Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Síða 14
UM BÆKUR
Eftir Robert G. Davis
egar allur þessi töfrandi raun
veruleiki þrýstir að okkur, úr öllum
áttum og krefst skýringar — til
hvers erum við þá að lesa skáldrit?
Hvað geta lygar ljóðskálda, leikrita-
höfunda og skáldsagnahöfunda sagt
okkur, sem við gætum ekki lært
réttara af fornfræðingum, sagnfræð
ingum og ævisagnahöfundum — að
ekki séu raunvísindamenn nefndir?
Svarið er venjulegast það, að skáld-
rit hafa ekki upp á að bjóða menn held-
ur manninn. Sagnfræðingar og ævi-
sagnahöfundar fjalla um hið sérstaka
um einstaklinga, en skáldin koma með
hið almenna — það sem gildir um mann
legar verur almennt tekið.
Kennarar og gagnrýnendur endur-
taka þessa alkunnu skýringu þannig, að
það sýnir lítinn skilning á eðli almennra
lýsinga. Orðið tré ber ekki í sér meiri
merkingu en orðið greni, heldur einmitt
minni. Allt það, sem sagt verður um
tré, almennt tekið, verður að vera hægt
að segja um hvert einstakt tré eða trjá-
tegund. En greni felur í sér alit, sem
sagt verður um tré aknennt, en auk
þess margt fleira. Grenið er þríhyrnt til
að sjá, gefur frá sér trjákvoðu, ber
köngla og barr og er grænt á veturna.
Abraham Lincoln var ekkert síð-
ur maður fyrir það að vera fæddur í
bjálkakofa í Kentucky og hafa lært sína
veraldarvizku sem sveitalögfræðingur í
Illinois. Elízabeth drottning var ekkert
síður kona fyrir það að vera dóttir Hin-
riks VIII og Önnu Boleyn og hafa ver
ið í lífshættu í Tower meðan eldri systir
hennar, María, sat að völdum. Að vera
til yfirleitt, er að vera eitthvað sérstakt.
Orðið tré má auðvitað teygja, svo að
það nái yfir öll tré — eik, fíkjutré, reyr.
En tré, sem er öll tré, er ekkert tré.
Við getum ekki klifrað upp í það, tínt af
því ávextina eða lýst því í listinni. Ef
við reynum að lýsa einhverjum almenn-
um manni, sem er ekki fæddur neinni
þjóð eða á neinum tíma, sem er engin
sérstök tegund föður, sonar eða elsk-
huga, sem hefur enga sérstaka starfs-
grein eða heimspeki eða átrúnað, þá
gerum við hugtakið almennt með því að
taka meira og meira frá því, þangað til
ekkert verður eftir nema eyða.
Þetta hafa listamenn jafnan skilið.
Þeir geta búið til sérkennapersónur eða
„flatneskjupersónur“, eins og E. M.
Forster kallaði þær — sem takmarkast
við fyrirsjáanieg viðbrögð skapferlis
þeirra eða starfs. En þetta verða aldrei
annað en grínf'ígúrur eða aukapersón-
ur.
Uinar innihaldsríku aðalpersónur
i skáldskapnum eru minnisvei’ðar fyrir
það, sem er sérstakt, einstætt og ófyrir-
sjáanlegt. Akkilles er dæmigerð grísk
hetja, en meðan flestir atburðir Ilíons-
kviðu gerast, situr hann í fýlu í tjaldi
sínu, aliur hinn óhermannlegasti, og er
til í að láta Grikki bíða lægri hlut, að-
eins vegna þess að stolt hans hefur ver-
ið sært.
Odysseifskviða er blátt áfram dásam-
leg saga af heimkomu, en það er
heldur betur skrítið heimili, sem Odyss
eifur kemur til. Hópur af drollandi biðl
um bíða árum saman, meðan Penelópa
vefur og rekur upp aftur líkklæði handa
föður Odysseifs, sem er alis ekki dauður.
