Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Blaðsíða 4
HVÍTABANDID 7" flRfl EHir Pál V. G. Kolka Allir Reykvíkingar kann- ast við Sjúkrahús Hvíta- bandsins við Skólavörðustíg, en margir munu kunna lítil deili á þeim félagsskap, sem ber þetta nafn. Hann hefur þó unnið mikið og gott starf hér í 70 ár, en að vísu með litlu brauki og bramli. Þetta er félags- skapur kvenna, stofnaður í Banda- ríkjunum 1874 til baráttu gegn áfeng isböli og til þess að vinna að ýms- um líknarstörfum á kristilegum grundvelli. Þaðan barst hann til Englands og síðan til Noregs, en þar rekur félagið nú barnaheimili, hress ingar- og eftirlitsheimili, sjómanna- stofur og tekur þátt í kristniboði. Fröken Ólafía Jóhannsdóttir, hin stór- gáfaða náfrænka Einars Benediktssonar skálds, frábær að trúaráhuga og mann- kærleika, kynntist starfi Hvítabandsins í Noregi og stofnaði samskonar félag í Reykjavík 17. febrúar 1895, ásamt föð- ursystur sinni, kvenskörungnum Þor- björgu Sveinsdóttur ljósmóður. Ólafía var formaður félagsins fyrstu fimm ár þess og skipulagði starf þess af svo miklum dugnaði, að þess var farið á leit við hana, að hún yrði erindreki alþjóða- sambands Hvítabandsins. Það varð þó ekki, heldur hafnaði hún í Noregi, þar sem hún stjómaði heimili fyrir afvega- leiddar stúlkur í Osló meðan heilsa hennar entist, svo sem alkunnugt er. Þorbjörg föðursystir hennar tók þá við formennsku Hvítabandsins hér og hafði á hendi til æviloka 1903, en 1905 varð Ingveldur Guðmundsdóttir, hús- freyja í Kópavogi, formaður félagsins og gegndi því starfi af dæmalausum dugn- aði í 30 ár, en eftir hana náin starfs- systir hennar, Sigurlaug Þorláksdóttir, systir Jóns ráðherra. Ólafía Jóhanns- dóttir starfaði einnig að málum fé- lagsins hér heima allra síðustu ár ævi sinnar, eftir að hún fluttist heim, þrot- in að heilsu. Hún dó 20. júní 1924. M IVAikil örbirgð var her í Reykjavik á fyrstu starfsárum félagsins og rétti það þá mörgum fátækum hjálparhönd, og það jafnvel svo, að sumar félagskon- ur gáfu einstökum börnum mat vetrar- langt, en auk þess gerði það mikið að því að gleðja sjúklinga á spítölum bæj- arins, einkum fyrir jólin, og hefur það alla tíð verið stöðugur þáttur í starfi félagsins. Stærsta fyrirtæki þess var þó bygging Hvítabandsspítalans við Skólavörðustíg. Það hús átti að verða hvildar- og hressingarheimili fyrir kon- ur að aflokinni spítalavist, en sökum hins mikla skorts á sjúkrarúmum var því breytt frá byrjun í sjúkrahús, og slíkt hvíldarheimili, sem hugsað var í byrjun, er enn ekki til, þótt þess sé mikil þörf. Félagið rak sjúkrahúsið fyrstu níu árin fyrir eigin reikning, en rekstur þess reyndist félaginu ofviða, og gaf það því bænum eignina í árslok 1942. Þá höfðu 5278 sjúklingar notið þar læknishjálpar, eða 586 að meðaltali á ári. Má í því sambandi minnast orða Kristins Björnssonar yfirlæknis á 30 ára afmæli þess: „Ég ætla, að erfitt hefði verið að vera án þess og að margir eigi því að þakka líf og heilsu, að Hvítabandið réð- ist í það glæfrafyrirtæki að reisa þessa Fyrsta stjórn