Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 2
æNhi ifik SVIP- MVND Chou En-lai forsætisráðherra, mandarininn, sem gerðist byltingarmað- ur, er hvergi af baki dottinn, og er enn sem fyrr talinn ímynd kínverskrar ut- anrikisstefnu. Á pappirnum afhenti hann embætti utanrikisráðherra, sem hann hafði gegnt með ágætum, í hendur Chen Yi .marskálki, eftirlætisgoði Mao for- seta, fyrir sex árum og með atvikum, sem enn ekki hafa uppvis orðið. Engu að síður er hann enn hinn ómissandi framámaður á sviði alþjóðastjórnmála. Víðtækum tilgátum viðvíkjandi heilsu- fari hans og dvalarstað iauk nýlega, er hann kom aftur opinberlega til starfa eftir rúmlega mánaðar fjarveru. í nýafstaðinni, langri sálnaveiðiför kínverska flokksins til Afríku, Austur- landa nær og Asíu, var hann í orði kveðnu undirmaður Chen Yi. En í fram kvæmdinni var hann hinn gamli auglýs- ingaskrumari, sem útskýrði og útlistaði, vingjarnlega og fyrirhafnarlaust, samdi og gerði út um, veitti viðtöl og komst í forsíðufréttirnar. Þetta var einstakt afrek. Chou er alltaf hin mikla ráðgáta kín- versks kommúnisma, þar eð svo virðist sem honum sé ætlað um alla framtíð að verða brúðarmær hjá Peking en aldrei brúður. En hvert sem framtíðarhlutverk hans kann að verða í breytingum og mannakaupum hinnar öldruðu forustu- sveitar, þá er rannsókn á persónu og starfsferli Chou En-lai nauðsynleg tii þess að geta skilið kommúnistaflokkinn kínverska. I-/ mbótaöfl, forsjálni og skipulagn- ingar, sem Chou hefur jafnan haldið fram, hafa komið vel í ljós, síðustu þrjú árin, eftir að „„stóra stökkið“ hans Mao mistóks. Og samt eru bæði Liu Shaochi ríkisstjóri Kína og Teng Hsiao-ping, fr-amkvædastjóri flokksins, sem bæði hvöttu til og s.tuddu öfgar „stóra stökks- ins“ sýnilega í nánara sambandi við Mao og í meiri náð hjá Politburo. Liu, þessi litlausi en færi skipulagsmaður, hefur verið kosinn af Mao sjálfum, sem eftir- maður hans; og Teng, uppstökki, van- skapaði dvergurinn, sem stjórnar flokks vélinni undir stjórn Mao, og er eins og Liu, ekkert vinsæl persóna í Kína, en er nú sem stendur, líklegastur til að ýta Liu til hliðar og fylla hið ægilega skarð, sem verður þegar Mao loks „stígur á bak drekanum“. Hvað skortir þá Chou? Einmitt þess- ir eiginleikar, eins og sveigjanleiki, ráð- snilld, kurteisi og raunsæi, sem'hafa kom íð kínverskum kommúnistum að svo góðu haldi í hefðbundnum og samvizku- lausum samningum í þrjá áratugi, sem hafa verið alit frá neðanjarðar-ógnar- stjórr. í Shanghai-fátækrahverfunum til diplómatiskrar mælsku á ráðstefnum í Genf, eru — þótt undarlegt sé — taldir vera skaðlegir ókostir. „Chou er of mikill svikahrappur“, seg ir brezkur diplómat, sem er útsmoginn í Peking. „Mao hvorki líkar við hann né treystir honum“, segir franskur dipló mat, sem skilur kínversku og átti þátt í kínversk-franska samkomulaginu. „Chou langar raunverulega ekkert til að vera á toppinum“, segir flokksskipuleggj ari kommúnista í Hong Kong. Chou En-lai IVl eðan Chou var vanstilltari, tókst honum furðanlega að snúa við blaðinu í deilum æðstu manna. Hann hefur verið kallaður „Hræsnarinn mikli" „teygjanlegi bolsjevíkinn", „Talleyrand