Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 14
Kjarnorkusprengjan Framhald af bls. 9. tækniframfarir, sem lofa stórum minnk- andi geislavirknihættu frá neðanjarðar- sprengingum. Upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir 325 sprengjum með 300 megatonna sprengikrafti (300 milljónir tonna af TNT). Áætlað úrfall af þessum sprengjum var talið hættulaust — það var átælað aðeins hérumbil tvöfalt það sem fallið hafði út af öllum sprehging- unum í Nevada, upp til þess tíma. En r.ú er talið, að verkið megi framkvæma með 310 sprengjum, samtals um 170 megato. afli, og samkvæmt áliti dr. Ger ald Johnson, aðstoðarforstjóra hjá Plow- share, er talið, að geislavirknin verði 100 sinnum minni en orðið hefði með aðferð- ir.ni frá 1960. Það er ekki einasta, að nú er hægt að vinna verkið með smærri sprengjum, heldur og hitt, að þær eru orðnar ,.hreinni“, þ.e. valda miklu minni geisla- virkni, hvert kílótonn eða megatonn. Þess er vænzt, að þessi þróun — og meiri væntanleg — muni minnka svæðið sem eftirlit þyrfti að hafa með, meðan á verkinu stendur og eins tímann, sem banna þyrfti aðgang að svæðinu eftir sprengingu. í síðustu ársskýrslu sinni til þingsins, segir kjarnorkunefndin (A.E.C.): „Nú orðið virðist vera hægt að minnka geisla virknina, sem losnar úr sprengugíg nægi lega til þess, að svæðið, sem eftirlit þyrfti að hafa með hennar vegna, þyrfti ekki að vera stærra en hitt, sem loka þyrfti af öryggisástæðum vegna sjálfrar sprengingarinnar". Samt er enn þörf á frekari rannsókn- um. „Bjartsýnir spádómar um framtíð- ina fyrir kjarnorkugrefti hafa gengið miklu lenigra en treynslan réttlætir", segir Science, ameríska vísindatíma- ritið, í aðvörunartón. Til þessa dags hef- ur reynslan af graftarsprengingum, eins sterkum og þyrfti við skurðgröft- inn, verið mjög takmörkuð. „Miklu fleiri sprenginga er þörf“, segir Science, „áður en fengin er þekking og ná- kvæmni, sem nauðsynleg er fyrir sjálft skurðgraftarverkið. Rdðamenn A.E.C. gera sér líka þessa nauðsyn ljósa. Þeir telja, að ef leyft verði að taka til við verkið, þá muni það taka að minnsta kosti fjögur ár að koma upp sprengiefnum þeim sem við eiga — af þeim eru engar birgðir til enn. Og á þeim tíma yrði nauðsynlegt að framkvæma margar tilraunir, þar á meðal fullgildar tilraunir til að betrum- bæta neðanjarðarsprengitækni. Annað vandamál er það, í sambandi við áætlunina um skurðinn, hvort not- kun kjarnorku til sprenginga mundi verða brot á banninu gegn neðanjarðar- sprengingum, ef eitthvað af geislavirku efni bærist yfir landamærin til annars þjóðlands. Þetta væri ekkert vandamál ef skurðurinn væri grafinn, segjum í Missouri, en svona skurður milli heims- hafa yrði að fara gegn um mjótt eiði og milli mjórra innhafa, oig meðan á verkinu stæði gæti lítið en þó finnan- legt geislanlegt úrgangsefni borizt inn yfir landamæri gistilandsins. Því er trúað, að ef þörf gerðist á sam- þykki allra samþykkenda samnings- ins, að Sovétríkjunum meðtöldum. þá mundi það fást. í umræðum í þinginu um tilraunabanns-samninginn, gáfu amerísku samningamennirnir það í skyn, að það vandamál að fá samþykki Rússa til slíkra nota kjarnorku, mundi ekki verða neitt óyfirstíganlaga erfitt. í marzmánuði, kom dr. Glenn Sea- borg, forseti A.E.C., fram