Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 3
Hvarf séra Odds frá Miklabæ (Þ'jóðsaga) 1 FYRSTU ljóðabók Einars Benedikts- eonar, Sögum og kvseðum, sem út kom 1897, birtist kvseðið Hvarf séra Odds frá Miklabæ. Kvaeði þetta hafði áður verið prentað í Sunnanfara, 1. árgangi, 18. bls., í september 1891, en mun vera ort þegar skáldið lá á Friðriksspítala í Kaup- mannahöfn fjórum árum fyrr. Þar er þessi athugasemd höfundar við kvæðið: „Þess skal getið, að ég hef alls ekki fylgt því, er stendur í sögusafni Jóns Árna- sonar, né öðrum skrifuðum frásögnum, um atburð þennan, heldur hef ég aðeins farið eftir munnmaelum, sem ég hef heyrt sjálfur, bæði af Skagfirðingum og öðrum.“ Þjóðsagan hermir, að séra Oddur Gíslason, prestur á Miklabæ, hafi brugð- ið heiti við stúlku á bænum, er Solveig hét, sem tók tryggðarof prests svo nærri sér, að hún fyrirfór sér af þeim sökum. Þjóðtrúin sagði, að Solveig hefði í andar slitrunum beðið þess, að prestur greftr- aði hana I vfgðri mold. En þar sem Solveig hafði fyrirfarið sér, mátti ekki grafa hana í vígðum reit, heldur urða hana í dys utan garðs. Nokkru síðar hvarf prestur með sviplegum rætti og fannst hvergi, hvorki lífs né liðinn, þótt hans væri leitað af fjölda manns, en svlpa hans og vettir fundust á hlaðinu á Miklabæ. Sagt er, að heimamenn hafi orðið varir við ógnþrungin hljóð og undirgang nótt þá, sem prests var von heim úr ferð til annexíunnar á Silfra- stöðum. Heyrzt hefur, að fyrir um það bil 25 árum hafi fundizt mannabein utan kirkjugarðs á Miklabæ, sem talið er, að geti verið bein séra Odds. Ennfremur er getgáta um, að bræður Solveigar muni hafa veitt klerki fyrirsát, ráðið hann af dögum og síðan fólgið líkið á þeim stað, sem það fannst meir en 150 árum síðar. Um þetta skortir íyllri heimildir. Því hefur verið haldið fram, að hin kjarnmikla og kynngimagnaða lýsing á afturgöngu Solveigar í kvæðinu um séra Odd eigi sér stoð í persónulegri reynslu skáldsins. Er þá átt við svo- nefnt Sólborgarmál, sem Einar þingaði í að Svalbarði í Þistilfirði sem fulltrúi föður síns, en hann var þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði átt barh um veturnætur 1892, og var talið, að það væri getið í meinum. Einar hóf yfirheyrslur í máli þessu um áramótin 1892—1893. En áður en hann yfirheyrði Solveigu, vildi til sá hryggilegi atburður að hún fyrirfór sér á refaeitri og lézt með miklum harm- kvælum. Sumir hafa sagt, að myrkfælni Einars hafi stafað af þessum atburði og endurspeglun hans komi fram í hinni ægilegu lýsingu skáldsins á afturgöngu Solveigar. Það er alrangt, að lýsing Einars á Solveigu sé endurspeglun í huga skálds- ins á hinum voveiflega viðburði að Svalbarði, því að kvæði Einars birtist í Sunnanfara í september 1891, en það er ekki fyrr en nærri einu og hálfu ári síðar, sem hinn hörmulegi atburður snerist (Má þar benda á IV. bindi Dóma- safns Landsyfirréttar, 371—374 bls.). En eins og áður segir mun kvæðið vera ort um árið 1887. Enginn efi er á því, að ekki þurfti svo voveiflegan atburð til að vekja hug- myndaflug Einars Benediktssonar. Föð- ur hans var viðbrugðið fyrir myrkfælni löngu fyrir þennan tíma og myrkfælni þá mjög almenn hér á landi Hvarf séca Odds frá Miklabæ Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa, glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Gjósta, af hjalla hæstum hvín í faxi reistu. Hait er í hófi frostið; hélar andi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna, stök í skýi, starir fram úr rofi. Vakir vök á dýi vel, þott aðrir sofL ,.Vötn“ í klaka kropin kveða á aðra hlið, gil og gljúfur opin gapa hinni við. Bergmál brýzt og líður bröttum eftir fellum. Dunar dátt á svellum: Dæindur maður ríður! Þegar ljósið deyr, er allt dapurt og svart, með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum margt, — í minningum dauðum kviknar. Þótt beri þig fákurinn frái létt, svo frosnum glymur í brautum, þú flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt, þögull í hvilftum og lautum. Hver andvökunótt, hver æðrustund, alin í beyg og kvíða, sjálfframdar hefndir sjúkri lund saka, er ódæmdar bíða, í lifandi myndurn þig einblína á með augum tærandi, köldum, og svrpinn þeim harmar liðnir ljá frá líís þíns einverukvöldum. En hálfur máni af himinleið slær helbjarma á mannanna ríki og merkir skarpt þína miðnæturreið á melinn í risalíki. Þín fylgja, hún vex og færist þér nær, þótt á flóttanum heim þú náir, því gieymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir. Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd grípur fast um taum, svo hesturinn hnýtur og dettur, — hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyrr eins og klettur. — Ei gleymir neinn þess svip, er hann sá sjónum heiftar sig bregða á hálfbrostnum hinzta sinni. Uppgrafin stendur þar ódæðissynd, ógnandi í götunni — voveifleg mynd, vakin af mannsins minni. Leikur tunglskíma hverful um hár og heibleikar kinnar, en augu og brár skuggar í hálfrökkur hjúpa. Úr hálsinum fellur fagurrautt blóð, freyðir og litar hjarnbarða slóð. Titra taugar í strjúpa. Reidd, sem til höggs, er höndin kreppt hátt á lofti, önnur er heft á bitrum, blikandi hnífi. Þýtur í golu af þungum móð þulin heiting. Svo mælti fljóð, svikið, er svipti sig lífi: 83. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.