Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Qupperneq 10
Þættir Hannesar á Núpstað Hannets á I\ úpsstað við heyskap. að er nótt — útraánaðarnótt, því l>að er komið fram á þora. Hún er ekki nema svipur hjá sjón samanborið við myrka skammdegisnótt, þegar ekki sér handa skil. En samt er þessi nótt allt annað en hentug til þess ferðalags, sem hér er að hefjast. Það er nýlýsi sv(o að tunglsfoirtu gætir ekki. Það er itiyrkadrífa svo að allt rennur sáman í gráhvíta iðu og það er kominn mikill snjór, lausamjölU í mjóalegg svo að erf itt er að átta sig á ö.ium leiðum nema þá fyrir nákunnuga. þessu tortryggilega veðurútliti eru fjórir menn að leggja af stað frá Húpstað austur á fjörur Skeiðarársands. Hvað er það sem rekur þá út á þessa íendnu auðn, þessa flatneskju, þar sem engin kennileiti eru til að fara eftir, ekkerí skjól er að finna í byljum og ©fviðrum, ekkert er á að treysta, fyrir manr.a sjónum, nema orku og ratvísi hestanna og eigið hyggjuvit? En þótt svona óvænlega horfi, mun enginn fá aftrað því að þeir hefji þessa ferð. Þeir hafa tekið að sér að fara hana í ákveðn um tilgangi og þeim mun ekki koma til hugar að bregðast því. Svo er mál með vexti, að fáum dög- um áður höfða skipbrotsmenn komizt nauðulega til mannabyggða á Bruna- sandi. Þeir voru iila haldnir, enda höfðu þeir döigum saman verið á eigri um hina sendnu og skjóllausu strönd. Það voru hrein undur, að nokkur þeirra skyldí halda lífi. Skipið þeirra var ein- ihversstaðar austur á Skeiðarársandi og trindi þessara fjögra manna, sem halda frá >^. stað þessa nó-tt, er að' leita uppi þennan strandaða farkost og vita hvers þeir verða vísari. Áður en einn af fjórmenningunum hefur að segja ferðasöguna er ekki úr vegi að gera nokkra grein fyrir þeim félögum. c a, sem telst fyrir þeim, er þeirra elztur, 36 ára gamall bóndi í Kálfafells koti í Fljótshverfi, Stefán Þorvaidsson, Björnssonar lögregluþjóns í Reykjavík. Hann fluttist um þetta leyti að Kálfa- felíi og var þar kirkjubóndi þar tii Björn sonur hans tók þar við búi. Um tuttugu ára skeið, 1896-1916, var Stefán Þorveldsson aðalpóstur milli Prests- bakka á Síðu og Hóla í Hornafirði. Á þeim árum kom fyrir hann ativik, sem gietur verið okkur öllum sígiit dæmi um trúmennsku í starfi og æðruleysi á liættunnar stund. Sr. B.O.B. birtir frá- siign Stefáns af þessu atviki í bók sinni: Vestur-Skaftaifellssýslu og íbúar hennar. Það er hollt fyrir okkur öll að rifja upp þá sögu: að var á þorra 1898, að ég lagði á Skeiðarársand í póstferð frá Kirkju- bæjarklaustri á Síðu til Borga í Horna- firði, þar sem þá var póstafgreiðslan. Veður var allgott en talsverður snjór á jörð. Var ég með 4 koffortahesta full- klyfjaða. Segir ekki af ferð minni fyrr en ég komst austur á svokallaða Hörðu skriðu, sem var á miðjum sandinum. Vissi ég þá ekki fyrri til, en ég var lroir.inn fram á sandöldubrún, þar sem flugvatn féll fram með stríðum straumi og stórum jökulstykkjum. Sá ég þá iivtr.i kyns var, sem sé, jökulhlaup að byrja, er búast mátti við að brytist fram á fleiri stöðum undan jöklinum eins og venia er til í jökulhlaupum. Var þá ó- skiemnatilegt aö vera þarna á miðjum Skeiðarársandi. Flaug mér fyrst í hug, að skilja póstflutninginn þarna eftir og ríða með lausu hestana til baka, svo hratt sem þeir kæmust, ef vera kynni, að ég með því gæti bjargað Ufi mínu. En á sama augnabliki hratt ég þeirri hugeun fró mér og minntist þess, að mér hafði verið trúað fyrir póstflutn- ingnum og taldi því ekki rétt að skilja hann eftir. Og þó að það hefði verið venj. í undanfarandi hlaupum, að Núps \ötnin hlypu nær jafnhliða Skeiðárá, og ég ætti því von á að þau yrðu langt yfir ófær, er ég kæmist þangað, ef ég slyppi við hiaup fram úr jöklinum á þeirri leið, er ég átti fyrir höndum, sneri ég cftur með klyfjahestana og hélt vestur yfir sandinn fót fyrir fót. Hraðara komst ég ekki vegna ófærðar og þess hve kiyfjarnar voru þungar. Komst ég óhindraður alla leið að Núpavötnum, sem alls ekkert höfðu vaxið frá því ég fór yfir þau um morguninn. Slapp ég þa.nnig heill á húfi af sandinum. í Núps hlíöinni skildi ég eftir koffortin. En n.orguninn eftir voru Núpsvötn hlaupin og vatnaði þá yfir mesta;lan sandinn“. hælunum — samt kemur ekki til mála Fót fyrir fót — með dauðann á að tiegðast skyidu sinni. Það er ferða- saga Stefáns á Kálfafelli yfir sandinn þennan þorradag. Hversu lærdómsrík lexía, hversu kröftug prédikun um trú- menr.sku og skyldurækni til okkar allra. En