Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 3
LÁTUM ÞÁ BARA KOMA
Eftir William Kingstield
F itzhugh gamli höfuðsmaður var
ekki hræddur við að mæta uppreistar-
hemum aileinn. Hann skyidi sanna.r-
lega sýna þeim, hvernig heyja átti ó-
frið ...
að var sum armo rgu nn árið
1863. Frá heiðskírum himni stafaði sól-
in sínum brennandi geislum yfir hina
fiiðsælu Pennsylvaníu, en það var svalt
f skugganum af bænum, þar sem Fitz-
hugh gamli höfuðsmaður var að reita
iiigresi í garðinum sínum. „Berjizt
hinni eilífu baráttu“, söng hann og
kmkaði kolli. Það var uppáhaldssálm-
urinn hans, sem hann hafði lært, fyrir
nærri 50 árum, af presti frá Suðurríkj-
unum, sem hafði læknað hið særða
hné hans eftir orustuna við New Or-
leans. Hann leit upp, þegar vagn einn
kom skröitandi og nam staðar fyrir
framan húsið. Ekillinn beygði sig yf-
ir kO'nuna við h ið hans, en hún hafði
auðsjáanlega klætt sig í flýti, og hróp-
aði: — Uppreistarmennirnir eru á York
veginum, Fitz höfuðsmaður.
Gamli maðurinn reis hægt á fætur
og haltraði yfir húsagarðinn.
— Uppreistarhermenn? Einmitt það?
epurði hann og virti fyrir sér parið í
va.gninum. Hann sá, að þetta voru mann
eskjur neðan úr dalnum.
— Eins og mý á mykjuskán, sagði
maðurinn.
— Og þeir brenna allar byggingar,
sem á vegi þeirra verða, kveinaði kon-
an.
— Þeir voru áreiðanlega hundrað
saman, sagði maðurinn. Þeir skiptu liði
mðri hjá kirkjuigaiðinum og flestir
þeirra fóru í austut'átt. en tveir vagn-
arnir óku upp hliðarveginn. Við læst-
um húsinu og lögðum af stað, því að
við erum áreiðanlega óhultari í þorp-
inu en þarna niðurfrá. Maðurinn sneri
sér við og Leit sem snöggvast á auðan
veginn. Þér ættuð víst heldur að ná
í vinnumanninn yðar og koma með.
— Haldið þið þá, að þeir komi þessa
leið? spurði gamli maðurinn.
— Já, fjandakornið, svaraði bónd-
inn. Þeir eru á höttunum eftir öliu,
sem þeir geta stlolið. Það er ekki gott
EÖ vita upp á hverju þeir geta tekið,
sérstaklega gagnvart tveim gömlum
6a.mbands-hermönnium eins og ykkur.
Fitzhugh höfuðsmaður rétti svolítið
úr sér í sólskininu.
— Þú þarft ekki að hafa áhyggjur
vegna mín og Silasar, sagði hann. Við
getum séð um okkur sjálfir.
— Jæja, það kemur mér svo sem ekki
við, svaraði bóndinn önugur og ók af
6tað í áttina til nærliggjandi þorps.
Höfuðsmaðurinn sneri sér við og
gekk inn í húsið. Þar barði hann stafn-
um mörgum sinraum í gólfið og hiust-
aði, þar til hann heyrði fótatak frammi
í forstofunni. Silas Blanchard gekk
inn í stofuna.
S ilas hafði verið dyggur þjónn
Fitzhughs höfuðsmanns síðan árið 1815,
þegar höfuðsmaðurinn — í orustu við
hina skozku herdeild hans hátiignar —
hafði bjargað lífi Silasar. Þegar frið-
ersamningurinn hafði verið undirritað-
ur, fór Silas með höfuðsmanninum til
Pennsylvaníu. Hann bjó til matinn og
bélt öllu í röð og reglu í húsinu, eins
og hann jafnframt ræktaði hina litlu
landsspildu, á meðan Fitzhugh höfuðs-
maður vann í garðinum sinum á sumr-
in og ritaði endui'nimnirtgar sdnar á
veburna.
Silais var lítill dvergur með rauna-
mætt andlit og fölgrátt yfirskegg. Hann
hafði fengið sér sopa af heimabrugg-
uðu viský frammi í etldlhúsinu.
