Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Blaðsíða 14
a8 bjarga sér og sínum frá hungri og qyrod. Suimarið 1756, þegar harðinidin stóðu sem hsest, fór síra Sveinn lestanferð suður yfir þvert ísland, til þess að sækja sér matarbjörg, og þá mest skreið eða harðfisk. — Hann lagði reið irug á 10-20 hesta og fór með þá í lest upp úr Vesturá eða Hofsdal, og hefur eflaiust haft með sér 1 eða 2 pi'íta til aðstoðar. Síðan héit hann hilklaust suð ur öræfi milli jöklanna og alla leið suð ur í Landeyjar eða austur undir Eyja- fjöil, yfir allar stórárnar, sem eru á þessari leið. Þ-ar fékk hann sér lánað- an farkost út í Vestmannaeyjar og keypti þar ýmsan varning. þ.á.m. 10 vætt ir aif harðfiski (400 kg.) og flutti til lands. — Gjaldeyrir nans hefur aðallega verið feitmeti, sem alltaf var vel þeginn varningur í veiðistöðvunum, og fór vel í böggunum ó hestunum að norðan, og svo beinharðir silfurdalir, eða hin svo- kallaða „Kóngsins mynt“. — Sfðan hef- ur hann bundið skreiðina í 4 fjórðunga bagga, og reitt norður 1 vætt á hverjum hesti (40 kg.). Ferðin gekk ágætlega norður, þó að erfið væri, og komst prest ur slysalaust heim til sin í Goðdali. — Þótti þetta frægðarför hin mesta, því að Sveinn prestur var þá orðinn gamall maður á þessum tíma mæli, 68 ára að aldri. en á slíkri ferð var mikið vafstur, ekki sízt við ferjustaðina á stóránum, roeð svo fyrirferðarmikinn vaminig, sem harðfiskur er. — Ekki var samt síra Sveinn alveg af baki dot'inn, þó að þetta ferðalag væri erfitt. Haustið eftir (1757) fór hann aftur sömu leiðina til matfanga, — en þá hafði batnað í ári, þó að heyskapur væri enn illur og lítill. Honum þótti þá málnytan of lítil fyrir fólk sitt upp á veturinn, en þó hafði hann 4 kýr og 40 ær í kvíum, og var þá víst margur ver staddur. — Þegar prestur lagði upp í þessa seinni langferð til aðdráfcta, yfir þvert ísland, vantaði hann aðeins 1 ár í sjötugt. Ekki tókst honum að fá meira en 7 vættir af fiski keyptar í þeirri ferð, en þó ekki annars getið en að ferðin hafi gengið honurn að óskum. Kíætt er við því, að þessi gamli og atorkusami guðsmaður hafi oftekið sig á þessum erfiðu ferðalögum, og þó eink um seinni ferðinni, 1 hreggviðrum haustsins yfir háöræfi vorrar köldu fósturj arðar, enda varð hann veikur Skömmu eftir að hann kom heim, og dró sóttin hann til bana. — Hann dó 12. desemfoer 1757 og var þá, eins og áður getur, 69 ára gamall, og hatfði verið 40 ár prestur með fullri sæmd. Ekki var síra Sveinn eini guðsmaðurinn, sem gaf upp önd sína á þessum vetri, þvi að hvorki meira né minna en 10 prestar dóu þá á íslandi, og þótti það mikið hrun guðsþjóna. — Kona síra Sveins var Guðrún Þor- steinsdóttir frá Víðivöllum. Hún lifði mann sinn í 9 ár og dó 1766. — Þau eignuðust 9 börn. Elzt þeirra var síra Jón, sem prestur varð í Goðdölum eftir föður sinn, sá þriðji feðganna í röð, sem sagt verður frá hér á eftir. — Næstelzti sonur þeirra var Páll gull- smiður á Steinsstöðuim í Tungusveit, sem var merkur maður, skólagenginn og þjóðhagasmiður. Sonur hans var hinn frægi læknir og vísindamaður, Sveinn Pálsson í Vík í Mýrdal, sem var giftur Þórunni Bjarnadóttir land- læknis Pálssonar. — Útaf bömum síra Sveins í Goðdölum er nú margt merk- ra dugnaðarmanna komið hér á landi. Þá skal sagt frá foeim þriðja þessara feðga, síra Jóni Sveinssyni, sem lengst var, þessara allra, prestur í Goðdölum, e’ða full 36 ár (1758-1794). í ævisögu sinni, sem síra Jón samdi, að