Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Side 11
s
/
9
9
i
S
•
i
x
P
e
n
s
a
r
•
/
'*'***£
\tWCMP
«T I ir /
:
íí
•— —ú i -a* .■
b y O
nn 1
Hún ein sú
allra bezta,
Chalkie, ekki
minna virði
en jafnþyngd
hennar í bjór.
The Laxdale Saga. Translated by
Muriel Press. Edited with an
Introducition and Index by Peter
Foote. Dent: London — Every-
mans Library — 1964. 15s.
Everymans-útgáfan hefur gefið
út töluvert af íslenzkum fornrit-
um í enskum þýðingum. Inngang-
urinn er allítarlegur og þar er
gerð grein fyrir efni og stíl sög-
unnar ásamt þeim áhrifum, sem
greinilega má á henni marka.
Þýðingin kom fyrst út 1899. Þýð-
andinn reynir að ná sagna-blæn-
um með því að halda sér nokkuð
að íslenzkri set; % ;askipan, og
þótt þetta hljómi allundarlega á
ensku verður þýðingin þó aldrei
afkáraleg.
Þetta er fyrsta útgáfa sögunnar
með inngangi Peters Footes, og
eins og áður segir, gerir hann
sér far um að skilja efni og stíl
sögunnar í samhengi við norræn-
ar bókmenntir. Höfundur inn-
gangs telur að sagan sé sett sam-
an af miklum meistara og að
sagan nái hæst í skilningi höf-
undar á harmleiknum, sem er
inntak sögunnar og aðal.
Höfundur formálans sýnir fram
á áhrif Eddu á persónugerðir sög-
unnar og einnig áhrif atburða
samtíma höfundi. Atburður, sem
segir frá I Sturlungu, gengur aft-
ur í Laxdælu. Sagan er talin
skrifuð um miðja 13. öld. Ágæt
mannanafna og staða skrá fylgir
þessari útgáfu. Bókin er smekk-
lega prentuð og band gott. Hún
er merkt 597 í Everymans Libr-
ary.
TJne mort trés douce. Simone de
Beauvoir. Gallimard, París 1964.
7,50 F.
Simone de Beauvoir er fædd
1908 og er vel þekkt sem aðdá-
andi og lagskona Sartres. Skoðan-
ir hennar eins og þær birtast i
verkum hennar eru að ýmsu leyti
frábrugðnar verkum meistarans.
Hún hefur sett saman skáldsögur,
leikrit og bókina Le Deuxiéme
Sexe, sem er bók um konuna, eðli
hennar og alla art, ákaflega fróð-
leg bók, samantekin af innsæi,
sálfræðilegum skilningi og mik-
illi þekkingu. Auk þess hefur hún
sett saman esseyjur, en það form
á uppruna sinn 1 Frakklandi. f
þessum ritgerðum njóta gáfur
hennar og skarpur skiln-
ingur sín hvað bezt. Fyrsta skáld-
saga hennar kom út 1943. Aðal-
áhugamál hennar var heimspeki
og þóttu bækur hennar full heim-
spekilegar margar hverjar. Auk
þessa hefur hún gefið út frásagn-
ir eða endurminningarit, og í
þeim flokki telst þessi bók.
í þessari bók, „Hinn ljúfi
dauði“, segir frá dauðabið og
stríði móður höfundar. Hún lýsir
kvölum og þjáningum hennar;
samskipti þeirra aukast og það
vex með þeim skilningur og
tengsli sem eru annars eðlis og
sterkari en þau er áður bundu þær
sem móður og dóttur. Baráttan
gegn því sem hlýtur að koma
skýrir og greinir margt sem áður
var þeim hulið. Aukaatriðin
hverfa og ógnin vekur með þeim
báðum þær eigindir, sem eru tál-
lausastar og hreinastar. í þessari
baráttu og þeim skilningi milli
tveggja persóna, sem af henni
leiðir, verður þeim hið óflýjan-
lega, dauðinn, í senn viðbjóður
og miskunnarlaus harðstjóri. Þær
fyllast hatri á dauðanum og lýsa
hann hneyksli og viðbjóð, öllum
þeim sem vilja lifa. Bókin er
skrifuð af innsæi og næmum
skilningi á mannlegri reisn. Stíll-
inn er sterkur og mildur í senn,
og frásögnin sönn og laus við all-
an feluleik. Þetta er ágæt bók.
Jahresring 64/65. Herausgegeben
vom Kulturkreis im Bundesver-
band der Deutschen Industrie u.
bearbeitet von Rudolf de le Roi,
Hans Bender, Eduard Trier, Her-
mann Rinn. 401 bl. auk 32 svart-
hvítra og 12 litmynda. Deutsche
Verlags-Anstalt GmbH, Stutt-
gart 1964. DM 16,80.
