Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1965, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1965, Qupperneq 11
— - Hann Siggi lætur þá ekki drekka sig undir borðið! Hve mikið getur hanm drukkið á einu kveldi? . — Hann getur drukk- ið ailt sem borgað hanm! fyrir — Hvað 'kitlar svona? þær Á erlendum bókamarkaói Ævisögur Louis XIV. Vincent Cronin. Collins 1964. 36s. í íslenzkum miðaldaþýðingum er talað um „Frakkland hit góða“. Þessú góða landi stýrði sá kon- ungur sem er efni þessarar bókar í 72 ár, fyrstu árin ráku hans nán- ustu og þeirra ráðgjafar embættið en hann tók við strax og vit og þroski leyfði. Enginn konungur hefur verið konunglegri en Lúð- vík XIV. Hann var fæddur 1638 og lifði barnæsku sína í skugga valdastreitu og borgarstyrjalda, óróa og upplausnar. Minningarn- ar um það tímabil hafa styrkt hann I þeirri vissu að farsæld rík- isins byggðist á góðum friði og öryggi. Fáir þjóðhöfðingjar hafa markað jafn sterkt sinn tíma og verið tákn hans sem Lúðvík XIV. Hann var drottins smurði, þáði völd sín frá guði og var ríkið. Þótt hann væri hafinn yfir aðra menn sem slíkur, voru skyldur hans við guð, sjálfan sig og þegna sína slíkar að ofurmannlegar máttu kallast. Hann var mjög sam vizkusamur landstjórnarmaður, vann reglulega meginhluta dags- ins að landstjórnarmálum og hafði náið eftirlit með öllum mál- um ríkisins; hann var bæði þjóð- höfðingi og forsætisráðherra. Hann var hvatamaður margra hinna þörfustu framkvæmda og hafði einstakt lag á því að velja sér dugmikla aðstoðarmenn. Hann hafði ágætt vit á bókmenntum og það má þakka honum Moliere, hann var lítt þekktur höfundur þar til konungur kynntist verk- um hans og dró hann út úr skugg unum fram á sviðið. Margar glæst ustu byggingar sem reistar hafa verið I Frakklandi voru reistar að hans írumkvæði, hann mótaði ekki eingöngu Frakkland um sína daga, heldur og það Frakkland, sem við þekkjum nú á dögum. Hugsi menn sér Frakkland án Versala og París án Invalidahall- arinnar. Utanrikispólitík hans varð Frakklandi ekki til þeirrar gæfu eem hann ætlaði. Þau stríð sem kviknuðu af þeirri pólitík drógu mátt úr ríkinu og urðu konungi til lítillar frægðar. Lúðvík XIV varð nánast aldrei misdægurt, líkamlega var hann á- gætlega byggður og vel íþróttum búinn, góður veiðimaður og hesta maður ágætur, þoldi manna bezt að sitja daglangt á hestbaki. Hann var með fádæmum matlystugur, morgunverður konungs myndi nægja sem dagkostur flestum mönnum. Hann fór ekki varhluta af lífsþorsta Búrbónanna, var nokkuð upp á kvenhöndina, en lét slík ævintýri aldrei hafa áhrif á stjórnarathafnir sínar. Lýsing höfundar er einstaklega ljós og lifandi. Bókin er mjög læsileg enda valin sem mánaðar- bók af ýmsum bókafélögum. Höf- undur er sonur A. J. Cronins, sem margir munu kannast við. Skáldsögur A Single Man. Christopher Isher- wood. Methuen, 1964. 18s. Næstsíðasta skáldsaga Isher- woods, „Down There on a Visit“, fjallaði um undirdjúp mannlegr- ar sálar, sú saga gerðist í London, Berlin, Grikklandi og Kaliforníu og spennti yfir röskan aldarfjórð- ung. Þessi bók gerist öll á einum degi en fjallar um svipað efni. Aðalpersónan, Georg, er miðaldra prófessor í ensku og býr I Los Angeles. Hann rekur ævi sína og minningin um vin hans, Jim, sem fórst í bílslysi, sveimar sí og æ I meðyitund hans, en þrátt fyrir það að Jim var honum bæði vin- ur og kona, leitar hann afþrey- ingar þar sem færi er. Þessi