Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Page 5
flestum löndum Evrópu meira og minna
úr höndum einstakiinga, vegna ríkisaf-
skipta, að fyrri heimsstyrjöldinni lok-
inni, og ráðamenn íslenzku þjóðarinn-
ar gátu ekki unnt Einari þess að hafa
forystu um virkjunarframkvæmdir og
etóriðju á íslandi og lögðu steina í götu
hans.
Af þessum sökum brast grundvöllur-
inn fyrir hinum tröllauknu ráðaigerðum
um íslenzka stóriðju, sem Einar Bene-
diktsson hugðist hrinda í framkvæmd
með fjármagni erlendra aðila. Honum
íhafði ekki tekizt að lyfta Lslenzku þjóð-
inni með einu Grettistaki úr aldagam- •
elii fátækt og vesöld til þesss vegs og
þeirrar virðingar, sem hugur hans stóð
til.
Hins vegar hafði honum og föður
hans tekizt að kveikja þann hugsjóna-
eld, sem síðan hefur brunnið í brjóst-
um beztu sona þjóðarinniar og fært
henni sigur í sjálfstæðisbaráttunni.
Það hefur rætzt, sem Einar sagði í
niðurlagi erfiljóðanna um föður sinn:
„og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn liía á nýrri öld.M
ísland er nú alfrjálst land og hug-
ejónir og heillaóskir Einars Benedikts-
eonar þjóðinni til handa hafa rætzt hver
af annarri. Megi svo verða um alta fram
tíð, og allir fslendingar taka undir orð
hans:
„Heimur skal hér líta í landi
lifna risa fyrir dverg.“
V
Tegna vmattu Einars Benediktsson-
ar og föður míns hlustaði ég oft á við-
ræður þeirra allt frá fimmta aidursári
mínu fram yfir tvítugsaldur, þ.e. á ár-
unum frá 1910 til 1927. Á þessum árum
átti Einar lengst af heima erlendis eða
var langdvölum ýmist í Bretlandi, Nor-
egi, Danmörku eða Þýzkalandi, einnig
þau árin, sem hann taldi heimilisfang
sitt hér á landi.
Einari var tíðrætt um frjómagn ís-
lenzkrar moldar. Taldi hann grassvörð-
inn þéttari ag grasið grænna á íslandi
en erlendis og þakkaði það eldfjalla
öskunni. „Jökiar vorir eru, ef rétt er
álitið, áburðarsöfn — auk þess sem
þeir eru aflsuppsprettur og ef til vill
er ekkert af flatarmáli íslands jafn dýr-
mætt eins og þeir.“
Tveim mönnum heyrði ég Einar
hlaða lofkesti: föður sínum og þjóð-
skáldinu Matthíasi Jochumssyni. Spar-
aði hann þá ekki orðgnóttina og gneist-
aði af orðum hans. Þungt lágu honum
orð til flestra ráðamanna þjóðarinnar,
svipað því, sem fram kemur í kvæði
hans „Fróðárhirðinni".
Ég tel rétt að láta þess getið, að Ein-
ar ræddi nokkrum sinnum um suila-
veiki, sem hann hefði sýkzt af á
bernskuskeiði á Elliðavatni. Kenndi
hann um sóðaskap vinnufólksins eftir
að foreldrar hans skildu. Sagði hann,
að hundar hefðu verið látnir sleikja
askana eins og þá (um 1872) mun ekki
hafa verjð óalgengt hér á landi. Menn
þekktu þá ekki hættuna, sem því fylgdi.
Af þessurn sökum hafði hann sýkzt af
sullaveiki og liðið miklar þjáningar og
átt við langvarandi vanheilsu að stríða
af hennar vöidum. Man ég að hann
sagði, að hann gengi enn með stein-
gerða sulh.
Frú Valgerður, kona hans, minnist i
Endurminningum sínum á sullaveiki
Einars. Af þessum sökurn gat hann ekki
tekið inntökupróf í 1. bekk LatímuskóJ-
ans, en gekk árið eftir vmdir inntöku-
próf upp í annan bekk. Af sömu á-
stæðu lá hann lengi veikur á Friðriks-
spítala i Kaupmannahöfn á námsárum
sinum þar og fór síðar til hressingar
heim til íslands og dvaldist þar í rúm
3 ár, áður en hann héldi áfram laga-
námi í Kaupmannahöfn. Það voru þessi
alvarlegu veikindi, sem töfðu laganám
hans.
að var þegar ljóst upp úr fyrri
heimsstyrjöldinni, að Einar 3enedikts-
son myndi ekki koma áætlunum sín-
um um stóriðju á íslandi í framkvæmd.
Styrjöldin hafði séð fyrir því.
Þetta olli honum að sjálfsögðu mikl-
um vonbrigðum, en gaf þeim, sem aldrei
höfðu skilið hann né hugsjónir hans, til-
efni til að segja: Þarna sjáið þið, allt
tóm vitleysa og glæframennska, þótt
hann kunni að vera skáld, þá skilja
hann fáir eða engir.
Einar hélt fullu andlegu atgervi og
glæsileik þar til hann veiktist í Ham-
Frú Hlín Johnson
borg af blóðeitrun árið 1922. Lá hann
þá í marga mánuði milli heirns og helju,
en komst aftur til nokkurrar heilsu með
hjálp ágæitra lækna þýzkra og konu
sinnar, sem hjúkraði honum af mikilli
umhyggju í veikindum hans.
