Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 4
SVIPMYND Frumhald af bls. 2 aðarhættir hans, *og fátækleg íbúð i Chungking stakk mjög í stúf við fjöl- skylduframdrátt, óhóf og tækifæris- stefnu Kuomitang-mannanna. Hinn smitandi þokki þessa laglega, dökk- brýna sendimanns frá hellunum í Yen- ,an var eðlilegur og tilgerðarlaus. Nú var hann hinn sleipi og lagni samninga- maður, með öryggi hins fædda og æfða diplómatiska snillings. Hann hafði lagt niður „hershöfðingja“ titil kommissars- ins. Aflagaði hægri handleggurinn á hon um, sem var liðalaus eftir að hafa brotn að við byltu af hestbaki, var jafnan út- réttur til að heilsa vinum hans inni- iega, en óvinum og hlutlausum jafnt og vinum. (Hann hefur aldrei getað gleymt því, hvernig John Foster Dulles, sem hitti hann af tilviljun i einum ráðstefnu salnum í Genf, árið 1954, ygldi sig og stakk höndum aftur fyrir bak og hristi höfuðið, þegar Chou ætlaði ósjálfrátt að rétta honum höndina). E nginn veit, hversu undrandi og miður sin Chou varð, þegar hann missti embætti utanríkisráðherra árið 1958. Hann hafði haft það ásamt embætti for- sætisráðherra í níu ár og hafði verið langsamlega viðíörlasti maður kínverska Politburo. Einn saman, eða þá í fylgd með Mao forseta, hafði hann staðið fyr- ir öllum samningagerðum við Hússa, hafði verið fulltrúi Kína með miklum ágætum, við Genfarsamninginn um Indó kína, 1954, og hafði „stolið senunni“ á Bandungráðstefnu Asíu- og Afríku- þjóða 1955. Hann fór um Suðaustur- Asíu og Indland og honum veittist sá einstaki heiður að vera samkvæmt beiðni Moskvu, sóttur í skyndi til Ung verjalands og Póllands 1956, til að veita lið rússnesku línunni gegn óþægum fé- iögum evrópskum, sem skorti blinda hlýðni við Moskvu. En hafi um vonbrigði verið að ræða hjá Chou, hefur 'hann eins og endranær hræsnað þau af sér, og vissulega hefur þessi embættismissir hvorki dregið úr hollustu hans né lagni. Chen Yi, litli, glúrni marskálkurinn, kann að hafa á hendi embætti utanríkisráðherra og völdin heima fyrir, en Chou er enn kunnur erlendis og hefur blöðin þar sin megin. Það er eftirtektarvert hrósunar- efni fyrir styrkleika Pekingstjórnarinn- ar, og hollustu og traust við „demókrat iskan centralisma“ henhar, að Chou og Chen Yi skyldu geta verið samtimis er- lendis, á ferðalagi um Afríku, Pakistan, Ceylon og Albaníu (að meðaltali sex daga í hverju landi), og á meðan rétti stjórnin við eftir efnahagsleg áföll, hélt áfram að andæfa stóryfirráðum banda- manns síns og verndara fyrrverandi, og ógna Bandaríkjunum með því að fara rneð ófriði á hendur Suðaustur-Asíu. I einkalífi sínu er Chou En-lai svo vel settur að lifa í innilegu og hamingju- sömu hjónabandi með einni þeirra fáu kvenna, sem eru í Æðstaráðinu (þó sem varamaður þar). Teng Ying-chao, sem nú er Chou tai-tai (frú Chou) er forseti liins Demókratiska kvennasambands landsins, og sjálf byltingarmaður. Samkvæmt ummælum konu sinnar við kvenrithöfund, sem heimsótti hana, var Chou ekkert bráðlátur biðill. Hún sagði, að aliar stúlkurnar í háskólanum hefðu dáðst að honum fyrir leiklist hans og íundizt hann „laglegur og hugrakkur", en honum var alveg sama um þessa að- dáim þeirra. Hjónaband þeirra var fjarri því að vera ást við fyrstu sýn. „Við urðum ekki ástfangin fyrr en eftir Evrópuför hans; mér liggur við að segja, að það hafi verið bréfleg ást, og hann bað min skriflega, en ekki fyrr en eftir þriggja ára bréfaskipti“. Þarna var engin hjónavígsla. Sam- Hæsti skýja kljúfur heims N ew York — fæðingarstaðui skýjakljúfanna — eignast bráð- lega eitt háhýsið í viðbót við hin óll, sem gnæfa við himin á Man- hattan. Þetta er Verzlunarmiðstöð við New Yoi-k-höfn, sem á að verða lokið við á árinu 1970. Tveir blikandi turnarn- ír á henni verða 1350 fet á hæð, eða 10.0 fetum hærri en Empire State- byggingin, og þar verða 110 hæðir, en hsest hafur áður verið bygigt 102. En þessi mikia hæð er ekki eina ný mælið í sambandí við þennan nýja slrýjakljúf. Þar verða hinar og þess- ar verkfræðilagar nýjungar á öllum hæðum, og nýstárlegt grindaverk \ erður í báðum turnunum^auk slyng- legs lyftuútbúnaðar. S kýjakljúfar eru venjulega studdir stálgrind að innanverðu, en a tumum Miðstöðvarinnar verða það útveggirnir, sem bera lóðrétta þung- ann