Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 9
urar jarls) klaustur í Viðey, og þá kem- uz þar klausturkirkja. Auðgaðist klaustr- ið skjótt, . enda ber það mjög af hvað kirkjan er betur búin en aðrar kirkjur. í Oddgeirsmáldaga 1367 er kirkjuskrúði talinn þannig: 13 höklar hinir betri og 9 manna messuklæði, og þar með 12 hinir léttari höklar og þar með 6 manna messuklæði. Þrennar dalmatikur með subtilum, hin- ar betri, fernar hinar léttari. 8 kápur hinar betri og 13 hinar léttari; 2 sparlök. Þrenn antependia háaltaris með dúkum og fordúkum. Altarisdúkur búinn með fordúkum og tabula. Fern antependia en léttari með dúkum. 13 dúkar glitaðir. 4 kaleikar gylltir og ógylltir. 1 stórt husl- ker gyllt. 2 silfurtextar. 5 corporalia betri, 7 léttari. Hautt silki, lítið. Bagall úi tönn. 3 antependia til útaltara með dúkuim. 8 kertastikur úr kopar og hin níunda stór. 2 amplar, 6 handklæði, 11 sloppar 1 silkikoddi, 1 eldberi. Tvennar messu- bækur fyrir ársins hring. Legendur ein- ar. Þrennar óttusöngvabækur með kór- saltörum. Tvenn bakstursjárn og hin þriðju slett, 2 glóðarker. 3 kistur í kirkju og 2 ólæstar, 4 steintjöld, 2 borðar, 7 klukkur, 5 bjöllur. Brík yfir altari, 2 Maríuskriftir, kross yfir háaltari, annar stór steindur með líkneskjum, 2 smellt- ir krossar. Altarissteinn búinn. Item kross gylltur með festi er vegur 9 aura. Róðukross stór í kapítula. Fontsumbún- ingur með skírnarkatli.Sakrariuim miunn laug. Skrín með helgum dómum.----------- Fróðlegt er að bera þetta saman við búnað annarra kirkna, og þó átti klaust urkirkjan fyrir sér að vera enn betur búin á þeim nær tveimur öldum, sem hún átti eftir að standa. Svo var það á hvítasunnumorgun 1539 sð Diðrik van Minden, konungsfulltrúi, kom með herflokk út í Viðey, öllum á óvart. Rændi hann þar og ruplaði og hirti alla kjörgripi kirkjunnar. Eftir það bar kirkjan ekki sitt barr, rúin og saurg uð. Munkarnir, sem þarna voru, fengu að vera þar áfram og munu þeir hafa kappkostað að hlynna að kirkjunni með an þeirra naut við. Eftir það hafði ráðs- maður Bessastaðavaldsins umsjá staðar- ins. Til er lýsing á kirkjunni 1632 og er hún ömurleg, ef hún er borin saman við fyrri lýsingu. Þar segir: — Kirkjan er 2 bitar á lofti og kórinn þiljaður báð- um megin. Fallin er hún öll að moldurn bæði utan og innan. Kirkjugripir: Altaris klæði með brún, gamalt, þó sæmilegt, hökull gamall og slitinn, rikkilín fúið, kaleikur og patína úr tré, kaleiksdúkur allur slitinn, koparpípur tvær litlar, koparklukka kólflaus og rifin, önnur með kólfi, ekki betri.------- Þegar Skúli Magnússon fógeti kom til Viðeyjar 1754, var Viðey konungsgarð- ur og kirkjan því konungskinkja. Lét Skúli sýslumann skoða hana og er enn til lýsing á henni og heldur ófögur: Kirkjan var sjálf 3 stafgolf, en kórinn 2 stafgolf. AUir máttarviðir voru graut- fúnir og þiljur fallnar úr vegna fúa, tveir gluggar með 6 rúðum hvor voru brotnir, hurðajárnin ryðbrunnin, skráin biluð og lykillaus. Altarið brotið og al- deilis ónýtt, prédikunarstóll vesældar- legur og óbrúkanlegur. Veggir komnir að hruni, bæði utan og innan, þakið sligað og ónýtt. Og svo kemur dómur sýslumanns að kirkjan sé í einu orði sagt ósæmileg og óbrúkandi í allan máta til heilagrar guðsþjónustu. Skúli gat ekki snúizt í því fyrr en 20 árum seinna að reisa nýja kirkju, en hún þótti líka til fyrirmyndar. Kirkjan var gerð úr íslenzkum steini, 5x12 alnir og 6 alnir undir loft. Veggjaþykkt var 1 alin 6—20 þml. Þrír stórir gluggar