Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 4
,,Svo illar hvíldir ég af þér fékk og óhreinan hef ég setið bekk, því ertu nú dauðadeigur. — Þótt svikir þú mig, skal orð mitt efnt, mín er eftir þessa nóttu hefnt Séra Oddur, nú ertu feigur.“ — Bót er. að skammt er bæjar til, blasa við hurðir og stafna þil, glitrar á glugg einn í ranni. Voði og tjón er allt tómt og hljótt. Tryllt getur draugur í auðn og nóí vitið af mennskum manni. . Vafið af afli að kviði knýr keyri úr sporum nötrandi dýr. Duna dynkir í svellum. Vofan glottir og víkur á snið úr vegi, en flýjandi gellur við hlátar i hófaskellum. Ógæfuþrungin og ygld á brá sig yfir húsþekjur breiðir dauðamóksvættur, er drungann frá dauflegri óttu seiðir. En höfgum í svefni heimalið í híbýlum inni dvelur, og svefnlætin blandast við næturnið. Hver neisti af lífi sig felur. En reimt er þá nótt, og menn dreymir dátt; djöfiazt er uppi á þaki, en Soiveig heitin í hverri gátt, rneð höfuðið aftur á baki. „Nú sofðu sem fastast, maður minn, á morgun er nýtt að heyra.“ — Svo hallar hún sér að hálfu inn og hlær frá eyra til eyra. „Á Miklabæ svo margt til ber, sem mundi ei nokkurn gruna.“ — Menn láta illa — og láta ver, slíkt er leiður draumur að una. — Þá er hastarlega ljóra á lagzt yfir miðjum palli, og rökkurþögnin um rjáfur há rofin með neyðarkalli. 1 Hvert mannsbarn vaknar og horfir í húm. Enn er hrópað í ógn og trylling. Líkamir naktir rúm við rúm rísa í titrandi hryliing. En út til þess, er átti þá raust, fýsir engan af vinnusveinum. Fyrir hurðum úti er hjálparlaust háður leikur af einum. — Svo næsta dag. þegar dyrum frá dragbröndum verður skotið, liggja handvettir klerksins hlaðinu á, höttur og keyri brotið. En presturinn hefur ei síðan sézt. Menn segja, að hvarfinu valdi draugur, er mann hafi dregið og hest í dysina — og báðum haldi. Fru Ralrin Einansdóttir, móðir Einars með þrjú börn sín. Einar til vinstri (8 ára), Kriistín til hægri. Frúin heldur á Sveinlaugu. Einar Benediktsson Fraínhald af bls. 2 fyrst og fremst rneð áburðarvinnslu úr lofti fyrir augum. Langmests hluta fjármagnsins tií þessara framkvæmda var afiað í Frakklandi og Þýzkalandi. Einar Benediktsson fylgdist vel með því sem var að gerast ytra I þessurn efnum. Hann sá réttilega að það sem unnt var að gera í Noregi myndi eigi síður vera unt að gera á íslandi. En til þess þurfti forustu. Hann vissi, að hennar var ekki að vænta á þeim tíma hjá íslenzkum stjórnarvöldum, enda voru slíkar framkvæmdir hjá öðr- um Evrópuþjóðum þá í höndum félaga og einstaklinga, en ekki ríkisvaldsins. Frú Valgerður segir í Endurminning- unum: „Einar hafði árum saman dreymt mikla drauma um stórfelldar verklegar framkvæmdir til þess að hefja ísland á hærra stig menningar og framfara.“ Nú var eins og forlögin tækju í taum- ana. Á ferðalagi í Rangárvallasýslu hrapaði hestur Einars fram af ísskör í Þverá. Einar meiddist alvarlega, lær- bein hans brákaðist og hann átti mán- uðuim siaman mjög erfitt með ferðalög í hinni viðlendu sýslu, en þá var þar ein göngu ferðazt á hestum. Einar undi ekki kyrrsetunni. Hann fann köllun hjá sér til þess að taka forustuna í verklegum framkvæmd um á íslandi og gerast bjargvæittur þjóð arinnar og þar með þjóðarieiðtogi. Hann var þá auðugur maður á íslenzkan rnæli kvarða og í blóma lífs síns. Árið 1907 segir hann af sér sýslumannsembættinu í Rangárvallasýsilu. Hann fer frá Stóra- Hofi, þar sem hann hafði búið vel um sig. Hann flytur búferlum til Bretlands og ætlar sér að sækja „lykil hins gu'.lna gjalds" í hendur auðjöfra Evrópu til þess að skapa nýja gullöld fslendinga. Kom sér þá vel, að hann var málamaður með afbrigðum góður E kki er of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að ailt frá fyrstu byggð Islands hafi fáir jafnokar Eina.rs Bene- diktssonar sótt á vit erlendra höfðingja né viljað þjóðinni betur. Guðmundur Hiíðdal, sem þá var nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur I Þýzkalandi, var með Einari skv. ósk hans í Osló þá um haustið. Að lokinni stuttri dvöl þar fór Hlíðdal síðar um haustið heim til íslands, að beiðnj Ein- ars, til þess að ffamkvæma bráðabirgða- mælingar á nokkrum fossum. Hefur Hlíðdal sagt mér, að hann hafi þá oft verið boðinn með Einari í kveld- verðarboð í Osló hjá helztu fésýslumönn- um og lögfræðingum Noregs. Þegar staðið var upp frá borðurn fór jafnan á sömu lejð. Húsbændur og boðsgestir, karlar sem konur, hópuðust umihverfis Einar og hlýddu á boðskap hans hug- fangnir, jadEnt hvort sem rætt var um framtíð íslands, bókmenntir fslands og Noregs, heimsbókmenntir, heimspeki, trúarbrögð, tækni á 20. öld eða framtíð mannkynsins. í veizlum þessum flaut allt í víni, en Einar neytti þá ekki áfengis. Árið 1914 tókst honum eftir langan undirbúning að stofna hlutaféiagið „Tit- an“. Var stofnfundurinn haldinn 1 Reykjavík 18. febrúar 1914. Var hluta- fé í byrjun kr. 360.000,—, en var á næstru þremur árum aukið smám sam- an upp í 12 milljónir krónia. Myndi það svara til a.m.k. 1200 milljóna króna I dag. Voru flestir hluthafanna Norð- menn. Undirbúningur að stórvirkjun Þjórsár, sem Einar hafði aflað sér vatns- réttindia í, var hafinn undir forustu G. Sætersmoens, hins færasta verkfræðings, og unnið að honum næstu árin með milljón króna tilbostnaði. Skömmu eftir formlega stofnun fé- lagsins kom heimsstyrjöldin fyrri í opna skjöld-u. Heimsstyrjöldin ger- breytti viðhorfi Evrópumanna til fjár festinga í fjarlægum löndum. f kjölfar hennar fylgidi kreppa, sem segja mátti að stæði nær óslitið fram að heims- styrjöldinni síðari 1939. Nú hafði almenn svartsýni gripið uim sig varðandi fjárfestingar erlendis i stað bjart-sýni áður. Við þetta bættist, að Þjóðverjar höfðu fundið upp nýja aðferð til vinnslu tilbúins áburðar og hafði virkjun fallvatna í því skyni þá ekki sömu þýðingu og áður. JL oks hurfu stórframkvæmdir J 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S 33. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.