Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 7
SMÁSAGAN Framhald á bls. 3. ar, sem hann var nýbúinn að hengja upp. Hún septi og hljóp. Hún h’jóp til vinnusfcofu málarans og fleygði sér í fang hans. Það tók hana góða stund að skýra frá öllu. Málarinn vildi katla lögreg'luna til aðstoðar. „En ég hef engar sannanir“, hróp- aði hún æst. „Við verðum að fara héð- an, við verðum að fara langt í burtu, svo hann geti ekki fundið mig.“ Daginn eftir fóru þau til Parísar. >a,u settust að og skráðu sig sem hjón á litlu hóteli í miðri borginni. Þótt ó- trúlegt megi virðast, hafði málarinn ekki áður komið til Parísar, svo þetta var aevintýri líkast fyrir hann. Það var Ihenni líka ævintýri og þau voru mjög hamingjusöm. Málarinn málaði Sigur- bogann og lofaði að gera eftirmynd aí Mónu-Lísu handa henni. Þegar vika var liðin frá komu þeirra til Parísar, skrifuðu þau bréf til veiði- mannsdns. Þau skrifuðu skynsamlegt og þaulhugsað bréf og buðu honum helminginn af hinum geysimikiu eign- um hennar. „Við höfum hvort annað", sagði hún. „Og köllun mína og starf“, sagði hann. Glöð og ánsegð hlupu þau út á göt- una og fundu póstkassa. Svo gengu þau niður götuna til gangstéttarveitingastað arins á horninu. í tíu skrefa fjarlaegð írá veitingastaðnum snarstanzaði hún o" vatt sér inn í húsasund. Hún var naföl. „Hann situr þarna á veitingastaðn- um“, hvíslaði hún, „það er hann, sem er með græna veiðimannahattinn með rauðu fjöðrinni“. Málarinn gægðist út úr húsasundinu. Fremst á gangstéttinni sat maður með þennan höfuðbúnað. „Ég fer og tala við hann“, saigði hann. Við erum þó fullorðið fólk.“ E n hún greip í hann báðum hönd- um, hélf honum föstum og hvíslaði skálfandi: „Hann skýtur þig líka, hann skýtur okkur bæði“. Meira en klukkutima stóðu þau I húsasundinu og allan tímann var mál- arinn að tauta, að þetta næði engri átt. „Þú þekkir hann ekki“, sagði hún. Loks stóð veiðimaðurinn upp og rölti niður breiðgötuna. Þau hlupu heim, hún fleygði sér grát- andi á rúmið og hrópaði að þau yrðu að fara þaðan. Daginn eftir lögðu þau af stað til Kómaborgar. Róm var þeim báðum nýr og óþekkt- ur heimur, og þegar fjórtán dagar voru iliðnir án þess veiðimaðurinn léti sjá sig, tóku þau gleði sína á ný. Þau bjuggu á lúxushóteli við Via Veneto og málarinn fór upp á Palatínushæðina og málaði baðhúsarústir og vatnsveitu- stokka. Dag nokkurn fór hún þangað uppeftir til hans með vín, brauó og ost í körfu. Málarinn stóð undir Vallands- furunni og málaði útsýnið yfir For- um Romanum. Hún leit á myndina og svo á útsýnið, setti körfuna frá sér á grasið og virti svfo aftur fyrir sér út- sýnið. Það var hann...... Veiðimaðurinn sat við gullfiskatjöm- ina í húsi Vestumeyjanna. Hann var með græna veiðimannaihattinn og horfði hugsandi á höfuðlausar marmarastytt- ur Vestumeyj anna allt í kringum siig. Hún hljóp, málarinn hljóp á eftir henni, þau hentust niður Etrúra- brekkuna, hlupu yKr Circus Maximus og upp-á götuna hinumegin. Þar slengdu þau sér inn í leigubíl og óku ti;l hótels- ins. Þegjandi létu þau farangur sinn niður í ferðatöskurnar. Þegar þau voru setzt inn í flugvélina til Aþenu sagði hann, að næst pegar hann sæi veiði- manninn, skyidi hann standa augliti til auglitis við hann eins og maður og binda enda á þetta óþolandi ástand. En hún veitti þvi athygli að hann var mjög fölur, þegar hann