Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 12
ÁRNI ÓLA Framhald af bls 6. að fullu jörðinni-með ,,makaskiftabréfi“ 19. april 1616“. Ég hygg, að þessar „greinir" á Alþingi hafi verið út af Austurpartinum í Reykjarvík, sem Ögmundur biskup fékk hjá Páli lögmanni, og sýni, að sá partur hafi gengið til Þórolfs eins og Laugar- nes o>g Engey. Nú var sigur unninn í deilunum við Önnu á Stóruborg út af Laugarnesi og Engey. En eftir var Austurparturinn, og stóð nú Magnús sonur Önnu í þungu stríði að fá hann sér daemdan. Þá skarst konungsvaldið I leikinn og hrifsaði til sín með megnum yfirgangi helming Austurpartsins, 10 hndr., sem var orðinn aðal þrætueplið. Þetta mun Gísia lögmanni ekki hafa líkað. Hann mundi ekki hafa unnt Magn úsi Hjaitasyni þess að fá sér tildæmdan partinn, þar sem hann hafði áður tapað málinu út af Laugarnesi og Engey. Og enn siður mun Gísli hafa unnað kon- ungsvaldinu þess að krsekja í hluta af eign, sem Þórolfur Eyolfsson hafði feng ið með sömu réttindum og hinar jarð- irnar. Þess vegna mun Gísli hafa kraf- ist þess af konungsvaldinu, að það af- salaði sér Hlíðarhúsum (eða 10 hndr. úr Reykjavík) sem löglegum ættararfi konu sinnar. Út af þessu hafa deilumar verið á Alþingi 1615 og 1616 milli hans og konun'gsva.’dsins. Og Gísli hefir sigr að í þeirri viðureign. Þessa ályktun dreg ég af því, að í Jarðabókinni 1703, er Elín Hákonardótt ir, sonardóttir Gísla lögimanns, talin eigandi Laugamess, Engeyar og Hlíðar- húsa. En hvernig Gísli lögmaður hefir haft sitt mál fram og náð eignarhaldi á Hlíðarhúsum, dregið þá burst úr nefi höfuðsm.annsins á-Bessastöðum, fæst nú ólíklega upp grafið. En hvernig hefði hann átt að ná í Hlíðarhúsin, þessi 10 x) Þær hafði hann fengið með konu sinni. hndr. sem Bessastaðavaldið kúgaði af Narfa nema þau hefði dæmst ættararf- ur konu hans, eins og Laugarnes og Engey? Tíkjum þá aftur að bænum, sem stóð á Austurpartinum í Reykjaivík og Narfi mun hafa gert að hjáleigu þegar hann eignaðist partinn. Hefir hann þá sel't einhverjum manni bæarhúsin og leigt honum landsnytjar. Þetta breytist ekkert þegar konun.gur eignast jörðina. Þegar Jarðabókin er samin 1703, eru taldar 8 hjáleigur með Reykjavík, og eru þær allar kunnai — nema ein. Um hana stendur svo í Jarðabókinni: „Hjá- leiga fimmta, heima við bæinn, ónafn- gift. Landskuld 60 alnir. Kvaðir: for- mennska árið um kring og fær þó hús- maðurinn þar til 20 al. í formannskaup. Dagsláttur einn. Að styrkja til flutn- inga Bessastaða-manna og falkaburðar. Kvikfénaður 2 kýr, 1 káifur, 5 ær, 1 sauður tvævetur, 1 sauður veturgam- all, 1 lamb, 1 hestur. Fóðrast kann 2 kýr og einn kálfur. Eldiviðartak af mó- skurði nægilegt". Ekki er þessi hjáleiga nafnlaus vegna þess að hún sé svo léleg og ómerkileg. Það var hreint ekki léleg hjáleiga, þar sem hægt var að hafa tvær kýr og kálf á fóðrum. Af hinum hjáleigum Reykja- víkur eru það aðeins tvær, þar sem landskuld er hærri, í Landakoti 90 alnir og Skáiholtskoti 75 alnir. Á þessum hjá leigum er líka heyskapur meiri, svo að hægt er að fóðra þar 3 kýr. í