Kína“, „Konfúsíusar-kommúnistinn", „Böðullinn með brosið“ og pu-tao-wong (kinverska dúkkan með blýinu í, sem kemur að lokum upprétt niður); Chou leit ekki út fyrir að ætla að verða mikið byltingarmannsefni, á unga aldri. Fjölskylda hans var mandarína- ætt, uppeldi hans stranglega borgaralegt og menntunin konfúsisk. Hann minnist enn þessa betriborgara-uppruna síns, sem mikils dragbíts. Hann virðist hafa verið heljarkall í skóla. Hann var ágæt- ur leikari og vildi helzt leika kvenhlut- verk. Einn gamli kennarinn hans sagði emhverntíma við hann: „Mér fannst þú alltaf svo kvenlegur. Hvernig gaztu orð- ið kommúnisti?“ „Þú gafst mér sjálfur ráðið einu sinni í skólanum“, svaraði Chou brosandi. „Ég gat ekki kðmizt úr bælinu á köldum vatrarmorgnum, fyrr en þú sagðir mér að sljella mér bara út úr rúminu, þá mundi mér hitna á eftir, við að kólna svona snögglega. Að vera kommúnisti var hér um bil það sama. Það var kalt fyrst, en svo varð mér bara því heitara á eftir, af því að mér hafði kólnað". Hvernig sem á það er litið hefur bylt ingarferill Chous verið ásækinn, hrjúfur og einlægur. Þjónusta hins unga höfð- ingja við flokkinn var laus við að vera kvenleg. Eins og hjá flestum Kínverj- um, almennt tekið, og Mao sérstaklega, var uppreisn hans fyrst og fremst þjóð- ernisleg — uppreisn gegn hnignun og auðmýkingu konungsdæmisins — kross- ferð fyrir forna frægð og vald Kína. Jl þessum þjóðrembingsham sner- ist Chou — eins og Maou og Liu -— til hinna einkennilegu, vestrænu trúar- bragða, marxismans, fyrir hina Ijósu og auðskiídu boðun Lenins. Fyrir ungum Kína-kommúnistum var Marxisminn upphaflega mai’kmið en ekki leið. Samkvæmt sögn gekk Mao merxism- anum á hönd, sem andstæðu konfúsism- ans, en Chou virðist aftur á móti hafa þróazt rökrænt frá konfúsismanum til marxismans. Siðfræði Konfúsíusar og mandarínanna lagði menntamanninum þá skyldu á herðar að þjóna fjöldanum. Að dómi Chou var Marx hin nýja bylt- ingarútgáfa af félaga Konfúsíusi gamla. Hann sór hollustu hinum upprennandi kommúnistaflokki, og að eigin dómi hef ur hann verið málstaðnum trúr, beitt brögðum og gert samsæri samkvæmt skipunum, skriðið í skjól og sveigt fim- lega frá flokknum, sem tapaði, til hins, sem betur véitti, þegar til átaka hefur komið. Á námsárunum var hann fyrst rót- tækur, síðan áróðursmaður. 23 ára að aldri komst hann gegn um æðsta skóla fiokksins í Tientsinfangelsinu, en þaðan útskrifaðist einnig tilvonandi kona hans, Teng Ying-chao. Hann tók þátt í að stofna hinn byltingarsinnaða „Vakninga klúbb“, einn margra félaga herskárra stúdenta, sem komið var á fót í kin- verskum háskólum, í kjölfar 4. maí- viðburðanna 1919, þegar þrálát uppþot stúdentanna við Peking-háskóla neyddu stjórnina til að beygja sig fyrir al- menningsálitinu og neita að undirrita Versaillessamninginn, þar sem Japönum var afhent kínverskt land. Chou var valinn í einn „náms og vinnu“-hópinn, sem fór til Parísar, og eyddi fjórum annríkum árum í Frakk- landi, Englandi og Þýzkalandi. (Senni- iega hefur hann kynnzt Mao, sem er tveim árum eldri, rétt áður en hann fór til Parísar). Háskólastúdentinn með kven-eftirhermúrnar hlífði sér ekki við óhreinni, erfiðri og vanborgaðri vinnu í Ruhr-námunum og bílasmiðju Renaults. Hann virðist hafa fengið peningasend- ingar frá Komintern, því að hann gat bæði stundað nám og ferðazt meira en aðrir í náms-og-vinnu-hópunum. Hann lærði ensku og frönsku. Hann aðstoðaðl við stofnun Parísardeildar kínverska kommúnistaflokksiná. Hún varð svo kjarni „alþjóðakiíkunnar". 