Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Page 11
TELEVISlONlVO
ANDY CAPP
— Æ, hvað það
er gott að kom-
ast að heiman
stöku sinnum
— burt frá
bölvuðu sjón-
varpinu. Finnst
þér það ekki,
Siggi?
A erlendum bókamarkaði
Bókmenntir.
One Love is Enough. Juliette
Benzoni. Heinemann 1964. 25s.
Höfundurinn er fædd og mennt
uð í París. Hún hefur fengizt við
blaðamennsku og þetta er fyrsta
bók hennar, sem gefin er út í Eng
landi. Þetta er söguleg skáldsaga,
sem gerist á fyrri hluta 15. aldar.
Aðalpersónan er hin fagra Katrín
Legoix, dóttir gullsmiðs, sem er
drepinn af skrilnum í upphlaupi.
Hún elst upp meðal betlara og
kynnist undirheimum borgarinn-
ar. Lýsingin á upphlaupunum og
morðæði múgsins er hrollvekj-
andi. Þetta gerist á þeim árum
þegar konungurinn Karl VI er
ruglaður og ríkiserfinginn hefur
stjórnina á hendi .Margir efast
þó um rétt hans til rikiserfða og
hertoginn af Burgund nýtur fylg-
is múgsins í París. Staðarlífinu
er lýst af mikilli innlifun. Katrin
er neydd til að giftast einum em-
bættismanna hertogans af Bur-
gund, þótt hún elski Mikael, sem
er bæði ungur og glæsilegur. Hún
kynnist nú hirðlífinu og öllu þess
baktj aldamakki.
Litauðugar lýsingar eru aðalkost-
ir þessarar skáldsögu, minnisstæð
ar verða lýsingarnar á næturlífi
betlaranna, en sumar heimildir
telja að þeir hafi talizt um 80.000.
This for Caroline. Doris Leslie.
Heinemann 1964. 21s.
Þetta er skáldsaga um Carolinu
Lamb. Hún kom mikið við sögu
ýmissa manna á fyrri hluta 19.
aldar. Hún er einkanlega fræg
fyrir samband sitt við Byron.
Margir ævisöguritarar álíta að
hún hafi orðið Byron og konu
hans til ills eins og leikið í
því máli tveim skjöldum. Dómarn
ir um hana eru henni yfirleitt til
hnjóðs. Hún tekur þátt 1 sam-
kvæmislífinu frá sautján ára aldri,
giftist William Lamb, sem síðar
varð Melbourne lávarður, og
varð það hjónaband heldur en
ekki stormasamt. William umbar
henni flest, framhjáhald, skapofsa
cg brjálæðislegar tiktúrur. En
þrátt fyrir hegðun hennar virð-
ist hann hafa elskað hana, eins
og flestir gerðu, sem kynntust
henni .Þetta tímabil var mikið
gróskuskeið í sögu Englands,
bæði efnalega og andlega. Iðn-
byltingin markar þetta tímabil
Englandssögunnar og vakti hún
viða öldur, sem stundum virtust
ætla að bylta um ríkjandi skipu-
lagi. Glæsileiki samkvæmislífsins
var ekki síðri en á 18. öldinni o'g
andlegt líf og samtalsiist með hin
um mesta blóma. Bókin er skrif-
uð af hlýhug til aðalpersónunnar,
höfundurinn kona.
Nýjar Penguin bækur.
The Fremier. Georges Simenon.
Penguin 1964. 3s.
Simenon er fæddur I Belgíu
1903. Hann hóf feril sinn sem
blaðamaður, Hann er mjög aí-
kastamikill höfundur, hefur sett
saman 175 bækur, bæði sálfræði-
legar skáldsögur og leynilögreglu-
sögur, Maigret sögurnar. Bækur
hans hafa verið þýddar á 25
tungumál og 40 þeirra hafa verið
filmaðar. Hann hefur ánægju af
ferðalögum, hestum og sjlungs-
veiðum og golfi.
Þessi skáldsaga hans er um
aldraðan stjórnmálamann sem er
að missa tökin á flokki sínum
og þar með völdin. Sagan hefst
á setri hans út við ströndina I
Normandí, þar sem hann fréttir
um að fyrrum ritari hans sé að
mynda stjórn 1 Frakklandi og sú
frétt verður honum til upprifj-
unar á þvi sem gerðist í Melun
fyrir mörgum árum. Þá hafði
þessi ritari hans bæði svikið
hann og land sitt .... Þetta er
spennandi saga, skrifuð af inn-
sæi og veraldarvizku.
A History of the Jewish People.
James Parkes. Penguin 1964. 4/6.
