Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Qupperneq 10
----------- SÍMAVIÐTALID -------
Gamla krónan í fullu gildi
16369.
— Bókamarkaðurinn í Lista-
mannaskálanum.
— Er Lárus Blöndal við?
— Augnablik.
— Lárus.
— Góðan daig, þetta er hjá
Lesbók Morgunblaðsins. Hvern-
i(g gengur bókamarkaðurinn?
— Aðsókn er meiri en
nokkru sinni fyrr og getur vel
verið að við framlengjum
hann eitthvað.
— Hverjir standa að markað-
inum?
— Bóksalafélag íslands, það
er að segja útgefendur. Við
Jónas Eggertsson höfum séð
um markaðinn á undanförnum
árum. í>að er orðin föst vtr ja
að halda slíkan markað einu
sinni á ári. Þessi tími er val-
inn, þar sem útgefendur eru
nú búnir að kalla inn baekur
sínar utan af landi.
— Hvernig bækur eru helzt
til sölu þarna?
_ — Þar kennir margra grasa.
A 3. þúsund titlar munu vera á
boðstólum, sumt eru aðeins
pésar en svo eru einnig góðar
bækur í vönduðu bandi. A þess-
um markaði koma fram í dags-
Ijósið síðustu eintök ýmissa
bóka og hafa sumar þeirra ekki
sézt í búðum lengi. Bókamenn
koma á markaðinn til að at-
huga, hvaða bækur séu að
verða uppseldar, enda hækka
þær í verði hjá fornsölum um
leið og búið er að selja siðustu
eintökin hér í Listamannaskál-
anum.
— Hvað segirðu um verðlag-
ið á bókunum hjá ykkur?
— Sumar eru á gamla verð-
inu, en aðrar hafa verið lækk-
aðar um 30% til 70% frá því.
Kjörorð bókamarkaðarins er:
,,Gamla krónan í fullu verð-
gildi“. Það er hægt að gera
mestu reyfarakaup þarna. Til
dæmis er hægt að fá ljósprent-
aða útgáfu (1945) Ijóðmæla
Bjarna Thorarensens frá 1847
bundna í alskinn fyrir 3'8 krón-
ur. Ljósprentun á Grallaran-
um, sem gefinn var út af Guð-
brandi biskupi á Hólum 1594,
kostar 200 krónur, Norðurfari
ljósprentaður, 1848 til 1849,
fæst innbundinn á 50 krónur.
— Hvers konar fólk sækir
markaðinn bezt?
— Það er erfitt að dæma um
það, en óhætt er að segja, að
hingað kemur mikill fjöldi af
ungu fólki, svo að ekki styður
það þá skoðun, að æskan eyði
öllum sínum peningum í svall.
Menntaskólastrákar koma hing-
að og kaupa talsvert af fræði-
ritum og handbókum, sem
kannski eiga eftir að koma
þeim að góðu haldi við námið
síðar. Hér fást til dæmis 6
bindi af Samtíð og sögu, há-
skólafyrirlestrum, og kostar
hvert bindi 27 krónur.
Úr annáiu m mi ða!d a
Guðmundur Guðn/ Guðmundsson iók saman
1251
Mangú sonarsonur Djengis Khans
valinn til að vera stór-khan yfir
öllum Mongólum. Ráðstefnan, sem
staðið haíði tvö ár til að velja
stór-khan, ákvað að skipta ríkinu
í fjögur svæði: Kína, Turkestan
og Afagnistan, írak og íran og
Rússland og Vestur-Síberíu.
ísland.
Sturla Þórðarson verður lögsögu-
maður.
Þeir Þorvarður og Oddur Þórar-
inssynir verða sekir um hernað
á Alþingi og þeir Loftur Hálfdán-
arson og Magnús Jónsson.
Drukknun Sæmundarsona.
Sætt Þórarinssona og Ormssona.
1252
Þetta ár er Stokkhólms í Svíþjóð
fyrst getið í heimildum.
