Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Page 8
>í . Laugarneskirkja, Kirkjur með Sundum Framhald af bls. 6. Þerney fylgir í Krossvík; skiág í Skorra- dal; fimm kýr. Svo koma kirkjugripir: 4 bjöllur, 1 klukka, messuklæði tvenn, eitt altaris- klæði, sloppur, kantarakápa, glóðarker, kross yfir altari, Maríuskrift, Nikulásar lákneski, 2 kertastikur, 7 bækur. Þar skal vera heimilisprestuir og lúka honum 2 hndr. í máldaga frá 1553 er þessu bætt við: ,,Það er nú ein skólameistara jörð til aftekta í sitt kaup.“ En á þessu ári voru skólameistara í Skálholti veittar tekjur aif nokkrum jörðum frá Kjós að Sel- tjarnarnesi. Kirkjunnar er enn getið í Gíslamál- daga 1575, en aftan við máldagann hef- ir Oddur biskup Einarsson bætt þessu um 1600: Nú er engin kirkja í Þerney og ekkert kúgildi. Þar með er sögu þeirrar kirkju lokið. Nes vo segir í Vilkinsimáldaga: Nikuláskirkja á Seltjarnarnesi á 3 manna messuklæði, smelltan kross, róðu- kross fornan og hinn þriðja lítinn, sæmi- legan. Maríuskriftir tvær og líkneski St. Onnu. Klukkur fjórar og sú fimmta er brotinn er úr kengurinn. Tjöld um kór með dúkum. 11 norrænu bækur, les- bækur fyrir ársins hring, Graduale, söng bækur fyrir ársins hring. Glergluggar tveir, sá þriðji brotinn. — Kirkjan á 14 kýr, 60 ær, fjórðungsveiði í Elliðaám, þriðjung í heimalandi, Eiðslandi, Bakka og Bygg-garði. Halfan viðarreka í Kross- vík. Herkistaði með viðarreka öllum. Árland neðra. Þar skal vera prestur og djákn. Eins og á þessu má sjá, hefir kirkjan verið vel efnum búin, og í Gíslamála- daga 1575 er áréttað um eign hennar: „Kirkjan á þriðjung í heimalandi, með rekum, skógum og afréttum“. Ekki er þess getið hvar þeir skógar hafi verið. Kirkjan var torfkirkja, en allstór. Þar voru 6 bitar á lofti, glergluggi hjá pré- d'kunarstól og annar lítill með 4 rúðum yfir altari. Kórinn var alþiljaður með f.ialagolf og bekkjarfjölum. Eitt staf- golf var auk þess þiljað í framkirkjunni. En þó var nú hrörnunar tekið að gæta, því að hún átti ekki nema ein messu- klæði í stað 6 áður. En hagur kirkjunnar breyttist síðar. Árið 1785 er þess getið að þarna sé kom- in timburkirkja á steingrunni. Súðin var einföld, en veggir tvöfaldir. Glergluggar tveir voru á hvorri hlið í kórnum og Engey K> Kópavogskirkja. ^irkja í Engey mun gómui, en ný kirkja hefir verið reist 1379, því að frá því ári er til vígslumáldagi hennar, settur af Oddgeiri biskupi. í þessum náldaga segir svo: Þar skal syngja annan hvorn helgan dag, og dag í viku um langaföstu, þann sem bóndi vill, föstudag í Imbrudögum, greiða presti 2 merkur. Þar skal og vera heimilisprestur, ef bóndi vill, og lúka honum þá 3 merkur. Kirkjan á kaleik og messuklæði, glóð- arker, 5 kýr. Þar skal og heima takast öll heima- manna tíund. Þar er heimamanna gröft- ur, half legkaup skulu heima takast. Leggur húsfrú Margrét Özzurardótt- ir svo mikið til kirkjunnar og gefur uim- fram það sem áður á hún: 30 hndr. í Engeyjarlandi, 5 kúgildi, ein messuklæði, kantarakápu, 2 altarisklæði með dúkum og einum fordúkum, lektara dúk, 2 kertastikur úr kopar og tvær úr járni, kross með undirstöðum, Maríu- skrift, Tómasarlíkneski, ein altarisbrík, Iítill texti, einn slopp og réfla um kór- inn með glitum dúkum, 3 merkur vax og hálf mörk reykelsi, eitt merki, vígstu vatnsketil úr tini, munnlaug, 2 bjöllur. Kirkjan á fjórðung I öllum reka milli Fossvogslækjar, utan á Kirkjusandi, og í Seltjörn. Ennfremur selveiði við Eiðis- sker og tvö netiög vestan að Gjáholm- um.