og eiga að standast átak vinds- band þeirra var tilkynnt á fundi með boðnum vinum, þar sem hjónaefnin „lofuðu að elska, virða, hjálpa hvort öðru, hughreysta og ráðgast hvort við annað, taka tillit hvort til annars, hafa traust og gagnkvæman skilning — átta „gagnkvæm“ atriði, sem gilda fyrir hjú skaparloforð við kínverska giftingu á kommúnista vísu. Eina barn þeirra dó skömmu eftir fæð ingu, þegar Chou tai-tai var að leynast fyrir Kuomitang og berklaveik í Kant- on. Á „Löngu göngunni" var hún borin, mánuðum saman, á sjúkrabörum, en nú orðið þakkar hún bata sinn erfiðleikun um í {jpssari árlöngu þolraun. Heimili Chou er lítil en skrautleg íbúð aö bakPhinna viðhafnarmiklu ríkisráðs- byggingu, innan rósrauðra múra For- boðnu Borgarinnar. Borðstofan, þar sem þau matast, oftast ein saman, veit út að húsagarði með glæsilegum peóníúbeð- um. Við einn vegginn er slagharpa, við hiiðina á útvarps- og sjónvarpstæki, og stór brjóstmynd af Mao forseta — með vörtu og öllu saman — gnæfir yfir stofuna. Chou hefur engan smekk fyrir vestrænni 'list. „Hvað þýðir þetta?“ spurði hann Odgar Snow, og átti þar við abstraktlist. „Ef það hefur enga þýð- ins frá hlið. Þar sem byggingin verð ur laus við allar burðarsúlur að innan verðu, verður auðvelt að haga inn- réttingunni eins og hver vill hafa hana. .Turnamir tveir risa upp frá fallegu tcrgi, sem er fimm ekrur að stærð og þar eru tjarnir, sem byggingin speglast í. Sjálf byggingin tekur yfir 3 6 ekra svæði á Neðri-Manhattan og ingu, hvers virði er það þá fyrir þjóð- ina?“ Choutai-tai ver kommúnurnar og kvenréttindin, hrósar ' heimilis- störfum og segir, „að bæði eigin- inmaðurinn og eiginkonan eigi að bera ábyrgð á góðu heimilishaldi og uppeldi barnanna . . . Ég skil ekki, hversvegna nokkurri konu ætti að veitast það erfitt að skipuleggja tíma sinn bæði fyrir heimilisstörf og utivinnu. Ég stjórna enn heimili mínu. Ég aðgæti þvottinn. Ég sem matseðil vikunnar fyrir manninn minn og sjálfa mig“. Chou forsætisráðherra hefur góðar gætur á holdafari sínu, en frúin ekki með jafngóðum árangri. Eining kínversku fiokksstjómarinnar er á traustu bjargi byggð. í 30 ár hefur Politburo unnið með eindrægni, enda þótt vafalaust hafi verið deilur meðal æðstu manna (svo sem um kommúnurn ar, Stóra Stökkið og hagskipulag al- mennt, óánægju hjá hernum), þá hefur þessi samstaða jafnan verið varðveitt, eftir að meirihlutastefna hafði verið barin saman. Þetta eru seigir gamlir fé- lagar, sem hafa staðið saman í meðlæti og mótlæti flestöll manndómsár sín. Hugsanlegt er, að reyna kunni á þessa einingu þegar „föðurnum" Mao verður steypt af stóli eða hann dregur sig í hlé. Liu getur ekki búizt við áð varð- veita sömu vanaföstu hollustuna hjá kostar 350 milljónir dala uppkomin. Ný endastöð fyrir hraðferðir með járnbraut milli New York og New J ersey verður inni í bygigingunni, en hefur einnig samband við allar neðanjarðarlínur borgarinnar og svo verður þama ennfremur stæði fyrir 2000 bíla. Á torginu verður gistihús með 250 rúmum. fjöldanum. En það geta aðrir heldur exki. Þó að Chou væri fús til þess, gæti hann tæpast rutt Liu úr vegi, nema því aðeins skoðanamunur innan Politburo, milli svokallaðra „kenningamanna" eða „krossfara“ og „skipuleggendanna" eða „stjórnendanna" sé dýpi'i og víðtækari en menn grunar. „Kenningamennirnir“ (Mao, Liu og Teng) eru kærulausari og láta vaða á súðum í efnahags- og skipu lagsmálum, en „skipuleggjararnir“, (Chou, Li Fun-chum og Nieh Jung- shen) eru reglubundnari og forsjálli. Annars er nú Chou orðinn 68 ára, enda þótt hann sé gæddur þeim aust- ræna eiginleika að sýnast tíu árum yngri, (það hafa verið smámunasamar deilur um réttan aldur Chous — eins og líka Lius — og mismunandi komm- úniskar heimildir segja fæðingarár hans ýmist vera 1896 eða 1898, og virðist fyrra ártalíð trúlegra). Hann telst til „skipu leggjaranna", en sýndi lagni og ráð- kænsku þegar hann gagnrýndi Stóra Stökkið óheppilega, svo og skyndistofn un og skyndiþróun kommúnanna. Chou nýtur stuðnings skipulagsmanna og tæknimanna, svo og ungra herfor- ingja, sem eru hreint ekki vissir um, að kjarnorkuvopn séu leikfang eitt, sem hafa smekk fyrir nýjungum, sem þykir FraimhaŒd á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.