Hér er saga Gyðinga og Gyðinga-
trúar rakin síðustu fjögur þús-
und árin. Höfundurinn, sem er
einn fremsti fræðimaður um sögu
Gyðinga, þeirra sem ekki eru
Gyðingar sjálfir, hefur sett sam-
an margar bækur um þessa seigu
þjóð og trúarbrögð hennar. Hann
rekur söguna um viðskipti þeirra
við aðrar þjóðir og þjóðfélög.
Sagan hefst með fsrael og Júdeu-
rikjum, herleiðingunni og við-
skiptum Gyðinga og Rómverja.
Síðan koma múhameðstrúarmenn
til sögunnar, miðaldakristnin og
kenningar hennar um Gyðinga
og loks þjóðernisstefnurnar. Þrátt
fyrir allar ofsóknir halda Gyð-
ingar þjóðerni sínu og trú, eða
vegna þeirra. Þetta er hetjusaga
þjóðar.
A Shakespeare Companion 1564-
1964. F. E. Halliday. Penguin
1964. 10/6.
Þetta er uppsláttarrit um Shake-
speare, rit hans, leiksýningar,
vini hans og kunningja, samtíma-
höfunda og í rauninni allt sem
honum við kemur. Persónurnar í
leikritunum eru taldar upp og
annað sem þeim við kemur. Út-
gefendur verka hans eru taldir
upp, nefndir helztu fræðimenn og
gagnrýnendur, frægustu Shake-
speare-leikarar, helztu þýðingar
og þýðendur. Getið er hvenær
leikritin voru leikin og hvar.
Þetta er mjög handhæg bók og
nauðsynleg öllum þeim sem lesa
Shakespeare. Slík útgáfa hefur
komið út áður, og ritið er mjög
vandað og öruggt, er forlagi og
höfundi til sóma. Það hefur kom-
ið út fjöldi bóka I tilefni afmælis-
ins, en þessa bók má telja til
þeirra beztu.
A Dictionary of Politics. Florence
Elliott and Michael Summerskill.
Penguin 1964. 6s.
Bókin kemur nú út í fjórðu út-
gáfu, hún heíur verið endurskoð-
uð, enda ekki vanþörf á því, þótt
fyrsta útgáfan kæmi út 1957, þá
hafa miklar breytingar orðið
siðan. Þetta er uppsláttarbók um
stjórnmál, stjórnarfar, efnahag,
stjórnmálaleg hugtök og stjórn-
málamenn sem mest koma við
sögu og eru á lífi þegar bókin fór
í prentun. Stjórnarstefna hinna
ýmsu stjórnmálaflokka er tekin
til meðferðar, einnig alþjóðasam-
tök, alþjóðasamningar og getið er
helztu viðburða, sem tengdir eru
stjórnmálum. Það er erfitt verk
að taka saman slíka bók, hvað á
að taka og hverju á aö' sleppa.
Efnið er yfirgripsmikið og mjög
erfitt að takmarka það. Bókin
nær til nóvember 1963, en þá var
prentun hennar hafin.
Penguin-forlagið gefur stöðugt
út ódýrar og vandaðar upp-
sláttarbækúr í ýmsum greinum,
foilagið er trygging fyrir því að
bækurnar eru vandaðar. Þetta er
mjög þörf útgáfustarfsemi, ekki
sízt vegna þess að þessi rit eru
endurskoðuð öðru hverju, en
framfarir f vísindum og tækni
gera slíkt knýjandi.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
„Tilgangur (skóla framtíðarinnar) er sá, að veita öllum
eins mikla menntun og þeir þola“. Þessi orð voru fyrir skömmu
viðhöfð af brezkum sérfræðingi um uppeldismál, en síðar flutt
oss af sænskum sérfræðingi, prófessor Torsten Husén, einum
hinna góðu gesta, er gist hafa land vort á þessu hausti. Almenn-
ingur fékk þessi tíðindi að vita í víðlesnu blaði (Mbl. 11. 10.
1964), en hins vegar hafa menn lítt brugðizt við. Skólar vorir
mjakast sumir hverjir mjög hægt af stað.
Hinii erlendu sérfræðingar virðast þó fylgjast vel með sam-
tíð sinni. Sú staðhæfing að mönnum skuli veitt eins mikil
menntun og þeir þola, segir frá kjarnanum í menntahugsjón
lýðræðisþjóða á vorum tímum. Eftir sex ár mun annar hver
æskumaður i Svíþjóð taka stúdentspróf, eftir sextán ár þrír af
hverjum fjórum, ef áfram skal haldið eins og nú horfir. Ég
spurði gest vorn um árlega lengd kennslutíma skólanna í hans
landi. Reyndist hann 39 vikur, sumarfrí minna en tveir mán-
uðir. Nýtt kapphlaup er hafið milli landa um trausta og víð-
tæka almenna menntun meirihluta borgaranna, auk þeirrar sér-
menntunar, sem síðar tekur við. Ein afleiðing hinnar miklu
stúdentaframleiðslu, sem þegar er orðin, kemur i ljós í sívax-
andi biðröðum við háskólana og aðrar æðri menntastofnanir.