Þetta er ellefti árangur þessarar
sýnisbókar þýzkra bókmennta og
lista. Þetta er þverskurður þýzkra
lista og bókmennta og á að gefa
gott yfirlit yfir ástand og horf-
ur í þessum greinum. Hér eru
birt ljóð, sögur og greinar, einnig
eftirmæli um þá menn, sem mest
gætti i þessum greinum og dóu
á árinu. Hér eru prentuð þau
málverk, sem þýzk söfn hafa
keypt og ágætust þykja. Það sem
birt er í bundnu og óbundnu máli
í þessari bók birtist hér í fyrsta
sinn og eykur það ekki lítið gildi
bókarinnar.
Þeim sem velja efni í slíkt rit
er mikill vandi á höndum. Þekk-
ing þeirra á nútíma þýzkum
bókmenntum og listum verður
að vera yfirgripsmikil og gagn-
rýnin. Hér eru greinar um mál-
verkasýningar, sem haldnar voru
á árinu 63/64, leikdómar og um-
sagnir um nýjustu tónverk.
Gildi bókarinnar er ekki sizt f al-
ið í því hve skamman tima hún
spannar. Deutsche Verlags-Anst-
alt gefur út töluvert bóka árlega,
og eiga þær allar sammerkt í þvi
að vera vandlega útgefnar og
valdar. Þessi bók sker sig ekki úr
um það.
The Faber Book of Aphorisms.
A Personal Selections by W. H.
Auden and Louis Kronenberger.
Faber and Faber Ltd., London
1964. 30s.
Aphorisms eða snjallyrði teljast
3000 á þessari bók. Hún er saman-
tekin af ágætum mönnum, efn-
inu er raðað eftir eigin flokkun
þeirra. Mannkynið, ríki og ríkis-
stjórnir, trúarbrögð og guð, þjóð-
félagið, listir, andlegt líf, saga.
Höfundarnir taka efni sitt úr
vestrænum bókmenntum og eftir
vestræna menn. Safnið er mjög
persónulegt, eins og sjá má af
undirtitli. Þó hafa safnendur ekk-
ert tekið eftir sjálfa sig, en eftir
þá liggja ófá snjallyrði. Snjall-
yrðið þarfnast ekki útskýr-
inga, sá sem segir snjalla setningu
útskýrir hana ekki, hann veit að
það sem hann segir hæfir og rétt-
læting og japl er óþarfi. Það má
upphefja deilur um flestar þær
fullyrðingar, sem standa í þessari
bók, og frá vissum sjónarmiðum,
má sjálfsagt dæma þær skakkar,
en þrátt fyrir allt japl og öll rök,
standa þær og eru réttar. „Minni-
hlutinn hefur stundum rétt fyrir
sér, meirihlutinn hefur alltaf á
röngu að standa" (Shaw). Auðvit-
að er þetta hárrétt. Þetta var
skrifað með öðrum orðum á ís-
lenzku á 13. öld: „Því verr gefast
heimskra manna ráð, sem fleiri
koma saman“. Það eru mörg
snjallyrði sem hafa í sér fólgin
minni sannindi en þessi, en þau
blíva. „Blaðamenn skrifa af því
að þeir hafa ekkert að segja, en
hafa eitthvað að segja vegna þess
að þeir skrifa" (Kraus). Þessi
grein bókmennta var mjög dáð á
18. öld þegar samtalslistin og
fagurlífið blómgaðist. Þá fuku
snilliyrðin. í þessari bók eru setn-
ingar og kaflar eftir Platon,
Shakespeare, Goethe, Freud
o.fl. o.fl. Þetta er hin ánægjuleg-
asta lesning.
IT^Í Jóhann Hannesson:
É* Æ ÞANKARÚNIR
„JAFNVÆGI í byggð landsins" — þessi fjögur orð heyr-
ast oft og sjást víða á prenti. Hugsunin að baki þeim er vel þess
virði að hún sé rædd, og helzt skynsamlega. í fyrsta lagi þarf
að gera sér ljóst að byggð lands vors er ekki lengur í jafn-
vægi. Um verulegt jafnvægi í byggð var áður að ræða, með-
an býlin voru dreifð og þorp fá og smá, en það ástand er
ekki framar fyrir hendi og mun aldrei aftur verða. Nýtt jafn-
vægi í byggð landsins verður því mark, sem keppa þarf að,
ef hin fjögur orð eiga að hafa einhverja merkingu aðra en
sögulega. Ef menn vilja ná því marki að skapa nýtt jafnvægi
í byggð landsins, þarf vel að hugleiða aðferðir og leiðir, svo
að árangurinn verði heillavænlegur landi og þjóð.
