Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Blaðsíða 3
lippljóstrun hjartans Eftir Edgar Altan Poe J á, það er rétt, — ég hafði verið veiklaður á taugum, hræðilega tauga- óstyrkur, — og það er ég ennþá. En hvers vegna fullyrðið þér, að ég sé brjálaður? Sjúkdómurinn hefur skerpt öll skynfæri mín, — ekki eyðilagt þau, — ekki truflað þau. Heyrn mín var alveg óviðjafnanlega skörp. Ég heyrði sérhvert hljóð á himni og jörðu og einnig mörg alla leið neðan úr helvíti. Og hvernig getur yður þá dottið í hug, að ég sé brjálaður? Hlustið á! Takið eftir, hversu skýrt og nákvæm- lega, — hversu rólega ég get sagt yður aila söguna. Það er ekki unnt að lýsa því, hvernig það byrjaði. En þegar það hafði fest rætur í huga mínum, fyigdi það mér siööugt dag og nótt. Ég hafði enga ástæðu. Ég var ekki haldinn hatri. Ég eiskaði þann gamla. Hann hafði aldrei unnið mér nokkurt mein. Hann hafði aldrei beitt mig rangindum. Og ekki sóttist ég eftir peningum hans. — Ég held það hafi verið augað! — Jú, þannig var það! Annað auga hans var eins og í gammi — bleikblátt og þakið ógeðfelldri himnu. Það var sem blóðið frysi í æðum min- um í hvert sinn, er hann leit á mig. Og svo þróaðist smám saman innra með mér sá ásetningur að myrða karlinn og losa mig þannig við augnaráð hans í eict skipti fyrir öll. Þetta er kjarni málsins. — Þér haldið, að ég sé brjálaður. Þeir brjáluðu hafa er ga dómgreind. En þér hefðuð átt að sja, hversu kænlega ég fór að öllu, — hversu varfærnislega, — hversu þaul- hugsað, — hversu lymskulega ég gekk til verks! A Idrei hafði ég verið vingjarnlegri við þann gamla en vikuna áður en ég drap hann. Og hverja einustu nótt ná- kvæmlega á miðnætti ýtti ég niður hand fanginu á hurðinni hans og opnaði dyrn- ar, — svo-o varlega! Og þegar ég hafði opnað hurðina, svo að ég kæmi inn höfð- inu, stakk ég lokuðu ljóskeri inn úr gættinni. Ég bærðist varla, — aðeins mjög hægt og sígandi, — undur var- færnislega, svo að ég truflaði ekki svefn karlsins. Það tók mig heila klukkustund að koma höfðinu svo langt inn úr gætt- inni, að ég gæti séð hann, þar sem hann lá í rúmi sínu. Hefði kannske nokkur vitfirringur verið svona klókur! Og síðan, — þegar ég loks hafði höfuð- ið fyrir innan dyrastafinn, opnaði ég Ijós kerið, — svo-o v-a-r-l-e-g-a, því að það gat ískrað í lömunum. Ég opnaði það rákvæmlega nógu mikið til þess, að einn einasti örlítill ljósgeisli gæti sloppið út og fallið á gammsaugað. Og þetta endurtók ég sjö langar nætur i röð, — hverja nótt, alveg á miðnætti. En alltaf var gammsaugað lokað, og þess vegna gat ég ekki framkvæmt fyrirætl- un mína, því að það var ekki karlinn, sem kvaldi mig, heldur þetta Illa Auga. Og á hverjum morgni, þegar birti af degi, gekk ég rösklega inn í herbergi hans og talaði við hann, eins og ekkert væri, — heilsaði honum hjartanlega og spurði, hvernig hann hefði sofið. Svo að þér getið ímyndað yður, hvort hann hefði ekki mátt vera meira en lítið skarp skyggn til þess að láta sér koma til hug- ar, að ég stæði hverja nótt á miðnætti skammt frá rúmi hans og starði á hann, þar sem hann svaf. Áttundu nóttina var ég enn varfærn- ari en áður, þegar ég opnaði dyrnar. Mínútuvísirinn á klukku hreyfir sig hraðar en hönd mín gerði þá. Aldrei áður hafði mér fundizt jafn mikið til um styrk minn og klókindi. Ég gat varla haldið hrifningu minni í skefjum. Að hugsa sér, hvernig ég stóð þarna og opnaði hurðina af þvílíkri varkárni, án þess hann svo mikið sem dreymdi um laun'ráð mín eða hugsanir! Mér hló bein- línis hugur í brjósti, — og kannske hefur hann heyrt það, því að skyndilega hrökk hann við í rúminu, eins og hann hefði orðið hræddur. Nú haldið þér auðvitað, að ég hafi laumazt til baka. — Nei, svo sannarlega ekki! í herbergi hans var þykkt og bik- svart myrkur, því að hlerar voru fyrir gluggum. Hann óttaðist alltaf innbrots- þjófa. Þess vegna vissi ég, að hann gæti ekki séð, hvernig dyrnar opnuðust, og ég hélt áfram að ljúka upp hurðinni meira og meira. Ég var kominn með höfuðið inn úr gættinni og var rétt í þann mund að opna ljóskerið, þegar mér varð