hverfum nú aftur að fjórmenning unum, sem eru að halda af stað frá Núp- stað í skipsleitina á Skeiðarársandi s.a.s. riákvæmlega fimm árum síðar en Stefán Þorvaidsson reið klyfjaganginn undan Skeiðarárhlaupinu upp í hlíðina við íætur Lómagnúps. Auk Stefáns eru þessir með í leitinni: Steingrímur Stein grír sson á Kálfafelli, síðar um fjölda ára bóndi á Hörgsl'andskoti, sonur Stein gríms Jónssonar frá Heiðarseli og Þór- unnar Jónsdóttur frá Hlíð. Steingrímur var vaskleikamaður að hverju sem hann geklr, hestamaður góður og átti jafnan röska klára. Jón bróðir Steingríms er þriðji maðurinn í þessari ferð. Hann var yngstur þriggja bræðra með því nafni. Þegar þetta gerðist var Jón til heimilis hjá Ragnhildi systur sinni á Rauðabergi. Um vorið þetta sama ár tók sr. Magnús á Prestbakka að sér prestþjónustu í öræfum og.hafði hana á hendr í tvö ár. (1903-05). Var Jón þá jafnan fylgdarmaður hans. Seinna gerð ist Jór. bóndi á Prestbakkakoti og bjó þar mörg ár. Fjórði m.aðurjnn I þessari ferð var Haimet, á Núpstað. Er óþarfi að kynna hanrr hér. Hanm var þá 23 ára f. 13. 1. 1880. - Hannes á Núpstað er iiú einn á lífi leirra manha, sem voru í þessari skipsleit á Skeiðarársandi. Hann hefur nýlega rifjað' upp og fest á blað það helzia sem lifir í minni hans í sam- bandi við þessa ferð. Birtist sú frásögn hans hér á eftir: Guðlaugur sýslumaður skipáði Stefáni í Kálfafellskoti að fara að leita að strandmu (strandmennirnir höfðu ekki hugmynd um hvar á sandinum það var) og þeim mönnum, sem vantaði, sem voru stýrimaðurinn oig einn skipsmaður annar. Átti Stefán að taka með sér menn t-ins og hann teldi þörf á. Til þess völd- ust Steingrímur Steingrímsson á Kálfafelli og Jón Steingrímsson á Bauðcbergi og ég. Vakti Stefán mig Upp kl. hálf fjögur að morgni og bað mig koma með. Útlitið var ekki gott —• myrkadrífa og nærri hnésnjór (lausa- nijöll) Þegar við komum fram á sand- inn undan Núpnum tók að létta í lofti. Vötn voru ekki mikið gödduð, því að frostvægt hafði verið, nema í norðan- veðrin.u, sem gerði þegar strandmenn- irnir yoru á leið úr Kálfafellsmelum út yfir Hvalsíki. — Yfir Hvaisíki fóru þeir ekki á neinum flekum heldur óðu þeir. Það mátti sjá hvar þeir höfðu vaðið yfir. Þar hafði einn maður gefizt upp á eyri vestarilega í vötnunum, máske orð- iö veikur. Það var ekki nema náttúrlegt, að þeir kælu, svona á sig komnir í norð angaddveðri á berangri og orðið vatns- kal á sumum fyrir. Jf æja, áfram með ferðasöguna. Þeg ar við komum suður á Núpstaðarfjöru, skiptum við liði. Bræðurnir, Jón og Steii.grímur, fóru út að Hvalsíki, en við Stefan austur. Komum við að strand- inu, sem var nærri austur við Skeiðará. Á leið þangað fundum við fleka úr tunn um og plönkuim, er þeir (strandmenn- irnir) höfðu fleytt sér á yfir Veiðiós og Blautaós. Lengra höfðu þeir ekki farið með þennan fleka, enda var það ærin leið að ve'jta þessu og bera þetba alla leið austan frá skipinu. Eftir að strandmennirnir voru komnir yfir þessa ósa, var engin hindrun á leið þeirra út í Kálfafellsmela nema tveir smáósar, Melaós og Rauðabergsós, sem varla gátu talizt nema smáræsi um þetta leyti árs, enda virtist svo sem þeir hefðu farið nokkuð stanzlaust þang að úr Núpstaðamelum. En þeir virtust hafa farið oftar en einu sinni milli strandsins og ósanna, sem þeir fleyttu sér yfir á flekanum. Það var líka mik- ið hafurtask, sem þeir þurftu að flytja — tunnur, plankar og kaðlar. Það var haft eftir Þorgrími lækni, að skipstjóri hefði kennt stýrimanni um að skipið strandaði. Kom upp rimma milli þeiria út af þessu, sem endaði með að stýrimaðiur yfirgaf felaga sína. Var gizkað á, að hann hefði farið í Skeiðará eða ósinn. Svo mikið var víst að aldrei fannst hann. A þessum tíma var ekki eins iangt úr Kálfafellsmelum út að Hvalsíki og nú Þá var Hvolsfjara og drjúgur spölur af Káifafellsfjöru fyrir vestan Síkið, Samt sem áður var þetta ærið basl fyr- ir mennina, jafn aðþrengdir og þeir voru fyrir, og loks er þeir komust úí yfir, áttu þeir ekki í annað að flýja en setjast að hraktir upp úr vatninu undir rjúkandi sandhólunum. Þegar við komum úr þessari ferð, lcallaði Guðlaugur sýslumaður o-kkur út að Orustustöðum. Vorum við látnir gera grein fyrir því hvert við hefðum farið og hvað við hefðum fundið. Sögð- um við allt að létta, en ekki skai ég full>rða, hvort talan á tunnunum haft verið hárrétt eða lengdin á plönkunum og köðlunum upp á það nákvæmasta. 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.