fyrir við- skiptanefnd öldungadeildarinnar og lét í ljós þá von, að önnur lönd, sem boðið væri að horfa á tilraunir til útgraftar með kjarnorku, mundu þannig „sjá með eigin augum, að slikt væri framkvæm- anlegt, æskilegt og öruggt, sem sé að nota kjarnorkusprengiefni í friðsamlag- um tilgangi eins og til stórfellds upp- graftar ...... (og) gæti einniig full- vissað þá um það, að skurðgröftur með kjarnorku mundi ekki gefa neinar hernaðarupplýsingar, sem ekki er þeigar hægt að fá með neðanjarðartilraunum“. E innig er eftir það vandamálið að velja — og semja um — þann stað, sem taka skal fyrir skurðinn. Að minnsta kosti hafa komið fram tillögur um 30 mismunandi leiðir, fyrr eða síð- ar, en fimm þeirra þykja verkfræðing- um oig visindamönnum aðgengilegastar. Bú lengsta — gegnum Tethuantepec- eiðið, sunnarlega í Mexíkó yrði 150 mílur, mundi krefjast 875 kj arnorkusprengna og kosta 2,3 milljarða dala. Önnur, dálítið styttri (140 mílur) í Nicaraigua — Costa Rica, mundi kosta 1,9 milljarða. Sú þriðja, í NV-Kólumbíu, yrði 90 mílna löng og mundi kosta 1,2 milljarð. Tvær stytztu leiðirnar yrðu gegn um Panama. Önnur frá San Blas-flóanum, þar sem eiðið er ekki nema 40 mílur á breidd, er sú langstytzta, en ligigur of nærri borgasvæðum. Sasardi-Morti- leiðin liggur geign um fenjaskóga og er um 60 mílna löng. Kostnaðurinn við hana er nú áætlaður 500-600 milljónir dala. Að frásögn Stephen Ailes, her- fulltrúa, þykja Sasardi-Morti og Kólum- bíuleiðirnar vænleigastar. En lokaákvörðun um það, hver leið- in skuli valin þarf ekki að vera gerð með tilliti til vegalengdar, kostnaðar og verkfræðilegra atriða. Þarna koma einnig til greina pólítísk atriði, og þau geta meira að seigja orðið erfiðari en sjálf framkvæmd verksins. Gera verður samning við landið, sem skurðurinn liggur gegn um. Það er ólíklegt, að nokkurt rómanskt land mundi veita Bandaríkjunum óskoruð yfirráð og lög- söigu yfir landinu að skurðinum eins og Panama gerði 1903, Eini möguleiki, sem bent hefur v^rið á, er alþjóðlegt yfirráð, undir stjórn SÞ eða sambands Ameríku- ríkja, en Bandaríkin verði látin hafa á hendi rekstur og viðhald, með sér- stökum samningi. En eins og sumir kunnáttumenn benda á, er sú hugmynd að selja alþjóðayfirráðum í hendur stjórnina á nýjum skurði, sem yrði mikilvægur lið- ur í hagkerfi síns lands oig öryggi Bandaríkjanna — sú hugmynd gæti mætt andstæðu, bæði í Mið-Ameríku og heima fyrir í Bandaríkjunum. Annar verulegur annmarki gæti orðið hræðslan við geislavirkt úrfelli, jafnvel þótt áreiðanlegar vísindaupplýsingar hefðu sannað, að sá ótti væri ástæðu- laus. Hann igæti valdið magnaðri mót- spyrnu á staðnum, jafnvel þótt skurður- inn væri grafinn um fjarlægt fenja- skógasvæði. En ef hægt væri að sigrast á öllum þessum annmörkum og leiðin yrði opn- uð til skurðgraftar með kjarnorku, yrði vafalaust margt annað upp úr því að hafa. Þær tækniframfarir, sem verkið mundi af sér leiða, gæti orðið til þess, að kjarnorkan yrði notuð við fjölmangt fleira. Athuganir námastjórnar Banda- ríkjanna gefa til kynna, að kjarnorku- sprengiefni gætu komið að miklu gagni við námagröft, með því að sprengja stóra gíiga, sem gætu gert mögulega vinnslu opinna náma. Aðrar athuganir benda á möguleika til að vinna olíu úr hinu