D. Abel Danakonungur. Kristófer
I verður konungur Dana. Hann
var albróðir Abels. Þá hefst bar-
átta milli kirkju og konungsvalds
í Danmörku.
Mongólar leggja Tíbet undir yfir-
ráð sín.
Island.
Hrani Konráðsson dæmdur sekur
skógarmaður.
Þorgils skarði og Gizur koma
heim frá Noregi ásamt Heinreki
biskupi og voru þeir með konungs
erindi. Hafði Hákon skipað Giz-
ur yfir Norðlendingafjórðung en
Þorgils yfir Borgarfjörð.
Stafholtsför að Þorgils skarða.
Ólafur hvítaskáld verður lögsögu-
maður annað sinn.
Víg Ormssona, Sæmundar og
Guðmundar.
1253
Sætt Hákonar Noregskonungs og
Dana.
Valdemar III verður hertogi af
Suður-Jótlandi.
Mongólar og Kublai Khan herja á
Suður-Kína.
Konráð IV hertekur Napólí á íta-
líu.
ísland.
Gizur Þorvaldsson flytur að
Flugumýri.
Gizur einráður á Alþingi.
Nokkrir íslenzkir höfðingjar gefa
upp goðorð sín í hendur Hákoni
konungi.
Síðumúlaför.
Alþingi samþykkir forgangsrétt-
indi guðslaga fyrir landslögum.
Flugumýrarbrenna 22-10. Þar átti
að drepa Gizur en hann komst
nauðulega undan með því að fela
sig í sýrukeri. Kona hans Gróa
Álfsdóttir og þrír synir þeirra
fórust í brennunni. Þegar brennu-
menn komu sat Gizur að brúð-
kaupi Halls sonar síns og Ingi-
bjargar Sturludóttur Þórðarson-
ar.
D. Hafliði prestur Steinsson að
Breiðabólstað í Húnaþingi.
1254
Kaupmannahöfn íær kaupstaðar-
réttindi.
F. Marco Polo landkönnuður.
Hann dvaldi lengi í Kína, einkum
við hirðina þar.
ísland.
Gizur fer á konungsfund. Hann
var þá kyrrsettur í Noregi. Áður
Gizur fór utan setti hann Odd
Þórarinsson yfir Skagafjörð.
Bardagi í Grímsey, og víg Hrana
Koðránssonar.
Oddur Þórarinsson handtekur
Heinrek biskup.
Útkoma Sigvarðar biskups.
1255
ísland.
Hákon Jconungur fær þeim Gizuri
og Þórði kakala sýslur í Noregi.
fvar Englason sendur til íslands.
14-1. Eyjólfur ofsi Þorsteinsson
og Hrafn Oddsson fella Odd Þór-
arinsson í Geldingaholti í Skaga-
íirði eftir frækilega vörn.
Þorgils skarði gerist höfðingi
Skagfirðinga.
19-7. Þverárbardagi, þar var
felldur Eyjólfur ofsi og svo hefnt
Odds Þóarinssonar.
1256
Hansastaðaborgirnar Lubeck.
Rostock, Wismar, Stralsund og
Greifwald halda sitt fyrsta kunna
þing eða félagsmót, en nafn þess
mun þó ekki hafa verið samþykkt.
þá. Það er fýrst 1358 að nafnið
„Stadte von der Deutschen Hanse“
finnst í skjali einu.
ísland.
ívar Englason, Þorgils skarði og
Heinrekur biskup fá Skagfirð-
inga og Eyfirðinga til að játast
undir skatt til Hákonar konungs.
10-10. D. Þórður kakali Sighvats-
son í Noregi. Um dauða Þórðar
kakala orti Hannes Hafstein
frægt kvæði.
1257
Kristín dóttir Hákonar Noregs-
konungs gefin saman við bróður
Spánarkonungs og send með
mikilli viðhöfn suður á Spán.