sagði þetta. í Aþenu varð málarinn aftur ham- ingjusamur. Hann má’aði súlur og hof og svartklæddar, gamlar og horaðar grískar konur. Einn daginn staðhæfði hann, að nú væri hann búinn að ná tök- um á hinni sérkennilegu birtu gríska landslagsins. Það var sama daginn, sem þau sáu veiðimanninn á Ómónía-torgr inu. Þau fóru til Alexandríu um nótt- ina. í Alexandriu fór hún ekki út fyrir dyr hótelsins. Málarinn málaði úlfalda. Þegar því var lokið urðu þau að halda áfram ferðinni. F rá Indlandi fóm þau til San Francisoo, frá San Francisco til New Mexico. Nú orðið gat málarinn ekki málað annað en græna veiðimannahatta með rauðum fjöðrum. „Þetta er að eyðileggja list mína“, sagði hann dapur, „þessi sífelldi ótti.“ En henni var nú farið að skiljast, að ótti er smitandi, og hú-n vissi hversu tilgangslaust það er að gera atlögu gegn honum með rökræðum og skyn- seimi. í Chile reyndu þau að dvelja um tima uppi í sveit. Lengi fengu þau að vera þar í friði, en aftur á móti var fátt um úrræði til flótta, þegar veiðimaðurinn ui.i síðir birtist þar. f Jóhannesarborg hvarf málarinn. Einn morguninn var hann horfinn, en hafði skilið eftir bréf til hennar. í því þakkaði hann henni fyrir þessi tíu ár, sem þau höfðu verið saman. En hann ráðlagði henni :-\ð fara heim til veiði- mannsins aftur. Hann áleit, að það væri það eina, sem gæti bjargað henni. Hún hafði ekki þrek til að syrgja. Og það var líka sorgarefni. Margir menn gistu rekkju hennar. Hún hafði ekki tíma til að stofna til kunningsskapar, því síður vináttu, og hana brast kjark til að vera ein um nætur. Nokki’um sinnum kom það fyrir að hún fékk hæverskleg en ákveðin til- mæli um að yfirgefa hótelið. f hvert sinn, sem það kom fyrir, flutti hún tll staða, sem gerðu minni kröfur til vel- sæmis. „Þetta kemur fyrir mig“, hugsaði hún stundum með einskonar utangátta undrun. „Þetta kemur fyrir mig“. En þegar veiðimaðurinn kom í ljós í Jóhannesarborg sór hún í fyrsta sinn á ævinni. Hún sór við sáluhjálp sinna góðu, látnu foreldra, að henni skyldi takast að leika a hann. Henni skyldi takast að afrná öll merki um ferðir sin- ar á jarðkringlunni. Um nóttina fór hún til trúboðssföðv- ar, sem var norðan við borgina. Hún var þar um kyrrt í fjórtán daga, áður en hún sneri aftur til Jóhannesarborgar. Fyrst leit út fyrir að þetta kænsku- bragð hefði ruglað veiðimanninn í rím- inu, en svo varð það upphaf að áköf- um og trylltum eltingaleik og oft var hann adveg á hælum hennar. í Kína lentu þau einu sinni á sömu járnbrautarlest. Henni heppnaðist að stökkva af lestinni án þess það vekti eftirtekt. Hún braut einar tvær tennur og fékk nokkrar skrámur, en tókst að komast ofan að fljóti og þar leigði hún sér fljótabát. A. ð fim/m árum liðnum var hún Tbfi-amkomin og útslitin. Hún sat á sóða legu hóteli í Barcelona, drakk morg- un-konja.kið sitt og hló krampakennd- um sefasýkis-hlátri. Hún varð að við- urkenna, að hún hafði verið heimsk, hún, einmitt hún, hefði átt að vita bet- ur. Þegar veiðirnaðurinn varð var við minnsta vott af kænsku hjá bi’áðinni, 9em hann elti, einbeitti han,n þeim mun meira sínum eigin kröftum og slægð. Ef hún gengi nú til móts við hann? Fleygði sér niðu.r fyrir fætur hans og bæði urn vægð? Hún vissi manna bezt að hanm var m iskium narlaus i Samt seim áðux fór hún út þennan morgun. Hún gekk . í allra augsýn niður