28 ára gamall var Chou kominn aftur heim til Kína og var þá þegar orðinn áberandi maður í hinum mikilvirka og ágenga flokki. IVJao var að safna liSi bænda, sem kjarna í óformlegt skærulið, sitt og Liu Shaochi var að safna öreigunum, sem grundvelli undir kenningabundið sam- einingarlið sitt, þegar Chou var settur framkvæmdastjóri Kantondeildar flokks hendur, gekk Chou í tækifærissinnað ins. Með mótþróa og vantraust á báðar hendur, gekk Chou í tækifærissinnab- bandalag. við Chian Kai-shek, sem var aðalforstjóri W’hampoa Herskólans, sem er West Point Kína. Þetta var á hinu örlagaríka „einingar“-tímabili með Sun Yat-sen og kínversku kommúnistunum, undir lævíslegri vernd og yfirstjórn frá Moskvu. Hvorki Kuomitang né kommúnistarnir höfðu neina trú á sam- vinnu, en hvor aðili um sig vonaði að geta notað hinn og síðan kastað honum fyrir borð, — og þessi haturs-samvinna fór út um þúfur. Árið 1G27 tók Chou þátt í hinni of bráðlátu kommúnistauppreisn í ágúst — desember, þegar hinir kenninga- bundnu félagar — í opinberri andstöðu við Mao og hans óformlega bændasam band, — reyndu að stofna til byltinwar öreiganna í borgunum. Kanton-komm„n- an, sem var ofsnemma stofnuð í hinni miklu hafnarborg, stóð ekki fulla viku í desember, og Chou — skammvinnur flokkskommissar hennar — flúði frá Þjóðernissinnum til smánarlegs grioa- staðar í nýlendunni Hong Kong. Chou hafði raunverulega verið orð inn utanríkisráðherra flokksins og fyrsti samningamaður, þegar hann í desember 1936 stóð frammi fyrir hinum móðgaða Chiang Kai-shek, tekinn til fanga af sínum eigin liðsmönnum, í hinni görmu höfuðborg Sian. (Þetta var hið fræga „mannrán”, þegar undirmaður nokkur hafði handtek'ið Chiang í þeirri von. að geta fengið hann til að gera bandaiag við kommúnistana gegn Japönum, sem voru að gera innrás). Chou hneigði sig kurteislega og mælti: „Herra forseti, ég er hingað kominn til að undirrita kaup- mála fyrir" brúðkaup Kuomitang og kommúnistaflokksins, svo að við getum í félagi hrakið Japani á flótta“. Chaing hafði haldið, að Chou væri kominn á veg um kommúnista, til að undirrita dauða- dóm hans; en í rauninni var Chou kom- inn til að semja um pólitísk endalok hans. Hið langvinna hrap Þjóðernissinna og brottför Chiangs, hélt þannig vægðar laust áfram frá Sian 1936 til Formósu 1949. Chou hélt áfram að vera aðalmaður flokksins í Nanking, Hankow og Chung- king og sat í ráðum og nefndum með Kuomitang, aflaði sér vina og hafði á- hrif á fólk, þar til þetta óeðlilega sam- band rofnaði 1947, og hægfara en knos- andi sókn Maos til valdanna hófst. Chou kom flestum vestrænum mönn- um fyrir sjónir sem „sanngjarn komm- unisti“. Hógværir og óeigingjarnir lifn Framhald á bls 4, 2 CESBOK MORGUNBLAÐSIJNS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.