„Agamemnon" Aiskylosax kánn að virð
ast dæmigerður „þríhyrnings“ sorgar-
leikur, allt þangað til við tökum að hug-
leiða, að Klytemnestra fæddist úr eggi,
sem Seifur hafði frjógvað, að Agamem-
non drap dóttur Klytemnestru og kom
með heim frá Trjóu spákonuna Kass-
öndru sem hjáikonu sína, og að elsk-
hugi Klytemnestru, Aigistos, er lausa-
leikssonur föður síns, Þýestesar, sem
hafði verið gabbaður af Atreusi, föður
Agamemnons, til að éta tvö sinna eig-
in barna. Eitt ónáttúrulegt atriði gerir
alla í heiminum hvem öðrum likan.
egar Shakespeare vill lýsa af-
brýðissaminni, býr hann til óvenjulegt
umhverfi með því að láta Othello vera
mælskan, márskan stríðsmann, sem iæt
ur sér leiðast innan um fína fólkið í Fen
eyjum. En svo hagræðir hann spilunum
ótrúlega með því að láta Othello verða
fyrir illmennsku Jagós. Þegar Melville
lýsir hvalveiðum, velur hann brjálaðan
skipstjóra, sem fórnar skipi sínu í hefnd
arofsókn gegn hval, sem er enn merki-
legri en hann er sjálfur. Hetjurnar á
vorum dögum em engu síður óvenjuleg
ar, og má nefna persónur Becketts, sem
búa í öskutunnum, eða sjálfsmorðsráð-
gátuna Seymor Glass, einn fjögurra eða
fimm beztu skálda vorra (óútgefinn) í
Ameríku, eða jafnvel þennan undarlega
glæpa-rómatíska Gatsby.
c
O egja ma, að þessar personur, þótt
undantekningar séu, sýni sannleikann
á líkingarfullan hátt. En því meir áber-
andi sem persónumar virðast vera, svo
sem Hamlet eða hetjan í „Myndbreyting
um“ Kafka, því erfiðara eiga gagnrýn
endurnir með að koma sér saman um
þýðingu þeirra.
Hugmyndaflugið getur sagt mikið um
mannlegt eðli, en segir það á óbeinan
og dularfullan hátt. Fullnægingar í-
myndunaraflsins streitast gegn
öllum útskýringum nema sinum
eigin. Og bókmcnntagyðjurnar
hafa ekki annað en margrætt
bros til svars við tilraunum
gagnrýnendanna — sem oft fara út um
þúfur — til að réttlæta sem almenn
sannindi það, sem raunverulega er ekki
annað en skapandi dyggðir, allt ann-
ars eðlis.
SMÁSAGAN
Framhald á bls. 3.
En nú hafði síðasta sandkornið runnið
út úr stundaglasi gamla mannsins. Ég
rak upp öskur, opnaði ljóskerið upp
á gátt og stökk inn í herbergið. Hann
æpti einnig, — aðeins eitt einasta óp.
Á augabragði hafði ég dregið hann niður
á gólfið, fleygt yfir hann þungu rúm-
dýnunni og lagzt á hana með öllum mín-
um þunga.
Sigurgleðin seytlaði um hverja taug
mína, þegar fyrirætlanir mínar höfðu
beppnazt svona vel. — En hjartað hélt
enn áfram að slá langa hríð. Ég hafði
engar áhyggjur af því, — það gat ekki
heyrzt gegnum veggina. Að lokum hætti
það að slá. — Sá gamli var dauður.
Ég lyfti upp rúmdýnunni og rann-
sakaði líkið. Já, hann var dauður, _____
steindauður. Auga hans mundi aldrei
framar ofsækja mig.
Og ef þér standið enn í þeirri trú, að
ég sé brjálaður, þá komizt þér nú brátt
á aðra skoðun, þegar ég segi yður,
hvernig ég fór að því að fela líkið.