saga er ákaflega opinská um efni sem helzt er rætt í skúmaskotum og af sálfræðingum og læknum. Bók- in er einnig bráðfyndin á köflum og endar með því að prófessorinn rekst á einn nemenda sinna á illa ryktuðum bar niður við fljótið. Furneral in Berlin. Len Deighton. Jonathan Capé, 1964, 18s. Hér er kominn réyfarahöfundur, sem sumir en-skir gagnrýnendur telja standa flestum öðrum fram- ar. Þetta er þriðja bók hans, hin- ar eru „Ipcress File“ og „Horse under Water“. Sagan gerist í Ber- lín, beggja megin múrsins er makkað og njósnað. Rússneskur herforingi býðst til að selja vestr- inu snjallan rússneskan vísinda- mann fyrir góða borgun. Það er sett á svið jarðarför og við þá sorgarathöfn gerast ýmsir kátleg- ir atburðir. Aðalpersóna bókar- innar, hinn ónefndi snillinjósn- ari, á að táka á móti vísindamann- inum eftir jarðarförina, en hér kemur hængur, kvendið Samant- ha Steel kemur í spilið. Andrúms- loftið I bókinni minnir stund- um á „Farewell to Berlin" eftir Isherwood, nema hvað hér er atburðarásin hraðari og spennan meiri en í þeirri ágætu bók. Og að síðustu kemur höfundur manni heldur en ekki á óvart. Þetta er mjög góður reyfari. The Neigbbour's Wife. Twelve Original Variations on a Theme. Ed. by James Turner. Cassell, London 1964. 21 s. Hórdómur er rithöfundum góður efniviður, einkum smásagnahöf- undum. Tilefnið fellur vel að smá- sagnagerð, laumuspilið, ást í meinum og mein eftir munað. Góð smásaga á að vera knöpp og og skýr og þar er þetta þrennt: upphafið, atburðirnir og lokin. Boccasío, Maupassant og Maug- ham hafa notað þetta efni í smá- sögur og svo ótal margir fleiri. Þessi bók er safn tólf nútímasmá- sagna út af þessu efni. Þetta safn James Turners sýnir hin marg- víslegu tilbrigði og fjölbreytni þessa efnis. Sumar þessar sögur, eins og „Love Letter" eftir Doris Lessing, eru fagrar og fín- gerðar, aðrar átakanlegar og kát- legar í senn, svo sem „The Long Walk Horne" eftir Rosemary Timperley. Aðrar eru hreinar sál- fræðistúdíur eins og „The Green, Green Field“ eftir Joan Stubb. Allar eru þær sögur ura ást, hat- ur, morð, tilfinningabrjálæði, fals, svik og harma. Þær eru frá- brugðnar hver annarri, fjölbreyti- legar og hver höfundur fjallar um efnið á sinn hátt, og verða þær því um leið nokkur lýsing á höf- undinum. Bókin er einstaklega læsileg og verður manni minnis- stæð. Jöhann Hannesson: P ’• V' | l æM ÞANKARÚNIR ÞAÐ VAR molluhiti og myrlcur að kveldi hins 14. ágúst 1945 í Chiungkmg, lúlct og önnur sumarkvöld á þessum breiddargráðum þegar tunigl er ekki á lofti. En skyndilega breyttist allur blær á þeasari skuglgalegu og suindurtættu höfuðborg Kínverja á styrjaldarárunum. Himinninn uppljóm- aðist á svipstundu af ljósbeii''U!m frá ljóskösturuim, . sera stóðu á fjöllum og hæðum kringum boa'gina, líkt og von væri á hundruðum fjandsamílegra sprengjuiflugvéla, sem ætluðu að láita oss, sem þar vomm, kenna á tortímingarva.ldi sínu, eins og off haifði gerzt áður í möi'gum borgum jarðar- innar í síðari heimsstyrjöld. Hundruð litilla, skugigalegra inngöngudyra utan á hæðum og hó um bentu mönmum á hvert flýja skyldi ef óvinimir gerðu árás Venjulega voru ljóekastarar notaðir til að elta uppi óvinaflugvéliar í myrkri, svo að verjendur gætu miðað á þær og sem þeim skpt, seon þó sjaldan hittu í mark. En þetta kveld urðu ljóskastararnir að leikföngum. Þeir luku þjónuistu sinni með því furðulega verki að letra stóra stafi