Spyrja mætti hvort jafnvægi í byggð landa sé almennt
æskilegt þar sem gerlegt er að halda því eða ná, og hvort
alvarleg jafnvægisröskun sé óæskileg. Báðum spurningum
ber að svara játandi. Þar sem borgir hafa vaxið, líkt og stór
vatnssjúk höfuð á litlum kroppum, eru löndin mjög viðkvæm
ef vanda steðjar að, svo sem styrjaldir eða byltingar. Ýmsir
nýir þjóðfélagssjúkdómar, svo sem rótleysi, afbrot, sálsýki
o. fl. þrífast alltof vel í stórborgum. Borgirnar hafa tilhneig-
ingu til að sundur mala ýmsa einstaklinga, einkum þá sem við-
kvæmir eru og minni máttar. Jafnvægi er einnig að vissu
marki nauðsynlegt milli borgarhluta, til þess að komast hjá
þarflausu öngþveiti í umferðarmálum, skólamálum, löggæzlu
og heilsuvernd, svo nokkuð sé nefnt.
Það var jafnvægi kínverskrar byggðar sem olli því að Kín-
verjar gátu þolað miklu meiri raunir í síðari heimsstyrjöld en
sérfræðingar töldu mögulegt. Árum saman gat þjóðin þolað
að óvinir héldu flestum stærstu borgum og beztu samgöngu-
æðum landsins. Sumar bújarðir í sveitum voru þeim kostum
búnar að heimilismenn þurftu ekkert að kaupa nema salt.
Kol voru í jörðu og málmar, en allt til fæðis og klæðis mátti
rækta. Auðvitað var það ekki „arðbært“ að gjörnýta einstak-
ar jarðir sér á parti, en með því að nýta svæðin mátti bjarga
lífinu. — En það sem óvinirnir gátu ekki, það gat verðbólgan.
Hún raskaði fyrst jafnvæginu í sálarlífi manna, síðan hegðun
þeirra og loks hlutfallinu milli borga og sveita og milli borg-
ara og stjórnarvalda. Sífallandi pappírspeningar röskuðu jafn-
væginu meir en sprengjujr óvinanna. — í sögu Kína má finna
alvarlega jafnvægisröskun í fjármagni milli landshluta, sem
var 6—7 aldir að ágerast, unz blóðugar byltingar brutust út,
og eftir þær var landið um öld að ná sér. Línurit af þessu
gefur Lin Yu-tang í bók sinni um land sitt og þjóð sína (My
Country and My People).
Nýtt jafnvægi í strjálbýlu landi eins og voru verður að
grundvallast á jafnvægis-miðstöðvum, sem fullnægt geta sjálf-
um sér og aðliggjandi svæðum að verulegu leyti í andlegum,
verklegum og fjárhagslegum efnum. Verzlanir og smiðjur
nægja ekki, heldur verða einnig að vera til góðir skólar, sæmi-
leg sjúkrahús og heimili fyrir aldrað fólk og lasburða. Ef
menntunarskilyrði skortir, verður ekki komizt hjá fólksflótta
og fjárflótta frá svæðunum, það er frá hinum fátækari svæð-
um til hinna ríkari, og þar með auðn.
Nýtt jafnvægi er æskilegt til að komast hjá þjóðfélagssjúk-
dómum gallaðs þéttbýlis. Það er alkunnugt að hjá lítt þrosk-
uðum þjóðum hafa ýmsar stofnanir tilhneigingu til ofvaxtar og
nauðungar og verða þær smátt og smátt óforbetranlegar. —
Þessi tilhneiging gerir nú einnig vart við sig með þroskuðum
þjóðum, t.d. í skólamálum á vorum tímum, þar sem aðsókn er
að verða óviðráðanlega mikil. Við slíkar stofnanir myndast
framandleiki milli manna, en um leið verður mannúð út
undan og manngildi. Pappírsgögn og númer leysa persónu-
leg sambönd af hólmi. Andleg menning dregst aftur úr verk-
legri og árangurinn verður hið kunna „cultural lag“, seina-
gangur á mörgu því, sem lýtur að andlegri velferð og heilsu
manna. Eðlilegt jafnvægi veldur því hins vegar að margir
menn geta unað glaðir við sitt, rótleysi gerir síður vart við
sig og menn verða heimamenn í tilverunni í stað þess að vera
þar gestir og fx-amandi flakkarar. Hin eðlilegu sambönd milli
Guðs og manna raskast miklu síður þar sem jafnvægi ríkir
en þar sem mikið af fólkinu er rifið upp með rótum og sett
niður á nýjum stöðum. Nýtt jafnvægi snertir því hamingju
upprennandi kynslóða í landi voru.
9. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U