Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 2
Hinn 1. desember s.L tók nýr
maður við forsetaembsettinu í
Mexíkó. Viðstaddir athöfnina, sem
fór fram í Listahöllinni í Mexíkó-
borg, voru 1200 erlendir erindrek-
ar og aðrir fyrirmenn hvaðanæva
úr heiminum, Fráfarandi forseti,
Adolfo López Mateos, lagði for-
setalindann, rauðan, hvítan og
grænan, yfir axlimar á hinum nýja
forse a, dr. Gustavo Díaz Ordaz,
sem er 53 ára gamall og gegndi áð-
ur embætti innanríkisráðherra.
Báðir voru forsetamir klæddir
venjulegum fötum, þó athöfnin
væri hátíðleg og umhverfið skraut-
legt. Díaz Ordaz er heldur lítill
fyrir mann að sjá, smávaxinn,
nefstór, með útstandandi tennur
og þunglamalegur ? fasi, en menn
binda samt vonir við hann. Einn
landi hans komst svo að orði ný-
lega: „Díaz Ordaz er mjög áþekk-
ur Volksvagni. Hvemig sem á hann
er litið, er hann ekki tiltakanlega
ásjálegur. En hann er raunhæft,
ganggott verkfæri,’ og það verður
enginn svikinn af að kaupa hann.“
Hinn þrautseigi og úrræðagóði nýi
forseti á það einnig sammerkt við
Volksvagninn, að hann er afsprengi
miðstéttanna — en það er tiltöiuiega
nýr „varnin.gurK í landi sem um ára-
tuga skeið hetfur lotið valdi fámennrar
auðstéttar. Satt að segja hafa ört vax-
andi völd miðstéttanna í Mexíkó leitt
til þess, að landið er nú orðið sjaldan
í stórfréttum dagblaðanna, þvi enda
þótt Mexíkó sé næstij ölmennasta og
þriðja stærsta ríki rómönsku Ame-
ríku, hefur það á undanifömum árum
sloppið við þá pólitísku og efnáhags-
legu ringuilreið, sem svo mjög hefur
sett svip á líf nágrannaríkjanna fyrir
sunnan það.
F erill hins nýja forseta er
kannski mælskasta dæmið um árangur
inn af þeirri félagslegu og pólitísku
byltingu sem átti sér stað í landinu fyr
ir hálfri öld. Díaz Ordaz er af miðlungi
vel efnuðu bændafólki kominn. Hann
k|ostaði sig sjá'lfur tii náms með harðri
vinnu, lauk lagaprófi, varð síðan lög-
fræðingux úti á landsbyggðinni, því
næst háskólarektor, dómari, öldunga-
deildarþingmaður og ioks innanríkis-
i'áðherra. Hann er bindindismaður á
tóbak og tekur sárasjaldan glas af
víni, en stundar golf og garðyrkju af
kappi, milli þess sem hann leikur sér
við bamabömin. Hann er kirkjuræk-
inn kaþóliki í landi þar sem kirkjugöngur
eru taldar skaðlegar framsæknum
stjómmálamönnum. Hann styður
frjálst framtak og er harður and-
kommúnisti í landi þax sem meiri-
hluti þjóðarininar er vinstrisúmaður.
Sjálfur segir hann: „Ég stend hvorki
tií hæigri né vinstri — ég stend fyrir
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Díaz Ordaz
ofan.... “ Hann ætlar sér greinilega að
þræða hinn gullna meðalveg, vinna
að sættum gagnstæðra afila og leggja
áherzlu á hag og velfarnað þjóðarinn-
ar allrar.
Að þessu leyti fetar Diaz Ordaz
dyggilega í fótspor fyrirrennara síns.
Hinn aðsópsmik'li og framtakssami
López Mateos skilar honum í hendur
álitlegum artfi, og má þar m.a. netfna
stóraukið álit Mexíkó útífrá, pólitískt
jafnvægi innávið, og ört vaxandi vel-
megun meðal íbúa landsins. Allt geng-
ux þetta kraftaverki riæst, þegar hug-
leitt er hvemig ástandið var fyrir sex
árum þegar López Mateos tók við völd
um. Þá voru mó'tmælagöngur hinna
óánsagðu vinstriaflla gegn ríkisstjóm-
inni og Bandaríkjamönnum svo að
segja daglegur viðburður. Kvíðafuíllir
iðnrekendur höfðu dregið úr fram-
leiðslu sinni, og við sjálft lá að opin-
berir embættismenn lokuðu skrifstaf-
um sínum meðan þeir biðu átekta.
