Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Síða 1
ícenningar óhaggaðar. Eina af frumregl- um Aristótelesar vil ég vitna í. Hún hljóðar svo í þýðingu Jóhanns Hannes- sonar prófessors: „Ekkert er það í vitsmununum sem hefur ekki áður verið í skynjuninni.“ Þessi regla stendur enn föstum fótum í raunvísindum, og er þá vitaskuld átt við, að skynjunin hafi orðið beint og óbeint mreð tækjum og sætt itrustu gagn- rýni. mt egar rætt er um vísindi nútím- ans, verður ekki komizt hjá áð tvískipta vísindahugtakinu eftir því hvort byggt er á sannanlegum tilgátum eða ekki. Um þá grein visinda, sem hlotið hefur nafnið raunvisindi, eru á einum stað UM TRU OG VISINDI Eftir Asgeir Þorsteinsson, verkfræðing ARISTÓTELES Trúmál og vísindi hafa verið ofarlega á baugi hér í blöðum, meira og minna síðan um- ræður um trú og vísindi fóru fram í Stúdentafélaginu. Síðan barst deil an inn á það svið, hvort spíritisma- rannsóknir ættu heima í trúarbrögð- um. Ritdeilan um þessi máþ sem fór aðallega fram milli tveggja guðfræð inga, þótt sálfræðingur legði einnig orð í belg, kom mér til þess að hripa niður það, sem hér fer á eftir. Það er þó ekki ætlun mín að taka upp þráðinn úr þeirri deilu. Það kom strax fram í Stúdentafé- laginu að meginsjónarmiðin snerust um trúmál og efnishyggju. En það vildi svo óheppilega til, að sá lærði maður, sem mætti af hálfu vísinda- mannanna, var gróinn efnishyggju- maður, en ekki trúhneigður, sem hefði sennilega sett annan blæ á við ureignina. En hvers vegna hefði trú- hneigður eða bara trúvirðandi vís- indamaður átt meiri rétt á sér? Það vil ég reyna að sýna fram á hér síð ar. Vil ég þá byrja með því að skil- greina trúmál, ekki einungis sem má'l- efni guðstrúar, heldur einnig dulspeki, guðspeki og heimspeki, því þetta eru reyndar málefni sama eðlis. Sá greinarmunur, sem nú er gerður milli trúar, sem hins ímyndaða, og vís- inda, hins skynjaða og sannanlega, þekkt ist ekki á tímum hinnar fornu, grísku epeki. Viturmennið Aristóteles, sem var uppi fyrir um 2300 árum, er sú varöa í sögunni sem oftast er numið staðar við, þegar leita skal samanburðar milli forn- aldar og nútíma, því þótt lengra megi eflaust rekja aftur í tímann, til fleiri Jjósbera í heimi mannvits, er slíkt á- stæðulaust í samibandi við það sem ég hef fram að færa. Jóhann prófessor Hannesson getur þessa gríska vitmanns í grein í Lesbók Morgunblaðsins 7. júlí 1963, sem fyrir- myndar að hugleiðingum Tómasar Ak- vínasar 1600 árum síðar, en Akvínas átti drýgstan þátt í áð opna heimspeki Ari- etótelesar leið inn í kaiþólsku kirkjuna. Mig langar einnig að staldra við þennan merka, gríska speking. Aristóteles var siíkur aihyggjumaður, að fáir munu þekkjast hans líkar. Hann fræddi um náttúruleg íyrirbæri, athuganir og skynj anir i náttúrunni, og dró ályktanir, sem að sumu ieyti gætu heyrt undir raun- vísindi nútímans. Ennfremur um yfir- skilvitleg efni, en það eru þeir flokkar má)a sem ég nefndi hér sem trúmál einu nafni. Þá fjallaði Aristóteles einnig um stjórnarfarsmál og jafnvel listir. All- staðar Ijómaði af skírleik hugsunar hans og hasfni fil Þess að draga upp Ijósar og greindarlegar kenningar. Hann var jafnvígur á þau mál, sem lúta að þekk- ingu, og hin, er kröfðust andagiftar, og enn standa margar ályktanir hans og gefnar eftirfarandi reglur í tveimur ao- alliðum I og II. (M. Pyke: Boundaries of Sciénce, 1901): I. A. Söfnun á staðreyndum og skynj- unum, helzt í mælanlegu formi. B. Framsetning á tilgátu til alð skýra samhengi staðreyndanna hverrar til annarrar. C. Söfnun frekari