Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Qupperneq 12
LESTARRÁNIÐ MIKLA Frdmhald af bls. 9. aðstoðað við vörn Goodys út af flugvall arráninu. Brian Field vann hjá málafærslu- maniii að nafni John Wheater, sem hann hafði kynnzt í hernum. Samkvæmt heimildum lögreglunnar var hinn fyrr- verandi majór Wheater kominin í 1000 sterlingspunda skuld og Goody bauð honum hlutdeild í herfanginu til að að- stoða við kaupin á fe’.ustaðnum. Eftir mikil samvizkunnar m'ótmæli, að því er virðist, lét Wheater til leiðast. í júnímánuði samdi Brian Field fyrir hönd Leonards Fields um kaupin á Lea- therslade-jörðinni, sem var fimm ekrur lands með húsi, vel í hvarfi upp með moldarvegi, sem lá út frá veginum milli Thames og Bicester, 20 mílur frá ráns- staðn-um. I næsta mánuði á undan kþmu smá hópar manna til bóndabæjarins að næt urlagi og ski' du þar eftir matarforða. sem var ætlað að nægja til tveggja vikna dvalar. Komið var með niðursuðu vörur, bjór og mataráhöld, stuttbylgju útvarpstæki var komið fyrir, spil, tima- rit og fleira til dægradvalar. Hussey keypti þriggja 1onna hervörubíl og Land Rover, og Roy James tók að æfa sig á að aka ijóslaus frá brúnni ti'l búgarðsms. Til að lenda ekki í vandræðum meö að stilla umferðarlj ósin, hyggur lögregl an, að við hafi verið bætt einum manni í hópinn, það var 42 ára gamall blóma- sali, P/yger Cordrey, sem hafði einu sinni setið inni fyrir fjársvik, en var þekktur sem útfarinn rafvirki. Cordrey athugaði Ijósin og sagði hinum, að sú íyr irætlun þeirra að brjóta þau og gefa siðan lestinni bendingu með rauðu íjós- keri mundi mistakast, af því að slík afbrigði mundu koma fram í merkjum í varðturni nr. 1, tveim milum framar við brautina. Cordrey kunni að stjórna merk j a'ijósunum. Nú var allt túbúið og ekki annað eftir en að ákveða daginn — 6. ágúst Verkamenn voru leigðir fyrir 1000 pund hver, og fluttir þá um kvc.’.dið til Leat- herslade-búgarðsins í öðrum Land Rov er, sem þeir höfðu stolið til þeirra ncta. Mernimir fóru gegnum hlutverk sin einu sinni enn, í vaxandi spenningi, en allt í einu hringdi síminn frá Gla.sgow, og rödd sagði: „Ekki í nótt. Það eru ekki nema fjörutíu pokar.“ En næsta kvöld kom aftur hringing, c»g nú sagð fulltrúi þeirra í Glasglaw, að vert væri að taka lestina. Skömmu eftir ránið tvístraðist hópur- inn. Flestir aðalmennimir fóni til Lond on, eða þá til Birmingham og annarra stæiri borga, meðan mesti æsirgurinn var að hjaðna niður. Ef hægt er að hugsa sér flokknum skipt í yfirmenn (skipulagning), undirforingja (kunnittu menn) og óbreytta dáta (verkamenn), þá fóru bæði foringjamir og dátarmr. Hinir síðastnefndu hafa aldrei fundizt, enda þótt sumt bendi til þess, að sumir þeirra hafi komið fram sem uppljóstr- unarmenn, er þeir fréttu, hve miklar fjárupphæðir þarna var um að ræða. Undirforingjamir urðu kyrrir á bónda- bænum, með fyrirmæli um að vera þar um kyrrt í hálfan mánuð, brenna póstpokana og grafa öskuna og þurrka af öli íingraför áður en þeir færu. E nn gekk allt samkvæmt áætlun, en óaldanflokkurinn hafði bara ekki tekið Ekuglas Stewart varaofursta með i