geysilega magni okkar af olíuskífu og enn til að auka hagnýtingu igas- svæða, ineð því að brjóta djúptliggjandi jarðlög og auðvelda þannig hagnýtingu gassihs. Margir vísindamenn og verkfræðing- ar hafa komið auga á hagnýtingu kjarn- orkunnar til að varðveita vatn, þ.e. gera nýja vatnsgeyma og stöðva frá- rennsli stöðuvatna, til þess að geyma vatnið í þeim. Einnig til að sprengja upp nýjar hafnir og eins við járn- brauta- og veigagerð. Nýlega átti Santa Fe járnbrautar- félagið viðræður við A.E.C. um mögu- leikann á að nota kjarnorkusprengjur til að gera skarð gegn um Bristolfjöllin 1 Kaliforníu, í staðinn fyrir að gera j arð- igöng. Vegamálastjórn Kaliforníu tók og þátt í þessum umræðum, í þeirri von að færa þjóðveg 66 yfir í þetta skarð. Fundurinn komast að þeirri niðurstöðu að möguleikar væru á að gera þetta geysistóra skarð gegn um fjöllin — um 2 mílur á lengd, allt að 350 fet á dýpt og með 60 milljón rúmmetra ruðningi — með kjarnorku. A.E.C. seigir í skýrslu sinni: „Einn skemmtilegur árangur af athugun- unum var ein hugsanleg ný notkun — að búa til stóran gíg til að vera vatns- geymir fyrir afgangsvatn frá snöggleg- um flóðum, eða skyndiáveitum“. A.E.C. hefur þegar fengið yfir 100 sérstakar tillögur um notkun kjarnorku við flutning á jarðvegi í stórum stíl, og það ekki í Bandaríkjunum einum held- ur og með 20 þjóðum, víðsvegar um heim. Þar á meðal má nefna fyrirsetl- anir um flutning og .geymslu vatns í Egyptalandi og Ástralíu og hafnargröft í Ástralíu, Afríku og Suður-Ameríku. arren G. Magnuson öldunga- deildarmaður, fqrseti viðskiptamála- nefndar öldungadeildarinnar sagði í um ræðum um þennan fyrirhugaða skurð: „Þessi skurður í sjávarhæð gegn um eiðið, gæti beinlínis verið eins og eins- konar rannsóknastofa, þar sem tilraun nr. 1 væri að opna nýja og víða útsýn yfir möguleika kjarnorkunnar .... Ef okkur tækist að framleiða kjarnorku- sprengiefni, hentugt fyrir svona mann- virki, gæti það verið öllum heiminum upphaf mikillar friðsamlegrar notkunar k j arnorkunnar “. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 lega kýr og hvemig hún stendur hnipr- uð með rassinn upp í veðrið. Og þessi undarlegi maður og hvernig hann hang- ir undir kúnni og sýgur spena hennar. Þessi undarlega mynd inni í votum æðandi sortanum og forin undir og yfir. Maðurinn hefur lokið sér af og hann dæsir. — Þér hafið ekki fengið yður belju? — Hann virðist undrandi. — Nei það hef ég ekki gert. Reyndar ekki, svara ég hægt og ég vel orðin af mikilli nákvæmni. Ég vil forðast allar deilur undir kringumstæðum sem þess- um. — Þá ráðlegg ég yður að ,gera það sem fyrst. Að fá yður kú áður en dýrtíðin vex um of. Áður en einokun verður á mjólk eins og víni. — Mér þykir það leitt en ég er hrædd- ur um að ég skilji ekki hvað þér eruð að fara. — Ég er ekkert að fara. Ég ætla mér ekkert að fara. Það er kosturinn — einn af mörgum. Mér er borgið en það er yður ekki. Fáið yður kú. — Ég skil ekki .... — Mjólk herra minn. Mjólkin og sak- leysið. Þér hljótið að hafa heyrt það: „mjólk er ímynd sakleysisins“, Fáið yður belju og yður er borgið. — Hann áréttar mál sitt með ofurlitlu totti úr einum spenanum. — Hvernig ber að skilja þetta? — Þetta hvað? — Þetta um mjólkina og sakleysið. — Einfaldlega eins og ég sagði