Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Blaðsíða 13
Eftír séra Sigurb Einarsson / híolti
Kvæði Einars Benediktssonar,
Kvöld í Róm, er fyrst prentað
í Skírni árið 1905. Sennilegast er, að
það sé nokkurn veginn 60 ára gam-
elt, er við höldum 100 ára afmæli
Einars.
Sumarið 1903 fór Einar Benedikts
son til Bretlands. í þeirri för gerð-
ist það, að vinur hans brezkur býð-
ur honum með sér til Italíu og þigg
ur Einar boðið. Fara þeir víða um
Italíu, koma með vissu til Róma-
borgar, Feneyja og Milanó. Þessi
ferð varð mjög afdrifarík fyrir Ein
ar, þroska hans sem skálds og skáld-
skapar afköst. Vafamál er, að hann
hafi farið nokkra eina för, sem
varð honum ^ro frjó í þeim efnum.
Skýrir frú Valgerður Benediktsson
frá í bók sinni að í þeirri ferð mynd
uðust drögin að Ítalíukvæðum hans:
Kvöld í Róm, Bátferð (sem er minn-
ingar frá Feneyjum), Skuggar
(myndir frá Rómaborg), Skýjafar
(hugleiðingar um atburði úr forn-
sögu Rómverja), Colosseum og
Kirkjan í Mílanó. Efalaust hefur
Einar fengið kveikinn í fleiri
kvæði sín í þessari för, eða þegið
úr henni myndir í þau. Hún varð til
þess að víkka sjónhring hans og
kynni af háttum lýða og landa og
Einar var næmur og fljótur að átta
sig. Hún leiddi hann á slóðir hárrar
fornmenningar, sem hann virti og
unni. Á suðurslóðum skýrðust minn
ingar þessarar menningar og tóku
á sig lifandi myndir. Förin hefur og
að öðru leyti margvíslega rótað við
hugsunum hans, knúið fastar á hann
um að leita úrlausnar þeirra við-
fangsefna, sem hann hafði áður
fengizt við, eins og ný gagntakandi
reynsla gerir jafnan, þar sem vök-
ull andi á hlut að máli. Það er einn-
ig upp úr þessu ferðalagi, sem
persónuleiki Einars tekur ábærilega
að bera mót heimsborgarans í hugs-
unarhætti, sniði og fasi. Hann er af
eigin raun og kynnum að verða
heimamaður í alþjóðlegri menningu
samtíðar sinnar, á þann hátt sem
tæpast nokkur samlandi hans af
samtímamönnum átti kost á að
verða, handgenginn því, sem hún
átti glæsilegast í fortíðarerfð og
minningum, og glöggskyggn á þau
þjóðfélagsöfl, sem byltust undir yfir
borði hennar og stýrðu rás fram-
vindu hennar. Þetta kemur mjög
g'lögglega í ljós síðar í skáldskap
hans, og má þar til nefna kvæði eins
og Tempsá og Sólarlag í Hrönnum
Þetta persónumót birtist jafnharð-
an í framgöngu hans og viðbrögðum,
tiginmennsku og glæsibrag. Glæsi-
men'nska Einars var raunar þá þeg-
ar löngu að orði gjörð, en hún varð
slík á þessu blómaskeiði ævi hans
og upp þaðan, að hvarvetna vakti
athygli, en aðdáun margra þeirra
óskipta, sem Einari kynntust nánar.
ÍMieð Ítalíu-kvaeðum Einars kveð-
ur algerlega við nýjan tón í íslenzkum
bókmenntum, og væri þó sennilega rétt-
ara að segja, að með þeim hafi íslenzkum
bókmenntum aukizt nýr þáttur. Við-
fangsefnin voru fullkomin nýjung, en
heillandi, inn í íslenzka ljóðagerð. f list
fögrum búningi lauk Einar þarna upp
töfraheimum Suðurlanda, sem Norður-
landabúinn hefur löngum rennt munar-
augum til. Ferðakvæði Einars, bæði
þau, sem birtust í Hafblikum og síðari
bókum hans, voru ef til vill það í skáld-
skap hans, sem mest heillaði þá kynslóð
fslendinga, sem nú er orðin vel mið-
aldra, æskufólkið, sem stóð „með lang-
ferðahugann við lágreista bæinn“, en
hæpnar vonir um að fá honum nokkru
sinni fullnægt. Gulldraumur Einars
hinn mikli til handa íslendirngum hafði
þá enn ekki rætzt.