Hið konungslausa tímabil hefst í
Þýzkalandi.
ísland.
Hákon skipar Þorgils yfir Eyja-
fjörð og nágrenni.
Steinvör Sighvatsdóttir fær Þor-
varði Þórarinssyni heimildir í
Eyjafirði.
D. Þorleifur í Görðum Þórðarson
goðorðsmaður. mikill íylgismað-
ur Snorra Sturlusonar.
Margír koma á bókamarkað-
inn til að líta á bækurnar, en
ætla ekki að kaupa neitt. Svo
þegar inn er komið, sjá þeir
margar eigulegar bækur á 50
til 100 krónur, standast ekki
matið og fara að kaupa. Þótt
góð bók sé gömul að árum, er
hún jafngóð og ný fyrir þann,
sem kann að meta hana.
1258
Mongólar undir stjórn Hulagu
reka Abbasida frá völdum í Bag-
dad- og leggja borgina í eyði, og
lauk þá yfirráðum hinna arabísku
kalíía þar en þeir höfðu ráðið
þar í 637 ár. Abbasidarnir fluttu
þá til Kairó.
Englendingar hópast vopnaðir
á fund enska parlamentisins í Ox-
ford, og reka burtu alla franska
.aðalsmenn er hinn franskættaði
konungur þeirra hafði safnað til
sín.
ísland.
22-1. veginn Þorgils skarði að
Hrafnagili í Eyjafirði. Var það
gert að ráði Þorvarðar Þórarins-
sonar, síðasta goðans á íslandi.
Hákon gerir Gizur að jarli. Gizur
kemur heim um haustið og kemur
sér upp hirð 1-11.
1259
D. Kristófer I Danakonugur. Ei-
ríkur klipping sonur hans og
Margrétar drottningar af Pomm-
ern íhún var dóttir Samors fursta
af Pommern) verður konungur
Dana, en Margrét var sökum
æsku Eiríks V sonar síns hinn
eiginlegi stjórnandi Danaveldis.
Island.
Gizur kaupir Stað á Reynisnesi
(Reynistað). Gizur fer herför um
Rangárvelli.
Þorvarður Þórarinsson dæmdur
sekur á Alþingi.
Þórður Andrésson reynir að fá
Brandssonu í samsæri móti
Gizuri.
Sturla Þórðarson gerist lendur
maður Gizurar, og íær vilyrði fyr-
ir Borgarfirði.
D. Ólafur hvitaskáld Þórðar-
son. Leidd hafa verið nokkur rök
að því, að Ólafur hafi ritað Knytt-
lingasögu um Danakonunga og
einnig Laxdælu. Hann var með
Valdemari sigursæla Danakonungi
og þá sæmdir af honum. Ólafur
var í mörgum bardögum með
Sturlungum.
1260
Kublai verður stór-khan.
Skalarnir fá yfirráð yfir Veróna
á Ítalíu.
ísland.
Hákon konugur sendir Alþingi
bréf og krefst skatts. Alþingi
neitaði skattkröfunni.
Fundur að Þingskálum, sem var
vorþingsstaður á Rangárvöllum.
Rangvellingar og Oddaverjar
sverja Gizuri jarli og Hákoni
Noregskonungi trúnaðareiða.
Jarðskjálfti hinn mikli í Flatey
á Skjálfanda.
1261
Grikkir vinna aflur M’1,1''"''rð
(Konstantínópel) og endurreisa
ríki sitt, gríska ríkið.
Baibars emir sigurvegpri vfír
Mongólum í Bagdad verður sol-
dán Egypta.
Grænlendingar ganga - '■Svj
Noregskonungi.
Ív1»r»d.
Hallvarður guHrVór k—*il
landsins með bréf frá HáVn-' 'T^r-
egskonungi.
Hrafn Oddsson fær yfirráð vfir
Borgarfirði.
Hafís umhverfis fsland.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
9. tbl. 1965.