Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Qupperneq 2
rsv 'ipI
Lmv ndJ
Lyndon B. Johnson Banda-
ríkjaforseti á það til að
•taka stórt upp í sig, og það gerðist
m.a. tveimur vikum fyrir forseta-
kosningarnar í haust, þegar hann
ávarpaði lítinn hóp manna í Hvíta
húsinu. Þá komst hann svo að orði:
„Fyrir hundrað árum útrýmdi
Lincoln þrælahaldi í þessu landi.
Við eigum nútíma-Lincoln frá Illi-
nois-fylki, sem hefur það markmið
að úrýma fátæk'cinni í þessu landi.“
Tilefnið var hátíðleg athöfn, þar
sem Sargent Shriver var settur inn
í embætti sem forstjóri hinnar nýju
stjórnarskrifstofu sem berst gegn
fátækt og skorti í Bandaríkjunum.
Þetta embætci er nýtt af nálinni og
hefur verið mjög umdeilt. Sumir, og
þeirra á meðal er Johnson forseti,
telja það eitthvert merkilegasta
skrefið í át't til efnahagslegs rétt-
lætis, sem stigið hefur verið í sögu
Bandaríkjanna. Aðrir skopast að
því, segja það vera hálfgerðan jóla-
sveinaleik eða kosningabrellu. Til
eru einnig þeir, sem eru sammála
markmiðum Shrivers, en hafa litla
trú á árangrlnum, vegna þess að
Bandaríkjaþing muni aldrei veita
nægilegt fjármagn til hins gífurlega
mikla átaks.
S argent Shriver er ljóst, að hann
hefur takmarkað fjármagn til umráða
og margs konar aðra tálma á leið sinni
að markinu, en hann er einn þeirra
manna, sem hafa tröllatrú á sjálfum sér
og sinum góða má'stað, enda má segja
að reynsla síðustu ára hafi verið honum
hliðholl. Hann hefur nefnilega undan-
farin fjögur ár verið forstjóri hinna
frægu friðarsveita, sem Bandaríkja-
menn hafa sent til um 50 vanþróaðra
landa, og gagnstætt öllum hrakspóm
hefur starf hans á þeim vettvangi borið
mikinn og góðan ávöxt.
Johnson forseti hefur mikiar mætur
á Shriver og hefur frá upphafi stutt
hann dyggilega. í fyrra sendi hann t.d.
Shriver sem sérstakan fu’ltrúa sinn til
Jerúsalem með bréf til páfans. sem þá
var í opinbsrri Leimsökn í ninni helgu
borg. Hann hefur einnig gert hann að
ráðgjafa sínum í sambandi við alls-
herjarendurskoðun á aðstoð Bandaríkj-
anna við önnur ríki. Fyrir nokkrum ár-
um var Shriver ekki tekinn sérlega al-
varlega í Washington; hann ’var bara
myndarlegur og duglegur mágur
Kennedy-bræðranna.
í kosningabaráttu Johns F. Kennedys
árið 1960 gætti áhrifa Shrivers ekki
verulega fyrr en undir lokin, eftir að
hann hafði taiið mág sinn á að hringja
til eiginkonu negraleiðtogans dr. Mar-
tins Luthers Kings, sem hafði verið
fangelsaður í Georgíu-fylki. Aðstoðar-
maður Shrivers, Harris L. Wofford
yngri, gaf honum hugmyndina að upp-
örvunarsímtali við frú King. Shriver
var þá staddur í Chicago, en Kennedy
ið gert ráð fyrir, að ársdvöl hvers
sjálfboðaliða erlendLs mundi kosta 9000
dollara — og meðalkostnaður hefur
reynzt vera 9079 dollarar. Hann hefur
ósvikinn áhuga á hvað hlutirnir kosta.
Hann minnir jafnvel á sparsama þing-
menn, þegar hann segir frá því, hvernig
hann tók fyrir þann sið eftirlitsmanna
fr ðarsveitanna að koma við í Róm á
leiðinni heim frá Austurlöndum.
mt rátt fyrir smitandi eldmóð skír-
skotar Shriver einnig til raunsærri og
kaldlyndari manna, af því hann hefur
lika yfirbragð hins jarðbundna kaup-
sýslumanns, sem veit hvað hann er að
gera og sannfærir aðra um það. Hann
er enn ákaflega myndarlegur og spengi-
legur, þó hann sé orðinn 49 ára gam-
all, en hann er rétt að byrja að hærast.
