Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 1
Bessastaðakirkja. Svo segja vitrir menn að nokk- urir landnámsmanna hafi skírðir verið, þeir er byggt hafa ís- land, flestir þeir er komu vestan um haf (Leturbreyt. hér) ... og heldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En það gekk óvíða í ættir, því að synir þeirra sumra reistu hof og blótuðu, en land var alheiðið nær hundraði vetra. Þannig segir í Sturlubók Land- ijámu og eru þetta elztu heimildir ei- vér höfum um trúbragðasögu Is- lendinga. Fræðimönnum ber ekki saman um það hve margir hafi kom ið hingað vestan um haf (þ.e. frá Bretlandseyum, áttin vestur miðuð við stefnu þangað frá Noregi). En ekki er að sjá, að trúarbrögðin hafi valdið neinum deilum hér í önd- verðu. Kristnir menn og heiðnir bjuggu í nábýli og ekki fara sögur af neinum trúardeilum. Svo virðist sem fullkomið umburðarlyndi í trú- málum hafi þá verið hér á landi. Kristnir menn reistu nokkrar kirkj- ur, en heiðnir menn, er héraðshöfð- ingjar vildu verða, reistu hof; var það vænlegast til mannaforráða, enda virðist flestum hafa verið meira í mun að ná völdum, heldur en að þeir reistu hofin vegna áhuga fyrir trúmálum. Þó eru þar undan- tekningar. Landið varð albyggt á 50-60 árum og lifðu þá enn margir landnámsmenn og synir þeirra, segir Sturlubók. En þá verður hér gagnger breyting á. Árið 930 er allsherjarríki sett á stofn á ís- landi og jafnframt er þá Alþingi stofn- að, og það setur ríkinu hina fyrstu stjórnarskrá (Úlfljótslög). Þar er svo fyrir mælt, að íslendingar skuli allir vera Ásatrúar og gjalda toll til hofa. Hér urðu hin fyrstu siðaskifti á íslandi, þótt fátt hafi verið um þau talað og rit- að. Áður var hér algert trúfrelsi, menn máttu trúa á Æsi, Krist, stokka og steina eða mátt sinn og megin. En nú skyldu allir hafa sömu trú. Engar sagn- ii eru um að kristnir menn hafi mót- mælt þessu, enda er flest á huldu um undirbúning stofnunar allsherjarríkis á íslandi og setningu Alþingis. Ef til vill hefir þetta farið friðsamlega fram, og Siindiim Eftir Árna Óla Dómkirkjan í Reykjavík. ef til vill hafa menn fremur litið á þessa breytingu frá pólitísku sjónarmiði en trúarlegu og talið hofskattinn gjald ti'l að standa straum af kostnaði við land- stjórn. Þó eru þess dæmi, að kristnir menn hafi neitað að greiða hoftoll, eins og sést á frásögninni um Þorleif kristna í Krossavík í Reyðarfirði (Vopnfirð- ingasaga). En þar sem það mál hjaðnaði niður, mætti ef til vill gera ráð fyrir, að fleiri slik mál hefði á undan farið og ekki verið gengið ríkt eftir því að kristn ir menn greiddu hoftolla. Hafi kristni því þróazt í landinu, þrátt fyrir allsherj- arlögin og gæti það skýrt hvers vegna Ásatrúin stóð svo höllum fæti árið 10&0, þegar kristni var lögtekin. S amkvæmt fornsögunum gætir lif andi trúar lítt hér á landi í heiðnum sið. Þó verða menn reiðir þegar Stefn- ir Þorgilsson kemur hingað í trúboðs- erindum á fyrsta ríkisstjórnarári Ólafs konungs Tryggvasonar, og var það vegna fruntalegs framferðis hans, þar sem hann tók að brjóta skurðgoð, hof og hörga. Trúboði Stefnis var tekið með kæruleysi, en ofbeldisverk þoldu menn honum ekki. I trúboðssögu Þoi-valds Koðránssonar ei og getið atviks, sem sýnir að kæru- ieysi í trúarefnum hefir verið býsna rótgróið. Þoi-valdur kom að Hvammi í Dölum, þar sem bjuggu afkomendur Auðar djúpúðgu, en nú var þar komið hof. Þorvaldur boðaði trú, en Friðgerð- ur húsfreyja fór inn í hofið og svaraði honuim þaðan. En Skeggi sonur hennar hló að þeim. Þetta viðbragð unglingsins virðist benda til þess að ekiki hafi stað- ið djúpt virðing manua fyrir trúar- bröigðunum. Þessi ungbngur, sem var sonur hofgoða og hoígyðju, hæðist að því er móðir hans og trúboðinn leíða saman hesta sína. Honum finnst það skoplegt. Hann átti þó að erfa goðorð föður síns og hefði átt að hafa fengið það uppeldi, að hann hefði staðið stöð- ugur í trúnni og átt að veita móður sinni lið í viðureigninni við aðkomu- manninn, sem boðaði nýjan sið. En við- brögð hans urðu öll önnur, o& hvers mátti þá vænta af almenningi. Orsök þess var sú, að Asatrúin talaði ekki til hjartnanna, og þass vegna fylgdi henni ekki sá andlegi kraftur, sem hefir gert heittrúarmenn að hetjum og píslarvott- um. Ásatrúin var miklu fremur við- skiftalegs eðlis, því að menn keyptu sér aðstoð guðanna mað fórnum og blótum. Þeir gerðu upp reikninga sína við guð- ina á vissuim tí.num, líkt og þegar menn eru nú að greiða víxla sína eða , gera upp“ við kaupnanninn. Þeir „skyldu blóta í móti vetri til árs, en að miðjum vetri blóta til grtðrar, hið þriðja að sumri, það var sl ,urblót“. En ef vetur voru harðir og uppskera brást, mundi þá ekki bafa ve.ið heldur dauft yfir sigurblótinu? Um 70 ár vr.r Ásatrúin lögskipuð hér í landi. En svo komu þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti með kristni- boðið' árig 1000 og fluttu mái sitt á Al- þingi. Þá kom ser.diboði hlaupandi með þær fréttir, að jarðeldur væn kominn upp í Ölfusi og stefndi hraunflóðið á Hjalla, bæ Þórodds goða. , Ei er undur í að goðin reiðist tölum slíkum“, sögðu þá hinir gallihörðustu heiðingjar. En Snorri goði svaraði þeim: „Um hvað reiddúst goðin þá er hér brann hraun- tð er nú stöndum vér á?“ Þetta svar oins hins vitrasta goðorðsmanns sýnii Fraiimiald á bls. 6.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.