venju, þegar hann var vígður, segist hann ekki hafa alizt upp nema að nokkru hjá foreldrum símum, en sumpart hjá Jóni bónda Guðmundssyni á Breið, sem þá eflaust hefur verið vjnur foreldra hans. Ekki segist hann hafa verið nema 10 ára gamall þeigar hann var fyrst til altaris, og var það ráð í tíma tekið, því að varla hefur hann á þeim aldri ver- ið orðinn stórsyndugur, eða haft neina sérstaka þörf fyrir syndakvittun. Og aðeins 12 ára var hann þegar farið var að troða í hann latínulærdómi, með það fyrir augum, að hann gætá orðið duott- insþjónn þegar honum yxi fiskur um hrygg. — Hann útskrifaðist svo úr Hóla- skóla vorið 1745, 22 ára gamall, því að hann var fæddur í Goðdöium 1723. — E inn skólabróðir síra Jóns, merk- ur maður, síra Benedikt Pálsson, bróð- ir Bjarna landlæknis, lýsir honum þann ig: „Hann reyndist bæði góður prestur og dugandi bómdi.“ — Síra Jón vígðist kapelán til föður síns, 26 ára gamall, árið 1748, og fékk svo brauðið 10 árum síðar, þegar hann dó. — Hann tók við staðnum af móður sinni vorið 1759, og af henti hún hann með miklum sóma, en veturinn áður spilltist túnið í Goðdöl- um af mikilli sikriðu, sem féll á það úr fjallinu fyrir ofan staðinn. Það var 22. janúar um veturinn að skriðan féll. — Nfokkuð af henni féll heim að norðurvegg bæjarins, og um „völlinn“ eða túnið „ofan í gegn“, en mestur hluti hennar stöðvaðist samt við nýupphlaðinn sberkan tún.garð fyrir of- an staðinn, — þó fór grein af skriðunni fyrir sunnan staðinn, ofan með fjósinu. Það varð ekki svo lítill skaði af þessu skriðulhilaupi á Goðdalatúni. Það tók af 4% dagsláttu í túninu, sem þó vax hægt að hreinsa með miklum mannafla og fyrirhöifn, að undantekinni Vz dagsláfctu. Staðurinn virtist vera í bráðri hættu í framtíðinni, ef ekkert yrði að gjört. — Það var áldt úfctektarmanna staðar- ins, að óumflýjanlegt væri, að moka í burtu hæ’ð. sem var við Gilsbarminn, svo að skriðan fengi í framtíðinni aðra stefnu til norðurs, og aulk þess yrði að hlaða á ný ramgjörðan þvergarð fyrir ofan staðinm, í stað þess, sem fór undir skriðuna, en þetta myndi kosta mikið fé, og til þess að framkvæma það þyrfti m-argt manna í vinnu. Slíkar skriður höfðu oft fallið áður í Goðdölum og gjört mikinn usla, t.d. í tíð föður hans, vorin 1744, ’53 og ’54, svo að nú var varla eftir nema 14 af engjurn staðar- ins borið saman við það, sem hafði verið til forna. — Það var sannarlega ekki glæsilegt fyrir síra Jón að taka við staðnum í þessu ásigkomúLagi og eiga að bæta úr þessu, án þess að fá no-kkurt endur- gjald fyrir. Hann setti þetta samt ékk- ert fyrir sig og tók ótrauður til starfa, og vannst vel þó að hann væri crftast einn að verki, en þar kom til hin frá- bæra atorika hans og iðjusemi. Hann gjörði síðan ótrúlega miklar bætur á staðntuim, á næstu árum. — Hann færði skriðuna saman í stóra hauiga, sem brátt urðu grasigrónir, og mun sjást fyrir þeim enn. Oft var það í leysingium, að prestur stóð við að veita vatninu úr fjallinu, ofan á túnið og grundimar, og ýmist verja þær skemmd um eða auka þeim ræktun með áveit- um, enda munu litlar eða engar skemmd ir hafa orðið af skriðuföllum í Goðdöl- um, síðan prestur vann þetta þarfa verk. — Síðan byggði síra Jó-n upp bæði stað og kirkju í Goðdöluim og var hann þá oft, eins og áð-ur getur, aleinn að verki. Stundum hafði hann þó einn mann m-eð sér, en a-ldrei fieiri, og hét h-ann Bjöm Helgas-on. — Það þótti undur hvað presti tókst, oft einum, að