Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 6
Kirkjur með Sundum Framhald af bls. 1. það glögigt, að Ásatrúin átti eikki hljóm- grunn í sálum manna. Enda fór svo ó- lilclega á þessu þingi, að Ásatrúnni var varpað fyrir borð og kristni lögtekin. Að vísu höfðu trúboðarnir Þorvaldur víðförli, Stefnir Þorgilsson og Þang- brandur undirbúið þessi úrslit. Samt sem áður hlýtur fleira að koma hér til greina. Og þá er það líklegast, að kristi- legt hugarfar hafi ailtaf lifað í landinu £rá landnámstíð. Konurnr, sem sögðu börnunum sögur, hafa séð um það. Hið kyrriáta trúboð þeirra hefir gra.fið und- an Ásatrúnni, svo að heiðingjarnir hafa orðið kærulausir í trúarefnum. Þetta getur skýrt það hvers vegna kristnir menn höfðu í fullu tré við heiðingj- ana á Alþingi árið 1000. Á yfirborðinu virðist lítil breyting hafa orðið á þjóðlífinu við kristnitök- una. Mannaforráð eru í höndum sömu manna og áður. í stað þess að halda uppi hofum, reisa höfðingjarnir nú kirkj ur á baeum sínum og fara með „goðorð“ eftir sem áður, enda þótt sumir þeirra gerist prestar. Umburðarlyndi í trú- málum virðist hafa verið furðu mikið. Margar heiðnar venjur heldust og eim- ir eftir af suimum enn. Kirkjan varð að semja sig að þjóðháttum, eins og ann- ars staðar. Það hefir alltaf verið henn- ai styrkur og veikleiki að fallast á mála miðlun fyrst í stað. En er stundir liðu, varð hér mikil breyting. Hinn nýi siður talaði til hjartna mannanna, og trúarhneigð þeirra eykst stórkostlega. Hver maður fekk nú leyfi til þess að reisa guðshús hjá sér á sinn kostnað, og kirkjur þjóta upp og setja svip á landið, al- kirkjur, hálfkirkjur, þriðjungskirkjur, fjórðungskirkjur, bænhús. Hið eina, sem tafði fyrir þessu, var að ekki fengust nógu margir kennimenn. S vo líða 200 ár. Þá er biskup í Skálholti Páll Jónsson. Hann lét þá telja kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi og hve marga presta þyrfti til þess að þjóna þeirn. Samkvæmt þessari skrá hafa kirkjumar verið 220, en prestar þurftu að vera 290. Hér ber að geta þess, að ekki voru taldar aðrar kirkjur en þær, þar sem var prestskyld, en við sumar kirkjur voru nokkrir prestar, vegna þess að þeir þurftu að þjóna mörgum útkirkjum og bænhúsum. Menn vita því ekki hve mörg guðshús- in voru alls. Þó er talið að þau muni hafa verið 700-800. En þeim fjölgaði stórum eftir þetta, allt fram á 14. öld. Var þá svo komið, að til voru þær sveit ir, þar sem guðshús var á hverjum bæ. Um þessa miklu trúrækni farast Ólafi Lárussyni prófessor svo orð (Byggð og saga): „Skrá Páls biskups sýnir það berlega hversu ótrúlega miklum þroska kirkjan hafði náð á tveimur fyrstu öldum eftir að kristni var lögtekin. Þessi mikli vöxtur kirkjunnar, það að menn lögðu svo mikið fram fyrir trú sína, að í Skél- holtsbiskupsdæmi voru prestskyldar- kirkjurnar orðnar 220 um 1200 og prest- arnir 290, verður ekki skýrt nema með einum hætti, með því að kistindómiur- inn hafi fljótt náð sterkum tökum á rniklum hluta landslýðsins, að hér hafi verið mjög sterkt trúarlíf á 12. öldinni, einlægara og sterkara en það líklega nokkum tíma hefir verið fyr eða síðar. Ýmislegt annað í sögu þessara tíma hygg eg að verði eigi heldur skýrt með öðrum hætti. Guðmundur biskup Ara- son og andlegur kveðskapur þessa tíma, kvæði eins og Sólarljóð, verður eigi skilið nema þess sé gætt. En hingað til hefir þessa eigi verið gætt sem skyldi“. S amanburður er jaifnan fróðlegur, og þess vegna væri forvitnilegt að bera saman þessa tíma, er kirkjubyggingar í landinu voru með mestum blóma, og hvernig nú er