Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Qupperneq 2
*
i
t
Amorgun, 30. nóvember,
veröur einn frægasti og
fjölhæfasti maður þessarar aldar
níræður. Þessi maður er Sir Winst
on Churchill, fyrrverandi hermað-
ur, blaðamaður, þingmaður, ráð-
herra, sagnfræðingur og margt
fleira, sennilega eini stjórn-
málamaðurinn sem hlotið
hefur bókmenntaverðlaun
Nóbels (1953). Hann er líka
eini stjórnmálamaður aldarinnar
sem gegndi mikilvægum ráðherra-
embættum í báðum heimsstyrjöld-
um, var flotamálaráðherra Breta i
fyrri heimsstyrjöld, forsætisrað-
herra í þeirri seinnL
Það er fremur fátítt að ná níræð-
isaldri, jafnvel á öld þegar langiifi
manna hefur aukizt til mikilla
muna. En það er í fullkomnu sam-
ræmi við allt annað í Hfi Churchills.
Hann er nefnilega einn af þeim
mönnum sem þroskast seint, en ná
miklu lengra — í öllum skilmngi
— en obbinn af mannkindinni. Chur
chill þurfti að vísu ekki að biða
fram til níræðisaldurs til að verða
frægur, en hann mundi hins vegar
vera mun minna frægur en hann
er, ef svo hefði farið að hann hefði
ekki náð 66 ára aldri.
Har.r vann sér sinn einstæða sess í
mannkynssögunni með því sem hann af-
rekaði á aldrinum 65 til 70 ára. Þetta er
það skei'ð lífsins, þegar flestir hafa setzt
í heigan stein og orna sér við minning-
arnar. En Churchill fékk hið mikla tæki
færi lífs síns 65 ára gamall! Hve margir
mundu hafa orðið við kallinu á þeim
aldri? Churchill lét engan bilbug á sér
finna og var jafnskæður á sjöunda tugi
ævi sinnar eins og flestir aðrir eru á
þeim fimmta! Hann var raunverulega í
bióma lífsins. Blómaskeið flestra manna
er á aidrinum 40 til 50 ára, ef það rennur
þá nokkurn tíma upp, en það var gæfa
Bret!ands og kannski heimsins alls, að
biómaskeið Churchills rann upp 20 ár-
um síðar en venja er til.
C
•Jumir þeir, sem frægir eru í dag,
voru að heita má óþekktir meðan þeirra
naut við. Mendel, munkurinn sem fann
lögmál erfðafræðinnar, varð skyndilega
frægur heilli kynslóð eftir andlát sitt.
Churchili þurfti ekki að bíða svo lengi.
Hann varð skyndilega heimsfrægur á
nokkrum dögum eftir að hann tók við
stjórnartaumunum í Bretlandi á örlaga-
rikustu tímamótum þess sumarið 1940.
Enginn einn ma’ður átti jafnríkan þátt í
að stöðva hina djöfullegu ógnun hálf-
brjáiaðra þýzkra heimsvaldasinna og
Winston Churchill. Hefði farið fyrir
Bretum eins og Frökkum sumarið 194CÍ,
kynni öll Evrópa nú að vera undir járn-
hæli nazismans. Brezki sagnfræðingur-
inn Arnold J. Toynbee telur, aó sumarið
Sir Winston Churchill
1940 hafi heimsyfirráð verið í seilingar-
færi Þjóðverja, og a'ð við megum þakka
Churchill frelsun heimsins — að vísu
með þeim fyrirvara, að bæði Þjóðverjar
og Japanar hafi gert svo frámunalega
fjarslæðar skyssur, að þeir hafi reynzt
beztu bandamenn Churohills! En áður
en þær skyssur voru gerðar (árásirnar á
Sovétríkin og Pearl Harbor), hafi Bretar
staðið uppi einir ásamt leifunum af herj-
um bandamanna sinna, og á þeim örlaga-
ríku timamótum hafa Churchill raunveru
lega raðfð úrslitum um gang stríðsins.
