Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 8
Lawrence Gulfon Kjarnorkusprengjur grafa nýjan skurð P m. anamaskurðurinn var eitt verk- fræðiundur heims, þegar hann var opn- aður fyrir fimmtíu árum, og hann er enn undur — en dagar hans virðast nú brátt vera taldir. Áhugi hefur verið á því að grafa nýjan skurð, og ekki dregur fjand- samleg andstaða gegn Bandaríkjunum í aðliggjandi löndum úr þeim áhuga, og nú hefur hann enn magnazt fyrir áætl- anir um möguleika á að nota kjarnork- una til að framkvæma verkið — sprengja miklu betri skurð gegnum eiðið, og það með furðulega litlum tilkostnaði. Sam- kvæmt nýjum áætlunum ætti að vera hægt að framkvæma verkið á tíu árum. Frumvarp um leyfi til að rannsaka möguleika á slíkri framkvæmd hefur verið samþykkt í þinginu, og Johnson forseti hefur beðið um 5 milljón dala fjárveitingu til rannsóknanna, svo að þær ættu að geta hafizt á staðnum á næsta ári, í Mið-Ameríku, á þurrkatím- anum. Meira að segja er þegar farið að kortleggja einn hugsanlegan stað fyrir skurðinn, í Kólumbíu. Það verk var haf- ið í vor sem leið af sérfræðingum frá Bandaríkjunum og Kólumbíu, og þegar Johnson forseti tilkynnti það, sagði hann: „Við vonum að geta gert tilsvar- andi samkomulag við fleiri lönd“. essi hugmynd um nýjan skurð er engin ný bóla. Síðustu 20 árin hafa kom- ið fram margar uppástungur um stærri og betri skipaleið, með tilliti til þess, hve ófullkominn gamli skurðurinn er. Þegar Panamaskurðurinn tók til starfa fyrir 50 árum, fóru um hann 5 skip að meðaltali á dag. En síðan hefur umferðin stöðugt aukizt, og á síðustu tíu árum hefur hún tvöfaldazt — úr 36 í 72 milljónir smá- lesta á ári. Enda þótt gamlir skurðir hafi oft verið breikkaðir, þá er þarna um að ræða þrjár lokur með mjög flóknum útbúnaði til að lyfta skipum og lækka þau, sökum hins mikla hæðarmunar hafanna, og þær geta enn ekki tekið meira en 50 til 60 skip á dag; stundum verða skipin að bíða 15 klukkustundir eða meira eftir að geta komizt í gegn. Eins og er eiga Bandaríkin 24 herskip og 50 kaupskip, sem stærðarinnar vegna geta alls ekki komizt gegnum skurðinn, og 556 í viðbót geta það ekki nema létta á sér (sum verða að losa sig við 30% af farminum, til þess að kjölúrinn standi ekki í botn). Nýi skurðurinn verður sprengdur gegnum eiðið í sjávarmálshæð, og með- mælendur þessa benda á marga kosti, sem þessu eru samfara, auk sama sem ótakmarkaðs rúmtaks. Þar sem þarna þarf engar lokur, verður ferðatíminn, sem nú er að meðaltali 8 klst., helmingi styttri. Svona skurður verður líka ódýr- ari í rekstri, honum mundi nægja innan við 1000 manna starfslið í staðinn fyrir næstum 15.000 eins og nú er, og trúlega væri hægt að lækka ferðatollinn, sem nú er að meðaltali 5000 dalir á skip. A uk þess yrði þessi skurður örugg- ari fyrir skemmdarstarfsemi á ófriðar- tímum. Ef til styrjaldar kæmi, gætu skemmdir á núverandi skurði, af völd- um kjarnorku-eldflauga, gert hann ó- færan í 4-7 ár, en markskot á sjávar- hæðar-skurð mundi ekki gera hann ó- færan í meira en eina eða tvær vikur. Hingað til hafa tiliögur um nýjan skurð ekki komizt lengra en á pappírinn, sökum kostnaðarins. Gamli skurðurinn kostaði 380.000.000 dali, en lágmarks- áætlun fyrir hinn nýja — væru eldri graftaraðferðir notaðar — mundi verða 2.286.000.000 dalir. En með kjarnorku- sprengingum hefur verið áætlað, að sjávarhæðarskurður þyrfti ekki að kosta meira en 770 milljónir dala. Sú tala var reiknuð út fyrir fjórum árum, út frá þá- verandi kjarnorkutækni, en nýrri út- reikningar meta kostnaðinn innan við 600 milljónir. Grundvallarhugmyndir að uppgrefti með kjarnorkusprengingum er mjög svo einföld. Með gamla laginu við gröft gegnum fast berg, er jörðin fyrst sprengd upp með