I desember voru engar róstur í
sambandi við forsetaskiptin. í Mexíkó
hafa ekki orðið alvariegar róstur síð-
an Mexíkó-her bældi niður uppþot
gegn Bandaríkjamönnum í sambandi
við innrásina í Svínaflóa á Kúbu í
apríl 1961. López Mateos gerði sér
ljóst, að rósturnar rældu bandaríska
ferðamenn og fjármálamenn burt, og
þess vegna sýndi hann vinstrisinnum
fram á, að hann mundi svara ofbeldi
með váldbeitingu, en jafnframt hækk-
aði hann lágmarkslaun í landinu og
kom á skyldugri arðskiptingu.
Bkki er efamál, að hinn pólitíski
friðux £ landinu hefux skapað því áð-
ur óþekkta velmegun. Efnahagðþróun
þar er örari en í nokkm öðru landi
Ameríku sunnan Bandaríkjanna, og
hún er laus við verðbólgu. Vöxturiim
hefur numið 5% árlega að jatfnaði síð-
ustu sex árin, en í fyrra varð hann
kringum 7%. Síðan 1958 hetfur útflutn-
ingur aukizt uim 32%. Fjáriög eru
hallialaus og gjaldmiðillinn, pesos,
„harður" og öruggur.
Þeir sem mest hafa grætt á þessari
þróun í Mexíkó em hinir almennu
borgarar. Á mælikvarða Bandarikj-
anna og Vestur-Evrópu er Mexíkó ekki
auðugt land ennþá: aðeins um 250.000
íbúanna em raunveruiega „auðugir";
nálega 28 milljónir ]ifa í fátækt. En
miðað við löndin fyrir S'Unnan Mexíkó
er það mjög veil efnað. Sé miðað við
þá sem flá reglulegt viku- eða mánað-
arkaup, em um 12 milljónir manna í
miðstéttunum. Árið 1959 greiddu að-
eins 700.000 Mexíkanar tekjuskatt, en
árið 1963 voru skattgreiðendur komnir
upp í 5 milljónir, bæði vegna hinna
ört vaxandi miðstétta og strangara
eftirlits með skattgreiðslum,
Miðstéttimar eru einkum í hinum
stærri borgum, þar sem komið hefur
verið upp umfangsm iklum fjölbýiis-
húsuim. Þær eiga góða bíla, verzla í
nýtízku kjörbúðum, kaupa kæ’lisképa
og sjónvarpstæki, og um -hetmingur
þeirra niýtur góðs af almannatxygging
um, sem taka yfir allt frá læknishjálp
til saumakennslu. Böm þeirra geta nú
veitt sér skólamenntun, sem ekki alls
fyrir löngu heyrði undir annað. Síðan
1959 hetfur skólabömum fjölgað úr 2,5
milljónum upp í 6,6 milljónir. Lands-
roenn em nú 40 milljónir.
ar með er ebki sagt að myndin
sé skugglaus — öðm nær. Fólksfjöl'ig-
unin í Mexíkó er örari en víðast hvar
annars staðar í heiminum. Hún nemur
árlega 3,1%, sem merkir að á hverju
ári bætist nim milljón manna við íbúa
töluna — og hangir sú staðreynd eins
og þmmuský yfir höfðum efnahags-
sérfræðinganna þax.
En Díaz Ordaz er þeirrar skoðunar
að brýnasta vandamál landsins sé
áframhaldandi fátækt sveitafólksins
(campesinos). Þó efnahagssérfræðingar
hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að
einungis 30% af þjóðinni geti þegar
bezt lætur iifað á hinu takmarkaða
ræktarlandi, em 52% íbúanna að
reyna að draga fram Hfið á landbúnaði.
