Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Page 14
KÚBA
Framliald af bls. 9
Ungra kommúnista héldu barnahátíðir,
og Fidel Castro sást á baðströndinni
með unga, hörgulhærða dóttur pólsks
sendisveitarmanns, bröltandi á hnénu
og togandi í skeggið á honum.
Hámark vikunnar var geysistór bama
skrautsýning í útiiþróttaborginni hér.
Tugþúsundir barna tróðust inn á
svæðið, röðuðu sér upp við sódavatns-
pallana og biðu klukkustundum saman
eflir að fá að skjóta af boga eða fara
á bak hesti. „Svarti sjóræninginn", vin-
sæl sjónvarpspersóna, hvarf alveg í
fjöldann af börnum og foreldrum, þeg-
ar hann reyndi að hafa sýningu á knatt
leikavellinum.
Kófsveittar eftirlitskonur frá Kvenna
sambandinu, íklæddar bláum blússum,
reyndu árangurslaust að koma á röð og
reglu, og kallarar æptu gegnum gjall-
..arhorn, biðjandi rómi: „Munið, félagar,
að þessi samkoma er til þess að gleðja
börnin". Innfæddur ljósmyndari, sem
ráfaði milli hópanna, sem biðu í brenn-
heitu sólskininu, hreytti úr sér: „Það
eru biðraðir til að komast hingað inn,
biðraðir við leikina, biðraðir við sóda-
vatnið og jafnvel biðraðir, sem eru ekk
ert sérstakt að fara. Þetta er biðraða-
hátíð en ekki barnahátíð.“
Ein röð af annarsbékkjar-börnum stóð
hátíðlega við sýningarpallinn, en lítill
drengur gekk fram og aftur með röð-
inni, og krotaði eitthvað á blað. „Hvað
ertu að gera?“ var hann spurður.
„Ég er að skrifa niður þau sem ekki
eru skikkanleg", sagði hann.
„Og hvernig eru þau óskikkanleg?"
var hann spurður.
„Þau tala.“
Dugnaðarhjal
B yltingin er samvizkusöm og
helzt um of — eða reynir að minnsta
kosti að vera það. Flestir fylgismenn
hennar, sem eru frekar hægfara, verða
oft íyrir aðfinnslum. Aðstoðardrengur
þjóna í veitingahúsi getur oft skammað
hóp af seinlátum þjónum fyrir að van-
rækja gestina.
Hoy (í Dag), aðalblaðið þarna, hef-
ur fastan dálk, undirritaðan af blaða-
manni, sem kallar sig Argos, og hefur
dálkur þessi það hlutverk að fordæma
slóðaskapinn og hrósa samvizkuseminni.
Argos lætur sér títt um ökuníðinga,
kærulausa fótgangendur og lélega þjón-
ustu. Svo hrósar hann þeim, sem vinna
yfirvinnu og skila veskinu sem þeir
hafa fundið.
Um daginn sagði hann sogu af manni,
sem hafði pantað brauð með osti og
pylsu í veitingahúsi. Þegar hann at-
hugaði það, fann hann, að þarna var
aðeins ein sneið af osti og ein af pylsu.
Argos sagði svo frá þvi með velþókn-
un, hvernig kaupandinn hafði ekki gert
sér þetta að góðu, heldur kvartað við
gjaldkerann og veitingamanninn, og
þegar það ekki dugði, fór hann með
þessa illa útilátnu brauðsneið, fyrst í
ritstjórnarskrifstofu Hoy, síðan í skrif-
stofu flokksins og loks í ferðaskrif-
stofu ríkisins.
Valdamenn eru sífellt að hvetja Kúfou
búa til að keppast betur við vinnuna.
Þeir veita duglegustu verkamönnunum
heiðurspeninga og senda þá í skemmti-
ferðir til Moskvu eða Prag. En einhvern-
veginn hafa þessar verðlaunaveitingar
ekki aukið framleiðnina. En skipulagn-
ing sósíalistaflokks — sem allir játa, að
sé nauðsynleg til að koma upp reglu-
föstu þjóðfélagi — er í hinum mesta
ólestri — mest vegna þess, að Castro
forsætisráðherra hefur enn ekki gert þáð
upp við sig, hvemig hann viU hafa hana
eða hvort hann kærir sig nokkuð um
hana yfirleitt. En dugnaðarhjalið er í
fuUum gangi.