Ég tel mér skylt að geta þess, að eft-
ir þessi alvarlegu veikindi varð Einar
aldrei samur maður og áður, að dómi
þeirra, sem bezt þekktu hann. En þótt
kraftar hans þyrru, hvarf honum ekki
skáldgáfan né glæsimennskan, þótt
hvorttveggja léti á sjá.
Hann hafði ekki lengur heilsu né að-
stöðu til þess að rétta fjárhag sinn við
á ný, eins og hann hafði gert áður þegar
á móti blés.
En skáldskapur hans og hugsjónir
áttu, þegar hér var komið, vaxandi
gengi að fagna.
Flestir, sem nú muna Einar Bene-
diktsson, kynntust honum fyrst eftir að
heilsu hans hafði hnignað og hann
hafði að mestu tapað eignum sínum.
Var það til þess að ýta undir það álit
þeirra, sem ekki skildu né vissu betur,
að Einar Benediktsson væri fjármála-
glópur, þótt sannanlegt sé m.a. með veð
málabókum og öðrum skjökum, að eng-
inn íslendingur hafi síðan á dögum
Snorra Sturlusonar verið meiri og
framsýnni fjármálamaður en Einar
Benediktsson.
Heimsstyrjöldin fyrri og heilsubrest-
ur hans 1922 komu í veg fyrir að hann
gæti með tröllauknum framkvæmdum
hafið þjóðina úr fátækt til velmegunar
og verið sjálfur við andlát sitt auðugasti
íslendingur á tuttúgustu öldinni.
Einar vitnaði oft til þess, að Græn-
land hefði verið í „órum lögurn" á þjóð
veldistímanum og væri Grænland því
að réttum lögurn nýlenda fslands. Safn-
aði hann miklum gögnum um réttar-
stöðu, sögu og náttúruaúðæfi Græn-
lands.
Áhugi Einars á Grænlandi kom víða
fram í kvæðum hans, svo og í ræðum
hans og ritgerðuim. Þótt færustu lög-
fræðingar íslenzkir hafi komizt að
þeirri niðurstöðu, að íslendingar ættu
ekki lagalegan rétt til Grænlands, þá
er það vist, að kröfur ýmissa þjóða til
yfirráða í öðrum löndum hafa öft ver-
ið reistar á hæpnari grundvelli en rétt-
arkröfur íslendinga til Grænlands.
E ftir hin alvarlegu veikindi árið
1922-1923 fór heilsu Einars hnign-
andi og hann neytti oft áfengis úr hófi
fram. Hann neyddist til þess að flytja
úr Þrúðvangi, húsi tengdamóður sinnar,
1927, en þar hafði hann búið í mörg
ár, þegar hann var hérlendis. Leystist
þá heimili hans upp.
Þegar verst horfði hjá Einari og
hann og kona hans höfðu slitið samvist-
ir, lágu saman leiðir hans og Hlínar
Johnsons, dóttur Jóns Eldons, skálds.
Hafði Hlín séð Einar á æskuárum sínum
í Þingeyjarsýslu, er hann var fulltrúi
föður síns, og æ síðan verið hrifin af hon
um og skáldskap hans og hugsjónum, þótt
hún kynntist honum ekki persónulega
fyrr en 1928. Hlín sigldi með Einari til
Alsír og víðar honum til heilsubótar.
Hjúkraði hún hinu sjúka skáldi af mikilli
umhyggju. Reisti hún með honum bú á
eignarjörð hans í Herdísarvík. Byggði
þar snoturt hús og bjó þar með honum til
æviloka hans. Hlín er enn á lífi og á
skiiið alþjóðarþökk fyrir aðhlynningu
þá, sem hún veitti Einari á efstu árum
hans.
E inar Benediktsson var svo langt á
undan sinni kynslóð í hugsun og athöfn-
um, að meginhluti þjóðarinnar skildi
hann ekki nema að takmörkuðu leyti
meðan hann lifði, og öfundarmenn átti
hann marga.
Jafnoki Einars Benediktssonar fæðist
vart einn á öld í landi voru.
Eftir hans dag hefur álit hans farið si
vaxandi. Samt metur fjöldi íslendinga
hann sjálfan, starf hans og' skáldsnilli,
ekki enn að verðieikum, Það tekur þjóð
irnar of.t langan tíma að átta sig á og
viðurkenna sína mestu menn.
Minningu hans var sýndur sá heiður,
að hann var grafinn á alþjóðarkostnað,
að Þingvöllum, fyrstur manna. Nú á ald
arafmælinu var glæsileg stytta hans,
gerð af Ásmundi Sveinssyni, gefin af
Braga útgáfufélagi skáldverka hans, af-
hjúpuð á Miklatúni í Reykjavík.
Ljómi mun leika um nafn Einars
Benediktssonar á ókomnum öldum sem
skálds, brautryðjanda í frelsisbaráttunni
og framsýnasta íslendings á 20. öldinni.
Sveinn Benediktsson
Amgrrímur Jónsson hinn lærði, Wida'.inus. Ættfaðir Einars.
33. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5