Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 13
íslenzkir ætilibir erlendis: Frá Jóni Eiríkssyni, kon- ferensráði — Síðari hiuti Eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta Císli Þorvarðarson í Papey, stór- bóndi var kominn af Eiríki bónda á Fagurhólsmýri, bróður Einars skóla- meistara. Systursonur Gísla var Friðrik Ólafsson skólastjóri Stýrimannaskólans. Sveinn í Svínafelli Jónsson var kallaður hinn ríki, hann hafði og annað bú í Hólum í Hornafirði. Sveinn var tvígiftur.* Fyrri kona hans var Vilbörg Árna- dóttir á Eyjólfsstöðum á Völlum, Páls- sonar lögréttum. og umboðsmanns á Skriðuklaustri Björnssonar sýslumanns, Gunnarssonar á Burstarfelli í Vopnafirði. Kona Páls Bjömssonar var Þuríður Árnadóttir Magnússonar sýslum. á Eið- um, Vigfússonar, Þorsteinssonar, Finn- bogasonar lögmanns. Með fyrri konunni átti Sveinn Ásmund, er bjó í Svínafelli og átti afkomendur í Öræfum, og Svein, en frá honum eru miklar ættir á Austur- landi, og fleiri börn. Sveinn var búinn að missa fyrri konu sína, er manntalið var tekið 1701 og býr þá með seinni konu sinni, Guðlaugu Högnadóttur, af ætt presta-Högna, í Hólum. Synir þeirra voru séra Sigurð- ur Sveinsson prestur í Eydölum, sem Eydalaaattin yngri er talin frá og Magn ús Sveinsson prestur í Stóradalsþing- um undir Eyjafjöllum og víðar. „Svinafell sjáum, sitjum þar veialu, margs er að minnast, og minnumst þess nú. Hérna var áð-ur höfuðbyggð goða, ættingjar Njarðar áttu þar bú. Hérna bjó Flosi, frægur höfðingi, auðsæll og ársæll öðlingur hreinn. . . .“ Nokkurra einstaklinga af þeim stofni, sem föðurætt Jóns Einarssonar er runn- in af, hefur verið getið. Kunnugum dylst ekki að all fastgrópast hetfir ætt- armótið hjá ýmsum, þótt eigi sé skyld- leikinn orðinn náinn. Sveinn Pálsson læknir i Vík og próf- fessor Þorvaldur Thoroddsen ferðuðust um Öræfin og hrósa sveitinni og fólk- inu. Forn menning og manndáð hefir lengi haldist þar og gjörir enn. Þeir sem reynt hafa munu minnast með hlýju og þakklæti bændanna í Skapta- felli og Svínafalli, m.a. bændaöldung- anna Páls Jónss<?nar og Jóns Sigurðs- sonar, Ara Hálfdánarsonar á Fagurhóls- mýri og sona hans, Björns á Kvískerjum og sona (hans ann- arra, sem ekki verða hér taldir, fyrir auðsýnda gestrisni og hjálpsemi við ferða menn og alla, er að garði bar. Óhætt er að segja að enn halda niðjarnir uppi xnerkinu með sóma. * í Sýslum. æf., H.Þ., er seinni konu Sveins ekki getið og öll börn hans tal- in með fyrri konunni. Jf ón Eirilísson kvæntist danskri konu, Kristine Marie Lundgaard. Fað- ir hennar mun hafa verið skólahaldari í Hei-sted Vester á Sjálandi. Eignuðust þau 10 börn, koimust 7 upp, 5 synir og 2 dætur, öll fædd í Sórey á árunum 1761-73, nema tvö þau yngstu. Tveir sonanna létu eftir sig börn, en hér verður rakið frá Önnu Margréti dóttur Jóns, sem mikil og merk ætt er komin frá í Danmörku og, í tengslum við nafnkunnar ættir þar. Börnin er upp komust og gengu öll undir nafninu Eyichsen voru: 1. Jens Eríchsen, f. 1761. Lauk kandi- datsprófi í lögfræði 1786, skrifstofustjóri í Rentukammerinu. Dó 1815. Kvæntur og átti 3 böm. 2. Eiríkur Erichsen, f. 1763. Cand. jur. Fulltrúi í vegamálaskrifstofu Kaup mannahafnar. Síðar skrifstofustjóri. Kvæntur og bjó á Sögaard í Gladsak- sesókn á Sjálandi til dauðadags 1821. 