Margt bar til þess, að einmitt ferða-
kvæði Einars urðu lesendum hans og
aðdáendum svo hugfólgin: Nýstárlegt
efni og stór útsýn til framandi heima,
og þá ekki síður hitt, að í þessum kvæð-
um njóta sín hvað bezt ýmsir frábær-
ustu eiginleikar Einars, gleggni hans,
sjónskyn og myndlistarhæfileiki. Hann
var yfirburðahagleiksmaður í því að
draga upp lifandi myndir þess, er fyrir
augu hans bar, en dýpt og þungi kvæð-
anna liggur í því, hve trúr Einar er
sjálfum sér og skáldlegum markmiðum
sinum í því að láta ekki fjötrast við
ásýnd hlutanna eina saman, heldur
brjótast frá yfirborðinu til kjarnans.
Þessi kvæði eru því þrungin af lífsspeki,
engu síður en skáldlegri fegurð, og
geyma sum stórfenigiegustu tilraunir
Einars til þess að ráða fyrir sér gátu
lífs og örlaga, eins og til dæmis kvæðið
Kvöld í Róm.
að er kvöld í Róm, „kvöld með
rauðri skikkju og bláum faldi“, örstutt
en einstæð lýsing á suðrænu kvöldi.
Tíber sígur seint og hægt i æigi,
seint og þungt — með tímans göngulagi.
Og nú tekur saga liðinna alda að svífa
fyrir hugarsjónum skáldsins, eins og
sýning skuggamynda á tjaldi. Síbreyti-
legir og svipulir glamparnir á vat’ns-
borði elfarinnar, sem með rennsli sínu
minnir á óstöðvandi straum tímans,
seiða fram fyrir sjónir þess mynd eftir
mynd, þangað til öll saga borgarinnar,
saga Rómavaldsins, liggur því opin og
öndverð fyrir augum frá sínu glæsilega
upphafi til síns dapurléga endadægurs.
„Sjónir hugar sjá þá dauðu og horfnu,
sigurfólkið“, sem framaþrá námgirni,
veggirni og þrá til auðæfa brennur af
enni og augum. Menn sem bera eld vilj-
ans og hreystinnar í taugum og ástheit-
ar konur, sem eru stoltar eins og gyðj-
ur, byggja saman lundarfar og líkams-
atgervi hinna sterku niðja, og leggja
þannig saman hornstein Rómavaldsins.
Aldirnar líða. Faigrar, réttleitar konur
og brúnaþungir menn engjast í þeim
kvölum, sem hóglífið leggur þeim á
herðar. Andlitsdrættirnir eru leiðir og
sjúkir, limirnir mýkri en hægindið, sem
hvílir þá. Ástlaus hjörtun seilast í mun-
að með uppgerðarfjöri, sem sótt er í
eitraðar nautnir, en láta drembiláta
myndir: Andstæður þjóðfélagsins magn-
ast, átökin harðna. Á rústum bruna og
blóðsúthellings tjaldar æskan háborðs-
sæti, en drekkur í senn banaskálar
drottnaranna og hinna undirokuðu.
Heiftarneistinn í ösku þrælsóttans,
dauðabeygurinn falinn undir gervi
drambs og þótta, „bera af sér fræ i nýjar
sálir“, vígðar glötun og dauða í bræðra-
byltu.
Tíber streymir — nýjar myndir:
Frægðarþjóðin glatar heiðri sínum með
afrækslu sinnar fornu trúar, en hrapar
sjálf til dauðs í falli gæða sinna. Elliær
bernska úthellir í blindni blóði þjóð-
anna, og
milli tveggja siða i fálmi fellir
fjöreigg sinnar eigin gæfu af stalli,
iv..
l’ýjar myndir, — það dregur að
endalokunum. Dómslúðurinn gellur
hærra og hærra. Landið stynur undir
flýjandi hersveitum. Tíminn líður. —
Baráttunni er lokið. — Sviðið hljóðnað.
— Fjandmaður og vinur hvíla eins og
bræður í gröfum,. sem skreyttar eru
villtum rósum og sjálfsánum trjám. —
Skuggamyndir sögunnar sökkva í
faðm fljótsins — og skáldinu finnst
dauðahrollur fara um borgina:
Lækkar, dökknar loftsins blái faldur.
Lýsist kvöldsins rauða skikkja — og
hrynur.
Hrynur, eins og blóðstokkið veldi Róm-
ar, afrek hennar, snilli og frægð.
Allir afglapar allra tíma halda að
ekkert hafi gerzt, fyrr en þeir koma til
sögunnar, ekkert, sem nokkurs sé vert.