reikninginn. KI. 11 á sunnudagsmorg- uninn eftir ránið sat þessi fimnúugi varaofursti einn síns liðs heima hjá sér á 450 ekra búgarðinum sínum, sem var 18 mílur frá Leatherslade. „Ég bjóst ekki við fólkinu mínu heim næstu klukkutíma“, sagði hann seinna, ,^vo að ég tók það í mig að skreppa til kunn Leynilögreglumenn skoöa tvo póstpoka sem fundust í símaklefa. ingja í Oakley og fá mér tebolla." Vara ofurstinn var vanur að fara svona ferð ir í Piper Cub flugvélinni sinni, og nú gekk hann út og settist upp í vélina. ,,Á leiðinni datt mér allt í einu í hug, að ég hafði ekki sagt •kunningjafólki mínu, að ég væri að koma, svo að ég fór að fljúga hringi yfir jaðrinum á þorpinu, til að gefa þeim til kynna, að ég væri á leiðinni og kæmi innan skamms. ' L^iðin sem hann fór lá beint uppi yf- ir Leatherslade. Glæpamennirnir, sem þar vþru, héldu, að þetta væri lögreglu vél og urðu hræddir. Þeir ákváðu að fara tafarlaust burt úr bænum, og i stað þess að brenna póstpokana, skildu þeir þá eftir hálíbrunna í húsagarðin- um. í stað þess að þurrka af ö.l fingra- för,” gengu þeir óvandlega að því verki og skildu fingra- íör eftir allsstaðar. Og þar eð sama sem allir höðu komizt í kast við log- regluna voru þessi fingraför nægilcg sönnun. f rauninni var engin þörf á að flýta sér. Lögreglsn hafði leitað út frá ráns- staðnum, stöðugt lengra burt og Leat- herslade var enn utan við takmörk eit- arinnar. En smali einn að nafni John Maris hringdi í lögregluna í Aylesbury á mánudagsmorgun. „Þið ættuð að athuga nánar bæ, .-em heitir Leathers ede“, sagði Maris. „Þar er eitthvað skrítið á ferðum. Einkeoni- le-gir menn á ferli. Gluggamir myrkvað ir. Og það er stór vörubíll í húsagarð- inum“. Þegar Maris hringdi var lögreglan að fá um 350 svipaðar hringingar á degi hverjum. Leatherslade var bætt á skrána, en ekki hafði staðurinn enn verið rannsakaður á þriðjudagsmorgun. En Maris var iðinn við kolann. Hann hringdi aftur í lögregluna. í þetta sinn var annar lö'greglumaður við símann og hann gerði sér ljóst, að hér gæti vel verið um felustaðinn að ræða. Fimmtán lögregVumenn voru svo sendir til Leat herslade. Lögreglumennimir nálguðust bæinn varlega cg fóm gangandi gegnum þykkt kjarrið, en húsið var Ipkað og þögult og úti fyrir voru tveir Land- Pbver-bilar og vörubil1: og 20 tómir póst pokar. Þetta var 261. bóndabærinn, sem lögreglan hafði heimsótt á fimm dögum og sá síðasti. eðan lögreglumenn rannsökuðu bæinn, voiu flugsveitarmenn frá Scot- land Yard að leita á hinum g'.æsiiegu næturveitinigahúsum í West End í Lond on. Pama var heimur Douglas Gordois Qjodys: fjöldi klúbba með plastskreyt ingum og háfættum stúlkum. Einn úr lögregluliðinu segir: „Það skrítna var að jafnvel þegar hætta var á ferðum, tóru fiestir þessara náuniga á sömu staðina og höguðu sér eins og fyrir ránið. En liklega er það nú annars ekiki svo skrit ið. Þeir höfðu verið djarfir og þar undir heyrði að láta eftir á, eins og ekkert væri um að vera“. Eimi þeirra, sem héldu áfram að sýna sig á sínum venjulegu stöðum var Dougl as Gordon Goody. Lögregian hafði haft hann grunaðan fá upphafi, og „rottur" höfðu staðfest aðild hans. En það var eins og lögreglan kærni aldrei fyrr en fimm mínútum eftir að hann var far- inn. Swain, liðþjálfi frá Sci tland Yard, var sendur heim til hans í Putney, par sem móðir Goodys tók á móti honum við dyrnar. Hún bauð honum inn, enda þótt hann hefði enga handtökuskipun, spurði hann, hvort hann vildi te, cng tók að tala um „hárgreiðslumanninn, son minn“. „Mig langar til að tala við son yðar,“ sagði liðþjáifinn. „Það vildi ég líka geta“, sagði hún, „en hann er í London í verzlunarerind- um“. Og það var hann líka. Hann bjó í Winjdmi'11-hótelin.u, sem var uppi yfir WindmiU-kránni, bjórstofu, sóttri af karlmönnum, en henni stjómaði Charles Alexander, sem sagði, að Goody hefði sézt þama um miðjan júlímánuð. .,Já, ég hef séð hann hér á rölti“, sagði Char les Hackett, fastagestur í kránni. „Segir fátt og drekkur ekki mikið. Gerir aldrei uppistand. Góður maður, mundi ég segja“. Engin.n hinna meðseku í rán- inu kunni betur að' meta ró'jegheitin en Douglas Cíordon- Goody. Hann kom nægilega mikið í West End til að „sýna sig“, og tvisvar ók hann í flöskugræna Jagúarnum sínum út í hárgreiðslustof- una sína í Putney. Hann hitti nokkrum sinnum stúlku að nafni Pat Cooper og íékk sér glas með henni, og einst'óku sinnum hitti hann veðmangarann sinn. Það virtisit óhugsamdi, að Goody sleppt; sér af hræðslu. En meðan Goody sótti uppáhaldss iaði sína í Lor.don með allri varkárni, var Leatherslade-bærinn smám saruan að lát a uppi leyndardóma sína. Fingrafara- frædingarnir fundu á edhúsg'lugga lófa far Charles Wilsons. Annað lófafar, á stöng í baðherberginu, átti Thomas Wis bey, og og finigr&íör Roberts Welch voru víðsvegar á bjórkönnu, sem þarna farmst. Nú var vandlpga leitað um alla borgina að þessum mönnum. Wilson fannst heima hja sér í Suðvestur London Hana kom sjálfur til dyra. F leiri voru bráðlega handteknir. Hussey, Wisbey, Welch, Biggs. Og nú virtist Goodey fyrst missa móð’nn. Hann fékk iánaðan bíl hjá Alexander gestgjafa og ók til Leicester. Lögreglu- þjónn tók eftir honum vegna fína Lund únafatnaðarins, sem hann var í, og hélt, að hann væri Reynolds sá, er saknað var. Goody var sofandi í herbergi sinu í gistihúsinu, kl. 2 um nóttina, þegar barið var að dyrum. „Hvað gengur á?“ spurði Goody. „Heitið þér ekki Bruce Rey«olds?“ spurði einn lögreglumaðurinn 'Iágt. Goody hló. „Ég heiti Charles Frede- rick Alexander,“ sagði hann. „Og ég vildi gjarnan vita, hvað er um að vera.“ „Það var út af þessu í Cheddingíon“ „Cheddington?“ sagði Goody. „Eg veit ekki, um hvað þið eruð að tala“. Nú ákvað Goody síðasta dirfsku- bragðið. „Heyrið þið mig“, sagði hann, „það er engin ástæða_ til að standa hér og karpa um þett-a. Ég heimta, að við föruim á stöðina og gerum út um þetta þar. Ég heimta að ræða þetta við yfirmann ykkar“. Þetta var óvenjuleg fífldirfska, en kom bara ekki að gagni. Lögreglan vissi, að þarna hafði hún hitt á eitt- hvað, sem gagn var í. Þeir sögðu honum að klæða sig og koma á stöð- ina. Þar var honum sagt að tæroa vasa sína. Hann var ekki með neitt sérlega mikla peninga á sér, og held- ur ekki