Harðstjórn
A ð sumu leyti er byltingin orðin
hóflegri. Til dæmis má nefna, að síð-
ustu tvö árin hefur áróðri gegn trúax-
brögðum verið hætt, nema í flakksskól-
um. En stjórnarkúgunin krefst enn
fórna. Hundruð, ef ekki þúsundir lands-
manna hafa verið teknar af lífi, og fang-
elsin og fangabúðirnar em hræðilega
yfirfuliar. Þar eru slæm lífsskilyrði og
vóndur matur.
Ekki hefur neitt vitnazt um skipulagð
an lirottaskap í fangelsunum, en samt
gætir tilfinningaleysis gagnvart þeim,
sem stjórnin telur andíbyltingarsinnaða.
Nýskeð, þegar Marcos Rodrigues —
kommúnisti, sem hafði framselt félaga
sína úr andstöðuhreyfingunni í hendur
lögreglu Batista — var yfirheyrður,
virtist enginn hafa neitt við það að at-
huga þó að honum væri haldið í fang-
eLi í meira en þrjú ár, áður en hann
kom fyrir rétt.
Linkind
P yltingin kann að vera harðneskju-
leg gegn þeim, sem eru henni andvígir,
en með aðra fer hún miklu vægilegar.
„Irnan byltingarinnar öll réttindi —
utan hennar engin réttindi", var útskýr-
ing Castros á þessu, fyrir þremur ár-
um. Og þetta stendur heima, að minnsta
kosti hvað snertir mið- og yfirstéttir
þjóðfélagsins. Byltingin er raunveru-
lega væg, þegar hún ákveður, hver sé
innan hennar. Fyrir nokkrum dögum
kom formaður lögfræðingafélagsins með
þessa eftirtektarverðu yfirlýsingu: „All
ir þeir, sem ekki eru á móti okkur, eru
með okkur.“
Að vera með byltingunni er sama sem
að vera fylgismaður Fidels og setja
fram gagnrýni sína á sæmilega hógvær
an hátt. En þessar grundvallarreglur
hindra ekki menntamenn, em-
bættismenn stjór*arinnar og aðra
heldri menn í því að vera
á öðru máli en stjómendur bylt-
ingarinnar um næstum allt, sem ekki
snertir beinlínis aðalatriði hennar.
Einn Kúbubúi skýrði frá því, hvernig
honurn hafði verið vikið úr stöðu sinni
við gamal-kommúnískt blað fyrir að
hafa skammað rússneskar kvikmyndir.
lfann hafði fljótlega fengið betri at-
vinnu sem kvikmyndastjóri.
Har.n minntist einnig á yfirlýsing-
una, sem hópur menntamanna gaf út,
þegar Blas Roca, gamal-kommúnisti í
ríkisstjórninni, fordæmdi innflutning
myndarinnar „La Dolce Vita“. í yfirlýs-
ingunni var Roca líkt við Jóhannes
heitinn páfa XXIII — en ekki til
hróss. Ríkisstjórnin sagði ekki neitt við
þessu.
Hvað eftir annað hafa orðið greinir
með þeim foringjum, sem voru komm-
únistar fyrir byltinguna, og hinum, sem
ekki voru það, og Castro forsætisráð-
herra hefur jafnan bælt niður hvorn
flokkinn, sem var, hafi hann ætlað að
gerast uppivöðslusamur um of. Fyrir
tveim árum fordæmdi hann kommúnist
ana fyrir að reyna að fylla byltingar-
félögin sínum eigin mönnum — og í
siðastliðnum marzmánuði skammaði
hann hinn flokkinn fyrir að reyna að
ofsækja gamal-kommúnistana.
Þessi afstaða hans gerir það að verk-
um, að hver sá, sem óskar að bindast
persónuböndum við byltinguna og Cast-
ro, getur talið sig sæmilega öruggan.
„Eí ég héldi, að Stalínismi yrði hér ríkj-
andi eftir þrjú eða fimm ár, mundi ég
skjóta mig,“ sagði einn rithöfundur, sem
er í embætti hjá ríkisstjórninni.
Rök og gagnrök
E fasemdirnar og hrifningin ríkja
í öllum stéttum þjóðfélagsins jafnt áf
Kúbu. En ef til vill gætir hrifningarinn
ar mest hjá gagnfræðaskólanemum og
háskólastúdentum.
„Fyrir byltinguna hafði ég aldrei hug
mynd um, að í þjóðfélaginu, sem ég
lifði í, væri fólk, sem dæi úr örbirgð
og sjúkdómum", sagði 16 ára stúlka frá
Camaguey, sem er að læra til kennara.