sprengiefnum, ruðningurinn Erfiða aðferðin. Panamaskurðurinn kostaði 380 milljón dali fyrir hálfri öld og það mundi kosta að minnsta kosti 2.286.900.000 í dag að grafa annan eins í dag með venjulegum aðferðum. Til sainan burðar má nefna, að kjarnorkusprengj- Til þess að grafa sjávarhæðarskurð gegn um Mið-Ameríku, leggur ameríska kjarnorkunefndin til að leggja kjarnorkusprengjum, mismunandi sterkum í röð frá Atlantshiafi til Kyrraliafs, og nota til þeas venjulega olíuturna, eins og hér eru sýndir. Holur fyrir sprengjurnar yrðu boraðar með 800 feta mitfibili, frá 650 feta dýpt í sjávarhæð, niður í 26 00 feba eða meira í fjalllendi. Farið væri þvínæst færður burt, hver rúmmeterinn eftir annan, með vélknúnum tækjum. En með kjarnorkusprengingum er öllu verk- inu lokið, í einum hvelli, bókstaflega talað. Þegar kjarnorkuútbúnaður er sprengd- ur neðanjarðar, springur ekki einungis mold og grjót, heldur er því þeytt burt uga leið. Geysimikill gígur myndast. Of- urlítið af ruðningnum dettur niður í hol- una aftur, en mest af hbnuim kastast upp á barminn á gignum. Þá má rétta — nothæfa stærð á gígnum með því að nota hæfilega stóra sprengju, í hæfilegri dýpt. Þetta hefur verið sýnt fram á með endurteknum tilraunum. Árið 1951, þeg- ar frumstæð kjarnorkusprengja með 1.2 kílótonna (sama sem 1000 tonn af TNT) krafti, var sprengd neðanjarðar gerði hún kringlóttan gíg, 53 fet á dýpt og 258 fet í þvermál. Síðan var önnur spr^ngd með sama krafti, en dýpra sett, og hún gerði viðari og dýpri gíg. Eftir því, sem upplýsingar hafa fengizt við frekari til- raunir — einkum þó síðan 1957, þegar Flowshare-áætlun kjarnorkunefndarinn- ar komst í gang — hafa vísindamenn getað sagt fyrir með talsverðri ná- kvæmni og vaxandi, stærð gigs eftir til- tekna stærð sprengju, sem komið er fyrir á tilteknu dýpi, í tilteknum jarðveg'i. “ ið hina miklu sprengingu, Sedan, í Nevada 1962, var notuð 100 kílótonna sprengja, sem sprengd var á 635 feta aýpi. Spáð var, að gígurinn yrði 1200 fet að þvermáli og 170 á dýpt. Raunveru- legi gígurinn varð dýpstur 320 fet og meðalþvermál 1200 fet og sprengingin ruddi burt um 7.5 milljón rúmmetrum af mold og grjóti. Og tilraunir hafa leitt í ljós annað fyrirbæri: Ef kjarnorkusprengjur eru settar í „keðju“, þ.e. í röð með vissu millibili, og allar sprengjurnar á tiltekn- um kafla eru sprengdar samtímis, þá lendir sama sem ekkert af ruðningnum við enda holunnar, heldur lendir hanu allur út til hliðanna, og úr þessu verður sléttur, áframhaldandi skurður, fremuc en röð af aðskildum gígum. Þannig eir nauðsynlegt, ef sprengja skal skipaskurð í sjávarhæð, að sprengja samanhangandi kafla í einu, hvern á fætur. öðrum, og þeyta burt nægilega miklu af ruðningn- um til þess að skurðurinn verði skip- gengur, án frekari uppgraftar. Verkfræðingar hafa reiknað út í smá- atriðum þannig lagaðan kjarnorku- sprengdan skipaskurð, 1000 feta breiðan og 250 feta djúpan. Slíkt mannvirki, hvar sem það yrði gert á eiðinu, yrði slærsta verkfræðiafrek, ( sem nokkurn- tíma hefur verið framið. Einn staður fyrir væntanlegan skurð er Sasardi-Morti-leiðin í Panama, um tíu mílum austar en núverandi skurður, Þessi fyrirhugaða leið, um 60 mílna lóng, myndi liggja yfir Darien-eiðið, milli Caledonian Bay Atlantshafsmegin og San Miguel Bay Kyrrahafsmegin. Áætlunin um þennan skurð var gerð áð- ur en kom til núverandi misklíðar Bandaríkjamanna og Panamabúa, en hana mætti nota, að breyttu, annarsstað- ar, ef pólitískar ástæður gerðu það nauð- synlegt að finna leið utan Panama. ur gætu framkvæmt verkið fyrir 600 mi’ljónir. Myndirnar sýna mennina. og vélarnar brjótast gegn um Calebra árið 1913. R LESBOK MORGUNBLAÐSIJNS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.