Og þó ungir menn flýi til borganna, er
engan veginn visit að hagur þeirra
vænki. Þeir geta átt á hættu að lenda
í hópi atvinnuleysingjanna í torgun-
um, sem nema nú 12% af vinnuafli
landsins.
í þvf skyni að bæta lífskjör bænd-
anna úthlutaði López Mateos forseti
þeim meira landrými en nokkur annar
forseti síðan Lazaro Cardenas var við
völd 1934—40. López Mateos var líka
stórvirkur við að láta laggja vegi til
afskekktra héraða og reisa stíflur til
að framleiða ratfmagn og tryggja áveitu
vatn. Díaz Ordaz er staðráðinn í að
haida áfram verki fyrirrennara síns,
og harm mun leitast við að auika land-
búnaðarframleiðsluna með því að hag-
xiýta núbímatækni í ríkara mæli. Hann
gerir sér líka vonir um að geta talið
lítiil og miðlungsstór iðntfyrirtæki á að
reisa verksmiðjux í hinum snauðu og
þéttbýlu sveitahéruðum, sem gætu orð
ið bænduinum tekjulind.
T
A il að koma fram þessum áformum
sínium mun Díaz Ordaz leggja áherzlu
á að koma upp ríkisreknum iðnfyrir-
tækjum og örva innienda og erlenda
fjárfestingu. Enda þótt lögin í Mexíkó
kveði svo á, að útlendingar geti að-
eins verið minnihluta-aðilar að fyrir-
tækjum, hefur hin erlenda fjárfesting
verið mjöig mikil. Fjárfesting Banda-
ríkjamanna í Mexíkó nemur nú þegar
einum milljarði dollara, og í ár er bú-
izt við að hún aukist um 200 milljónir
dollara.
Eina verulega þrætueplið mildi Mexf
kó og Bandaríkjanna er afstaðan tii
Kúbu. Mexíkó hefur haldið fast við þá
stetfnu að skipta sér ekki af innan-
ríkismálum annarra ríkja í Ameríku
og er eina ríkið vestan hatfs sem enn
hefur stjómmálasamband við stjóm
Castros á Kúbu. Þessari stefnu er Dí-
az Ordaz ekki líklegur tiil að breyta.
Á liðnu ári varð það ijósara en
nobkru sinni fyrr, hvílíka virðingu
Mexíkó hefur skapað sér útífró. í marz
í fyrra kom de Gaulle í opinbera heim-
sókn til landsins, fyrsti evrópski þjóð-
höfðinginn sem þangað kom — og það
gerðist nákvæmlega 100 árum etftir að
franskir hermenn höfðu neytt lands-
menn til að lúta austurríska erkiher-
toganum Maximilian- Nokkru etftir
heimsókn de Gaullles kom Júlíana Hol-
landsdrottning í opinbera heimsókn,
því næst Akihito krónprins Japana,
þá Filippus Bretaprins og loks Tisse-
rant kardinóli, utanríkisráðhen-a Páfa
garðs, sem sennilega hefur reynt að fá
því framgengt að Mexíkó tæki upp
stjórnmá'Iiasamband við Páfagarð.
Hundruð þúsuinda Bandaxíkjamanna
eiga annað heimili sitt í Mexíkú eða
hafa beinlinis setzt þar að á banda-
rískum eftirlaunum. Þar við bætast
svo hundruð þúsunda ferðamanna
hvaðanæva úr heiminuim sem árlega
streyma tii Mexíkó. Geti iandið tryggt
sér þó ekki vaari nema 1% atf öllum
eftirlaunamönnum í Norður-Ameríku
og alllt bendir til að það sé hægt — þá
hefuir það í för með sér 400 milljóa
dollara árlegax tekjur.
Mexíkó á langa og afar litríka sögu,
en það virðist eiga fyrir höndum enn
litríkari og glæsilegri framtíð. Hinn
nýi forseti, sem þykir bera keim af
Volksvagni, mun án efa stuðla að þvi.
Framkv.stj.: Slgfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Auglfsingar: Arnl GarSar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 22480.
Utgefandi: HX Arvakur, ReykjavDc.
4. tbl. 1965.