á svart himinhvolfið. Allir stafirnir voru líkir að gerð, en mismiunandi að stærð. Það voru eintóm „V“ sem skrifuð voru, en „A“ brá þó stundum fyrir þegar líniur skiárust. Hér voru á ferðinni merki siigursins. Önnur hei.msstyrjöld var á enda í fjarlægum Austurlöndium, en þar töldu menn að hún hafi byrjað við Marco Polo brú í Peking þann 7. júlí 1937. Hátt á þriðja þúsund daga hafði þassi styrjöld staðið. Daglblað eitt í Austurlöndum, sem ég geymi enn, minntist viðburðanna við Marco Polo brú þegar stríðið hafði staðið 1 950 daga — það er rúmlega þriðjungur stríðstímans austur þar — og áleit að þá hefði það þegar klsstað 20 mikjónir mannslifa. Var þó sá þriðjungur styrjaildarinnar einna spak- legast-ur. Tíðindi höfðu borizt eftir að dimmt var orðið um að Jápan hefði giefizt upp og stríðinu væri lokið. Hæglátur kliður færðist um borgina. Menn fóru út — og báru Mtil böm sín út til þess að horfa á sigurtáknin „V“ og „W“ og spyrja tíðindi, því fáir höfðu sírna og fréttir voru óljósar. Vonir vöknuðu í brjóstum mann.a, vonir um að geta ein- hvern tíma farið úr bættuim tötmm og fengið sér mannsæm- amdi föt. Vbn um að fá nægilegt að borða og geta serat börn í skóla. Út var gefin tilkynnimg um að hai’da skyldi sigurhátíð í þrjá daga, og fór hún fram með hinni mestu spekt og stillimgu. Ég gekk um göturnar, en minnist þess ekki að hafa séð einn einasta drukkir.n Kínverja þar í borginni, og var þó tala þeirra' á þriðju millljón. Siðtfláguð þjóð, þrautseig, en fiáitæk, tötrum klædd cig þreytt, hélt hátíð til minningar um átta ára blóðuga barátitu fyrir sjálf- stæði sínu. — ,,Ming-you“ — þjóðarvinir eða iýðvinir var það heiti, sem Kínverjar notuðu þá um oss vestræna menn — og reyndu margir af oss að vinna til þess að katfna ekiki undir því maifni. Kjarnasprengjan hatfði unnið sitt verk fyrir nokkm.m dög- um. Spádómur Chiang Kai-Sheks um að styrjöldin yrði vís- inda’eg Var uppfylltur etftir mörg ár. Um sprengjuna vissi ailmenningur lítið annað en að hún var stór og hafði knúð Japan til að gefaist upp í stríðinu, en sú uppgjöif var hin fyrsta í allri þeir-a löngu sötgiu. — Nú verður kjamasprengj- an tvítug á þessu ári, og er hún svo mikið vísindalegt af- reksverk að hún verðskuildar að hennar verði minnzt og að til hennar verði hugsað. Vísindalegt afmæli hennar er þann 16. júlí. Þann dag samnaði hún nokkuð atf maetti sínum þegar hún var fyrst sprengd í Alamogordo. Auk þess á hún tvö hernað'arafmæli á sama somri, annað þann 6. áigústf, hitt þann 9. ágúst. Að tiiitölu við fóllksfjölda Hirosihima o,g Nagasaiki varð rnann- tjónið meira í síðametfndri borg en hinni fyrri — en á það minmast, menn sja.Idan — og málega aldrei þeirra milll- jónatuga, sem búið var að deyða eða limlesta í styrjöld- inni áður en sprengjunni var varpað. Öll stríð hér eftir verða vísindaleg og tæknileg í ríkara mæli en áður, jafnvel þótt kjarnasprengjan verði eklci not- uð, né yngri systir hennar, vetnissprengjan — eða hin alllra yngstfa. Hér á það við að vísindin efla alila dáð, ekki síður en á öðrum sviðum. Friður verður hér etftir eins og liingað til „siðferðilegur'‘ friður, þótt ekki sé þar fyrir víst að hann vei-ði siðgóður, ef rétt er sú skoðun að óttinn knýji menn til að haldia hann víðast hvar á jörðinni. Ef óttinn skapar ábyrgðartiilfinningu, en tryllir menn ekki, þá er hann þó ekki gildislaus. 3. tbl. 196o. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.