Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Qupperneq 12
Fríkirkjan í Reykjavík. kolu stóla, 2 lektara, 18 tfðabækur. Þaj- skal vera heimilisprestur, ef bóndi vilL Hér eru fleiri upplýsingar en um kirkjuna. Hér fáum vér að vita að skóg- arhögg hefir verið í Öskjuhlíð um þessar mundir, selalátur í Örfirisey og akuryrkja þar og í Akurey. Jónskirkja þýðir, að hún var helguð Jóhannesi guðspj allamanni. í Gíslamáldaga 1575 segir: Kirkjan á 10 hndr. í heimalandi, sem er land að Seli. Item 10 kúgildi. Item í kirkju: 2 messuklæði, einn silfurkaleikur, 2 klukk ur heilar og þriðja rifin, vatnskarl, kórbjalla og glóðarker, brotinn kopar- hjálmur, 4 koparpípur fangaléttar. Bæk ur nokkrar, einn járnkarl, eitt altaris- klæði, einar metaskálar, einn stóll, einn bókaform — Hér má sjá glögg merki hrörnunar kirkjugripa. Gísli biskup Oddsson lýsir kirkjunni 1623: í kirkjunni eru 5 bitar á lofti og sjctti í kórnum styttri, stafnbitax að auki, með eikar undirviðum öllum. Langþil í kringum kirkjuna, moldir hrömaðar, prédikunarstóll laus, 2 gler- gluggar gefnir af útlendum mönnum, Kastan ívarssyni og Henrik Steenkull. Höklar tveir, annar blámerktur sæmi- legur, 'hinn kostulegur, grænn og alfóðr aður; rykkilín nýtt sem Jón Oddsson hefir tillagt, altarisklæði fornt, nokkuð rotið. Tvær klutokur heilar, önnur lítil. Altarisdúkur gamall. Kaleikiur með pat- inu, gyllt og kaleiksdúkar tveir, 3 kopar pípur smáar, ein af þeim bætt með eiri. Járnkarl vænn og stór bakstur. Járn •lítil hefir Jón Oddsson gefið kirkjunni. Kúgildi 10 frá, en 5 til leigu. Klemens Jónsson segir að Jón Oddsson hafj verið prestur í Reykjavík og búi'ð í Vík á fyrri hluta 17. aldar; hann var afi hins alkunna galdramanns séra Eirks Magnússonar í Vogsósum. Á lýs- ingunni hér má sjá, að kirkjan hefir þá verið alþiljuð, líklega ein allra að þeim sé skilað, en það hefir vist aldrei orðið. R eykjavíkurkirkja var alltaf fá- tæk, enda var sóknin ekki stór. Um þessar mundir eru þar ekki aðrir bæir en Skildinganes, Örfirisey, Hlíðarhús, Arnarhóll, Vík og Sel. En nú eru kirkj- unni farnar að berast gjafir frá hinum og öðrum. Fer gefendum fjölgandi eftir því sem tímar líða og eru það aðallega útlendingar. Gáfu þeir bæði kirkjugripi og trjávið, kirkjunni til viðhalds. En svo verður mikil breyting á um 1720, því að þá reisir Brandur Bjarn- heðinsson bóndi í Vík nýja kirkju, sem bar af öllum þeim kirkjum, sem hér höfðu verið. Jón Árnason biskup segir um hana 1724: „Kirkjan er að öllu, veggjum og viðum, kostulega standandi, vænt hús, sem lögsagnarinn Mr. Brand- ui Bjarnheðinsson hefir látið upp byggja af nýjum viðum, ei alls fyrir löngu.“ Kirkjan var 9 stafgólf, með torfveggjum, en öll þiljuð innan. Þetta ett sú kirkja, sem stendur með nokkr- um breytingum þangað til dómkirkjan var reist. Þegar verksmiðjurnar komu hér fjölg- aði mjög fólki í sókninni, svo að kirkjan varð alltof lítil. Var þá brugðið á það ráð að lengja hana um 3 stafgólf, og var sú viðbót nefnd kór. Árið 1789 skipaði Finnur biskup að „byggja upp“ kirkjuna, vegna þess að hún væri orðin hrörleg. Ekki var það þó gert, heldur fór fram allsherjar við- gerð á henni. Var hún stytt um eitt stafgólf, en reistur við hana stöpull með turni, og moldarveggjum rutt burt. Er þá horfin