götuna og lét sólina skína á sig. En þegar hún kom auga á hann, hrökk hún saman eins og vanalega. Viðtnögð hennar voru gersamlega ósjálfiáð. Hún beygði sig niður bak við blómavagn, smeygði sér varlega inn í mannfjöldann á götunni. Aldrei að líta til baka, aldrei yfir auð svæði eða inn í blindgötur, láta sem henni væri bæði fjandans sama og algerlega ókunnugt um að henni væri veitt eftirför. Hún komst heim á hótelið og vissi að enn á ný hafði henni tekizt, svo að segja, að gufa upp fyrir augun- um á veiðimanninum. Nei, aldrei skyldi hún biðjast misk- imnar af honum, sem enga miskunn þekkti.... í Sydney fékk hún orðsendingu frá bankanum heima, Innstæður hennar voru þrotnar. Hún skildi það ek'ki, henni hafði aldrei dottið í hug, að þær kynnu að geta þrotið. Hún æddi ennþá nokkrum sinnum umhverfis hnöttinn á kostnað þeirra verðmæta, sem henni voru tiltæk. Hún seldi skartgripi sína, fatnað, ferðatösk- ur og skó. Loks kom að því að hún varð að vinna fyrir brauði sínu og vini. Hún reyndi margskonar störf, en hún var alltof oft drukkin og óhæf til vinnu. Svo hallaði hún sér þá að hinni gömlu, auðfengnu kvennaatvinnu. Hún hélt sig aðallega að hafnarborgunum. Ekki að- eins vegna þess að viðskiptavinirnir voru fleiri þar, heldur einnig vegna þess að möguleikar til fyrirvaralauss flótta voru þar einna mestir. Hún varð einn slyngasti laumufarþeginn á öilum sjó- ieiðum, og í nokkrum höfnum voru gefn ar út skipanir um að handtaka hana. E itt sinn að næturlagi gekk hún í land í New York. Hún var nær dauða en lífi af hungri og þorsta, líkami henn- ar var allur meira eða minna bólginn, fötin loddu við hana, hárið var klístrað svo hana klæjaði um allt höfuðið. Og hún fann óþefinn af sjálfri sér. Hún rölti af stað eftir mannlausum hafnar- bakka og starði niður í vatnið. Eitt skref og öll hennar eymd og skömm yrði um garð gengin. Hún spurði sjálfa sig: „Hvers vegna stíg ég ekki þetta eina skref? Það er þó langt, frá því að ég sé hrædd við að deyja, það væri dásamiegt að deyja og losna úr klóm þessa bölvaða lifs.“ Hún stóð þama völtum fótum, en tók eftir því, að allan tímann gætti hún þess vandlega að detta ekki í vatnið. Svarið rann smámsaman upp fyrir henni. Óttinn, sem hafði árum saman haft hana á valdi sínu, hafði allan tímann verið í yfirvofandi nálægð við morð. EinihVerntíma hlaut morðið og óttinn að hafa runnið saman í eitt. Þannig hafði morðið þegar verið framið og þessvegna var hún ekki hrædd lengur. Þrátt fyrir það varð hún að halda á- fram að flýja, 9Íá örlagastundinni á írest svo lengi 9em henni var unnt. Ekki af vana, þrátt fyrir það þótt öll hennar viðbrögð lytu núorðið boði vanans, held ur vegna þeirrar leyndu, ósjálfráðu ósk- ar að tefla taflið til enda á áþreifanlag- an, sýnilegan hátt. Hún hélt iífinu í sjálfri sér til þess eins að falla fyrir kúlu veiðimannsins. Á engan annan hótt vildi hún deyja. Það var sá eini virðuleiki sem hún var þess umkomin að gefa sínu glataða lífi. Nú vissi hún þetta. Hún rétti dálítið úr sér og lagði svo af stað upp í göt- urnar við höfnina. En þegar hún ári síðar gekk í land í Bari vissi hún lika, að það var hennar síðasta landganga. Hún gat ekki gert sér vonir um að komast um borð í nokk urt skip framar, hennar gamli, hrjáði og þreytti likanu gat ekki meira. Nú fékk hún mjög sialdan viðskipta- vini. Hún skildi það