------ Margrét Özzurardóttir var kona Vig- fúsar ívarssonar Holms hirðstjóra hins eldra. Er talið að hún sé af Nesætt við Seltjörn. Þau hjón bjuggu um hríð á Strönd í Selvogi, en lengstum á Bessa- stöðum í Stefánsmáldaga 1518 er sagt að hálft legkaup eigi að leggjast til heimakirkju, en hálft til Laugarneskirkju. Virðist svo sem þarna hafi alltaf verið hálfkirkja og hafi Laugarnesprestur þjónað henni. Gjáholmar, sem nefndir eru í máldag- anum, eru líklega holmarnir fyrir vestan órfirisey, þar sem Holmsverzlun stóð fyrst. Þetta mun upphaflega hafa verið einn holmi, en klofinn sundur af sprungu sem vel gat heitið gjá, og um þessa sprungu brauzt sjórinn í gegnum holm- ann og klauf hann í tvo holma. Engeyjarkirkja var lögð niður að kon- ungsboði 1765. hvor upp af öðrum, vegna þess að pré- dikunarstóllinn var yfir altarinu. Þetta var forláta prédikunarstóll, málaður og gylltur, með himni yfir og hafði Otti Ingjaldsson gefið hann hann kirkjunni. Var þetta talið hið prýðilegasta guðshús. En tólf árum seinna, 1797, kemur kon- ungstilskipan um að kirkjan skuli lögð n;ður og sóknin sameinuð Reykjavík. — Seltirningum mun hafa þótt súrt í broti að rífa þessa stæðilegu kirkju og dróst það því á langinn að konungsboðinu væri hlýtt. En þá kváðu náttúruöflin upp sinn dóm í málinu. í Básendaveðrinu ■ mikla í janúar 1799 fauk kirkjan og brotnaði í spón. Þessir bæir höfðu átt kirkjusókn þangað, ásamt hjáleigum og tómthúsbýlum: Hrólfsskáli, Bakki, Nes, Bygggaröur, Mýrarhús, -Eiði, en síðan áttu þeir kirkjusókn í Reykjavík. Laugarnes ins og fyrr er getið var prest- skyldai kirkja í Laugarnesi árið 1200. í Vilkinsmáldaga segir að Oddgeir biskup Þorsteinsson hafi vígt kirkjuna í Laugar- nesi. (Hann var biskup 1366—1331). —• Hefir þá verið nýbyggð kirkja þar. I máldaga Vilkins segir enn fremur: Kirkjan á heimaland hálft, 10 kúgildi og 5 hross. Fimmta hvern lax af veiði þeirri er Viðeyingar eiga í Elliðaám, fyrir utan þann part, er Hallótta Þor- steinsdóttir gaf klaustrinu í Viðey, en það reiknast 5 hndr. (Talið er að þessi Hallótta hafi átt heima í Laugarnesi um 1380). Ennfremur á kirkjan 10 hndr. i metfé og 13 bækur er á eru 12 mánaða tíðir allar. Tvenn messuklæði, 3 altaris- klæði, 1 kaleikur, 2 kertastikur, kant- arakápa og sloppur; 2 klukkur stórar, glóðarker og munnlaug, kross, Maríu- skrift og Nikulásarskrift. í Gislamáldaga 1575 er lýst kirkjunni, sem þá er í Laugarnesi: 1 kirkjunni eru 6 bitar á lofti, þiljað á bak við við altari og 2 stafgólf norðan fram í kirkj- unni og eitt sunnan í kórnum. Kirkjan hafði þá verið endurbætt fyrir 2 árunu En á kirkjugripum eru sýnileg hrörn- unarmerki: Altarisklæði gamalt og brún samfest, hökull gamall og rotinn, slopp- ur mjög lasinn. Kaleikur gylltur með brákaðri patínu, metaskálar tómar, tvær koparpipur, 2 litlar klukkur með kólf- am, járnkarl lítill. Laugarneskirkja mun hafa orðið út- kirkja frá Reykjavík um þessar mundir, því að sagt er, að séra Hallkell Stefáns- son prestur í Seltjarnarneslþingum hafi gefið kirkjunni 2 glerglugga. Séra Hall- kell bjó og í Laugarnesi. Þegar þeir Eggert Ólafsson og Bjarni tálsson ferðuðust hér um land, dvöld- ust þeir stundum langdvölum hjá Skúla fógeta. Þá var kirkjan í Viðey ekki messufær og munu Viðeyingar hafa sótt kirkju að Laugarnesi. Þangað hafa belr Kirkja Onada satnaðainns í Keykjavik. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.