3. Ludvik Erichsen, f. 1766. Cand. jur. Gáfumaður og þótti mikið mannsefni. Amtmaður á íslandi og settur stiptamt- maður, Kammeráð, en hans naut ekki lengi við. Lézt á Bessastöðum 1804, — kvæntur Bolette dóttuir Vibe amtmanns. Sum staðar þar sem hans er getið, er (hann talinn ókvæntur, sem er rangt. Þau hjón voru gafin saman í Fredriks- berg kirkju i Kaupmannahöfn 6. júni 1803. Bolette Erichsen var komin af Mikkel Vibe borgarstjóra í Kaupmanna höfn og einum hæstráðanda einokunar- kaupmanna, er höfðu ísland á leigu. . Einn fjórmenninganna, er konungur leigði Vestmannaeyjar ásamt jarðar- bókartekjum eyjanna árið 1600. Mikkel Vibe var tengdasonur Símonar Surbechs, fyrsta forstöðumanns konungsverzlun- arinnar í Vestmannaeyjum. .Bolette Er- ichsen giftist síðar Karli Fr. Múller konsúl í Þrándheimi. 4. Hans Eriohsen. Lauk læfcnisprófi og gerðist herlæiknir í Kaupmannahöfn, ókvænlur og barnlaus. 5. Bolli Willum Erichsen, yngstur systkinanna, f. 1773. Liðsforingi í sjólið- inu, tollstjóri í Marstal á Ærö. Kvæntur og átti 4 börn. Dæturnar: Steinunn Erichsen, heitin eftir móður Jóns, f. 1767. Giftist yfir- sjóliðsforingja (Kontraadmiral) P.N. Posth. Eignuðust þau eina dóttur barna, Nicoline Posth, er þóttj frábær að gáf- um, sem móðir hennar, varð skammlíf. Steinunn Posth dó 1822. Anna Margrjet Erichsen, f. 1764. Hún giftist yfirsjóliðsforingja, Karl Vilihelm Jessen, f. 1764. Áður hafði hún verið trúlofuð bróður hans Tycho Jessen, er einnig var sjóliðsforingi, lézt ungur á ferð í Englandi. Kartl V. Jessen varð nafnfræg sjó- hetja fyrir framgöngu sína í sjóorust- unni 22. marz 1808 við Sjællandsodde, í stríðinu milli Dana og Englendinga og áttu Danir þá við mikið ofurefli að etja. Jessen varð si'ðar landsstjóri í Vest- urheimseyjunum dönsku, lézt þar 1823. Hann var af gamalli suðurjóskri ætt, sonur N.J. Jessen etasráðs og konu hans Admiralshjónin Karl V. Jessen og Anna Margrjet Jónsdóttir Erichsen áttu 6 börn. Meðal þeirra voru synirnir: 1. Tycho Jessen ofursti í landhemum, gat sér góðan orðstýr i þriggja ára stríð inu milli Dana og Þjóðverja 1848-50. Hans sonur var T.C.W. Jassen kapteinn í hernum, seinna skrifstofustjóri í end- urskoðunardieild Kaupmannahafnarborg ar. Kona hans var Alvilde Palmgren Johansen. Þeirra sonur Tycho Jessen frægur listmálari í Kaupmannahötfn. Myndir eftir hann eru á listasafni ríkis- ins í Kaupmannahöfn. 