hæfilegra skynj- ana eða athugana og framkvæmd tilrauna, í því skyni að fuBreyna éða samia réttmæti tilgátunnar. II. Sú er énnfremur forsenda, a8 aliheimur sé jafnvaegisbundinn og skiþulegur vettvangur, og sér- hverri skynjun eða athugun, án tillits til hve óvænt hún er, megi skipa í búning skynsamlegrar til gátu, sem hægt er að sanna, ef ekki samstundis, þá eftir að lok- ið er söfnun nauðsynlegra gagna. Gagnrýni á skynjunum sbr. I. A. er feikna þýðingarmikið atriði í upphafi. Um það má taka dæmi úr daglegu lífi, þegar um sjónarvotta að atburði er að ræ'ða. en af eldri dæmum eru merkust þau reginskil, sem urðu á viðhorfinu til jarðar og sólar, eftir að fallizt var á að jörðin væri hnöttur og snerist um ás sinn. Danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe, sem var uppi í byrjun 16. aldar, og aðstoðarmaður hans, Þjóðverj- inn Jóhannes Kepler, sáu báðir og at- huguðu samtímis fyrirbæri'ð sólarupp- rás sem við öll þekkjum. Brahe skynjaði fyrirbærið sem ferð sólar umhverfis jörðu. en Kepler sem ferðalag jarðar- yfirborðs á snúningi jarðar um möndul sinn. Þetta er eitt hinna mörgu dæma úr aögunni um mismunandi viðhorf til skynjana mannsins. í fyrsta lagi sýnir þetta dæmi að sjónskynjun í sjálfu sér er ekki sönnun um ákveðna sta'ðreynd eða sannindi. Augun eru aðeins tæki, eins og Ijósmyndavélin, og þau sjá ekki neitt, heldur er það skynsemin sem sér og kveður upp dóminn. í öðru lagi er hér komið að veigamiklu atriði í vis- mdum, í öllu falli rauhvísindum, að þau eru framþróunareðlis. Margvíslegar at- huganir höfðu farið fram öldum saman á ferðum himintungla og tilgátur um þær komið fram, og var það sá arfur, sem féll báðum hinum nefndu vís- indamönnum í skauit. En vísindin leita stöðugt að nýj- um og einfaldri skýringum á fyrirbær- um náttúrunnar, og þegar sýna mátti á stærðfræðilegan hátt, að með stöðu sól- ar sem miðdepils í stað jarðar var öll myndin af gangi himintungla ger'ð miklu einfaldari, fé'Il hin gamla skoðun að lokum niður og átti aldrei afturkvæmt. Þetta er dæmi um framþróunareðli raunvísindanna, sem kemur í ljós á öll- um sviðum. Það er þróunareðlið sem greinir raunvísindin frá allri annarri þekkingu. Þróun raunvísindanna er ein- stefnubundin. Ætíð fram á leið frá hinu gamla, sem verður sumpart ógilt og fedur dautt, eða tekur á sig nýja mynd og ætíð stærri mynd. Þa'ð er þetta eðii raunvísindanna, sem gerir kleift að aðgreina þau miklu nákvæmar frá ann- arri skynsemihugsun en áður gerðist. Á tímum Aristótelesar var slík aðgrein- ing naumast til. í hmni fornu heimspeki ægði öllu saman, raunvísindum, náttúruskoðun- um, sem ekki voru raunvísindi, hvers kyns hugvísindum, trúfræðum, stjörnu- fiæðum, stjórnfræðum, siðfræðum og lislum. Stær'ðfræðin skar sig út úr vegna þess að grundvöllur hennar var gefinn eða valinn af mannvitinu sjálfu, skyn- sem.mni, en ekki sóttur í náttúrufyrir- bærin umhverfis manninn eða í honum. Stærðfræðin ein, út af fyrir sig, er hrein hugvísindi, en sem skýring og í sambandi við raunvísindin er stærðfræð in öflugasta hjálparhella þeirra. C kJ keikulleiki mannlegrar dóm- greindar hefur það í för með sér, að raunvísindum , ma aldrei treysta alger- iega. Það verður ætfð að slá þann var- nagla gagnvart hverri þeirri opinberun eða sannindum, sem raunvísindin boða, að þau geti breytzt síðar. Máski ekki orð- ið ógild, en tekið stakkaskiptum eða viðbótum. Mönmum er það tamt að telja vís- indin sönn. Raunvísindin eru einnig sönn að því ieyti, að þau framkalla sann Framhíkd á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.