Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 4
0»íííííáícS«iíyS:x*;:;
Frá Mývami,
una artur. Allan timann tiofðnm vi5
bláan himin og breanandi sólskin, svo
að ekki varð golu vart nema þagar hart
var riðið. Og landslagið var líka fall-
egt, há, blá fjöll í fjarsýn, en lengst
úti við sjónhring sást jökullinn. Við rið
um fram með Mývatni, nes frá nesi,
gegnum engjar, mýrar, smáa eldgíga og
hraunstróka. Vatnið var blátt eins og
Miðjarðarhafið. Allt svaeðið er eldbrunn
ið. Mývatn kemuir að nokkru frá heit-
um neðanjarðaruppsprettum, og því var
vatnið volgt, og þama var fugí.a- og
íiska'lif, eins og í dýragarði.
Skuggahliðar
E n allt þetta hefur sínar skugga-
hliðar. S'kordýralít er þama mikið og
þivi var heill bak/ki af mýi yfir öllu
vatninu, stundum svo þéttur, að hann
sky.ggði á sólina og suðið heyrðist á
löngu færi. Við notuðum flugnanet,
en samt var engin leið að borða án þess
að fá eitthvað tii smekkbætis. Við
remm út í litla, lága eyju í vatninu.
Hún var vaxin kjarri og með hrein-
asta hitabeltisgróðri, allsstaðar var
gras, blöð og blóm. Villtar endur lágu
á eggjum í litlum holum og eigandinn
var þarna svo vel þekktur, að hann
gekk um og klappaði á bakið á önd-
unum. Á eyjimni voru smátjarnir með
fjölda andarunga.
Eftir 20 km. ferð komum við að
Reykjahlíð, sem er stór og fall.egur
bær, með kirkju í túninu.
Urðir, sandar, jöklar.
VIÐ LANDMÆLINGAR
Framlhald af bls. 1.
ur hafði Kora lent í ís. Þá sáu menn
bæði seli og kópa og skipið Iio.mst 1
klemmu, svo að stór sprunga kom í
bóginn.
Við stönzuðum í Siglufirði. Sá bær
befur eingöngu byggzt vegna síldarinn-
ar. Á síldartímanum voru þama 6000-
8000 íbúar en annars ekki nema 1000.
]VIánudaginn 5. júlí komum við til
Akureyrar og þar átti ég að yfirgefa
skipið.
Þá hafði ég verið 11 daga um borð.
Þetta hafði verið ágætis ferð. Flestir
venjast sjónum fljótt. Skipverjar stóðu
í málningu og viðgerðum. Þeir héngu
á pöllum bæði utan- og innanborðs,
og þeim fannst gaman ef ég talaði við
J>á. Þeir höfðu margar skemmtilegar
sögur að segja. Ég var orðinn góður
kunningi allra þarna og þótti fyrir því
að yfirgefa skipíð. Abel skipstjóri var
mikill reiðmaður. Hann kenndi mér
listina hvem dag sem við lágum um
kyrrt í einhverri höfn; þá útveguðum
við O'k'kur hesta og fórum út að ríða.
Nú átti próf að fara fram. Okkur
tókst að fá leigða hesta. Ég átti að ríða
á undan, skipstjórinn reið á eftir og
sló í hjá mér. Ýmislegt átti ég enn eft*
ir ólært, en ég hékk að minnsta kosti
á bykkjunni og var talinn fær um þenn
an 500 kílómetra spöl, sem fyrir hönd-
uim var.
Landveg til Seyðisfjarðar
með 10 hesfa
Akureyri heilsaði ég upp á Jó-
hann Havsteen, kaumann, enda hafði
áður svo verið um samið, að hann út-
vegaði mér fylgdarmann og hesta.
Fylgdarmaðurinn hét Jón. Hann hafði
alls 10 hesta. Hvor okkar hafði tvo til
reiðar, þannig að við gátum haft hesta-
skipti á hálftíma fresti, en hinir vom
reknir mannlausir. Auk þess var hann
með 4 klyfjahesta og tvo Jbla, sem
hann var að temja
Eftir hádegi sigldi ég yfir fjörðinn,
með 4 klyfjahesta og tvo fola, sem
Á meðan fór Jón með hestana yfir ána
og fyrir fjarðarbotninn. Það liðu einir
tveir tímar áður en búið var að búa
upp á hestana, og þá loks komumst við
af stað. Hver klyfjahestur bar um 50
kg., 25 í bagga. Meira mátti það e'kki
vera til þess að hestamir gætu farið
á brokk, en með því móti gátu þeir líka
komizt yfir allt að 70 km. á dag. Ef
farið var fetið, gátu hestarnir borið
allt að 100 kg. íslenzku hestarnir eru
smáir og sterkbyggðir. Upp og niður
brekikur stukku þeir eins og hundar.