2. N.J. Jessen Kammerherra, lands- þingmaður og yfirskógmálastjóri. Hann kvæntist Selmu von Dirckinck — Holm feld, var hún fyrri kona hans. Sonur þeirra, Cari Edvin Jessen, dr. að nafn- bót, merkur norrænufræðingur, m.a. ritað um Eddurnar, d. 1921 í Kaup- mannahöfn. Annar sonur N.J. Jessen, var P.C.H.U. Jessen, foringi í sjóhernum, og dóttir Margrethe Th. P. Malvina Jessen. Malvina Jessen giftist Christian Dit- lev Lúttichau, Kammerherra, fjármála- ráðherra í stjóm Reedtz-Thott greifa, frá 1894. Sú ætt ten-gdist í ætt Gísla kaupmanns Simonarsonar, sbr. grein í Morgunblaðinu áður. Lúttichau ættin er gömul þýzk að- alsætt frá því snemma á 14. öld. Hans Helmuth von Lúttichau gekk í danska þjónustu seint á 17. öld. Afkomandi hans Chr. Lúttichau Kammerherra, öðl- aðist dímska aðalsnafnbót -fyrir sig og tvo bræður sína 1887. Malvínu Jessen sonardóttur Önnu Margrjetar Jónsd. Eiríkssonar, varð að taka upp í aðalsmanna stétt, áður en hún giftist Lúttichau, vegna ákvæða í stofnskrá fyrir ættaróðalið Tjele á Jót- landi, sem kunnugt er frá skáldsögu I.P. Jacobsen sögulegs efnis, Marie Grubbe. Gefið var út aðalsnafnbótarskjal handa Malvínu, sem í sína islenzku ætt var af fornkonungakyni. Börn C.D. Lúttichau og Malvinu konu hans voru 4. 1. Hans Helmuth Lúttichau á Tjele, stóreignamaður, Kammeríierra. Gaf sig mikið að stjórnmiálum. Var fæddur 13. jan. 1868, kv. Fanny I.C.M. Basse Fönss. Elztur barna þeirra: A. Chr. Ditlev Lúttichau, f. 1895, hirð- veiðimeistari á Tjele, kv. barónessu Vib eke Schack von Brockdorf. Börnin: Fanny Adelheid, f. 1922 gift Thing lækni f. í Glasgow 1917, kennslukona og hús- móðir á Jægersborgshus í Gentofte. Hans He'muth ofursti í herliðj Dana. Eiinor f. 1925, gift barón Henrik Scaaffa letzky de Muckadell. Ellen f. á Tjele 1928, gift skóggæzlumanni Fr. Ingvor- sen. B. Hans Helmuth ofursti í her Dana, f. 1897, kv. Marie Th. Juel. C. Folmer Lúttichau hirðveiðimeist- ari, f. 1898, formaður stjórna ýmsra verzlunarfyrirtækja, umboðsmaður Kalö eigna. Kv. Ingeborg Saima Carl, dóttur Carl gósseiganda og konu f. Kjær. D. Fanny Manon Malvina, f. 1900, háttsett í stjórn borgarspítala Kaup- mannahafnar. Innrituð í aðalsmeyja klaustur í Vallö m,eð forganigsrétti. E. Sophie E. Margrethe, f. 1910, gift- ist 1930 í Vejle Michel G.B. CottreHe, f. 1912 í Amiens í Frakklandi. Enn eru ótalin af bömum Chr. Ditlev Lúttichau og Malvinu konu hans: 2. Christian Ditlev, f. 1870, Cand. mag. London. 3. Carl Wilhelm, f. 1871, cand. phil., gáfu og hugsjónamðaur. Mun það hafa verið hann fremur en bróðirinn Christi an, en verður þó ekki fuUyrt vegna vantandi upplýsinga, hvor þeirra það var, sem á dýraveiðum í Afríku eða Suður-Ameriku komst í bráða lífshættu og gjörði það heit, ef hann bjargaðist sem og varð, skyldi hann hér eftir helga lif sitt þjónustunni við guð, sem sagt er að hann hafi gjört dyggilega alla sina löngu æfi. Yngst þessara Tjele systkina, barn of- annafndra hjóna: 4. Selma Elisabeth Ltittichau, f. á Tjele 1874. Giftist hirðveiðimeistara, barón Flemming Lerche. Heimildir: Hof- og Statskalender, Khöfn. Æfisaga J.E.; ísl. ártíðaskrár; Sýslum.