Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Blaðsíða 1
nomum, svo aö þetta er Ainetanleg
heimild um elztu sögu íslendin-ga.
Loksins tókum við nú að nálgast ís-
land. Gegnum þokuna mátti greina
hvern stóra jökulinn eftir annan, háa
og volduga og yfir jöklunum sáum við
litskrúðið frá sólarlaginu. Það var æv-
intýri og féll vel að ía andsnafinu.
Við fórum framhjá Vestmannaeyjum,
Hlíðarenda, bæ Gunnars, og Bergþórs-
hvoli, bæ Njáls. Eftir sex daga útivist
var varpað akkerum á ytri höfninni i
Reykjavík-
ICora lá í Rej’kjavík í fjóra daga,
svo að ég hafði góðan tíma til að skoða
bæinn. Reykjavík var þá með 16.000
íbúa. Mér fannst það viðkunnanlegt að
sjá, að í símaskránni voru allir skráðir
eftir skirnarnöfnum, en ekki ættarnöfn-
um eins og hjá oss tíðkast.
Þar var félag að nafni Gigant, sem
átti Dettifoss. Ég heimsótti stjórnar-
formanninn, Eggert Claessen, hæstta-
réttarmálaflutningsmann, eins og það
er kallað á íslenzku. Sérlega duglegur
og við'kunnar/egur maður.
Aðrir stjórnarmenn áttu heima úti á
landi, utan Reykjavíkur. Ég komst í
fyrsta sinn á hestbak, þegar ég fór að
heimsækja þá. Ég gerði mitt bezta til
að vera sem allra riddaralegastur oig
sýna, að ég kynni að stjórna hesti, en
líklega höfum við nú að mestu farið
eins og hestinum þóknaðist.
F östudaginn 2. júlí fór Kora frá
Reykjavík. Ég fékk nýjan káetufélaga,
Edvard Mortensen, siðar áberandi mann
í sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Einnig
komu .argir Islendingar um borð.
Jafnvel þótt þeir ætluðu ekki nema
stutta leið, höfðu þeir með sér rúmföt,
kodda, undirsæng, lök og yfirsæng og
iágu svo á þilfarinu á hléborða, hver
við annars hlið. Ströndin var stórkost-
leg ásýndum, há blá fjöll með hvítum
snjófönnum í, sem hurfu hálfvegis í ský
in. Við sigldum norðureftir, yfir Faxa-
flóa og Breiðafjörð. En uppi yfir öllu
gnæfði Snæfellsjökull með blikandi
hvítan sólgylltan tindinn.
Við komum til ísafjarðar, sem hafði
um 2000 íbúa. Thomas Amlie kaupmað-
ur og faðir minn ráku þar hvalveið-
ar, endur fyrir löngu, en nú var hval-
stöðin orðin að síldarstöð.
Við fórum fyrir Hornbjarg eða Kap
Nord, sem er rétt norður undir heim-
skautsbaugnum. Hafís rekur upp að
landinu, að meðaltali fjórða eða fimmta
hvert ár. Stöku smnum kemur isbjörn
til Norðurlandsins með rekís. Árið áð-
Framihald á bls. 4.
EDVARD SVANÖE:
VID LANDMÆLINGAR Á
HESTBAKI 1920
Norðmaður segir frá sumardvöl á Islandi
Fiá Bergen til Akureyrar
með KORA
Arið 1920 fór enskt félag þess
á leit við mig, að ég færi til
íslands og gæfi skýrslu um Detti-
foss.
Af íslandskorti sá ég, að Deiiti-
foss var í Jökulsá. Jökulsá á upptök
sín í Vatnajökli, stærsta jökli ís-
lands og allrar Norðurálfu, og síðan
rennur áin í norðurátt, um 200 kíló-
metra veg, út í Norður-íshafið.
í þá daga varð ekki flogið til ís-
lands. Bergensfélagið hafði lítið
kaupfar í förum þangað. Það hét
KORA og skipstjórinn Abel.