Hvað mundi það þá helzt vera, sem
gerði Shriver sjálfkjörinn til forustu
mesta innanríkisævintýris Johnson3
forseta, baráttunnar gegn fátæktinni?
Meðal hins fyrsta ber að nefna naest-
um ástríðufullan áhuga á félagslegu
réttlæti og jafnræði. Glöggur kunnáttu-
maður í Washington segir, að Shriver
eigi það sammerkt við mág sinn, Ro-
bert Kennedy, að hann sé gæddur „eig-
inleikum trúboðans — þeir trúa að
bandariski draumurinn gæti rætzt, að
fátækt fólk eigi að fá nóg að borða, og
að blökkumenn eigi að hafa sín réttindú
Þetta er stjórnmálum algerlega óvið-
komandi.“
Áhugi Shrivers á félagsmálum hefur
vafalaust glæðzt af hans eigin baráttu
i æsku. Hann er kominn af göfugri a;tt
í Maryland, sem var bæði auðug og
virt. En faðir hans, Robert Sargent
Shriver eldri, missti eigur sínar í
kreppunni miklu 1929, og sonurmn
varð að brjótast til mennta á eigin
spýtur. Hann lauk lögfræðiprófi við
Yale-háskóia og stundaði námið á
styrkjum og með því að vinna í frí-
stundum.
Fjárhagsáhyggjum hans var lokið,
þegar hann hóf að vinna hjá Joseph
P. Kennedy árið 1946 sem aðstoðarfor-
stjóri hins geysistóra sölufyrirtæl-.is
„Merchandise Mart“ í Chicago. Sex ár-
um síðar gekk hann að eiga dóttur yfir-
boðara síns. En það breytti ekki af-
stöðu hans til félagslegs réttlætis. f
Chicago var hann óþreytandi forstöðu-
maður og fjáröflunarmaður fyrir ýmiss
konar mennta- og góðgerðafyrirtæki.
í fimm ár var hann forseti fræðsiu-
ráðs Chicago-borgar, þar sem h" n
varð að glíma við geigvænleg vanua-
mál kynþáttahaturs og fátaektar.
S argent Shriver er rómversk-
kaþólskrar trúar eins og tengdafóik
hans og tekur trú sína alvarlega. Hann
les trúarlega heimspeki —í kappi og er
af sumum talinn óvenjulega vel let>inn
leikmaður í kaþólskri trúfræði. í r£. ju
sem hann hélt á kaþólskri ráðstelnu
árið 1958 gerði hann grein fyrir .
stöðu sinni til trúarbragða og þjóðfé-
lagsmála með svofelldum orðum:
„Eini ósvikni aðallinn í þessum heimi
eða þeim næsta er aðall þeirra k .a
og kvenna sem hafa helgað líf sitt réU-
læti og kærleika. Þessar kristnu dyggð-
Eramhald á bls. 13.
f'i'aniAV .slj.; Sigias Jonsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti S. Sími 2248Ó.
Utgefandi: H.t. Arvakur Reykjavílc.
SARGENT SHRiVER
i móteli á O’Hare-flugvellinum. Shriv-
er ók þegar í stað út til hans. beið þar
til aliir aðrir ráðgjafar forsetaefnis-
ins höfðu dregið sig í hlé og taldi síðan
Kennedy á að hringja þegar í stað. A.
m.k. einn reyndur ráðgjafi Kennedys
sagði þegar hann heyrði um símtalið:
„I»ú ert búinn að missa Suðurríkin". En
veðrið sem gert var út af símtalinu í
blöðunum tryggði Kennedy mikilvægt
fylgi meðal blökkumanna, og Eisen-
hower forseti var þeirrar skoðunar, að
símtalið hefði ráðið úrslitum í forseta-
kosningunum.
S törf Shrivers í friðarsveitunum
hafa geibreytt hugmyndum manna í
Washington um þennan myndarlega
mág Kennedy-bræðranna. í fyrstu virt-
ist hugmyndin um friðarsveitirnar mik-
ils til of hástemmd og hættuleg, skoð-
uð með augum hinna „raunsæju" þing-
manna. Nú er hins vegar svo komið,
að friðarsveitirnar eru eitt af eftir-
lætisfyrirtækj um Bandarikjaþings —
ekki sízt vegna þess að engin hneyksl-
ismál hafa komið upp í sambandi við
þær. Shriver fær þakkirnar fyrir þetta,
enda er hann maðurinn sem skapaði
og mótaði þessa merkilegu nýju til-
raun.
