Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Page 11
GULLSKÝ Smásaga eftir Einar Benediktsson tindruðu fyrlr innri augum hans með litabrigðum sólarlagsins og ljósafli xnorgunroðans — en hann gat ekki skynjað eðli þeirra til fuils. Guilskýið var of hátt fyrir ofan hann — og hann gat ekki elskáð það. Hann heyrði þytinn í blóði sjálfs sín; það ólgaði fram og aftur eins og öldu- sog. — Hann fann nú, að hjarta hans og huigur vtoru bundin. Hvert sem hann leit, urðu fyrir honum strendur hins ókunna lands, þar sem aliar bylgjur brotnuðu og hurfu í sjálfar sig aftur. — Hann lá með hendur undir höfði 1 aiiri dýrð og unaði vorkvöldsins fyrir framan gamla, iága bæinn með rúðu- krílin grænbrennd af sól, margra ára sól og litaskiptum loftsins. — Drottinn himinsins var náðugur eins cg stórauðugur einvaldsherra, sem hrærist til öriætis, þegar honum sjálf- um þóknast. Jörðin lá prúðbúin fyrir fótum þess, sem hafði skapað hana, og liafið saug að sér geislabros hins vold- uga, fagra sólarguðs. Náttúran var öll Iþrungin af elsku. Allt var svo blítt, svo ríkt af þessum þögula, djúpa fögnuði yfir þvi að lifa, anda og hrærast — sem kemur stundum yfir jörðina. Hann fann eðii náttúrunnar streyma i gegnum taugar sínar og æðar, þetta tvíbrotna, hverfula eðii, sem þráir að lifa og þarf að deyja. Já, haim fann þrótt iífsins og van- mátt þess anda í sér, þjóta um sig á víx.1, fram ag aftur, eins og ganglóð í stundarklukku, sem hreyfir visana, en eyðir tönnum og möndlum klukkuhjól- anna um leið. Hann hafði lengi, lengi velt fyrir sér þessari hugsun, meðan hann var sjúkur. Eða var það hugsun? Honum fannst stundum, að dýpsti, innsti skilningur hans ætti ekki heima í heilanum, heldur í hinum ósýnilegu, hárgrönnu taugum, sem liggja um allan líkamann. En hvað sem það var, þá kom það að honum æ ofan í æ, lá yfir hlonum svo að segja mestallan tímann, sem hann vakti, þetta hugboð um samspil hinna tveggja frum- hreyfinga lifsins. f>á vakti það hjá hon- um hálfgerð óþægindi, likast þeim, sem sá finnur, er man, að hann hefur gleymt einíhverju, sem hann getur nú heldur ekki komið fyrir sig hvað var. Það var taugakerfið og heilinn, sem hann fann starfa af eigin hvöt, án þess eð hann byði svo með vilja sínum — starfa að því að leysa þá þyngstu gátu, sem mennirnir hafa reynt að ráða. En nú var þessi hugsun, eða hvað hann átti að kalia það, honum ekki lengur óþægi- leg. Nú fannst honum hann muna og skilja svo óendanlega margt, og hann fann, að það var af því að hann hvíldi é sjálfri jörðinni, andaði sama loftinu sem grösin í túninu og sá himininn í allri sinni ósegjanlegu dýrð, án þess að sólbrenndu rúðurnar brytu geislana, áður en þeir komu inn í augað. Viiji, vit og tilfinningar hans störf- uðu í eining eins og strengir á hljóð- færi, sem eru stilltir nákvæmlega sam- an. Honum fannst eins ög lífsafl hans breiddist út víðar og víðar um náttúr- una, sem hvíldi þögul og kyrr í kringum hann — eða þó öilu heldur, að þetta afl (þyti um hana fram og aftur eins og æðaslag. Að vera til, það er að skilja, skynja eitthvað til fulls. Því víðara svæði sem hin fulikomna skynjun nær yfir, því öflugra og víðtækara er líf hinnar skynjandi veru. Þetta fann hann svo glöggt. Hann sameinaðist hinni ytri nátt úru, varð svo að segja að náttúrunni sjáifri — eða miklum hluta hennar, fannst honum. Og honum fannst eins og niður- Inn af öldunum við ströndina og ómur- inn af vængjaflugi tímans kæmi frá honum sjálfum. En öll þessi hreina, djúpa fegurð him- irJoftsins sjálfs, sem blikaði eins og demantsglampi í auga hans — átti hún ekki heima í hans eigin sái? HveJfdist ekki himinninn einmitt fyrir innan aug- að, sem skynjaði hann? -Hoouim þótti sem anda hans væri ekkert of hátt og ekkert af lá.gt. Hann teygaði andvanann frá uppsprettum ioftsins og lét hjartað En var ekki unn.t að hugsa sér, að luurn væri skynjaður og skilinn til fulls af annarri æðri sál með næmari taugar og öflugri æðaslög — sem ef til vill kynnu að streyma frá strönd til strandar gegnum ljósvakahafið langt, langt fyrir ofan huga hans? Niður þessa hafs heyrðist ekki, þó hann byrgði eyrun slá fast við moldina. Hann elskaði allt, og honum bauð við engu. En hæst uppi yfir fjallsenninu, sem lyfti sér upp í móti kvöldgeislunum hinum megin við fjörðinn, þar hvíldi gullský á vængjum, grafkyrrt, ómælan- lega langar leiðir uppi yfir öllu, sem bjó á jörðinni. Það var eins og blóm- knýti, bundið saman af ósýnilegum höndum með geislafingrum. Upp úr