æfir; Juiúdisk Stat.; Bricka: Dansk biograí. Einn ættmannanna vrr Þórbergur Þórðarson. SVIPMYND Framhald af bls. 4. skæruhernaðarsfefna Maos vera orðin úrelt og hafa óbeit á landbúnaðarvinnu að hálfu móti annarri vinnu. Og Chou er einnig áhrifamaður meðal skrifstofu- lýðsins. Sem forsætisráðherra ræður hann yfir meira en 30 ráðuneytum, átta stofnunum og sex nefndum. En aðalspurningin er sú, hvort Chou hugsi eitthvað hærra. Hann er ekki neinn upphafsmaður stórfenglegra stjórn málastefna. Hann hefur aldrei verið neitt einskorðaður fræðimaður. Engin rit hans hafa verið Hksmurð í skjala- söfnum flokksins. Chou kann aldrei að verða brúður kínverska kommúnistaflokksins, en sem roskin og endingargóð brúðarmær virð ist hann ánægður. Politburo getur áreið anlega haft gagn af reynslu hans, næmi og áliti, metorðum á sviði alþjóðamála. Þar sem Kína tekur í vaxandi mæli þátt í alþjóðaráðstefnum, mætti það undar- legt heita ef Chou heldur ekki áfram að koma fram með sendinefndum Peking- stjórnarinnar, jafnvel þótt það verði sem undirmaður Chen Yi, eða einhvers ann ars formlegs utanríkisráðherra. Chou hefur mikla æfingu í seinlæti — á heið arlegan, kínverskan hátt, þó ekki stjórn kænskulegan. Það þarf að dekstra hann til að koma fram þegar taka skal hóp- myndir af æðstu mönnum. Einkum legg ur hann áherzlu á auðmýkt sína gagn- vart hinum gamla Chu Teh. Ein hinna miklu og ósvöruðu spurn- inga og deilumála milli austrænna og vestrænna diplómata í Austurlöndum fjær, er þetta: Ef Chou hefði völdin, mundi hann þá hafa leyft misklíðinni milli Peking og Moskvu að þróast upp á núverandi stig hennar? Annað er þetta: Mundi alþjóðastefna Kína verða vægari, ef Chou tæki við stjórn utan- ríkismálanna, eftir — segjum — dauða Maos? Flestir sérfræðingar eru á einu máli um nei, sem sennilegt svar við fyrri spurningunni, en sem vafalaust svar við hinni siðari. S tjórnmálastefna Kína er stefna Politburos. Jafnvel þótt Chou væri ef til vill tilleiðanlegur að vægja eitthvað, þá eru öll höfuðatriði krafna og stöðu Kína í heiminum, hörð og óvægin. Og þegar verið er að útskýra sveigjanleik og veikleika Chous, gætir mjög skilnings skorts. Meðvitund hans um „aðalsupp- runa“ sinn — segja margir diplómatar — gera hann að harðari samningamanni fyrir málstað sósíalismans, til þess — rneðvitað eða ómeðvitað — að þvo af sér þessa erfðasynd. Sökum þess að hann hefur gengið sósíalismanum á hönd fyrir rökfræðslu Konfúsiusar og „ábyrgð hans gagnvart þjóðinni", er Chou eini komm únistaforingi með austrænan skilning á noblesse oblige. Tilfærslur og breytingar á stjórnmála stefnu Peking koma ekki til sögunnar fyrr en Mao dregur sig í hlé og mynd hans, fordæmi og bergmál tekur að dofna. Og það tekur áreiðanlega áratug áður en áhrif hinnar yngri, óþekktu kyn slóðar kommúnista fer að verða vert, og framtíðargátur Afríku, rómönsku Ameríku og Indlands verða trúlega aúð leistari. (Richard Hughes — New York Times). 34. bbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.