Og þegar þeim er lokið, þá gerist ekk-
ert framar. Það hefur enginn orkt fyrr
en þeir, enginn málað fyrr en þeir,
enginn gert skúlptúr fyrr en þeir, enig-
inn skrifað tónlist fyrr en þeir. Og svo
er öðru hvoni tilkynnt, að með ein-
hverju tilteknu verki, sem einhver þess-
ara kappa hefur lokið, sé viðkomandi
listgrein dauð. Verkið er svo yfirvættís
fullkomið, að þar með hefur sú listgrein
lokið hlutverki sínu í veröldinni, tján-
ingarhæfni hennar er gjörónýtt, við-
fangsefni hennar dæmd, þýðingu hennar
lokið. Þannig höfum vér með stuttu
millibili lesið andlátsfregnir, skáld-
sagnagerðar, myndrænnar málaralistar,
klassiskrar tónlistar. Þær eru efalaust
fleiri, þó ég muni ekki í svip.
Oig þetta þykja að vonum mikil tið-
indi og góð. Einn af ruðningsmönnum
þess, er koma skal á rústunum, öskrar
út yfir söfnuð sinn:
„Eg er andskotann ekkert séní!“ Það
skal tekið fram, að þetta á að vera ljóð,
en hitt er alveg vafamál, hvort höf-
undurinn þurfti að gefa út svona há-
væra opinbera tilkynningu um, að hann
væri ekki gæddur snilliigáfu. En gervi-
mennskan, tildrið og menntunarleysið
vill nú hafa þetta snið á hlutunum.
En hvar, sem skipa skal Einari
Benediktssyni til rúms, þá er það alveg
víst, að hann á ekki heima í sveit með
afglöpum neinnar kynslóðar. Hann veit,
að það hefur margt gerzt, áður en hann
kom til. Og af því, að hann er gæddur
menntun — oig ég held, að ég nenni
ekki að biðja afglapana neinnar afsök-
unar á orðinu — þá veit hann, að þetta
sem gerzt hefur, kemur honum við. Og
af því að hann er skáld, þá skynjar
hann það sem köllun sína að tjá þessa
vitneskju. Og af því, að hann er snill-
ingur, gerir hann það með þeim hætti,
að úr verður stórbrotið listaverk.
ess vegna lætur Einar Bene-
diktsson verða þáttaskil í kvæðinu sínu.
Hann hefur kveðið sex erindi. Hann á
önnur sex eftir.
Hann hefur rennt arnaraugum yfir
söigu Rómar, eftir er að gera þess grein,
hvað sú saga í raun og veru tjáir hon-
um. Edward Gibbon reit söguna um
hnignun og hrun Rómaveldis í tólf bind-
um oig varði nálega allri ævi sinni til.
Það rit er uppspretta óviðjafnanlegrar
þekkingar og sígilt listaverk að máli
og stíl. Einar Benediktsson yrkir sex
erindi um sama efni eftir stundardvöl
í Róma.borg, en þau eru að sínu leyti
eins tæmandi saga og fulLgilt listaverk,
eins og stórvirki Gibbons. Bæði til
samans gefa þau glögga mynd af þeim
mun, sem er á vinnubrögðum sagnfræð-
ings og afburða skálds. Gibbon laggur
frá sér penna, þegar sögunni er lokið og
allt saigt, sem þekking má framast vita.
Einar Benediktsson lætur ekki penna
falla úr hendi, fyrr en hann hefur gert
tilraun til þess að ráða þann leyndar-
dóm, hvert gildi þessi saga hefur í við-
burðarás alheimsins, hvert er hið eilífa,
varanlega gildi hennar. Kvæði hans
verður tólf erindi, jafnmörg og bindi
Gibbons.
Síðari þáttur kvæðisins hefst með
þessari alvöruþrungnu spurninigu:
Caesiars borg! Skal stríð þitt, dáð og
draumur
drukkna í geimsins sjón, sem hljóðlaus
straumur?
Skulu verk þín afgrunns unnum vafin,
ævispor þín heims af brautum skafin?
Á næsta leiti við þessar spurningar
er svo spurningin mikla, sem stöðugt
brennur í hug skáldsins, spurningin um
samband hins stundlega og eilífa, sam-
band efnis og anda, hins varanlega og
4 Framhald á bls. 15
tónninn var Einars eigin. Með þeim blés mælgi skýla andlegri fátækt sinm.
hressandi andblæ, framandlegum og Tíber streymir — tíminn líður. Nýjar
Einar Benediktsson (1906)
83. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13