Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Side 5
armarinn eða mólið Eftir séra Helga Tryggvason, Miklabæ Listgreinir hinna ýmsu þjóða leita að sínum farvegum, að sjálfsögðu samkvæmt upplagi manna, en þó hygg ég, að ytri aðstæður ráði að talsverðu leyti. Starandi á marmara-listaverk suð- rænna þjóða, hvort sem eru súlnabrot reeð margslungnu mjúklínuskrauti á hinu fræga þingtorgi Rómar, eða hinn fíngerði og fágaði steinn birtir mennskustu myndir, í fornum kirkjum eða annars staðar, sem ekki geta jafn- azt við neitt annað en lifandi menn og konur, fólk gætt tígulegum líkama og göfugum anda, — þá hef ég sagt við sjálfan mig: Auðvitað hlutu ítalir og Grikkir að verða höggmyndameistarar, úr því að þeir áttu þennan stein, sem- kom svo ljúflega til móts við hugsjónir hagleiksandans, sem bjó með þessum þjóðum. Og næsta ályktun varð þessi: íslendingar hafa líka átt sinn fagur- mótanlega marmara, sem laðaði hagan hug til viðfangs, nefnilega móðurmálið ejálft. Hjartslátt íslenzkunnar, reglu- bundinn og hraustlegan, kenna íslend- ingar glöggt og greinilega í hinum hátt- fcundnu orðum og breytilegu endingum orðanna, sem í fjölbreytni sinni flokka sig þó og stuðlast og bjóða heim ýmiss konar bragarháttum og fléttubrugðnum bragþrautum,—svo að hendingarnar, að sjálfsögðu sameinaðar tjáningu þeirrar lifandi hugsunar, sem þær flytja hverju sinni, fullnægja sérlega vel þrá manna eftir fegurð listaformsins. Frjálsleikur íslenzkunnar um röðun orða í bundnu máli og óbundnu er óviðjafnanlegur, og stuðlar þetta atriði mjög að því að gera málið svo ljóðrænt. Minnir þetta að vísu nokkuð á latínu. Sá er þó regin- munur, að íslenzkan á greini, sem með mjúkri hrynjandi er að jafnaði siðasti áfangi orðsins. Ég þekki ekkert tungu- mál, og hef ekki heyrt slíks getið, sem er jafn-mótanlegt efni í dýra og fágaða stuðla og íslenzkan. Ber þar fleira til en hér hefur verið nefnt og gaman væri að ræða. En tilgangur með þessum lín- um er aðallega sá að birta og bjarga frá gleymsku nokkrum mótuðum mynd um, sem góður og hugkvæmur hagleiks- maður hefur gert ,og gefa um leið inn- sýn inn í kjör og hætti kynslóðar þeirr- ar, sem nú er að ganga okkur hin af sér. Einmitt í línum og andardrætti ferskeytlunnar sjáum við framan í hag- yrðinginn, heyrum rammíslenzka rödd hans og geðblæinn á bak við. Höfundur að eftirfarandi stökum er Gisli Gíslason, er bjó alllengi í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð og við þann stað kenndur. Er hann nýlega héð- an horfinn nærri hálfníræður. Gísli er Skagfirðingum mjög í fersku minni, andlitsbjartur, fagureygur og brúna- mikill, þreklega vaxinn og hraustmenni, greindur vel og glaður í lund, kímin- yrtur, geðprýðismaður og höfðingi heim að sækja, víðlesinn, minnugur og ræð- inn. Löngum hafa flest hús í landi voru verið byggð af torfi og hlutu því*að lotna og hníga og hverfa aftur til jarð- arinnar, því að af jörð voru þau kom- in. Urðu menn stundum hugsandi út af örlögum húsanna og báru saman við sín eigin. Gamla skemman. Enn er lífsins lokað hlið, lauf af stofni fokið. Hér hefur skemman skilið við, 'skyldustörfum lokið. Geymdi hún lengi föngin fríð — flestu hnignað getur,— Séra Helgi Tryggva.son. þó munu elli, storm og stríð standa fáir betur. Stóðstu lengi frjáls á fold, fögur varstu sýnum. Nú sér enginn utan mo'.d eftir af leifum þínum. Forlög þó að þyki hörð, þar við hver einn eiri: Allir verða jafnir jörð, ég og þú og fleiri. Þegar vorsins ljóma ljó? lýsir auga mínu, get ég til, að gullin rós grói á leiði þínu. Víða hefur þessi staka farið og hlotið hljómgrunn með sínum milda boðskap, sem lýsir vel hugarþeli höfundar; Illt er að halla á ólánsmann — ætti valla að gera—. Það hafa allir, eins og hann, einhvern galla að bera. Gísli var á Skúfsstöðum í 2 — 3 ár, eitthvað um lok fyrri heimsstyrjaldar. Sigu^ður bóndi var að hrósa jörðinni við Gísla og strax fékk hrós hans á sig hringhendugervi hjá Gísla í glettnislegri stöku: Efst á blaði útsýnið, Ekki skaðar mórinn! Svo er nú taðan svolítið, sementaður flórinai. Eldra fólk man, að á þeim tíma var mótak nokkurs virði, og að ekki voru allir flórar sementaðir. Hvar á jörð skýldi finnast fjöl- breytilegra landslag