það á að rispa þumalfingur-nöglinni við lok- ið. Karlinn settist snöggt upp í rúminu og hrópaði: — Hver er þar? E g stóð grafkyrr og svaraði ekki. Hanga stund bærði ég hvorki legg né lið, og ég heyrði hann ekki leggjast fyrir aftur. Hann hélt áfram að sitja uppi og hlusta, — nákvæmlega eins og ég hafði setið uppi nótt eftir nótt og hlustað á tifið í úrverki dauðans inni í veggnum. Að lokum heyrði ég veikburða stunu, og ég vissi, að það var stuna dauða- angistarinnar. Það var hvorki sársauka- stuna né sorgarstuna, — onei, — það var þetta veika og hálfkæfða hljóð, sem þrengir sér upp úr djúpi sálarinnar, þegar hún er barmafull af skelfingu. Ég þekkti þetta hljóð. Marga nóttina, — einmitt um miðnætti, — þegar allur heimurinn svaf, hefur það stigið frá mínu eigin brjósti og aukið á skelfingu mína með sínu hræðilega bergmáli. Já, ég sagði, að ég þekkti það vel. Ég vissi, hvernig þeim gamla var innan brjósts, og ég hafði samúð með honum, þótt mér hlægi hugur í brjósti. Ég vissi, að hann var glaðvakandi allt frá þeirri stundu, er hann heyrði nögl mína rispa ljóskerið, og ég vissi, að skelfing hans hafði stöðugt magnazt með hverri mínútu. Hann hafði reynt að róa sjálfan sig: — Þetta er bara vindurinn, sem þýtur í reykháfnum, — það er bara rotta, sem hefur hlaupið yfir gólfið — eða var það aðeins klukk í veggjatítlu? Já, hann hafði reynt að sefa óttann með alls kon- ar ágizkunum, en allar þær tilraunir höfðu reynzt honum árangurslausar. — Allt var unnið fyrir gýg, því að Dauð- inn, sem nálgaðist hann nú, hafði sveip- að svörtum skugga sínum um bráðina. Og mitt í þessum ósýnilega skugga fann hann, þótt hann hvorki sæi né heyrði, að höfuð mitt var inni í herberginu. Þegar ég hafði beðið langa hríð, mjög þolinmóður, án þess að heyra hann leggj ast fyrir aftur, ákvað ég að opna ljós- kerið örlítið,— aðeins agnar ögn. Svo opnaði ég það, — þér getið ekki ímynd- að yður, hversu hægt og varlega, unz að lokum örmjór geisli, — eins og þráð- ur í köngurlóarvef, smaug út um rifuna og hitti beint í gammsaugað. — Það var opið, — alveg galopið, — og ég varð hamstola, þegar ég leit það. Ég sá það svo greinilega, — gráblátt, þakið ógeðslegri himnu, — og ísingin smaug um æðar mínar alla leið inn í merg og bein. En ég gat ekki greint neitt annað af andliti eða líkama karls- ins, því af einhvers konar eðlisávísun hafði ég einmitt beint ljósgeislanum ná- kvæmlega á þennan bölvaða stað. Og nú--------hefi ég ekki þegar sagt yður, að það sem þér ranglega skil- greinið brjálsemi eru þvert á móti óvið- jafnanlegir skynjunarhæfileikar? Og nú — takið eftir — heyrði ég dauft og veikt hljóð, síendurtekið eins og klukkutif inn an úr þykkum baðmullarumbúðum. Þetta hljóð þekkti ég einnig prýðilega. Þetta var hjartsláttur gamla mannsins, og það æsti mig um allan helming, alveg eins og truimbusiáttur tendrar bar- áttuvilja hermannsins. E n jafnvel á þeirri stundu stillti ég mig. — Ég stóð grafkyrr. — Ég andaði varia. Eg hélt ljóskerinu hreyfingar- lausu. Ég lét ljósgeislann hvíla stöðugt á gammsauganu, og þessi djöfullegi hjart sláttur karlsins jókst og hækkaði jafnt og þétt. Hann varð sterkari, segi ég, — sterkari og sterkari með hverju augna- bliki! Skiljið þér mig fullkomlega? Ég hefi sagt yður, að taugar mínar hafi verið óstyrkar, og það er satt. Og nú fylltist ég skelfingu að hlusta á þetta viðurstyggilega hljóð þarna í hræðilegri þögninni í þessu gamla húsi. Samt sem áður stillti ég mig enn í nokkrar mín- útur. Hjartslátturinn varð hærri og hærri. Ég bjóst við, að hjarta hans mundi bresta á hverri stundu. Og nú greip mig önnur skelfing, — nágrannarnir gætu heyrt þennan hávaða! Fraimhald á bls. 14. HEILLARÁÐ Eftir Dorothy Parker Ef mætirðu eitt sinn, ungfrú góð, ungu skáldi, er tjáir þér, að konunni sinni hvert sitt ljóð kveðið hafi (eins og vera ber) — að aldrei í lífinu hafi hann nenni brugðizt, og með sann dáð hana bæði dag og nótt.... í guðsbænum legðu á flótta fljótt, eins og fjandinn sé á hælum þér. Guðmundur Frimann íslenzkaði. 9. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.