\ ið lögðum _af stað frá Bergen á
Jónsmessukvöld. Ég lenti í káetu með
Övrevik, skólakennara frá Sogni. Hann
hafði fengið 1000 króna styrk til að
athuga staðina, sem nefndir eru í forn-
sögum. Hann gekk með 1000-krón seð-
ilinn í buxnavasanum og sýndi hann
hverjum sem hann vildi. Þarna var
einnig ræðismaður Norðmanna á ís-
Dandi, Bay. Generalkonsúll hét þá á
íslenzku „medismaðr" (sic!).
Við komum við á Hjaltlandi og á
margar hvalveiðistöðvar í Færeyjum.
Eitt kvöld vorum við boðnir til Olsens
forstjóra í hvalveiðistöðinni í Torsvig.
Olsen hafði orðið fyrir tundurskeyti
1917, um veturinn. 34 menn voru í
björgunarbáti - 52 klukkustundir, áður
en þeir náðu Noregi, og fimm menn
voru dánir áður en að landi væri kom-
ið.
Hvalfangararnir áttu erfiða dag. Mér
fannst ég vera kominn innan um gömí.u
víkingana. Ég spurði, hvernig hvala-
skoti væri hlcypt af. Þeir hleyptu af
einu skoti við borðið, svb að flöskur
og glös dönsuðu, en án þess að neinn
meiddist. Þegar þeir heyrðu, að ég ætl-
aði að fara að ferðast ríðandi um ís-
land, skeimmtu þeir sér við að segja mér
ýmsar reyfarasögur af því, hve hestarn-
ir gætu verið óþægir. Þetta varð til
þess að koma mér í það rétta skap.
Ég hafði verið svo vitlaus að fara að
segja þeim, að ég væri heldur bágbor-
inn reiðmaður.
E ftir stutt viðdvöl í Thórshavn,
fórum við framhjá vestasta odda Fær-
eyja, Mýnesi. Skipstjórinn hélt þá
,.skipstjóraveizlu“. Honum fannst það
ótæikt, að ég færi brennivínslaus til
bannlandsins íslands og lét mig því
hafa nokkrar flöskur. En þá var ein-
mitt líka bann hjá okkur í Noregi. Um
kvöldið sáum við tvo stóra hvali, sem
voru að busla í sjónum, svo að háir
vatnsstrókar gusu í loft upp. Seinna
skemmtum við okkur við að skjóta
fugla. Skipstjórinn stýrði skipinu sitt
á hvað til þess að útvega okkur sem
bezt skotfæri.
Ekkert er jafn skemmtilegt og að
vera farþegi á kaupfari. Það er við-
Jbuvard Svanóe.
Noreg — en trúlega hefur einnig ævin
týraþrá nokkru um valdið.
íslendingar eru þannig komnir af
mörgum duglegum og voldugum ætt-
um, og það má telja einsdæmi, að ís-
lendingar hafa í sögum sínum talið
upp 400 fjölskyldur með 3500 manna-
| — 8. tbl. 28. febrúar 1965. 40 árg. — |
kunnanlegt ferðalag. Það hetur eKKi
verið eins þægilegt hjá þeim, sem voru
að flytjast til íslands kringum árið
1000.
Einn hinna fyrstu var Ingólfur Arn-
arson, fyrsti landnámsmaður Islands,
sem kom frá Noregi. Seinna kom stöð-
ugur straumur landflótta manna frá
Noregi, íitandi og Skotlandi. Sumir
voru smákóngar frá Noregi, sem komu
með heila skipaflota, en svo voru líka
einstakar bændafjölskydur, sem komu
á einni fleytu. Þeir komu í opnum
skipum með smábörn, húsdýr og lausa-
fé. Kompásar þekktust ekki í þá daga,
svo að sennilega hafa ekki allir náð
til íslands. Ástæðan til þessa útflutn-
ings hefur að líkindum verið andstaða
gegn Haraldi konungi hárfagra, sem
hafði gengizt fyrir því að sameina