neina byssu, eða neitt sem gæti orðið honum til fal'js. Að minnsta kosti virtist ekki svo vera fyrr en ’óg- reglaa rakst á litla, brúna vasabók. í hermi voru nöfn þeirra, sem þegar höfðu verið handteknir, og ' Goi’idy i’issi það. Hann hló ofurlítið um leið og hann rétti hana að lögreglumön.iun. um. * „Jæja, þarna hafið þér nafn mitt. Ég heiti Dougilas Gordon Goody og á heima í Commondale, Putney." G:oody var fluttur til Aylesbury par sem hann var yfirheyrður í 36 klukku stundir af But' er lögreglustjóra. Lög- reglan sleppti Goody, af því að hún hafði er.tga sök á hann, en hafði hann undir eftirliti. Um það bil mánuði seinna fannst 'henni hún hafa nægi- legar sannanir til að taka hann fast- an. Þegar Goody kom fyrir rétt í Ayles bury, 20 janúar, en sá staður er sjö milur til vesturs frá ránsstaðnum, hafði lögreglan enn ekki fundið Reyn- dds, Edwards eða White, — og teir eru ófundnir enn. En ellefu aðrir úr óaldarflokknum komu fyrir rétt ásamt Goody. Allir kváðu sig sak- lausa, nema Gordrey (sem og hjálp- aði lögreglunni við rannsóknina). Kviðdómurinn hlustaði á 264 vitni við réttaihöld, sem stóðu í 51 dag. Goedy var dæmdur á þeim veiku sönnunum, að mélning á skónum hans kom heim við málninguna á einum vörubilnum í Leathersladebænum. S jö aðalmennimir í ráninu fengu 30 ára fangelsi, fjórir fengu 20-25 ár. Það þótti líkjast brezkum erfða- venjum, sem virða gott uppeldi og tit- i; á eftir nafninu sínu, þegar hinin orðuprýddi uppgjafamajór Wheater fékk ekki nema þrjú ár hjá Edmund Davies dómára — ásamt meðaumk- unarummælum í þá átt, að maður af hans tagi skyldi geta leiðzt út í spili- inguna. Þegar Goody kom fram til að hlusta á dóm sinn, sagði dómannn við hann: „Að sumu leyti eruð þér vandræða- mál af 'hryllilegasta tagi. Þér hafið bersýnilega mikla hæfileika persónu- ieika og gáfna, sem hefðu getað kom- ið yður vel áfram. Það er hægt að ímynda sér, að þér hefðuð getað orð- ið góður foringi. En þér, Goody, eruð orðin hættuleg ógnun við þjóðfélagið. Mig grunar eindregið, að þér hafið átt meiri þátt í skipulagningunni en i ráninu sjálfu." Gegnum öll réttarhöldin hafðl Goody verið með sama háðsbrosið á vör, vel vitandi að fyrirtækið var allt farið út um þúfur á aillra síðustu stundu, og að hefðu bara fkugraförin verið þurrkuð út og póstpokarnir brenndir, og skónum hans komið frá, gæti hann enn verið á ferli I klubb- unum í West End og farið þaðan með kvenfólki a.nnarra manna. En niú þeg- ar hann var dærndur til 30 ára inni- lokunar, stóð hann stífbeirtn, án þess að depla augum, með stórskotaliðs- bindi um hálsinn, og þegar hann sneri sér til að ganga burt með verðinnm, skaut hann einu brosi enn aftur fyrir sig og leit svo framhjá áheyrendum og til dyranna. Einhversstaðar þarna úti fyrir voru enn sex mi.ljónir sterlings punda, annaðhvort niðurgrafnar í plast- pokum, eða milli þils og veggjar, eða faldar í kjöllurum. Þangað til þær fyudusit, vissi Goody, að löggurnar gætu aldrei sagt sig hafa leyst til fulls ráðgátuna um lestarránið mikla. )2 LESBOK MORGUNBLAÐSIMS 36. tbl. 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.