Fyrsti hluti leiðarinnar lá upp eftir tals
vert bröttu fjalli. Við fórum yfir ás,
sem var 600 m. hár. Landslagið líktist
mjög háfjöllunum heima.
Fylgdarmaðurinn fór sér rólega
fyrsta daginn. Eftir 20 km. reið komum
við að prestsetrinu Hálsi. Prófasturinn
í Þingeyjarsiýslu, Ásmundur Gíslason,
sem þar bjó, þjónaði sex kirkjum. Sú
fjarlægasta þeirra var sex klukkustunda
ferð að heiman. Hann var líka prestur
í Grimsey, fjarlægasta útverði íslands
í íshafinu. Þar bjuggu 90 manns, sem
sagðir vora beztu skákmenn íslands.
Prestsetrið var með þykkum torf-
veggjum. Stofur, skrifstofa og eldhús
var ai.lt undir einu þaki. Gripahús
voru sérstæð. Þarna var indælt á sumr-
in, en á veturna — frá októberbyrjun
til maíloka, eða í átta mánuði — náði
snjórinn upp á glugga. Þá voru skíðin
eina farartækið.
Beethoven, skyr og brauð
Þ arna fékk ég ágæta gistingu.
Stofurnar vom litlar en vistlegar. Elzti
sonurinn spilaði Beethoven og ýmislegt
annað á orgel, og mér datt í hug, að
þeir sem iiia við erfið kjör en ráða við
þau eru þrátt fynr allt bezt settir.
Presturinn var bæði símstjóri og
póstafgreiðslumaður. Kirkjan var ekki
nema 6x10 metrar, en þar var falleigur,
gamall prédikunarstóll og snotur altaris
tafla. Og yfir öllu ljósblár himinn.
Áður en við lögðum upp af prestsetr-
inu daginn eftir, fengum við mikinn
morgúnverð: fisk, skyr — ágætis mat-
ur — brauð, smjör og nýmjólk.
Frá Hálsi fórum við um Ljósavatns-
skarð og fram hjá Goðafossi. Það er
stór og fallegur foss. Hingað til höfðum
við farið yfir árnar á fallegum stein-
steypubrúm, en þegar við komum að
Djúpá, var þar engin brú, en harður
straumur. Jón sagði bara: „Komdu
á eftir mér“, og svo ösiaði hesturinn
yfir með mig á bakinu. Vatnið tók næst
um á miðjar síður og langt upp
yfir stígvélin og straumharkan var mik
U.
Við sáum fjöldann allan af fuglum,
rjúpur, endur og marga flleiri fugla, og
ár og vötn voru full af silungi. Næst
gistum við á öðm prestsetri, Skútustöð-
um. Presturinn þar hét Hermann Hjart
arson og hafði tvær kirkjur.
Næsta dag riðum við meðfram endi-
löngu Mývatni. Það var gaman að
finna, að vel miðaði áfram, heyra hófa-
skellina og brakið í hnakknum og far-
angrinuim. Öðru hverju rásuðu hestarn-
ir út af götunni, en þá var Jón K.ominn
eins og elding og rak þá á götuna aftur
með svipunni sinni og ho-ho, en hund-
urinn beit eins og vitlaus í taglið á
hestunum, sem ekki vildu fara á göt-
myrar
Næsta dag áttum við erfitt ferðalag.
Helmingur leiðarinnar lá gegnum
Námaskarð. Fjallaleiðin þarna var jafn
eyðileg og uppland Sikileyjar, ekkert
nema hraun og gígar, brennisteinsbreið-
ur og gufustrókar til allra hliða. Langt
í burtu sáum við blátt Mývatnið, með
sterkgrænum túnum í kring. Kringum
okkur vom brúnir sandhólar, rétt
eins og á toppnum á Vesúvíusi, með
sterkgulum brennisteinsblettum, græn-
um mosaþembum, allt í hinum fárán-
legasta hrærigraut. Síðan riðum við út
á sandana. Hver minnsta gola kom
sandinum á hreyfingu. Hestamir voiu
órólegir og kunnu illa við sig. Nú kom
ósvikinn sandbylur. Klyfjahestarnir
hlupu út undan sér og hurfu í sand-
mökkinn. Kofortin brotnuðu og farang-
urinn lá eins og hráviði. Sandurinn
fyllti vitin á okkur, augu, nef, munn,
eyru, föt og allt annað. En eftir nokkra
stund lygndi aftur og þá fengum við
nóg að gera að tina sarnan hestana og
farangurinn.
Gegnum þessa auðn komum við
loksins að Dettifosesi. Þá höifðum við
riðið í fjóra daga frá Akureyri. Við
Framhald á bls. 13.
Seyðisfjörður.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
8. tbl. 1965.