mætavel. Hún stóð sjálfa sig að því að bíða veiðknanns- ins í Bari. En þegar hann kom í ljós, heppnaðist henni samt að flýja. Þegar út fyrir borgina kom fékk hún að sitja á palli vörubíls. Bílstjórinn var bólu- grafinn, vingjarnlegur náungi, sem lof- aði henni að sitja á bílnum allt þangað sem leið hans lá. Að skilnaði gaf hann henni brauðhleif og vínflösku. Grátandi yfir þessari undarlegu, c væntu reynslu aróst hún áfram e± t,ir sólheitum, vegköntum. að tók hana óratíma að komast til Napoli. Þegar hún eftir langa mæðu komst þangað, fann hún það á sér, að veiðimaðurinn var ekki kommn þangað á undan henni. „Nú þarf hann að fara að flýta sér,“ Hún settist að í skúrgarmi í undir- hlíðum hins kulnaða eldfjalls, og þegar hún var tilneydd, fór hún gangandi inn i hafnarhverfið eftir að myrkrið skall á. Svo var það einu sinni síðdegis, að hún gekk niður að höfninni, án þess að brýn nauðsyn krefði. En þegar hún stóð al- ein yzt á bryggjusporði, vissi hún það alit í einu. Hann var að koma.... Stórt hvítt farþegaskip lagðist við bryggjuna. Án þess að sjá hann, án þéss svo mikið sem að hvarfla augum að landganginum, vissi hún það. Og hún vissi að hann sá hana. Hann var eina manneskjan í öilum heiminum, sem gat þekkt hana eins og nú var komið. Og hún hugsaði með trega til þeirra löngu liðnu ára, þegar hún átti ennþá von, þegar hún hélt að hún gæti leikið á hann með því að lita Ixár sitt og klæðast annarlegum bún- ingum. Hún hafði verið „geisha“, nauta- bani, fjárhirðir... Veiðimaðurinn kom ekki út á bryggju sporðinn. Aftur á móti kom drukkinn sjómað- ur, sem vildi gera sér hana að góðu- Hann talaði hennar eigið móðurmál, hún komst við og hugsaði með sér að hún skyldi vera ódýr. Svo varð henni hugsað til þess að nú myndi hún ekki framar þarfnast neins lífsviðurværis og sagðist hafa öðru að sinna. Hann var reiður, en hún ýtti honum frá sér og staulaðist burtu og sjómaðurlnn hróp- aði á eftir henni ógrynnin öll af sóða- legum skammaryrðum. Heima í skúrnum drakk hún sáð- asta sopann, sem hún átti af víni. Svo tíndi hún saman i böggul sína fáu og fátæklegu miuni: spegilbrot, tindalausa hárgreiðu, gatslitinn ullarjakka og festi úr tréperluim. Á meðan hún var að þessu varð henni hugsað til þess, að einu sinni hafði hún ferðazt um heiminn þveran og endilangan með margar ferða töskur úr léttu, ljósu skinni, hún hafði meira að segja átt hattöskju úr sams- konar skinni. Hún gat ekki að sér gert að brctóa dálítið, þegar henni varð hugs- sð til þe9sarar hattöskju, og hún sagði við sjálfa sig, að hún væri gengin í barn dóm. Svo kom hann, hljóðlaust opnaði hann dyrnar, stóð kyrr og horfði á hana. „Já, iíttu á“, hugsaði hún, „það er ekki merkileg bráð, sem þú sækir hingað. Dýrið hefur fengið ör í holdið, kláða í feldinn og margan annan vesaldóm. Það er þér mátulegt... . “ Veiðimaðurinn virtist sjálfur vera ó- breyttur. Augu hans voru eins blá og hvöss og áður, nasavængimir bærðust og hún þekkti aftur, næstum átakanlega vel, .itlu, þvínær gagnsæju eyrun hans. Eyrun, sem gátu heyrt ef minnsta strá brotnaði í skóginum. En hatturinn hans var ekki grænn með rauðrl fjöður, eins og hann hafði alltaf verið í hennar auigum. Hann vax grár og upplitaður, hlaut að hafa ver- ið það í mörg ár. Það var undarlegt að Framihald á bls. 14. 8. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.