Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Page 4
Eftir að Rardanelle-ævintýrið misheppr.aðist, lét Churchill af ráðherraembætti og- gekk í herinn. Ilann var majór í ekot gröfunum í Frakklandi í sex mánuði. Hér er hann í beimsókn hjá franska her shöfðingjanum Fayole. Á árunum mill 1920-1930 gegndi Churchill ýmsum ráðherraembættum, en fáir hlustuðu á rödd hrópandans, sem varaði við upprennandi styrjöld. Ilér er hann árið 1924 ásamt Mary dóttur sinni. Churchill heldur uppi hendinni m.'íð sínu fræga V-merki daginn sem stríðinu lauk, en 50.000 Lundúnabúar fagna honum. f Potsdam 1945, frá vinstri: Winston Churchill, Harry S. Truman og Jósef Stal in. SVIPMYND Framhald af bls. 2. átti hann móður sinni mikið að þakka. Hún skildi hvað var að brjótast um í honum, hafði hugboð um hvað hann vanhagaði um, og sendi honum bækurnar sem komu honum bezt. Churchill hefur reynzt frábær sagnfræ'ðingur. Yfirburð ir hans á því sviði hafa bara fallið í skugga þeirra afreka sem hann hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna. C hurchill sagði brátt skilið við her- inn. En hann var hugfanginn af hernaði og gerði sér ljóst að starf fréttaritara væri heppileg leið til að komast í nán- ari snertingu við stríði'ð. Hann hélt því til Suður-Afríku sem stríðsfréttaritari fyrir „Morning Post“ árið 1899. En hanr. var svo sólginn í bardaga, að hann var tekinn höndum í borgaralegum klæðnaði og fangelsaður af Búum. Búinn sem handtók hann leiddi hann fyrir liðs- foringja til að spyrja, hvort skjóta ætti þennan bardagaglaða borgara frá Bret- landi, en foringinn sagði „Nei“. Hefði hann gefið jákvætt svar, eins og hann hafði fullan rétt til samkvæmt herlög- um, og hefði Ohurchill fallið frá fyrir lok síðustu aldar, þá hefði saga þessarar aldar orðið öll önnur en hún varð. Bú- inn, sem handtók Ghurchill undir þess- um sögulegu kringumstæðum, var Louis Botha, sem síðar varð fyrsti forsætisrá'ð- herra Suður-Afríku, en liðsforinginn, sem sieppti honum við líflát, var Jan Christiaan Smuts, sem síðar varð for- sætisráðherra Suður-Afríku og heims- kunnur stjórnskörungur. Vissulega ein- kennilegur fundur þriggja manna, sem allir áttu eftir að gegna mikilvægum sögulegum hlutverkum. Eftir skjótan . frama í blaðamennsku snari Churchill sér að stjórnmálum ár- ið 1900 og komst á skömmum tíma til mikilla meta á þeim vettvangi. Menn urðu nú að skipta um skoðun á „svarta sauðinum", sem öllum að óvörum var orðinn glæsilegur ungur maður á hraðri leið til mikils frama. Á árunum 1905— 1903 var hann aðstoðarnýlendumálaráð- herra, og 1908—1910 verzlunarmálaráð herra. Innanríkisráðherra var hann 1910 —1911 og lét þá til sín ta.ka af mikilli röggsemi í verkfalli járnbrautarverka- manna. f október 1911 varð hann flota- rnáiaráðherra og hóf strax a'ð auka og endurbæta flotann vegna vaxandi ógn- Framhald á bls. 13. Þegar Winston Churshill lét af þingistörí um, færðu þeir Harold Wi'son (t.v.) og Sir Alec Douglas-Home lyonum hciðursskjal frá neðri málstofunni. 4 LESBOK MOItGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.