voru á hvora hlið. Þakið var einfalt, gert úr plönkum, og góðum borðum, þéttað og tjargað og málað rauðbrúnt. Enginn turn var á kirkjunni, en vindhani úr kopar var upp af henni, á járnstöng með koparhún efst. Að innan var kirkjan máluð forláta vel. Þetta er sú kirkja, sem enn stendur í Viðey. Hún hefir verið í eyði nú um mörg ár, en nýlega gefin kirkjustjórn- inni. Cufimes E kki er nú vitáð hvenær kirkja var fyrst reist í Gufunesi, en 1143 er getið prests þar, er Ásgeir hét Guðmiund arson og var þá talinn meðal helztu presta í Sunnlendingafjórðungi. f mál- daga Þorláks biskups helga segir svo um kirkjuna 1180: — Maríukirkja á Gufunesi á 20 hndr. í landi og 2 kýr, kross og klukku, silfur- kaleik og messuföt, tjöld umhverfis, alt- arisklæði 3, vatnsker, glóðarker og eld- bera, slopp og munnlaugar 2, lás og kertastikur 2. Þar skal tíund heima og af 9 bæum, og svo gröftur. Þar skal vera prestur og syngja allar heimilis- tíðir, 2 messur hvern dag um langa- föstu, messa hvern vigilan dag, hvern dag um jólaföstu 2 messur. — Hér er þess getið að kirkjan eigi „tjöld umhverfis". Þetta hefir verið torf kirkja, og lítt eða ekki þiljuð og með nioldargólfi, eins og flestar kirkjur voru um aldir. Sú var venja að söfnuður- inn stæði meðan hann hlýddi messu, og þess vegna er svo sjaldan getið um bekki eða sæti í kirkjum. En fram yfir siðaskifti munu fáar kirkjur hafa verið svo vesælar að þær ættu ekki tjöld til að hengja fyrir moldarveggina, og þessi kirkja hefir átt nóg tjöld til að hengja upp allt umhverfis í kirkjunni. Ekki er vitað hve lengi kirkja þessi hefir verið prestskyldarkirkja en hún er orðin útkirkja frá Mosfelli á dögum Framhald á bls. 12. Líkan Langholtskirkju í ReykjaVík. Líkan Háteigskirkju í Reykjavík. LÍkan Hallgrímskirkju í Reykjavík. þá einnig farið Eggert og Bjarni, og til minningar gáfu þeir Laugarneskirkju altaristöflu og var þetta letrað á hana: „Til maklegrar skylduendurminningar er þessi tafla gefin heil. Maríukirkju að Laugarnesi af þeim B. og E. Ao MDCCLVII“. Þau urðu örlög Laugarneskirkju að 4. apríl 1794 gaf konungur út tilskipan um að hún skyldi leggjast niður og seknin sameinast dómkirkjusókninni í Reykjavík. Var það fært 'fram sem ástæða, að nú væri nýbyggð dómkirkja í Reykjavík, en Laugarneskirkja væri komin að hruni sakir fúa og elli, og ekki gerlegt að byggja hana að nýju. Svo var kirkjan rifin og 'gripum hennar ráð- stafað. Altaristöfluna frá þeim Eggert og Bjarna fékk kirkjan á Stað í Grinda- vík, en nú er þessi altaristafla geymd í Þjóðminjasafni. í Laugarnessókn höfðu verið þessir bæir: Rauðará, Bústaðir, Kleppur, Breiðholt, Vatnsendi, Elliða- vatn, Hólmur, Hvammkot (nú Fífu- hvammur), Digranes, Kópavogur og Laugarnes. Nú var svo komið, að horfnar voru sjö af þeim kirkjum, sem voru „með Sundum" fyrir siðaskifti. Ekki voru aðr ar eftir en Vík, Viðey og Gufunes. Er, þetta talandi tákn um hvernig öllu kirkjulífi í landinu hnignaði eftir sið- bótina, sem kölluð var. Og orsakarinnar ti1 þess er fyrst og fremst að leita hjá konungsvaldinu. Af þeim kirkjum, sem lagðar voru niður, voru 3 alkirkjur og tvær þeirra, kirkjurnar í Nesi og Laugarnesi, höfðu verið taldar með stærstu kirkjum í öllu Kjalarnesþingi árið 1632. Viðey Þ ar hefir verið heimiliskirkja á 12. öld, því að hennar er getið í Bisk- upasögum, en ekkert meira um hana vitað. Árið 1226 reisir svo Þorvaldur Gissurarson í Hruna (faðir Giss- 9. tbl. 196«. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.