Þegar sveitirnar tóku til starfa 1961
voru þær einungis einn liður í ei’lendri
aðstoðaráætlun Bandaríkjanna. Allir
sem einhverju réðu — utanríkisráðu-
neytið, starfsmenn Hvíta hússins, fjár-
veitingaskrifstofan — vildu hafa þessa
tilhögun, allir nema Shriver og John-
son varaforseti. Af reynslu sinni af
svipuðum stofnunum á stjórnarárum
Roosevelts vissi Johnson, að friðarsveit-
irnar yrðu að vera óháðar, ef nokkur
árangur ætti að nást af viðleitni þeirra.
Meðan Shriver var erlendis, skarst
Jahnson í leikinn og fékk Kennedy
forseta til að veita friðarsveitunum
fuilt sjálfstæði. Náin vinátta þeirra
Johnsons og Shrivers hófst um þetta
leyti.
Afleiðingin af hinni nýju tilhögun
var auðvitað sú, að Shriver varð að
reka friðarsveitirnar án aðstoðar frá
Hvíta húsinu, en það gerði hann sér
ekki ijóst í fy. slu. Hann bað um að-
stoð við að hafa áhrif á þingmennina
í Washington, en þegar ekkert gerðist
nefndi hann það við konu sína, Eunice,
systur Kennedys forseta. Eunice kynnti
sér málin í kyrrþey, og fékk að vita,
að nú yrði Shriver að róa einn á báti.
Það var um þetta leyti sem Shriver
tók upp þá venj u að snæða morgun-
verð á Capitol Hill (í þinginu) og pré-
dika boðskap friðarsveitanna fyrir þing-
mönnum. Bar sú áróðursherferð meiri
og betri árangur en dæmi eru til um
þess háttar viðleitni á bak við tjöldin,
og henni er í rauninni alls ekki lokið
ennþá. Sjálfur kemst Shriver svo að
orði: „Friðarsveitirnar eiga þrjú mik-
il kjördæmi: banaarísku þjóðina, þjóð-
ii móttökulandanna og Bandaríkjaþing.
Þess vegna ferðast ég um Bandaríkin,
um löndin handan hafsins og um Capi-
tol Hill.“ Shriver hefur ferðazt til yfir
40 þeirra landa, sem veitt hafa friðar-
sveitunum viðtöku, og u>m flest ríki
Bandaríkjanna. Á þeim fjórum árum,
sem hann hefur gegnt starfi sínu, hef-
ui hann verið að heiman nálega hálft
annað ár.
I áróðurherferð sinni meðal
bandarískra borgara hefur Shriver frá
mörgu að segja úr fjölbreytilegri
reynslu sinni. Honum hefur einkum
orðið ágengt meðal háskólastúdenta
sem smitast af eldmóði hans og hug-
sjónaglóð. „Friðarsveitirnar eru að
breyta þeirri hugmynd, að Bandaríkja-
menn hafi ekki áhuga á öðru en pen-
ingum,“ segir hann. Hann segir söguna
af bandariska sjálfboðaliðanum sem
starfaði í fátækrahverfi í Lima, höfuð-
borg Perú, og var kosinn í hverfisráðið.
„Það er þar sem við eigum að vinna
kosningar," segir hann með áherzlu, og
stúdentarnir ljósta upp fagnaðarópi.
Hann leggur áherzlu á algert af-
skiptaleysi friðarsveitanna af kynþátt-
um og trúarbrögðum — skýrir frá
hvernig aðvaranir gegn því að senda
blökkuimenn til Afríku eða mótmælend-
ur til kaþólskra landa voru virtar að
vettugi. Hann segir frá harminum sem
greip um sig í lítilli borg í Colombíu,
þegar tveir bandarískir sjálfboðaliðar
fórust í flugslysi. „Annar þeirra var
baptisti og hinn gyðingur — og þetta
var í einu þeirra kaþólsku landa, þang-
að sem ekki þótti ráðlegt að senda
mótmælendur eða gyðinga.“ Hann
vitnar líka í sellósnillinginn heims-
fræga, Pablo Casals, sem hefur látið svo
ummælt, að friðarsveitirnar séu frá-
hvarf frá vélamenningunni til
mennskra v'erðmætra. Allt þetta eiga
stúdentarnir gott með að skilja.
En viðhorf Shrivers einkennast ekki
bara af hugsjónglóð og tröllatrú á
fórnarlund mannsins. Hann er líka raun
saer og glöggur fjármálamaður og skipu-
leggjari. Hann segir hreykinn frá því,
að í upphaflegri áætlun hans hafi ver-
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
9. tbl. 1965.