Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 3
Hvarf séra 0
f rá Miklabæ
(Þjóbsaga)
I FYRSTU ljóðabók Einars Benedikts-
eonar, Sögum og kvæðum, sem út kom
1897, birtist kvæðið Hvarf séra Odds frá
Miklabæ. Kvæði þetta hafði áður verið
prentað í Sunnanfara, 1. árgangi, 18. bls.,
í september 1891, en mun vera ort þegar
ekáldið lá á Friðriksspítala í Kaup-
mannahöfn fjórum árum fyrr. Þar er
þessi athugasemd höfundar við kvæðið:
„Þess skal getið, að ég hef alls ekki fylgt
pví, er stendur í sögusafni Jóns Arna-
sonar, né öðrum skrifuðum frásögnum,
um atburð þennan, heldur hef ég aðeins
farið eftir munnmælum, sem ég hef
heyrt sjálfur, bæði af Skagfirðingum og
öðrum."
Þjóðsagan hermir, að séra Oddur
Gíslason, prestur á Miklabæ, hafi brugð-
ið heiti við stúlku á bænum, er Solveig
hét, sem tók tryggðarof prests svo nærri
sér, að hún fyrirfór sér af þeim sökum.
Þjóðtrúin sagði, að Solveig hefði í andar
slitrunum beðið þess, að prestur greftr-
Hvarf sér.a Odds frá Miklabæ
Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa,
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í f axi reistu.
Hait er í hófi frostið;
hélar andi á vör.
Eins og auga brostið
yf ir mannsins f ör
stjarna, stök í skýi,
starir fram úr rofi.
Vakir vök á dýi
vel, þott aðrir sofi.
,.Vötn" í klaka kropin
kveða á aðra hlið,
gil og gljúfur opin
gapa hinni við.
Bergmál brýzt og líður
bröttum eftir f ellum.
Dunar dátt á svellum:
Dæfndur maður ríður!
Þegar ljósið deyr, er allt dapurt og svart,
með deginum vangi bliknar.
Nú \raknar af rökkurmoldum margt, —
í minningum dauðum kviknar.
Þótt beri þig fákurinn frái létt,
svo f rosnum glymur í brautum,
þú flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt,
þögull í hvilftum og lautum.
Hver andvökunótt, hver æðrustund,
alin í beyg og kvíða,
sjálfframdar hefndir sjúkri lund
saka, er ódæmdar bíða,
í lifandi myndum þig einblína á
með augum tærandi, köldum,
og svipinn þeim harmar liðnir ljá
frá líf s þíns einverukvöldum.
En hálfur máni af himinleið
slær helbjarma á mannanna ríki
og merkir skarpt þína miðnæturreið
á melinn í risalíki.
Þín fylgja, hún vex og færist þér nær,
þótt á flóttanum heim þú náir,
því gieymskunnar hnoss ei hlotið fær
neitt hjarta, sem gleymsku þráir.
aði hana I vigðri mold. En þar sem
Solveig hafði fyrirfarið sér, mátti ekki
grafa hana í vígðum reit, heldur urða
hana í dys utan garðs. Nokkru síðar
hvarf prestur með sviplegum rætti og
fannst hvergi, hvorki lífs né liðinn, þótt
hans væri leitað af fjölda manns, en
svipa hans og vettir fundust á hlaðHxu
á Miklabæ. Sagt er, að heimamenn hafi
orðið varir við ógnþrungin hljóð og
undirgang nótt þá, sem prests var voa
heim úr ferð til annexíunnar á Silfra-
stöðum.
Heyrzt hefur, að fyrir um það bil 26
árum hafi fundizt mannabein utan
kirkjugarðs á Miklabæ, sem talið er, að
geti verið bein séra Odds. Ennfremur er
getgáta um, að bræður Solveigar muni
haÆa veitt klerki fyrirsát, ráðið hann af
dögum og síðan fólgið líkið á þeim stað,
sem það fannst meir en 150 árum síðar.
Um þetta skortir tylLri heimildir.
í>ví hefur verið haldið fram, að hin
kjarnmikla og kynngimagnaða lýsing
á afturgöngu Solveigar í kvæðinu um
séra Odd eigi sér stoð í persónulegri
reynslu skáldsins. Er þá átt við svo-
nefnt Sólborgarmál, sem Einar þingaði
í að Svalbarði í Þistilfirði sem fulltrúi
föður síns, en hann var þá sýslumaður
í Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði átt barri
um veturnætur 1892, og var talið, að
það væri getið í meinum.
Einar hóf yfirheyrslur í máli þessu
um áramótin 1S92—1893. En áður en
hann yfirheyrði Solveigu, vildi til sá
hryggilegi atburður að hún fyrirfór sér
á refaeitri og lézt með miklum harm-
kvælum. Sumir hafa sagt, að myrkfælni
Einars hafi stafað af þessum atburði og
endurspeglun hans komi fram í hinni
ægilegu lýsingu skáldsins á afturgöngu
Solveigar.
Það er alrangt, að lýsing Einars á
Solveigu sé endurspeglun í huga skálds-
ins á hinum voveiflega viðburði að
Svalbarði, því að kvæði Einars birtist
í Sunnanfara í september 1891, en það
er ekki fyrr en nærri einu og hálfu ári
síðar, sem hinn hörmulegi atburður
snerist (Má þar benda á IV. bindi Dóma-
safns Landsyfirréttar, 371—374 bls.).
En eins og áður segir mun kvæðið
vera ort um árið 1887. Enginn efi
er á því, að ekM þurfti svo
voveiflegan atburð til að vekja hug-
myndaflug Einars Benediktssonar. Föð-
ur hans var viðbrugðið fyrir myrkfælni
löngu fyrir þennan tíma og myrkfælni
jþá mjög almenn hér á landL
Nú er ei tóm fyrir dvala og draum.
Dauðs manns hönd grípur f ast um taum,
svo hesturinn hnýtur og dettur, —
hnykkir í svipan hnjám af jörð,
heggur sköflum í freðinn svörð
og stendur kyrr eins og klettur.
— Ei gleymir neinn þess svip, er hann sá
sjónum heiftar sig bregða á
hálfbrostnum hinzta sinni.
Uppgrafin stendur þar ódæðissynd,
ógnandi í götunni — voveif leg mynd,
vakin af mannsins minni.
Leikur tunglskíma hverful um hár
og heibleikar kinnar, en augu og brár
skuggar í hálfrökkur hjúpa.
Úr hálsinum f ellur fagurrautt blóð,
freyðir og litar hjarnbarða slóð.
Titra taugar í strjúpa.
Reidd, sem til höggs, er höndin kreppt
hátt á lofti, önnur er heft
á bitrum, blikandi hnífi.
Þýtur í golu af þungum móð
þulin heiting. Svo mælti fljóð,
svikið, er svipti sig lífi:
93. m. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3