Gölu- húsum, þar sem stundum var stórbú, var landskuld 50 alnir, í Grjóta 40 a.lnir, í Stöðlakoti 50 alnir, í Hólakoti 30 alnir. Melshús eru talin jöfn hinni nafnlausu hjáleigu, þar var landskuld 60 alnir. En í Melshúsum bjuggu löngum virðinga- menn, eins og sést á því, að þeir voru kallaðir „monsjörar“ og konur þeirra „maddöm’ur“. Kort eftlr Sörr.und Hólm þar sem eru merkt bæjarhús meff B, húsið lengst sunnan viff kirkjugarðinn er nafnlausa hjáleigan (D- ti'. vinstri), en D- til hægri er ullarstofan. Vikurbóndi átti að leggja við til húsa bóta handa Grjóta- og Hólakoti. Á hin um hjáleigunum áttu leiguliðar að halda við húsunum og hafa því senni- lega átt þau sjálfir, enda gengu bæim- ir kaupuim og sölum. Þessi ónefnda hjáleiga hygg ég að verið hafi bærinn á Austurpartinum, og má draga nokkrar líkur að því, að svo hafi verið. Á uppdrætti Hoffgaards 1715, sem Kálund fann og sýnir að Víkurbærinn stóð fyrir vestan kirkju- garðinn, sést einnig annar bær suður við Tjörnina, og ætti það að vera þessi nafnlausa hjáleiga. egar konungur gefur- jörðina Reykjavík handa verksmiðjunum, var Reykjavíkurbær rifinn að mestu og verksmiðjuhús reist á rústunum. Þó voru ekki öll húsin rifin. Á uppdrætti Sæmundar Holms 1789 stendur að Ullar stofan og skálinn sé „bæiarhús“. Hvað á Sæmundur við með því, ef það eru ekki hús, sem áður fylgdu Reykjavík- urbæ? Urri skálann vitum vér að það er rétt, hann var eitt af húsum gamla bæ- arins. Og Ullarstofan var mikið torf- hús, þiijað í hólf og gólf, og hefir sennilega verið baðstofan í Vík. En svo er syðsta húsið sunnan Aðalstrætis einnig nefnt „bæarhús", og ætti það því að vera bærinn á Austurpartinum eða nafnlausa hjáleigan. Þessi hjáleiga hefir brátt misst grasnyt sína þegar verksmiðjurnar komu, því að þær leggja undir sig túnin. En hús hennar þurfti ekki að rífa að heldur, því að þau átti hjá leigubóndinn. Hann hefir sennilega fengið atvinnu við verksmiðjurnax og búið í bænurn áfram. Það er .einnig athyglisvert að „ónefnda hjáleigan“ er sú eina af hjáleigum Reykjavíkur sem hverfur um leið og verksmiðjurnar koma. Hinna allra er getið þegar bærinn fær kaupstaðarétt- indi 1786 og eins í útmælingu 1792. En það hefir að öllu leyti verið heppileg- ast að láta bæinn standa, meðan enn var lítið um vistarverur hönda því að- komufólki, sem vann við verksimiðjurn ar. Þar gátu nokkrir menn fengið ínni á meðan verksmiðjurnar voru að koma upp húsakosti handa fólkinu. En i skrá um eignir verksmiðjanna 1774, er talinn „bær“ sem þær hafi keypt og hafi verið á lóð þeirra. (En Bæj, köbt paa Indretningernes Grund). Þessi bær hefir sennilega verið keyptur einu eða tveimur árum áður, og gat ekki verið um að ræða neinn annan bæ á þessum stað, en bærinn sem áður stóð á Austurpartinum, eða hina nafnlausu hjáleigu, sem getið er í Jarðabókinni. etta hlýtur að vera sá Reykja- víkurbær, sem gamla konan úr Örfirisey mundi eftir, samkvæmt því er Sigurð- ur Guðmundsson gróf upp. Að vísu er . sá bær ofurlítið sunnar en sagt er, en staðsetningin gat ruglast, er sögnin barst milli