ko-ma miklu og stóru grjóti í vegigi staðarins, kirkj- unnar og kirkjugarðsins. — Veggir þess- ir stóðu le-ngi sem tákn dugniaðar og karlmennsku þessa Goðdalaprest, og var það mál manna, að þeir yrðu ekki rifnir eða grjótið fæ-rt úr þeim, nema með miklum mannafla. — S íra-Jón lenti í deilu við biskup- inn á Hólum útúr þjónustunni í Ábæj- arkirkju eins og afi hans, síra Páll, hafði gjört. Nú var herra Gísli Maignússon orðinn biskup a ttolum, og sinnti hann að engu kröfu Goðdalaklerks. Hann þybbaðist fyrir eins og fyrirrennari hans, herra Stein, hafði gjört, og fékk síra Jón því því engu til vegar komið i þessu máli frekar en aifi hans. Þess er áður getið, að síra Jón þótti merkur maður „bæði í bústjó-rn og klerkdómi," en auk þess var hann vel hagmæltur, einkum á andleg ljóð, svo sem bænasálma. — Kona síra Jóns var Steinunn Ólafsdóttir frá Hérað-sdal, lög- réttumanns Þorlákssonar prests í Mikla bæ, Ólafssonar. Madama Steinunn varð bráðkvöd-d í sæti sínu árið 1790, 74 ára gömul, og hafði ekki kennt sér nokk- urs meins áður. Sama árið og madaman dó, sagði síra Jón af sér og fluttist tffl Þorsteins sonar síns, bónda í Gilhaga, og þar dó hann 75 ára gamall 10. febr- úar 1798. Hann þjónaði Goðdölu-m í 46 ár sem prestur ogkapelán föður síns. — Skömmu áður en hann dó, hjó hann með eigin hendi fagran legstein með letj-i, á gröf sína, og var hann enn óskemmdur um miðja öldina, sem leið. Þau síra Jón og madama Steinunn áttu þrjú böm, tvær dætur o-g einn son, Þorstein í Gillhaga. — Þorsteinn var fluigigáfað-ur, og va-r settur ungur í Hóla- skóla og útskrifaðist þaðan aðeins ■ 18 ára gam-all. Var það ætlun síra Jón.s að þessi efnilegi sonur hans yrði fyrst kapelán hans og fengi síðain brauðið, — og átti hann þannig að halda uppi forn- um erfðavenjum forfeðranna, og verða þannig sá fjórði í röðinni þeirra feð-ga, presfcur í Goðdölum, en þetta för á ann- an veg en ætiað var- Þorsteinn vildi h-eldur búa búi sínu og verða bóndi. Hann giftist líka ágætri konu og varð fyrirmyndar'búhö-ldur. — Kona hans var Margrét dóttir Magnúsar gullsnnðs Björnssonar í Gilhaga. Þau giftust ár- ið 1780, og settist Þorsteinn að öllu bú- inu í Gilhaga, lausu og föstu, og bjó þar með miikilli rausn. Þau hjón Þor- steinn og Margrét voru n-afnfræg að gest risni og gó’ðgjörðasemi. Magnús í Gil- haga v-ar m,aður milrilsvirtur, auðugur og velmenntað'Ur. Margrét var einka- bam hans. — Dóttir Þorsteins og Mar- grétar var seinni kona hins merka próf- asts, sira Jóns Konráðssonar á Mæt.i- felli. og eru merkir menn af þeim komn- ir. Hagalag Mývatns hetjumar. Árið 1830 gerðu Mývetningar út t leiðangur til að leita útil-egumanna i Ódiáðahrauni og þó einkum ' Dyngjufjöillum. Völdu-st til hans hin j ir vöskusitu menn og urðu fimtm ' { saman. Foringi fararinnar var Sig- í urður Jónsson á Gautlöndum. Enga ; fundu þeir útilegumennina. En \ al'lt um það var för þeirra merki- i leg. Um hana var þetta kveðið: ; Mývatns horsku hetjumar - \ herja fóru í Dyngjufjölil { —sverð og öyssu sérhver bar— 1 að sækja fé og vinna tröli. ; • (P.H.: Landið okkar.) Ráðning á Jóla-krossgátu inga barst að venju. Þegar dregið var um verðlaunin komu upp þessi nöfn: Kr. 1000,00 hlýtur: Auður Bessadóttir, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. Kr. 500,00 hljóta: Steingrímur Sigurðsson, Reykjalundi og Sigríður Guðmunds- dóttir, Austurbrún 2 (9. hæð), Reykjavík. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.