Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 3
Mr að er nött og nóttin er myrkur. Óttalegt myrkur og í myrkrinu er regn og stormur. Mikill stormur og hann öskrar við húsið mitt. Hann æðir um húsið mitt og hann ber með sér þungt og kalt regn sem dynur á glugganum mínum. Það er nótt og myrkur og stormur o.g regn. Ég sé regnið koma að utan. Ég sé það koma í dropum. Ég sé það koma á glugigann minn og hríslast niður glerið. Ég heyri storminn ýlfra. Ég strýk móð- una af glerinu og horfi út — út í nóttina myrkrið storminn og regnið. — Þér gætuð víst ekki gert mér greiða herra minn? Röddin er full áreynslu hvernig hún stynur utan úr sortanum og ég greini kú sem stendur nærri. Hún stendur hnipruð með rassinn upp í verðrið bg hún sýnist skjálfa. ■— Voruð þér að tala við mig frú belja? Ég segi frú belja vegna þess að ég má ekki segja frú kú. Það gera úin tvö ÓVEÐURSNOTT (eðo naðnrinn nndii knnni) Eftir Jón Yngva í enda orðanna og regla um fallbeyg- ingu. — Kýrin talar ekki herra minn. Það er ég sem talaði o.g tala núna. Ég hérna undir beljunni. — Regnhryna gengur hjá og ég sé manninn. Hann hangir undir kúnni með þvi að krækja fótum um herðakamb hennar og höndum um lendar. Hann virðist höfuðlaus svo ég bey,gi mig niður og aðgæti hvort þannig sé sem er ekki. Hann hefur höfuð. Það hvílir þétt upp að júgri kýrinnar og það er nærri húlið spenum. — Fundinn, segi ég og maðurinn snýr andlitinu að mér. — Sælir. Ég heiti Jón. Þér vilduð víst ekki vera svo vænn að binda hend- ur mínar og fætur við samskeyti þeirra hérna ofan á hrygg kýrinnar. Það er svo fjári þreytandi að hanga svona. — Ég er satt að segja dálítið undrandi. Ég .... — Enginn tími til þess. f öllum belj- anna bænum bindið mig áður en ég fell oní forina. — Ég fer í vasa minn eftir snæri og geri sem maðurinn biður. — Þökk fyrir herra minn þökk fyrir. Jesúsfólk er vandfundið nú á dögum. En nú bið ég yður að afsaka mig augna- blik. — Hann færir höfuð sitt niður og læsir tönnum og vörum utan um einn spenann og sýgur. * essi undarlega nótt og myrkrið og stormurinn og regnið. Þessi undar- Framhald á bls. 14 Þau lifðu eins og þú við að lesa sér vegi um daga þess arar borgar. öðru hverju tóku þau við kass- anum og veltu honum frá dyrum að borði. Ef til vill stóðu þau einhverja stund við dyrnar og væntu þess að vinir birtust þeim innan skamms? Eða lifir þú þá stund er þeir birt- ust þé á hæðinni og lyftu hönd um? Ef svo er, hvert bar þig síðan, víðsfjarri þeirri dyggð að leitast við að muna tölur og nöfn, sem um ár gerðu þér auðið að halda stöðu þinni við að taka á móti kassanum? Hafirðu gengið mót þeim ein- hverja einmuna stund og ekki kannast við þá láng- vönu hugsun að klukkan níu hvem morgun skyldu snúðar bornir að borð- inu — hvað er þá þessi stund í lífi þínu? En einn og annan dag stóðstu við dymar án þess að láta að ósk þinni, svipta þig klæðum og skríða á grasinu. Ef til vill dirfðist þú ekki að trúa að reikandi hugur þinn væri fagur þá stund? Blóðið steig þér til höfuðs, þú beittir þig ströngu að hverfa þaðan að borðinu þar sem kasisinn var, hélst þig í skugganum bak við rykgeislann skelfdur við hvarflandi huga þinn og hugsaðir um skylduna að standast! Nú em þau óháð klæðum, óháð brækju sem lekur af gafflinum á klæðið sem vakað var við að skapa fegurð. Þau hafa barist til hinstu stundar og munu aldrei framar velta kassanum. Þó er því líkast sem enn hafi þau ekki sagt allt sem þau vildu sagt hafa um hvarflandi hugi sína, þótt limir þeirra bifist ekki ein- um dauðakipp. Og hvað ertu nú, eftir þessa nótt, þegar dagur rís af rótinni og breiðir út guðsgræn blöð sín? hvað á við steininn drifinn dögg, hvað á við aðfallið? Þér vom kostir gerðir á þessari grænu jörð, tilboð sem þér gafst ef til vill að hugsa lengur um og taka á sæmri hátt en þú gerð- ir. Nú sveima þau á eftir þér, þú STEINAR SIGURJÓNSSON MÁLAD MED GRÁU Ef til vill eru varir þeirra opn- ar enn einu orði sem aldrei í lífinu var talað? Blessuð heit orð frá í gær hafa týnst, og nú er þoka yfir flóanum. Grasið lyktar af víni og þreytu þeirra sem vöktu og viðhöfðu orð. Þú heyrir niðinn! Höf líða að úr firð! Þau stefna á þig, þótt enn sértu ekki nema á miðjum aldri! Augu þín hvarfla um ókyrrt svið- ið í leit að styrk, viða að myndum frá horfnum dögum. En þau skilja þær ekki og þú finnur ekki frið. Samt hefurðu gmn um þetta> að með þér sé fylgst! að höf stefni á þig, þótt enn sértu ekki nema á miðjum aldri! veist það, og verða aldrei afturkvæm! Hold þitt, aldrei mun það fram- ar verða hreint. Þú munt aldrei eignast þá bolta og þær skeljar sem þú áttir. Þú getur aðeins hugsað um þau bros sem fyrir bar og þá ást sem á þeim brann og liðu hjá, aðeins, að þú hefur ekki skilið þær glampandi stundir sem að þér bar og fóru á glæ! Eða hefurðu hugsað að þú skyld- ir, áður en það verður um seinan, rifja upp svipi og orð sem komu inn í líf þitt? Ertu kannski að draga að þér orð sem kvað við einhverja stund og glumdi hranalega á sviðinu? eitraður hugur þinn hafi slegið einhverjum niður og upprætt á stað sem þú manst enn vegna skúta sem þú flæmdir hann tii; eða nokkru eftir að eitthvert eitrað orð fór þér af túngu hafi sá hataði samfylgdarmaður dregist til þess fylgsnis þar sem enginn fékk staðist til lengdar og að eilífu horfið þér sjómnn? Eða hvert fórstu einhvern ein- muna dag er þú sórst að þú skyldir aldrei bregðast? en veikst undan þunga þess skáldskapar sem hafið blés þér í fang? Hvert? Eða hefur einhver sprottið á fætur og boðað að halli heim? yndisþokkans sé von í kvalið holdið? Nú, er þú lítur enn einn dag að þér koma, eina ævi þeirra þúsund æva sem þér gefast og þú tapar: Hvað ertu gegnt flóanum í morgunsárinu? Þú megnar ekkert meir: þú bíð- ur. Bylgjur falla að úr firð> án þess að segja nokkuð um hvaðan þær ber, og þú ríst á fætur. Ángi hefst ívið, ber fálmandi við lygnan flóann. Þú smjattar til að finna sjálfan þig að félaga í grámunni! 34. tbL 1964 EESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.