— Eruð þér tilbúinn til að fá yður
middagsblundinn, höfuðsmaður? spuriB.
hann lítið eitt loðmæitur.
— Middagsblundurinn getur farið rej
alirar veraldar, sagði sá gamli byrstur:
Það er stór hópur uppreistarmanna á
Yorkveginum.
Silas fölnaði — Uppreistarmanna,
höfuðsmaður?
— Þú skailt ekki vera kvíðinn, Silas,
sagði höfuðsmaðurinn. Við munum
kunna að taka á móti þeim. Hlustaðu
nú vel á: Taktu öxima þína, farðu út
í hesthúsið og beittu hryssunni fyrir
léttivaigninn. Aktu síðan í áttina til
þorpsins, og þegar þú hefur farið fram-
hjá öðrum hliðarveginum, skaltu aka
út á vegarbrúnina og binda hestinn við
tré. Höggðu af eina grein og binitu hana
aftan í léttivagninn. Síðan skalt þú
hlaupa hingað aftur, eins hratt og þú
getur.
— Já, hr. höfuðsm.aður.
— Taktu stóra grein, saigði höfuðs-
maðurinn. Þú verður að geta þyrlað
upp jafn miklu ryki og heil herdeild.
Silas kinkaði kofli, alveg ringlaður, og
flýtti sér út úr sfófunni. Eins og mý
á mykjuskán . . . sagði böfuðsmaðurinn
upphátt. Jú-jú, við skulum kenma þeim
eitt og annað viðvíkjandi því að heyja
ófrið.
egar Silas kom aftur tiil bónda-
bæjarins, fékk hann sér vænan teyg úr
viskýbrúsanum og flýtti sér inn í stotf-
una. Höfuðsmaðurinn stóð þar og í
hendinni hélt hann á rykuga stríðsfán-
anum, sem amnars var vanur að hanga
á veggnum. Hann sneri sér við og
spurði: — Er allt tilbúið? Skarstu all-
mennilega grein af?
Litli maðurinn kinkaði kolli og Fitz-
hugh höfuðsmaður virti fyrir sér flagg-
ið.
— Það var þess fáni, sem við börð-
umst undir við New Orleans, sagði
hann hátíðlega og rétti Silasi hann.
Gættu hans vel. Og nú ferð þú niður
í kjallarann og verður þar kyrr, þar
tii þú heyrir þetta merki. Hann barði
i gólfið með stafnum. Þegar þú heyrir
það, þýðir það, að uppreistarmennimir
séu komnir hingað, útskýrði sá gamli,
og þá smeygirðu þér út um kjallara-
dyrnar. Síðan fer ég út og segi við
þessa náunga, að riddarasveit úr sam-
bandshernum sé á leiðinni hingað frá
þorpinu.
— Hvaða sambandshermenn? spurði
Silas.
— Hans Haokens hershöfðingja, auð-
vitað, auílabárðurinn þinn.
Silas hikaði, svo áræddi hann að
brosa vonglöðu brosi. — Þýðir það, að
Framhald á bls. 6.
LJÓÐ
Eftir Vilhjálm Bergsson
Hátt gnæfa spjótsoddar
en tígulform trónar efst á byggingunni
hún vaggar sér í löngum böndum
sem fest eru við skínandi gullkúlur
veifan bylgjast fagri glitvefur
loftskip
skýjahöll
þú lyftir þér til flugs
hátt yfir borgir og höf
örn-manneskjan lítur rauðeygð móti stjörnunum
Kjöt veðhlaupahesta titrar hlaupkennt
á diskum gamlinganna
ljúffengt og viðráðanlegt fyrir gervitennur
í norðri reisi ég vástöng
við afhöggvið höfuð kettunnar
enn dreyrir úr strjúpanum viðurstyggilegt blóð
varastu að drepa í það fingri
ég strengi hárfínan þráð svo að syngur í
borðaðu kjötið þitt Vala
Flugan suðar kringum ýlfrandi fórnardýr
sem hnappast framan við altarið
undir fjórum málmhjólum hervagnsins
vefur langra festa gnæfir við himin
eins og myrkviður frumskóga
þar sem Flóru-andlit brosir
gullbryddaðar leggingar glitra í hálfrökkrinu
efst gnæfir gljáaugað starandi og kalt
einmana í vindsveipum kvöldsins
4. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3