Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 8
Ur ævi Júns á Akri Draumar Á. öllum öldum f rá því sög’ur bóf- «st eru margar frásagnir af draumium og fyrirboðum er bárust vitrum mönn- liim og draumspökum. Varla man eg eftir nokkurri sögu í okikar fornritum, sem ekki getur um draurna eða fyrir- burði. Á siðari tímum er mikl!u minna um frásagnir þessarar tegundar, þó nokikuð oft beri það við og nokkrar merkar bækur hafa komið út um þetta efni. Man eg einkum eftir draumabók Her- manns Jónassonar, skólastjóra, síðar bónda á Þingeyrum og aliþingisimanns. Er það mjög merk bók og mætti margt um hana segja, sem allt væri höfundi til sæmdar. Eg nefni þetta aðeins til að vikja að því, að á þessu sviði ræ eg ekki einn á báti. En eg hef frá barnæsku verið draumamaður mikill. I>ví miður hef eg lítið gert að því að skrifa drauma mína niður og man ekki nema örlítið brot af allri þeirri syrpu. Er svo m.eð mig sem íl.esta aðra, að tiltölulega lítið af draum- unum er á þá leið, að þeir séu til þess að rita þá upp, enda þó hver þeirra hafi sína merkingu og komi fram í ýmsum myndum fyrr eða síðar. En svo hefur það verið um alla ævi, að fátt hefur borið við á lífsleið minni, svo að mig hafi eigi dreymt fyrir því áður í ein- hverri mynd. Eru þó flestir draumarnir daglátadraumar og stefna til þess er fram kemur á næsta sólarhring og oft eigi ákveðnari en svo að gefa vísa bend- ingu um það, hvort næsti dagur verði geðfeldur og happasæW, eða hið gagn- stæða. Hafa margir mínir draumar, sem eru þess eðlis, verið að gagni sem greinileg vísbending, annað hvort til viðvörunar eða annarra leiðbeininga um það, hvað heppilegast sé til úrræða, eða hvort fyrirhuguð ráðstöfun verði til góðs eða ills. Á æskuárunum dreymdi mig oft um það sem mig vantaði, hvort sem voru kindur eða vissir hlutir og hafði eg jafnan gagn af. Mig hefur dreymt fjö'ida veðurfars- drauma og hafa þeir jafnan komið fram. Eru þeir oftast eins og flestir mínir draumar í þeim flokki, sem nefnast lík- ingadraumar; t.d. eru hvítar kindur venjulega fyrir snjó, mikill heyskapur eða mikil veiði frekast fyrir slætnu veðri o.s.frv. Önn-ur tegund drauma eru mynda- draumar og eru þeir á þá leið, að manni birtist mynd af kringumstæðum og atburðum, sem síðar koma fram nákvæmlega eins og í draumnum var. Snertir það gjarnan ferðalög o.þ.h. Um þetta þykir mér svo eigi rétt að ta!a meira, en gríp til þess að segja þér nokkra drauma, sem eg man greinilega og komu fram svo ekki var um að vill- ast. Harðindin 1916 í febrúarmánuði 1946 dreymdi mig það eina nótt, að eg væri nýbúinn að kaupa 100 gemlinga alfa hvíta og væri að reka þá heim. Eg bjó þá á Mörk í Bólstaðarhlíðanhreppi. Daginn eftir fór eg á málfund ofan að Gunnsteinsstöðum og sagði við mína aamfylgdarmenn. „Nú fáum við 100 daga harðindasikorpu". Peir spurðu, hvort eg væri að verða vitlaus. Það rnundi engin skepna iifa af. En eg slak- aði ekki til. Og þetta reyndist verða. Næstu daga hlóð niður ógurlegri logn- fönn, svo hvengi sá til jarðar og hag- laust varð fyrir öLl hross, hvað þá ann an pening. Og harðindin stóðu rétta 100 daga. Batinn kom 18. maí um vorið. Mikla hríðin 1920 V eturinn 1019->020 var mesti harð indavetur sem komið hefur á minni ævi. Eg var þá á Ytri-Löngumýri og stóð í sífeldu brasi við útvegun á fóð- urbæti fyrir sveitungana. Var þá odd- viti Svínavatnshrepps. Á góunni dreymdi mig það nótt eina, að eg var búinn að kaupa 11 ær og var að stríða við að koma þeim inn en gekk ilf:a. Næsta dag hófst gífurleg norðanhríð og stóð hún í ellefu daga. Ihaldsþingmaður i aprílmánuði 1929 fór eg á fyrsta landsfund okkar flokks, sem þá hét íhaldsflokkur. Vorum við nokkrir saman og fjóra daga á leiðinni, fórum m.a. gangandi yfir Hoitavörðuheiði. Síðustu nóttina gistum við í Borgar- nesi og þá dreymdi mig eftirfarandi draum: Eg þóttist koma inn í pósthúsið á Blönduósi og er mér þar afhent mikið af bréfum, sem mér er sagt að séu öll til mín. Utanáskrift á öllum bréfunum var eðlileg nema á einu. Þar stóð: 12. íhaldsþingmaður. Eg opnaði bréfið og var það frá Eðvarð á Helgavatni. Það