„Við síyðjum ekki byltinguna, held-
ur sköpum við hana“, sagði 24 ára gam-
all hagfræðistúdent, sem vinnur til þess
að styrkja fjölskyldu sína.
„Við neitum því ekki, að skortur
sé fyrir hendi, en það er ekki siðferði-
legur skortur. Við höfum snúið okkur
frá okkar persónulegu viðfangsefnum
tii að vinna'fyrir þjóðfélagið. Tækni-
byltingin — að berjast gegn náttúrimni
— getur verið aflvaki ævilangrar hrifn
ingar“, sagði fyrrverandi búðarloka,
sem er að lesa verkfræði.
í augum flests ungs fólks er byltingin
niálstaður, sem verður að ganga til liðs
við, þó ekki væri nema til þess að bæta
hana og gefa henni menningarbrag. Að
eins fáir líta á hana sem aflögun mann-
legrar náttúru og afnám frelsisins.
Einn þessara fáu var ungur maður,
21 árs, sem fór úr háskólanum, af því
að hann gat ekki unað því stöðuga oki
að þurfa að sækja tíma. Hann sat í
skemmtigarði og sagði lágt en gremju-
lega: „Þetta er sjálfsagt sérvizka í mér“,
sagði hann, „en ef þú vilt sjá æskulýð-
inn á Kúbu, þá farðu í fangelsið á Furu-
eynru. eða í Kólumbusar-kirkjugarðinn
og líttu á óbrotnu trékrossana þar. Þar
eru andspyrnumennimir."
„Flestir háskólastúdentarnir koma
enn frá miðstéttaheimilum. Þeir hafa
lifað siðleysistíma , Batista og séð f jöl-
skyldur sínar vera í náðinni og þeir
hafa yfirgefið þessar fjölskyldur. En
samvizkan er óróleg hjá þeim og því
ákafarj eru þeir með Castro.“
„Það eru margir öfgamenn á Kúfou,
en þeir eru þannig, að þeir hverfa,
þegar í hart fer. Þjóðfélagsokið ligigur
þungt á mönnum, sem vilja tala opin-
berlega á götunum. En taktu eftir því,
að þegar rökræður eru heima fyrir, hef-
ur bróðirinn, sem er gegn stjórninni, síð-
asta orðið. Því að þarna, heima fyrir, er
engin hætta á uppljóstrun.“
u
ppljóstrunarhættan er meiri
hjá fátækari stéttunum. Þeir sem hafa
eftirlit með sveita- eða verksmiðjuverka
mönnum eru ekki eins veraldarvanir, og
verkamaður er miklu líklegri til að lenda
í fangelsi en menntamaður. En nöldrið
fyrirfmnst samt í öllum stéttum. Leigu
bílstjórar eru eftirtektarverðir. Þeir hafa
lítið upp úr sér, en sem sjálfstæðir at-
vinnurekendur eru þeir á pappímum
kapitalistar og eru píndir miskunnar-
laust. 47 ára gamall leigubílstjóri stöðv-
aði farartæki sitt, sem var ótrúlega las-
burða, með því að taka í handhemilinn,
þar eð fóthemillinn var óvirkur.
„Bensín kostar 60 sent gallónið. Við
fáum ekki varahluti, eða þegar þeir
fást, er það með svartamarkaðsverði,"
sagði hann. „Ef við vinnum ekki fulla
átta tíma á dag, sekta þeir okkur eða
taka af okkur bílinn — jafnvel þótt
þetta stafi af biitm á bílnum. Og þeir
vilja ekki lofa okkur að hækka taxt-
ana. Hvað vilja þeir eiginlega láta okkur
gera?“
„Sjáðu til . . . . ég var eins góður
byltiijgarmaður og hver annar. En lög-
reglan hans Batista náði í mig, af því
ég kallaði hann svín, og þegar mér var
sleppt, var ég með blóðspýting í þrjá
daga á eftir. En við þolum þetta ekki
mikið lengur."
Innrœti Kúbumanna
Mr að getur verið, að eins og er sé
það ekki aðalatriðið í samfoandi við
Kúbu að dæma um það sem hægt er að
segja með eöa móti byltingunni, né held
ur að meta styrkleik þeirra, sem telja
sig henni andvíga. Aðalráðgátan er að
komast að því, hvort byltingin sé fyrir
hinn mikla mannfjölda þar eitthvað,
sem hefur raunverulega tekið þá fangna
eða hvort hún sé sýning, sem hafi ekki
áhrif á áhorfendur nema rétt þá stund-
ina, sem hún stendur yfir.
