Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 10
SÍIMAVIÐTALID ALLT Á SAMA STAÐ 16570. — Háskólabíó. — Er forstjórinn við? — Augnablik. — Friðfinnur Ólafsson. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Er ekki mangt að gerast við torgið hjá ykkur? — Jú, hér er ailtaf eitthvað að gerast, enda eru allar upp- hugsanlegar stofnanir kringum torgið. Það vantar eiginlega ekkert. Hugsaðu þér til dæmis, að menn geta farið í Háskólabíó kl. 7 á iaugardagskvöldi, síðan út á Sögu og drukkið sig fqlla. Ef þeir verða of fullir til að komast heim, geta þeir gist á hótelinu. Svo hafa þeir senni- lega samvizkubit morguninn eftir og fara þá yfir torgið í messu hjá séra Jóni í Nes- kirkju. Ef kvöldið á Sö,gu hefur haft einhverjar aðrar af- leiðingar en gistingu þar, er hér vöggustofa, barnaskóli og gagnfræðaskóli. Svo er komin kjarnorkustofnun hér skammt fyrir sunnan okkar. —Ertu búinn að panta nokkr ar góðar myndir? — Já, óg er að fá fullt af góðum myndum. Til dæmis hefur mér tekizt að fá aftur til sýningar þrjár gamlar myndir, sem allar hlutu metaðsókn í Tjarnarbíó á árunum, „Ævin- týri Hoffmanns" eftir Offen- bach, „BrimQlduna stríðu“ með Jack Hawkins og „Ladykillers“ með Alec Guinnes og Peter Sellers. Flutningsrétturinn er að renna út á öllum. þessum Svavar Gests skrit&r um: ÝJAR PLÖTUR Little Kichard: Whole lotta shakin’ goin’ on/Goodnight Irene. Það muna áreiðanlega margir eftir negranum, sem lék á píanó oig söng í einum af rokk-kvikmyndunum sem sýndar voru hér á landi fyrir nokkrum árum. Þetta var Little Riohard. Hann dró sig í hlé og setlaði að gerast prestur, en eftir tvö ár eða svo gafst hann upp á því, sneri sér aftur að dægur lagamúsikinni, en nú var rokkmúsikin ekki lengur í tízku og allir voru búnir að gleyma Little Ríohard. Þá kom Beatles-músikin, sem auðvitað er ekki annað en rokkmúsik og Little Riohard skellti sér til England, hélt nokkra hljómleika og er orð inn vinsæll þar. Plata sú sem hér um ræðir er að öll- um líkindum tekin upp í Englandi. Fyrra lagið er gamalþekkt rokklag og hið síðara er hinn gamli og góði vals eftir blues-söngvarann Huddie Ledbetter, sem vinn sæll var fyrir hálfum öðr- um áratug. Ric'hard gerir báðum lögum góð skil á sinn máta, því enn er hann einn bezti söngvarinn, sem fram hefur komið á þessum vett- vangi danstónlistarinnar. Svo er það önnur plata, sem heitir „Original Rhythm and blues hits“ og á henni eru hvorki meira né minna en fimm kunnir blues-söngv arar oig er meistarinn sjálfur Ray Charles, þar fremstur í flokki með tvö lög. Hinir eru Jimmy McCracklin, Jesse Belvin, Linda Hayes og Johnny Noore. Lögin á plötunni eru sex, og er þetta því hin eigulegasta plata fyrir þá, sem gaman hafa af blues-söng eins og hann er í hinni réttu mynd. Báðar eru hljómplöturnar úr Fálk- anum. essg. ÉMB £.P. 4SZ2 Kav l'JaairloN JflMMT McCKACKUN jíSSE SEtVJM IÍNCÍ. H&YSS íinti öse : It’s Aíríght Alonð In The Cíty U>*e Song T3kt Me Sxk Johnny'í Xast Letter Rockíng Ctwir BhMts myndum og þessvegna verða þær sýndar mjög stutt og síðan sendar aftur út, þar sem þeim verður hent. — Hvað ætlarðu að sýna á jólunum? — Það er nú ekki af verra taginu. Ég ætla að sýna stór- kostlegustu kvikmynd í saman- lagðri kristni, „Arabíu-Lawr- ence“, með Peter O’Toole, Alec Guinnes, Anthony Quinn og Jack Hawkins. Hún fékk einhver lifandis býsn af Oskarsverðlaunumj ég held sjö alls. „Arabíu-Lawrence“ er á 70 mm filmu með segultóni og öllum græjum. — Heldurðu að umferðin verði ekki talsverð á torginu, þegar sýningar hefjast á „Ara- bíu-Lawrence“? — Jú, eflast. Ég ætla að t.aka upp