manna. Haft var eftir gömlu konumii, að Reykjavíkurbær hefði stað ið þar sem gamli klúbburinn reis seinna. Er því rétt að athuga hvernig húsum var skipað fyrir sunnan kirkju- garðinn um það leyti er verslunin flutt ist úr Örfirisey til Reykjaivíkur. Til glöggvari skilnings skal miðað við Tjarn- argötu, en þá var hún aðeins stigur milli húsanna. Er mér næst að halda að þetta hafi upphaflega verið gatan heim að bænum á Austurpartinum heimreið- in, og húsum verksmiðjanna hafi verið skipað beggja megin við þá götu. Austan við stíginn var Smiðjan nyrzt. Sunnan við hana var íbúð fyrir kaðlara reist 1771, en næst þar fyrir sunnan var íbúð vefarasveina, reist nokkru áður. Fleiri hús voru ekki þeim megin. Vest- an við stíginn var nyrzt Litunarhúsið, sem flutt var hingað frá Elliðaánum 1763, og hjá því var reist geymsluhús 1772. Þar sem þessi hús stóðu reis seinna gamli klúbburinn og síðan nýi klúbbur- inn við hlið hans. (Nú stendur þar hús Hjálpræðishersins). Fyrir sunnan Litun arhúsið var Beykisíbúðin (seinna Brúns bær), og nokkurn kipp þar fyrir sunnan var „fimmta hjáleigan", eða hús henn ar. Það hlýtur að vera sá „bær“, sem verksmiðjumar keyptu á lóð sinni, því að hvergi annars staðar hefir hann get að staðið. Og við þennan bæ létu verk smiðjurnar reisa Lóskerabýlið, eftir að þær höfðu keypt bæinn. Þetta eru þá þær byggingar, (auk smákofa til geymslu fyrir mó o.fl.), sem stóðu fyrir sunnan kirkjugarðinn í þann mund, er verslun.arhúsin voru sett niður nyrzt í Aðalstræti x). Nú er það merkilegt, að laust fyrir aldamótin 1800, er bærinn sem verk- smiðjurnar keyptu (og Lóskerabýlið) nefndur Suðurbær í kirkjubókum Reykjavíkur. Gæti það bent til gamall- ar málvenju, að bærinn á Austurpartin- um hafi verið nefndur í daglegu tali „suðurbærinn í Vík“, enda þótt það nafn væri ekki skjalfest. Þegar býlið er svo gert að hjáleigu, hefir ekki þótt hæfa að það héti Vík lengur, og eins hefir þótt ankannalegt að kalia hjá- leiguna Suðurbæ. Suðurkot hefði getað komið til greina, en það festist ekki við hana og því var hún „ónafngift" þar x) Það er ekki rétt hjá Eiríki Briem, að seint á 18. öld hafi bær getað staðið þar,. sem klúbburinn kom seinna. Þar var Litunarhúsið. Og hafi gamla kon- an hans Sigurðar málara ekki verið orð in elliær þegar hún sagði frá því hvar Reykjavíkurbær hefði staðið, þá hefir hún sagt að hann hefði staðið sunnan við klúbbinn, en það svo skolast í munni þeirra, er höfðu sögnina eftir henni. Hún hefir átt við hjáleigubæinn, sem áður var bærinn á Austurpartinum í Vík og gekk undir sama nafni og höfuð bólið. Þennan bæ keyptu verksmiðjurn ar sjö eða átta árum áður en verslunar húsin voru flutt úr Örfirisey. til verksmiðjurnar eignuðust Reykjavík. Hitt væri afar eðlilegt og skiljanlegt að í munni manna hefði býlið alltaf heitið „Suðurbær“ og svo hafi séra Brynjólfur Sivertsen, sem var þjóðlegur maður, tekið nafnið upp í húsvitjunarbók sína. En upp frá því hét býlið Suðurbær, þangað til það var rifið. Sumir taLa um tvo Suðurbæi, og er þá átt við þetta býli og Lóskerabýlið. Þarna