Lítum bara á Regla, sólfoakaðan og
ókyrran fátækrafoæ, handan við víkina
hjá Havana. Þar standa timburkofar
framan í brekkunni og í kirkju rétt
uppi á hæðinni er altari eins helzta
verndardýrlings Kúfoumanna: Svörtu
meyjarinnar frá Regla.
Regla er öreigabæli, en íbúarnir —
svartir venkamenn — eru stoltir, kátir
og herskáir í framkomu. Kommúnistar
hafa alltaf verið liðsterkir í Regla, þrátt
fyrir hollustu íbúanna þarna við Meyna.
Þegar það varð ljóst, að Castro var að
gera þjóðfélagsbyltingu, en ekki póli-
tíska uppreisn, urðu íbúarnir í Regla
eindregnustu liðsmenn hans.
En samt var það í Regla, að nýskeS
kom á varir fólks söngur, sem sam.
kvæmt áreiðanlegum heimildum gerð|
Castro reiðari en hann hefur lengi orð-
ið. Eins og hann er sunginn af áköfustu
fylgismönnum hans á þeirra sérstöku
máliýzku, hljóðar hann eitthvað á þá
leið að „við erum sönn sósíalistaþjóð, af
öllu hjarta. Nikita pabbi gefur okkur
brauð og við þurfum ekki framar að
vinna.“
Og það er einmitt gegn efni þessa
söngs sem byltingin verður að berjast
fyrir lífi sínu. Raunverulegi óvinurinn
hennar er ekki lengur andfoyltingar-
mennirnir eða flóttamennirnir. Sá sanni
óvinuT getur sýnt sig að vera innræti
Kúbumannsins.
Leiðtogar Kúbumanna eru staðráðnir
í þvi að eila framleiðnina enda þótt
þeir hafi slitið hagkerfi landsins úr
sambandi við fasta viðskiptamenn sína
um kaup og sölu, og þrátt fyrir gjör-
samlega kollvörpun hins gamla kerfis.
En jafnframt eru þeir staðráðnir í því
að sjá svo um, að allir séu fæddir og
hýstir með vaxandi jöfnuði. Og þeir eru
staðráðnir í því að mennta ídla þjóð-
ina.
Hinar andstæðu kröfur þessa verk-
efnis gætu orðið ofviða jafnvel skipu-
legustu og duglegustu þjóðum. Og Kúbu
mennt eru hvorugt.
E inn sunnudag fyrir skömmu
gekk holdugur maður eftir baðströnd-
inni í Havana. Þetta var starfsmaður í
menntamálaráðuneytinu og var að ræða
vandamál Kúbu:
„Við Kúbumenn erum einstaklings-
hygg.iumenn, hvort sem við erum með
byltingunni eða ekki,“ sagði hann. „Við
förum á pólitíska fundi og greiðum þar
allir atkvæði — með engu. Svo förum
við og fáum okkur einn gráan og náum
okkur svo í stelpu eða leitum að batt-
eríi í útvarpstækið okkar.“
„Við erum latir að vinna, en komi
Kaninn hingað, skaltu sjá, að við leggj-
um til bardaga við hann með guðmóði.*4
,,En ef hann kemur nú alls ekki? “
spurði hinn.
„Ég er nú ekki svo fróður, að ég
viti það,“ 'svaraði hann og sneri sér
við til að dást að stelpu í svörtrun bað-
fötum. „Svei mér ef ég veit það.“
Leiðrétting
í grein minni um fyrstu fimmta-
bekkjar-ferðina, sem birtist í 22. tbL
Lesbókar segir, að Guðm. G. Bárðar-
son hafi tekið við náttúrufræðikennsl-
unni í Menntaskólanum að dr. Helga
Jónssyni látnum. Þetta er ekki rétt,
Þegar dr. H.J. féll frá, 2. apríl 1925 kom
Lúðvíg Guðmimdsson, siðar skólastj-
óri, sem þá var við nám í guðfræði-
deilc1, í hans stað. Var hann settur f
stöðuna um vorið og annaðist náttúru
fræðikennsluna næsta vetur — 1925-26,
Það var ekki fyrr en haustið 1926,
sem G.G.B. kom að skólanum.
G.Br.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. tbl. 1964