uimhorfs. Er þá hægast að horfa á það sem næst er og skal því hér í stuttu máli rakin saga kirknanna á Seltjarnamesi og nágrenni eða á því svæði, sem kallað hefir verið „með Sundum“ í hinni þrengstu merkingu þess hugtaks. í kirknaskrá Páls biskups eru taldar fimm prestskyldarkirkjur á þessu svæði: Nes við Seltjöm, Vík (Reykja- vík), Laugarnes, Gufunes og Þerney. Allar eru þessar kirkjur því gamlar og kirkjurnar í Nesi, Vík og Lauigarnesi sennilega reistar skömmu eftir kristni- töku. Eflaust hafa verið fleiri guðshús á þessu svæði, hálfkirkjur og bænhús. Um það er þó ekki hægt að fá neinar heimildir. Það er fyrst í Vilkinsmáldaga 1397, að talin eru öll guðshús á þeseum slóðum. Þar eru auðvitað taldar þessar fimm prestskyldarkirkjur, en svo er bætt við kirkju í Engey, klausturkirkju í Viðey, kirkju á Hólmi, kirkju að Varm á og kirkju á S-uður-Reykjum. Hefir kirkjunum því fjölgað um helming og eru orðnar 10. Allar munu þœr hafa verið torfkirkjur og flestar litlar, enda hafa söfnuðirnir ekki verið fjölmennir. Mun hér nú leitazt við að rekja örlög þessara kirkna og hvað komið hefir í staðinn. Skal þá fyrst getið þeirra kirkna, er fyrst lögðust niður. Að vísu ei þar ekki um auðugan garð heimi'.da að gresja. En geta má þess, að eftir siða- skiftin lögðust niður fjölda margar kirkjur í landinu, og meðal þeirra munu sennilega hafa verið þrjár af þessum kirkjum. Hólmur ÍCirkjan þar var helguð Jóhannesi guðspjallamanni, en engin lýsing er til á henni. Hún átti 5 kýr og eitt hross og ennfremiur eitthvert eyðikot. Af kirkjugripum er nefnt líkneski Jólhana- esar postula, líkneski heilagrar Margrét- ar, kross og 2 bjöllur. Ekki er nefndur neinn messuskrúði og messuklæði áttu aðeins alkirkjur. Sennilega hefir þetta verið bænhús og grafreitur hjá, en nú 'hygg eg að enginn viti hvar þetta bæn- hús hefur staðið. Hið eina sem minnir á að þarna hafi verið kirkja, er örn-efnið Kirkjuhólmatjörn hjá Jaðri. Og senni- lega hefir þar verið eyðikotið, sem kirkjan átti. Varnzá Kjrkjan þar var helguð Pétri post- ula. Hún átti 10 hundruð í heimalandi og 4 kýr, veiðar í Úlfarsiá fjórðung frá sjó og til Asta (svo) stíflu. Síðan Ketill ívarsson átti aukist 2 kúgildi Kirkju- gripir eru taldir: 2 krossar, altarisklæði, 2 bjöllur, 1 kertastika, munnlaug, altar- isdúkur, paxspjald. — Þessarar kirkju ea ekki getið eftir siðaskifti. Suður R ykir Khrkjan var þar helguð Þorláki hinium helga. Hún átti land að Úlfars- felli, 3 kýr, enmfremur 7 hndr. er fallið hafa af jörð kirkjunnar síðan Ólafur tók við jörðinni. Af kirkjugripum átti hún: róðukross, Þorlákslíkmeiski, alta is- klæði, munnlaug, 2 bjöllur og pax- spjald. Þetta er samkvæmt máldaga 1397. í Gíslamáldaga 1575 er þess getið, að þetta sé hálfkirkja. Hún eigi jörðina Úlfarsfell, se.m virt sé til 10 hndr, og leigð fyrir 10 aura. Ennfremur eigi hún heimajörðina 40 hndr. o-g takast heima tíundir og ljóstollur. Kirkjan hefir eign- ast í viðbót eitt ásauðar kúgildi. Þá hef- ir kirkjan og eignazt ein messuklæði. — Þessarar kirkju finn eg ekki getið síðar og enginn mun nú vita hvar hún hefir staðið. En graftarkirkj a hefir þetta áreiðanlega verið og kir'kj ugarður hefir verið þar. Þerney Svo segir í Vilkinsmáldiaga: Maríu- kirkja í Þerney og Þorláks biskiups á þessar eignir: hálfa Þerney, Álfsnes, Háfaheiði hálfa, Víðines. Liggur af þess- um bæum gröftur, tíund og ljóstollur tiL Kirkja á að helmingi selför í Stardal og svo afrétt og þess hlutar fjöru, er Frarmhald á bls. 8. Neskirkja í Reykjavík. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.