaturinn til-
búinn á Nimbs Terrasse í TivoJi og
blöðin meira að segja búin að birta
myndir af rjómaísnum, sem átti að
vera ábætir. Frönsku herskipin, sem
fylgdu Poincaré, sigldu með fullum vél-
krafti norður sund og til Le Havre.
Forsetinn þurfti að flýta sér heim.
Hann var búinn að heimsækja Nikulás
gegn Þjóðverjum. Sir Edward Grey, ut
anrilúsráðherra Breta, reyndi að efna
tii fundar stó'rveldafulltrúanna til þess
að afstýra styrjöldinni. Frakkar, ítalir
og Rússar vildu sækja þann fund — en
Þjóðverjar ekki. Þar lögðu þeir lóð sitt
á metin.
II.
N ú hættu gamansamir Danir að
gantast að stríðsóttanum, sem gert
hafði vart við sig hjá eldra fólkinu,
sem mundi Slésvíkur-stríðið við
Prússa réttum 50 árum áður. Yngri
kynsióðin hafði alizt upp í þeirri trú,
að stðrveldastríð væri óhugsandi, og
ráðamenn þjóðarinnar höfðu í þeirri
trú vanrækt allar hervarnir. C. Th.
Zahle, sem íslendingar mega lengi
minnast fyrir góðan skilning á sjálf-
stæðjsmáJinu, hafði myndað stjórn í
annað skipti rúmu ári áður en þetta
gerðist, þó þingflokkur hans væri
smár (Róttæki flokkurinn). Stefna
þeirrar stjórnar var sú, að ekki væri
hægt að verjast, ef stórveldi réðist á
iandið. Og í samræmi við það tók her-
málaráðherrann sér sumarfrí einmitt
þessa daga.og fór norður í Sjáland, til
Gilleleje, ef ég man rétt, en fól yfir-
hershöfðingjanum allar ráðstafanir við-
vilijandi vörnum. Hægriblöðin og mörg
vinstri réðust harkalega á stjórnina fyr-
ir þetta og töldu svona aðfarir bein
iandráð.
Næstu dagana harðnaði enn á bár-
Framhald á bls. 4
i Pélu.sborg og Svíakonung, en átti
eftn bræðurna Kristján í Kaupinhöfn
og Hákon í Osló.
i) erbar svöruðu orðsendingunni
innan tilsetts tíma og svarið var hóg-
vært og friðsamlegt. Vilhjáimur II
var ánægður með það og skrifaði í
minnisbókiná sína: „Mikill móralskur
sigur fyrir Vín, en -um leið fellur burt
öll ástæða til styrjaldar!“ En Berchtóld
.og herstjóri hans, Conrad von Hötzen-
dorf, vildu engar sættir og létu hinn
örvasa keisara Frans Jósep undirrita
stríðsyfirlýsingu til Serba morguninn
28. júlí og sendu hana símleiðis til Beo-
grad.
— Strið milli Austurríkis og Serb’u
var staðreynd og ef til vill mundu Þjóð-
í upphafi fyrri heimsstyrjaldar
Fimmtugar endurminningar frá Kaupmannahöfn
Hluti af Gamlagarði í Kaupmannaliöfn og Sívaliturn í baksýn. Byggingin
með klukknaportinu er Garðkirkjan.
£
*