þótti mér góðs viti: Eðvarð merkti það er varð eða verður, og ,,á Helgavatni“ þótti mér benda á hreint. Eðvarð var einn minn bezti vinur, hann lézt í fyrra. Á norðuifeið sagði eg félögum mán- um þennan draum og réð sr. Lárus á Miklabæ hann þannig: Þetta er fyrir þingmennsku og þegar það gerist að þú kemst að, verður þú 12. maður sem fiokkurinn fær, þegar talið er upp. Eft- ir fjögur ár var eg í framboði og náði kosningu. Stóð ráðning sr. Lárusar heima. Eg var tólfti maður þá er talið var. Viðtal við Jakob í Holti I byrjun desember 1930 var mik- ill undirbúningur í okkar flokki i Aust- ur-Húnavatnssýslu vegna væntanlegra kosninga vorið eftir. Eg hafði boðað fund á BUönduósi 16. þ.m. og fundar- efnið var að ákveða um framboð, því Þórarinn á Hjaltabakka hafði gefið það upp við mig o.fl. að ekki kæmi til mála að hann færi aftur fram. Nokkrum nóttum fyrir fundinn dreymdi mig að eg væri að koma að Holti í Svínadal eins og oft átti sér stað áður. Kom eg að húsunum rétt ofan við bæinn og sé að ólæst er ein hurðin og geng eg þar inn. Þykir mér þá Jakob sálugi. sem dáinn var fyrir mörgum árum, vera að sópa garðann. Tökum við tal saman. Fljótlega segir hann við mig: „Nú ættir þú að verða frambjóð- andi okkar flokks í vor, það yrði far- sæt!ast.“ Eg þóttist segja: „Heldurðu ■ Jón Pálmason. ekki heppilegra að það verði Hafsteinn frændi þinn á Gunnsteinsstöðum?" Þá þykir mér hann svara: „Nei, það er alltof mikill mannamunur á ykkur Haf- steini til þess að hann sé tekinn fram yfir þig.“ Draumurinn varð eigi lengri, en eins og eg hef áður sagt þér í þessum þátt- um var Þórarinn frambjóðandi um vior- ið, en útilokað reyndist að fá hann kos- inn. En tæpum 2 árum síðar var sú að- ferðin höfð, sem draummaðurinn lagði til. Jakob í Holti var siðast bóndi í Hnausum, einhver minn atira bezti vin- ur. Hann var bróðir Magnúsar Guð- mundssonar ráðherra. Flekkótti jakkinn Aðfaranótt 14. apríl 1931 dreymir mig, að eg væri kominn í nýjan jakka, sem mér hafði verið sendur að sunnan. Hann var fagurblár, nema boðungur- inn að framan, vinstra megin. Hann var rauðgulur. Daginn eftir fór eg yf- ir að Þingeyrum til að fá fréttir. Hafði ekki útvarpstæki þá. Gerðist þann dag hinn mikli atburður að Alþinigi var rof- ið. Orsökin var ný samvinna milli Sjálf- stæðisflokksins og Aiiþýðuflokksins um breytta stjórnarskra og ra.fvirkjun fyr- ir Reykjavík. Netið mitt V eturinn 1932 dreymdi mig það nótt eina að barið væri að dyruim á A'kri. Eg þóttist fara út. Var nokkuð dimmt. Sé eg hvar maður stendur á bæjarhólnum og reynist það vera Jón í Stóra-Dal, sem þá var á Alþingi. Hann er daufur á svip og nokkuð hruflaður í andliti vinstra megin. Við heilsumst og strax á eftir segir Jón: „Eg kom hérna með netið þitt, Jón.“ Sá eg þá breitt silunganet á bæjarhólnum. Draumurinn var ekki lengri en rétt á eftir frétti eg, að Jón hefði f!.utt frum- varp á Alþingi um breytingu á Hæsta- rétti og hefði það valdið hörðum deil- um í Framsóknarflokknum. Urðu þær deilur upphaf þess er siðar varð, að Jón var rekinn úr flokknuim. Verkaði það áreiðanlega mér til hags í kosn- ingunum í Austur-Húnavatnssýslu. Bréfakassarnir I kosningahríðinni 1933, þegar eg var fyrst í framboði, dreymdi mig það nótt eina, að við sætum hvor á móti öðrum sinn á hvorri þúfu, Ólafur Björnsaon oddviti á Árbakka og eg. Við héldum sinn á hvorum kassa og í þeim voru ber. Allt í einu hallast kassinn hjá Ólafi allmikið og talsvert af berj- unum fór niður. Eg tíndi þau upp. Var sá draumur eigi lengri, en hann rættist greinilega í atkvæðaskiptingu kosning- anna. Ólafur var aðalforingi Framsókn- armanna í stærsta hreppi sýslunnar, sem var óskiptur þá, en var í skiptingu. Eg náði kosningu og breytingin frá því, sem áður var, varð aðallega í þessum hreppi. Eg ætí!a nú að láta hér staðar numið um einstaka drauma, þó marga fleiri mætti segja, bæði frá fyrri og síðri hluta ævinnar. En eins ætla eg að geta og það er, að mig dreymir oft að eg sjái látna viini. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 8. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.