seinasta torfkirkjan í Reykja- vík, en sú veglega kirkja er Brandur reisti komin í nýjan búning. Enn fjölg- aði fólki í Reykjavík og prestar, próf- astar og biskupar eru alltaf að kvarta um að kirkjan sé of lítil. Kirkjur með Sundum Framhald af bls. 9. Gísla biskups Jónssonar. í máldaga hans 1575 er talið að kirkjan eigi ein messu- klæði sæmileg, eitt altarisklæði, einn silfurkaleik lítinn, eina klukku, eina kopaxpípu og 7 kúgildi. Jörðin var þá orðm leigujörð frá Skálholti, en varð semna kóngsjörð. í máldaga frá 1632 eða þar um bil, er kirkjunni svo lýst, að þar sé 3 bitar á lofti, þiljuð í kórnum og eitt stafgólf báðum megin í framkirkju, alþiljuð fyrir altari (utan í bjórþilið vantar nokkrar fjalir). í sýslulýsing Skúla Magnússonar (1782—84) segir að í Gufunesi sé kirkja „eingöngu úr timbri". Er það þá fyrsta timburkirkjan, sem þar er reist. Enn er þess getið 1857 að kirkjan í Gufunesi sé „nýlegt timburhús, snoturt í bezta lagi.“ - _ Me'ð landshöfðingjabréfi 21. sept. 1886 var kirkjan lögð niður. Þá voru Gufu- nessókn og Mosfellssókn sameinaðar og ný kirkja reist að Lágafelli, sú er enn ster.dur. — En nú er ný kirkja að rísa á hjnum fornfræga stað, Mosfelli. Kirkjan í Gufunesi var ekki rifin þegar í stað, heldur notuð sem skemma aJllengi Nú er hún þó horfin fyrir mörg- um árum og kirkjugarðurinn hefir verið sléttaður, svo þess sjást engin merki að Gufunes hafi eitt sinn veri'ð kirkjustað- ur. Vík á er aðeins eftir að segja frá kirkjunni í Reykjavík. Elzta máldaga hennar er að finna hjá Vilkin (1397): Jónskirkja í Vik á land allt að Seli, landsælding og selalátur i Örfirisey, rekann allan á Kirkjusandi, fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugar- nes utan Seltjörn og Laugalæk, Víkur- hoit með skóg og selsiöðu. Hún á 12 kýr, tvenn messuklæði, hökul lausan, kantarakápu, slopp. 5 altarisklæði með dúkum, 3 Maríuskriftir, 2 krossa, 2 Blasíuslíkneski, 2 klukkur, 2 bjöllur, 1 kertastiku, glóðaker, munnlaug, kirkju- F oss vogskapella. Viðeyjarkirkja (t.v.) og Viðeyjarstofa. kirkna í Kjalarnesþingi, og sennilega hefir hún verið nýleg. Um 1500 reisti Ólafur Ólafsson bóndi í Vík nýja kirkju, og tók þá 5 af kúgildum kirkjunnar upp í byggingarkostnaðinn. En ekki hefir sú kirkja verið merkileg, því að hún var virt á 10 hndr., en þá voru ýmsar kirkj- ur virtar á 30—60 hndr. Er því líklegt að kirkjan sem Gísli biskup lýsir hafi þá verið nýleg og miklu stærri og betri en hin er Ólafur reisti. Brynjólfur biskup skoðaði kirkjuna 1642 og getur þess að þar vanti ýmsa gripi, sem verið hafi til á dögum Gísla biskups Jónssonar. Krefst hann þess Á dögum Finns biskups ákváðu stjórn arvöldin að biskupsstóllinn skyldi í flytj- ast frá Skálholti til Reykjavíkuir, þegar biskupsskifti yrði næst. Skyldi þá Reykjavíkurkirkja verða dómkirkja landsins. Jafnframt skyldi lagðar niður ki"kjurnar í Laugarnesi og Nesi, og söfnuðurnir þar sameinaðir dómkirkju- söínuðinum. Mörgum þótti nú tortryggilegt, að Reykjavíkurkirkja, sem lengi hafði verið of lítil fyrir söfnuð sinn, gæti samtímis orðið dómkirkja og tekið við tveimur söfnuðum í viðbót. Hannes biskup Finnsson fluttist al- Árbæjarkirkja. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS- 9. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.