Heynii hver þeirra sem betur getur að fleyta rjómann ofan af
þeim umsóknum, sem að berast. — Margar spurningar vakna
þegar maður heyrir þessi tíðindi, m.a. hvort rétt sé að nefna
hina nýju skóla menntaskóla. Hér hjá oss væri þjóðskóli e.t.v.
heppiltgra nafn. Svo hafa furðulegir náungar í Þrændalögum
leyft sér að leggja fram fyrir veröldina skýrslur, þar sem í ljós
kemur að árangur af námi, þar sem skóli er sóttur annan hvern
dag, er nálega jafn góður og þar sem nemendur sækja skóla á
hverjum degi. Út af þessu er svo talið að sérfróður maður vest-
an hafs hafi kveðið svo að orði: „Eins og ég hef áður sagt, er
ekki mikið gagn að skólum.“ Verður hver hér að hafa það sem
honum reynist sannara.
En hvað sem gagnsemd skólanna líður, þá eru frændur
vorir þegar farnir að kenna sínum æskulýð greinar, sem vér
vitum tæplega nöfn á, svo sem hugsjónasögu, fjölskyldufræði,
samtímafræði svo dæmi séu nefnd. Enn minna munum vér
skilja í tilgangi þvílíkrar fræðslu. En þegar vér förum að elta
nýjungar frænda vorra, mun fljótt í ljós koma að oss skortir
bæði menn, fé, tæki og byggingar til þess að þreyta þetta kapp-
hlaup. T. d. hafa Norðmenn árum saman notað helminginn af
hinu stutta sumarfríi skólanna til þess að þjálfa barnakennara
sína í mörgum fræðum með námskeiðum (þau voru 29 sl. sum-
ar á vegum Kennarafélagsins eins). Oss finnst heppilegt að
láta kennara grafa skurði, vinna í vegum, á jarðýtum o. fl. og
þjálfa þá nokkuð í dansi, til þess að forða drengjum frá
drykkjuskap. „Was man nicht im Kopfe hat, muss man in den
Beinen haben“, segja Þjóðverjar. Danshúsasiðferðið er frægt
í öllum borgum við heimshöfin: Miðstöðvar eiturlyfja, ólifn-
aðar, áfengis og slarks eru einmitt þess konar skemmtistaðir.
Skólar hafa til þessa fremur varað æskulýðinn við þeim en
að gerast auglýsingaskrifstofur fyrir þá. Danshúsasiðferðið er
ekki með öllu óþekkt hjá oss, enda hefir hugrekki sumra ungra
manna komizt svo hátt að þeir þora nú orðið að æpa að ein-
sömlum öldiuðum konum ef þeir eru nokkrir saman.
Rétt er það hins vegar hugsað hjá ýmsum kennurum vor-
um að ljóst þarf að vera til hvers á að nota lengdan námstíma
áður en lenging kemur til framkvæmda. Markmið þarf jafnan
að vera ljóst a undan athöfn, einkum í menntamálum, og ekki
ber að ala á því ástandi, sem nefnist námsleiði. Yfirleitt þarf
markmið skólanna að vera Ijóst, og ekki sízt hvort upp skuli
ala hjólmenni, sem snúast, eða sanna menn, sem geta tekið
mannsæmandi lífsstefnu. Um orsakir námsleiða spurði ég vorn
sérfróða gest, og byrjaði hann svar sitt með því að greina
á milli bókaþreytu og skólaþreytu. Þá taldi hann upp ástæð-
ur: 1. Skort á réttum kennsluaðferðum og námsaðferðum. _____
2. Ofhleðslu námsstunda á einstaka daga í sumum skólum. ____
3 Ofþreytu kennara sökum of margra umframtíma og ónógs
undirbúnings, en þar af leiddi að kennslan yrði daufleg. Ann-
ar sérfræðingur telur að sérhver tími umfram eðlilegt námsþol
sé ekki aðeins gagnslaus, heldur beinlínis skaðsamlegur, þar eð
slíkt rífur niður það, sem áunnizt hefir í undanfarandi tímum.
Markmiðið er ekki að ganga lengra en menn þola, heldur að-
eins jafn lar.gt. Og þá er ljóst að taka verður tillit til ein-
staklinga.
36. tbl. 1964.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H