Hefði Churchill ekki verið á lífi þá, eða
hefði hann ekki verið í ful'lu fjöri hálf-
siötugur, telur Toynbee að Bretar hefðu
téeplega haft þrek til að veita viðnám.
Þeir þurftu innblásinn og djarfan leið-
toga, sem þeir gátu trúað á, og sem trúði
á þá, og i Bretlandi var enginn slikur
annar en Winston Churohill.
T
J-oynbee veltir spurningunnr um
samband Churchills og brezku þjó'ðar-
innar fyrir sér og kveðst efast um, að
Bretar hefðu getað unnið án Churchills,
en svo spyr hann, hvort Churchili gæti
hafa unnið án Breta. Til að svara þeirri
spurnin-gu stillir hann vandamálinu
þannig upp: Setjum svo að af einhverj-
um tíuttlungum örlaganna hefði Chur-
chili fæðzt Frakki en ekki Breti, en
samt verið sami þróttmikli og eldlegi
ofurhuginn. Hefði hann getað stappað
sláiinu í Frakka sumarið 1940 og fengið
þá til að halda áfram baráttunni? Með
tilliti til hinnar algeru uppgjafar, sem
greip um sig meðal frönsku þjóðarinn-
ar á þessu skeiði, telur Toynbee ósenni-
legt að jafnvel sjálfum Churchill hefði
tekizt að vekja þá til andstöðu og bar-
áttu. Hann bendir á a'ð de Gaulle hafi að
verulegu leyti mistekizt það, og þó sé
hann bæði mikilmenni og innblásinn leið
togi.
Þannig má virðast, að sigurvegarinn
hafi ekki verið Churchill einn, heldur
Churchill og brezka þjóðin í náinni sam-
vinnu, segir Toynbee, en þar á móti
kemur það, að enginn nema Ohurchill
vakti baráttuhuginn með Bretum og rak
á flótta uppgjöfina sem var að grípa um
sig, þannig að hann hlýtur í öllum til-
fellum að eiga bróðurpartinn af heiðr-
inum, ef menn vilja endilega skipta hon-
uin milli leiðtogans og þjóðarinnar.
F
r nokkurn tima hægt að gera sér
fulla grein fyrir, í hverju mikilmennska
er fólgin? spyr Toynbee. Hann segir svo
ekki vera. Við getum rætt um guðlega
ráðstöfun, heppilega blöndun erfða, en
sjálf mikilmennskan verði ævinlega ráð
gáta. Þó megi benda á tvo þætti í eðli
Churchills oig ferli sem séu eftirtektar-
verðir. Þegar hefur verið vikið að því,
að hann sé einn þeirra sem þroskast
hægt. Það er persónulegt sérkenni. Hitt
emkennið eru þær þjóðfélagslegu hefð-
ir sem hann er alinn upp við. Hann er
með öðrum orðum af höfðingjaættum og
tekur hægum þroska.
A.m.k. tvisvar á lönigum og óvenjuleg-
um æviferli Churchills hefur hinn hægi
þroski hans verið jafnvel glög’gum at-
hugendum hrein ráðgáta. Af eigin sögn
var hann talinn gáfnasljór námsmaður,
og þvi var hann sendur í herinn þegar
hann hafði aldur til, en ekki í lögfræði-
nám. Hann gerðist riddaraliðsmaður,
En leiðindi hermennskunnar knúðu Chur
chill til að snúa sér að andlegum efn-
um. Sem undirforingi í riddaraliðinu
tók hann til við að mennta sjálfan sig,
meðan hann dvaldist í Bangalore í Ind-
landi, og var hann þá kominn á þann
aldur, þegar flestir hafa lokið skóla-
göngu. Hann féikk nú óvæntan og brenn-
andi áhuga á sagnfræði, og á þessu skeiði
Fnajmhald á bls. 4,
Utgelanai: n.l. ArvaKur, HeyKjavfK.
Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viaur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristlnsson.
Ritstjórn: Aðalstræti G. Simi 22480.
2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
3G. tbl. 1964.