því teygðu sig gullblöð og þéttir, skínandi ljósstilkar enn hærra upp yfir yztu mörk, sem auga hans náði til. Hann lagði aftur' augun til þess að geta séð dýpra og horft lengra inn í (þessa himnesku mynd, en hann fann, að lífstraumurinn í æðum hans og taug- um náði ekki til ljósblómanna, sem nærðust af eldi sólarinnar gegnum ó- sýnilegar rætur. og hlustaði með hjartanu, og öidur þess sáust ekki brotna, þó hann léti ljós sinna innstu, dýpstu drauma skina í öllum sinum Ijóma. :— Nei, hann gat ekki elskað þessa sál, þó hún væri til, því hann gat ekki snortið hana með hugan- um, og hjartað í honum skalf af ár- angurslausri ofraun, þegar hann vildi byrgja ímynd þessarar sálar inni í því. Það var ekki elska, það var öllu fremur ótti, sem hann fann til. — En var hann ekki elskaður eins og moldin, sem hann lét æðar sínar slá við? Það er komið kvöld og farið að verða kalt — var sagt lágt, með skjálfandi rödd fast hjá honum — og visin, hrukk- ótt hönd strauk svitann af enni hans. Hann reis upp og gekk hægt og hægt i bæinn, inn fyrir gömlu, sólbrenndu glerin, sem byrgðu daginn úti og nóttina Glitlauf og logandi frjófcnappar ir.ni. Einar Benediktsson — sýslumaður Framlhald af bls. 6 um byggingu ibúðarhússins á Hofi. En hann vildi ekki „byggja það á Marðar tóftunum heldur upp á brekkuibrúninni; þar er víðsýnna". Hann hafði keypt húsið á Þorvalds eyri, og flutti það og endurbætti og end urreisti á Hofi. Þetta var stærsta hús í Rangárvallasýslu — og það vakti um- tal í sýslunni er verið var að flytja það vestur að Hofi. En húsið reis fljótt, svo að undir haustið var farið að nota það. Eldhús sumarsins, sem verið hafði í hest húsi, var flutt inn í húsið, og tjöldunum fækkaði á Hofstúninu eftir því sem hús ið varð byggilegra. Þetta var stærsta hús á Suðurlandi. — Inngöngudyrnar voru á vesturgaflin- um, „skáhallt móti sandrokinu“, oi'ðaði Einar það, en fyrir innan dyrnar til vinstri var sýslumannsskrifstofan, en þar fyrir innan borðstofa — sú stærsta í sýslunni — en hinumegin setustofa, enrnþá stærri. Og þar k|>mu von braðar glæsileg málverk á veggina, og húsgögn hverra líki aldrei höfðu sézt í Rangár- vallasýslu. En hvað leið sýslumanninum sjálfum? Einar Benediktsson hafði mörg járn í eldinum, þá eins og alltaf. Hans „hug- ur spannar himingeiminn" þá eins og alltaf fyrr og síðar. „Ég hef aldrei ætlað mér að láta þetta embætti útrýma sjálf- um mér úr sjálfum mér“, sagði hann einu sinni eftir messu í Odda það sum arið. Hann kom alltaf til kárkju, nema þegar hann var í „langferðum“, en svo kallaði hann allar ferðir, ef þejm var heitið til Rvíkur eðá lengra. —Þau hjón in voru mjög kirkjurækin, og það vakti athygli, að Einar lét ekki nægja að leiða „konuna í kirkju, að nýafstöðnum barns burði“, heldur voru þau hjónin þá allt- af til altaris. í sambandi við fuliyrðing ar um, að Einar hafi verið „trúrækinn vegna hjátrúar" skal ég geta þess, að aldrei varð ég þess var þessi árin, þó ég heyrði oft hann og föður minn tala um trúmál heima í Odda. „Hann nafni minn afgreiðir þetta fyr ir yður“, sagði Einar stundum við gesti, sem áttu erindi til sýslumannsins. —■ „Nafni“ hans var Einar Jónsson í Hrauk í Landeyjum, bráðvelgefinn maður. „Ég hef falið honum öll sýslumannsstörf nema dómarans, en eiginléga væri því vísara komið hjá honum en mér, því að hafi yfirvald nokikurntíma verið und irvald í lögunum, þá er það í Rangár- vallasýslu núna“, sagði Einar og brosti. ■tV manntalsþingi vorið eftir hneykslaði hann söfnuðinn með því, að böggla saman þessum fáu seðlum, sem komu inn í þinggjöldin. og stinga þeim í buxnavasann. Úr því atviki varð ný þjóðsaga, því að þetta þótti „óheyrileg meðferð á almanna fé“. En Einar f Hrauk annaðist bókhaldið og reikingarn ir til landssjóðs voru í bezta lagi. — En þó sýslumanninum kæmi það ekkert við var þó ýmislegt af því, sem hann sá, þess eðlis að hann mátti til að skipta sér af því. Bann hafði m.a. uppgötvað, að Rangá eystri hefði breytt um rennsli, og þessvegna væri sand- auðnirnar svo miklar á Rangárvöllum neðanverðum. En hann sá fram á, að hægt væri að græða sandana, og fékk þessvegna, með aðstoð ýmsra góðra manna, Heiðafélagið danska til þess að setja upp tvær sandgræðslugirðingar á Hofssandi, aðra til þess að sýna hvaða áhrif friðun hefði, hina til þess að vita hvaða áhrif sáning hefði. Því miður urðu þessar tilraunir Einars árangurs- Fraimhald á bls tft 10 LESBÓK MOHGUNBLAÐSIINS 33. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.