en á íslandi? Bæði menn og skepnur unna mjög vissum átthögum, elska öll þeirra sérkenni. Heyrum nú hljóminn í röddinni, þegar sonur sveitarinnar kveður kæran veru- stað: Oft mér í þuganum hlýnar að horfa á iðgrænan völl. Ég kveð ykkur, klappirnar mínar, og kærustu blómin mín öll. Ég kveð þegar glitræn er jörðin og glóey við hafflötinn sezt, hlíðina, fjöllin og fjörðinn, en föður og móður þó bezt. Framhald á bls. 6. WH Unqu skáldin okkar, sem búa í „einhverju forpokaðasta þjóðfóiaqi uadir sólinni“ samkvœmt þeim uw- lýsinc/um, er SAiIÍ veitti okkur í þessum dálkum um fyrri helqi þurfa „mikla oa maqnaða lífstrú til að yrkja „jákvœtt“, eins oq fram kom við sama tœkifœri. Svo fer auð vitað eins oq qenqur, að sumir trúa á lífiö, aðrir a dauðann. En innst inni lanqar vafalaust alla til þess að öðlast trúna á lifið. M.enn eru leitandi, leita að fótfestu, leita að þvt, sem þeir vilja í raun- inni lifa fyrir. Éq er ekki að seqja, að állt það, sem veitt qetur leitandi sálum lífstrú, þurfi að leynast í okk ar „forpokaöa þjóöfélaqi“. Síður en wo. Hitt er svo annað mál, að mér finnst ekki ósannqjarnt að mælast til þess, að þeir af bölsýnismönnum hins „forpokaða þjóðfélaqs“, sem nota frelsið til að yrkja helsinu lof oq dýrð, far'% sjálfir á stúfana oq athuqi, hvort hin sanna haminqja felst í því að yrkja eftir ,,pöntunar- llsta" frá Kreml. Sumir mundu e.t.v. ekki öðlast trúna á lífið fyrr en þeir kæmu á endastöðina austur í Síbertu. Við, þessir „forpokuðu", tcljum hinu ,.forpokaða þjóðfélaqi“ okkar það til qildis, að það krefst þess ekki af listamönnum sínum, að þeii yrki, móti oq skapi verk sín sam- ikvœmt „pönt- 1 unarlista" aö 1 ofan. Allmarq I ir íslendinqar \líta á þetta at jriðí sem „for- |pokaða“ rós t „forpokuðu" I hnappaqati hins „forpok- aða þjóðfé- laqs" — oq * þeir prédika um hina jarðnesku fullkomnun hinum meqin við Berlínarmúrinn. Samt vita þeir, að stykkju þeir eiiih qóðan veðurdaq yfir múrinn, yrðu þeir ekki skotnir í bakiö, œtt- inqjar þeirra yrðu ekfci sviptir mahnréttindum oq linepptir t fanq- elsi. Það er elcki sama t hvora átt- ina stokkið er. Nei, „forpokaöir“ er ra um ver. SAM minntist líka á lúð „tslenzka braslcaraþjóðfélaq“ — oq ef við höfum enn í huqa hina austrœnu prédikara, sem hafa oröið fyrir þvt óláni að fœðast inn í þetta „forpok- aða“ þjóðfélaq, þá verður að játa það, að við erum eftirbátar þeirra hinum meqin við múrinn — a.m.k. í einu tilliti: Hér er ekki braskaö með mannslífin eins oq vœru þau kœfubelqir. En þetta atriði er víst eitt af mörq um sem undanfarna áratuqi hefur veitt ýmsum fótfestu t lífinu oq trúna á að afskrœminq hms mann- leqa lífs hefði yfirburði yfir okkar ,forpokaða þjóðfélaq." Allt þetta veit SAM oq það var þvt alqer ó- þarfi fyrir hann að misskilja það sem éq saqði um þörf hinna aust- rænu prédikara á meðal vor til þess að endurnýja mat sitt á jarð- lífinu í Ijósi staðreyndanna. Ef einhver unq skáld ná elcki eyr um fólksins er það skáldunum sjálf um að kenna, ekki fólkinu. Örvœnt- inqarfullt óp um forpokun oq brask t tslenzku þjóðfélaqi breytir þar enqu. Ef hins veqar er haldið áfram að hamra á því, aö enginn vilji hlusta á unqu skáldin, þá end- ar það auðvitað með því. að fólk fer að trúa því, að enqinn hlusti í raun oq veru. Allar þœr háværu deil ur um skáldskap, Ijóðaform, unq skáld oq qömul skáld, sem oröið hafa á undanförnum árum, benda ótvírœtt til þess að almennt fylqisl fólk vel með því, sem berst frá skáldum okkar. Það er hins veqar til of mikils œtlast, að þjóðin rjúki til oq þeyti upp myndastyttum af öllum þeim. sem skrifa bælcur. Má vera, að „forpokunin“ sé m.a. fólq- in t þessu framkvœmdaleysi? Hins veqar væri full ástæða til að reisa stórar styttur af þessum „8 eða 10 kellinqum," >sem hafa bókmenntir þjóðarinnar að verulequ leyti t sín- um höndum — að söqn SAM, þótt fæstar séu þœr „sendibréfsfœrar." Það vœri því ekki nema rétt oa sannqjarnt að SAM teldi þœr upp til hœqðarauka fyrir myndhöqgvara okkar. Oq jafnframt mundum við hinir qeta áttað okkur á þvt hverjir það eru af rithöfundum okkar, sem þrátt fyrir allt eru „sendibréfsfœr- ir“. h. j. h. 36. tbl. 1964. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.