Hvítabandsins. Fremri röð frá vinstri: Guðlaug Jonsdottir, Þorbjörg Sveinsdóttir, Svava Bartels. Aftari röð: Þórunn Finnsdóttir, Ólafía Jóhannsdóttir, Ingveldur Guðmundsdót tir, Hólmfríður Rósenkrans og Guðný Guðnadóttir. Núverandi stjórn Hvitabandsins. Frá vinstri: Hólmfríður Jónsdóttir, Odd- fríður Jóhannesdóttir, Helga Þorgilsdó ttir, Jóna Erlendsdóttir og Jóruuin Guðnadóttir. stofnun og halda við starfrækslu henn- ar í þessi níu ár. Virðist mér margt óverðugra hafa verið þakkað og á lofti haldið, en máske þarf nokkurn fjarska til að sjá, hve þessa starfsemi kvenfé- lagsins Hvítabandsins ber yfir hégóma- brölt og smámuni, sem eru fréttir dags- ins.“ E ftir að Hvítabandið afhenti Reykjavíkurborg sjúkrahús sitt endur- gjaldslaust, tók það á ný að safna fé; í það skiptið til þess að koma upp ljós- baðstofu fyrir veikluð börn, og hefur það nú rekið þá starfsemi í 12 ár í húsi sínu. En líknarstarfsemi þess hefur náð út fyrir landsteinana, því að í styrjald- arlokin sendi það fimm ámur fullar af fatnaði og prjónavörum til nauðstadds fólks í Norður-Noregi, auk þess sem það hefur tekið þátt í Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna. Bæjarstjórnin í Bodö sendi félaginu í þakkarskyni skjöld með mynd af ráðhúsi bæjarins. Samfelldasti þátturinn í starfi félagsins frá byrjun hefur þó verið glaðningur til sjúklinga, einkum fyrir jólin. Hvítabandið hefur jafnan tekið þátt í almennum kvennasamtökum, svo sem Áfengisvamanefnd kvenna, Mæðra- styrksnefnd og Hallveigarstaðanefnd. Mest af starfi þess hefur samt verið unnið í kyrrþey, fé til þess aðallega safnað meðal félagskvennanna sjálfra eða maka þeirra. Núverandi stjóm Hvitabandsins er skipuð frúnum Jónu Erlendsdóttur for- manni, Hólmsfríði Jónsdóttur, Jórunni Guðnadóttur, Helgu Þorgilsdóttur rit- ara og Oddfríði Jóhannesdóttur gjald- kera. Þær tvær síðastnefndu hafa gegnt stjórnarstörfum í meira en fimmtíu ár, enda einkennir flestar Hvítabandskon- ur tryggð við félag sitt. Ólafía Jóhannsdóttir. Hagalagðar Fyrir hundrað árum Upp úr nýári harðnaði tíðarfar með mjög mikilli fannkomu og á þorraruum var frost í mesta lagi. Gó- an var frostminni, en veðráttan ó- stilltari og gæátir á sjó því býsna erfiðar. Vorið war eitt hið harðasta, sem kemur hér á Suðurlandi. Sumar- ið var g)ott þangað til á leið. Þó urðu votviðrin svo fjarstkaleg, að hey ónýtt ust hjá þeim, seim ekki voru búnir með heyskap sinn áður. Haustið var hið hagstæðasta hvað tíðarfar snertL Árbækur Rvíkur 1865. Þar má þá vera gott Sr. Eyjólfur á Völlum, höf. Valla- annáls, var ágætur húsbóndi og lítt eftirgangssamur við hjú sín. Er sagt, að öldruð kona á Völlum, nefnd Guð- rún og talin bústýra prests, hafl lagzt hættulega veik og er grannkona hennar og vinkona kom fcil að telja um fyrir henni, og hversu gleðilegt væri að komast í eilífa sælu, þá sagði Guðrún, er hin þagnaði: „Þar má þá vera giott, ef mér líður betur en hér á Völlum.“ (H.Þ.) 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 9. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.