það. Fyrst og fremst einfaldlega. — En sönnunin? Getið þér sannað mál yðar? — Auðvitað. Athugið til dæmis hvað mannkynið hefur stækkað í seinni tíð og hvað útlimir nútímamannsins eru eins og skapaðir til þess að grípa utan um belju. Og athugið þægindin. Engin fyrirhöfn — bara hanga. Drekkið mjólk og þér eruð frelsaður. Fáið yður kýr og þér eruð ríkur. Mér genigur illa að skilja. — Eruð þér að segja mér að tilgangur lífsins sé enginn annar en stöðugt mjólkurþamb? —: Einmitt. Dásamleg heimspeki. Þægi- leg heimspeki. Einföld heimspeki. Heim- speki sem allir skilja. Heimspeki al- múigamannsins. Loksins hin eina rétta leið. Kaupið yður kú og strikið út byrjun þessa sögukorns sem þér eruð að skrifa. — Hvað meinið þér? — Leiðinleg byrjun. Náttúran fer í taugarnar á nútímamanninum. Nótt myrkur stormur og regn er nokkuð sem enginn hefur áhuga á lengur, Rómantíkin er dauð. Tilfinning er kjánaleg. Gleymið fortíðinni — munið framtíðna. Smíðið beljur. Bruggið mjólk. Það er framtíðin. F ,g er kaldur og blautur. Eg hnipra miig saman eins og kýrin. — Verður yður ekki bumbult af allri þessari mjólk? — Þeim er trúir verður ekki bumbult. — Hann segir þetta eins og prestur og sýnir mér hvernig hann nær utan um tvo spena samtímis. Mjólkurfroðan lekur um munnvikin og aftur um háls- inn. Mér verður óglatt og ég sný mér undan. Það er nótt og nóttin er myrkur. Óttalegt myrkur og í myrkrinu er regn og stormur. Mikill stormur og hann æðir um jörðina vopnaður köldu regni. Hann æðir um húsið mitt. Hann öskrar af reiði og hann ýlfrar af sársauka. Ragnið dynur á glugganum mínum og ég veit það koma að utan. Ég veit það koma í dropum. Ég veit það koma á gluggann minn «g hríslast niður glerið. Ég ligg í rúmi mínu og reyni að sofna. LEIÐRÉTTING í grein Sveins Benediktssonar um Einar Benediktsson á byrjun miá'.sigrein arinniar á fremsitu síðu, 1. dálki 16 línu að neðan að hljóða þannig: Einar er á tvo vegu 6. maður frá Páli lögimianni Vídal'ín .... Á eftir fyrstu greinaskilum, í öðrum dálki á annarri síðu, féll eftirfarandi málsigrein út við umbrot blaðsinis: — Árin 1904-1907 var Einar sýslumaður í Rangárvallasýslu. Hanm festi kaup á jörðinni Stóra-Etofi á Rangárvöllum reisti sitórt íbúðarhús, hið stærsta í sýsluinni, og bjó þar rausnarbúi. f greininni: Hvarf séra Odds frá Miklabæ á 3. síðu 4. dáiki 5. línu standi: með sviplegum hætti. í 14. línu að ofan komi 30 í stað 25. í ininiganginum 10. línu að neðan stamdi: gerist en ekki snerist. í grein Skúla Skúlasonar um Einar Benediktsson sýslumann hefur í 2. dálki II fallið niður föðurnafn Jónj Jens'Jmar, yfirdómara, Loks var þeiss ógetið, sem skylt var að geta, að Ættartala Einars Bene- diktssonar skráð af Benedikt skjala- verði Sveinssyni, er með rithönd Bene- dikts, nema hluti af eimum geiranum í móðiuirættinini, siem var á lausu blaði og letrið orðið móð, svo að rita þurfti það að nýju. Saima máli gegndi um einstaka naifn og ártöl. Láðst bafði fyrir ljós- prentxmina að skýra staifina Sr. framaa við nafn séra Sveins Benediktssonar að Mýrum í Álftajveri, föður Benedikts sýslumanns, sivo að þeir fédlu burtu við ljósprentunina, og dánarár hans hafði lesist 1850 í stað 1849, við endurritun. 14 LESBOK MOItGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.