nokkra nýbreytni í sam- bandi við þessa mynd. Til þess að hjálpa fólki að skipuleggja jólafríið sitt, ætla ég að hafa forsölu aðgöngumiða fyrir jólin milli jóla og nýjárs. — Hverjar eru framundan af öðrum myndum? — Til dæmis önnur 70 mm mynd, geysifræg og mikil, „Backett" með Richard Burton, Peter O’Toole og John Gielgud. Þá má einnig telja „Lord of the Flies“ eftir sögu William Golding. — Það er líka margskonar önnur starfsemi í bíóinu, er ekki svo? — Jú, það held ég nú. Hér er hundakabarett, Hallbjörg og Symfónían og margt fleira. Svo er sagað hér á morgnana. — Sagað? — Já, þeir æfa á morgnana. — Eru ekki haldnir dansleik- ir í Háskólabíói líka? — Jú, þetta er danshús Há- skólastúdenta einu sinni á ári. Það er alltaf gleði í Háskóla- bíói, en hún nær hámarki um áramótin. — Hvernig hafa tæki biósins reynzt? — í alla staði mjög vel, bæði upptökutæki, sýningarvélar og allur útbúnaður. Einkum er loftræstingarkerfið mjög gott. Ú r a nnáIu m mibaldc Guðmundur Guðni Guðmundsson iók saman 1222 Andrés II kemur stjórnarskipun á í Ungverjalandi. ísland 4-2. Bardagi að Hólum. Var veg- inn með mörgum ouium mönnum Tumi Sighvatsson eldri. Grímseyjarför. Feðgarnir Sig- hvatur á Grund og Sturla sonur hans elta Guðmund biskup Ara- son til Grímseyjar, en þangað hafði hann flúið af ótta við þá feðga. Biskupinn var handtekinn og fluttur til lands. Var þá neydd ur til utanferðar. Af liði biskups féllu margir, þar á meðal Eyjólf- ur Kárason úr Flatey er dó þar hetjudauða, Aron Hjörleifsson, mikill kappi, komst nauðuglega undan úr Grímséyjarbardaga. 7-11. Aðför Jónssona að Þorvaldi Vatnsfirðingi, en Þorvaldur komst naumlega undan á skip. D. Sæmundur Jónsson í Odda. 1223 7-5. Valdemar sigursæli Danakon ungur tekinn til fanga á eynni Lý af Hinriki greifa af Schwerin. Valdemar ungi, sonur konungsins, var einnig handtekinn með föð- ur sínum og sat með honum í íangelsi til 1225. Lúðvik VIII verður konungur Frakka. Hann var sonur Filippus- aT II. ísland Sturla Sighvatsson gengur að eiga Sólveigu, dóttur Sæmundar i Odda Jónssonar. Sætt Þorvalds Snorrasonar Vatns íirðings og Snorra Sturlusonar. 1224 Friðrik keisari II setur á stofn háskóla í Napólí. Hinrik III Englandskonungur býð ur að láta laus öll kaupför frá íslandi og víðar en halda enn skipum frá Frakklandi. Hinrik var sonur Jóhanns landlausa og f. 1207. Frá 1219 til 1227 er Hin- rik varð fullveðja, stjómaði Hu- bert de Burgh og tókst honum þann tíma að halda hinum á- gengu barónum í skefjum. ísland Jón murti Snorrason, Sturlusonar, og Kolbeinn ungi koma frá Nór- egi. Snorri Sturluson giftir dætur sín- ar Gizuri Þorvaldssyni og Þor- valdi Vatnsfirðingi. Skilnaður Árna óreiðu og Hallberu Snorra- dóttur Sturlusonar. Snorri Sturluson gerir félag við Hallveigu Ormsdóttur. 1225 Hákon Noregskonungur kvænist Margréti Skúladóttur hertoga Bárðarsonar. Valdemar sigursæli Danakonung ur látinn laus úr fangelsi er hann var í í Norður-Þýzkalandi ISax- landi). ísland Sturla Sighvatsson gerir virkt að Sauðafelli. Sturla eignast goðorð Hrafnssona Sveinbjarnarsonar. 1226 Lúðvík IX helgi verður konung- ur Frakka. D. Frans hinn heilagi frá Assisi, stofnandi Grábræðrareglunnar. Þýzku riddararnir fara til Prúss- lands eftir að þeir höfðu verið reknir frá Ungverjalandi af Ste- fáni II konungi þar. ísland Sturlungar deila um Snorrunga goðorð. Stofnað Viðeyjarklaustur af Þor- valdi Gizurarsyni presti og goð- orðsmanni í Hruna. Eldur úti fyrir Reykjapesi. Guðmundur Arason, biskup, kem ur frá Noregi og íer til stóls síns að Húlum. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.