voru lengi tveir ábúendur og munu þeir seinast hafa búið þar Ólafur Jónsson timbur- maður og Guðmundur Hannesson böðull, öðru nafni fjósarauður. Jón biskup Helgason segir: „Suðurbæirnir svo- nefndu voru báðir horfnir úr sögunni 1860, annar allöngu fyr“. Þótti þá að því landhreinsun. Hér hefi ég reynt að sýna og sanna hvemig á því stendur, að sú missögn hefir upp komið, að landnámsbærinn Reykjavík hafi staðið annars staðar en syðst í Aðalstræti vestanverðu. En það var vegna þess, að um langt skeið voru hér tveir bæir og hét Vik hvor tveggja. Einhvern tíma fyrir 1478 hefir Reykja vík skifzt í tvö býli. Höfuðbólið sem áð ur var 60 hndr. er nú 40 hndr., en hinn hlutinn 20 hndr. eða þriðjungur jarð- arinnar. Þessi hluti nefnist Austurpart- ur og á honum er reistur bær, kippkorn fyrir sunnan höftiðbólið, og þessi bær nefnist líka Vík, og það hefir villt seinni tím.a menn. Þegar Narfi Ormsson kaupir Austur- partinn og sameinar hann sínum hluta lætur hann syðri bæinn standa, en ger- ir hann að hjáleigu. Þessarar hjáleigu er getið í Jarðabókinni 1703, en hún er þá nafnlaus. En þagar verksmiðjurnar eignast Kvosina, leggja þær undir sig Austurvöli og þar með . er hjáleigan svift allri grasnyt. Hún hverfur því úr sögunni, ein allra hjáleiga Reykjavíkur, vegna þess að hún stóð á lóð verksimiðj anna. Ekki hefir hjáleigubærinn þó ver ið rifinn, vegna þess að hann var einka eign og fylgdi ekki jsirðargjöf konungs. Þessi hjáleigubær er sýndur á korti Hoffgaards 1715, og á korti Sæmundar Holms sem „bæarhús“. En um 1772-73 kaupa verksmiðjurnar þennan bæ og síðan telst hann með húsum þeirra. Laust fyrir aldamótin 1800, er þessi bær nefndur Suðurbær í kirkjubókum Reykjavíkur. Það gæti bent til þess, að bærinn á Austurpartinum hefði verið nefndur „suðurbær í Vík“, til aðgrein ingar frá höfuðbólinu, og það nafn síð an loðað við hann í daglegu tali, enda þótt aldrei væri það skjalfest. En að Suðurbæamafninu skúli skjóta þama upp allt í einu í kirkjubókunum, getur stafað af því að séra Brynjólfur Sivert- sen hafi ekki viljað láta það gleymast, úr því að bærinn var þá ekki lengur eign verksmiðjanna. Þessi bær stóð þarna fram um miðja 19. öld og hafði þá staðið á þessum stað um nær 400 gr og lengstum heitið Vík- urbær. Þegar höfuðbólið hafði verið rif ið, en þessi bær stóð eftir, og stóð enn um nær 100 ár, þá var ekki undarlegt að upp kæmi sú skoðun, að þetta væri hinn upphaflegi Víkurbær. En þessi bær var ekki hinn upphaflegi landnámsbær og hann átti ekkert skyh við Ingólf Arnarson. HAGALAGÐAR Only honest faces. Hinigað kom fyrir einum 20 árum burgeis úr Bandafylkjum. Hann var eitthvað lifrarsjúkur, fúll og fámáll, Þorlákur kaupmaður Johnsen var að hafa ofan af fyrir honum og fór með hann upp á þing. Lengi var Ameríkukarlinn að virða fyrir sér þingmennina, stundi síðan þungan og mælti: „Only honest faces“ (Það skín út úr þeim öllum ráðvendnin.) Eitthvað annað en að sjá okkar scoundrels (erkifanta) á löggjafar- bekkjunum vestra". N. Kbl.) 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.