Nóttin leið, og ég vann af kappi, hand-
fljótur og þögull. Fyrst hiutaði ég líkið
sundur, skar höfuðið af og síðan hand-
leggi og fætur.
Að því búnu losaði ég þrjú gólfborð
og lagði öll stykkin niður á milli gólf-
bitanna. Síðan gekk ég aftur frá gólf-
borðunum á sínum stað, svo nákvæmt
og snilldarlega, að ekkert mannlegt
auga — ekki einu sinni hans — hefði
getað greint hin minnstu verksummerki.
Þarna þurfti heldur ekki að afmá
neina bletti, — engar slettur af neinu
tæi, — ekki einn blóðdropa. Ég var
nógu varkár til þess að eiga ekkert
slíkt á hættu. Ég hafði sett bala undir
þann leka, hahaha!
K. lukkan var fjögur, þegar verk-
inu var lokið. Það var ennþá niðamyrk-
ur eins og um lágnætti. Á slaginu fjögur
var barið að útidyrum.
Ég gekk niður glaður og reifur til
að ljúka upp, því að hvað hafði ég nú
að óttast?
Úti fyrir stóðu.þrír menn, sem kynntu
sig mjög kurteislega og kváðust vera
lögreglumenn. Einhver nábúi hafði
heyrt neyðaróp um nóttina. Það hafði
vakið grunsemdir um, að hryðjuverk
kynni að hafa verið framið, og síðan
hafði lögreglan verið aðvöruð og hún
sent þessa menn til að athuga málið.
Ég hló, því hvað hafði ég að óttast?
Ég bauð herramennina velkomna. Ég
sagði þeim, að ég hefði sennilega sjálfur
hljóðað í svefninum. Ég upplýsti einnig,
að sá gamli hefði farið út á land.
Og síðan fylgdi ég gestum mínum
um allt húsið Ég bað þá að rannsaka
ailt — og gera það rækilega. Að lokum
fór ég með þá inn í herbergið hans. Ég
sýndi þeim peninga hans og dýrgripi
óhreyfða á góðum stað. Ég var svo ör-
uggur og fullur sjálfstrausts, að ég flutti
stóla inn í herbergið og bauð þeim sæti,
svo að þeir gætu hvílt sig eftir þessa
fyrirhöfn. Sjálfur settist ég sigri hrós-
andi á stól beint yfir hvílustað fórnar-
lambsins.
Lögreglumennirnir voru ánægðir.
Framkoma mín hafði sannfært þá og
mér leið óvenjulega vel. Þeir sátu
og mösuðu, og ég svaraði glaðlega öll-
um spurningum þeirra.
En brátt fann ég, að ég fölnaði, og ég
óskaði þess, að þeir væru á bak og burt.
Mig verkjaði í höfuðið og mér fannst
ég heyra tif í klukku. En þeir héldu
áfram að sitja sem fastast og tala.
Klukkutifið varð háværara. Það varð
óslitið og sífellt greinilegra. Ég talaði
þeim mun ákafar í því skynf að losna við
þessar óþægilegu skynjanir. En það var
tilgangslaust. — Hljóðið hélt áfram með
vaxandi þunga, þar til — að lokum •—
ég gerði mér Ijóst, að það átti ekki
upptök sín í mínum eyrum.
Ég var nú án efa orðinn mjög fölur,
en samt hélt ég áfram að tala með þeim
mun meiri ákefð og hækkaði röddina.
En hljóðið hækkaði að sama skapi. —
Hvað átti ég til bragðs að taka? Þetta
var þungt og reglubundið dynkhljóð, —
eins og í klukku innan í þykkum baðm-
uilarumbúðum. Ég greip andann á lofti.
— Og samt heyrðu lögreglumennirnir
ekkert. Ég talaði sífellt hraðar og ákaf-
ar, en hljóðið varð stöðugt greinilegra.
Ég spratt á fætur og masaði skræk-
róma um einhverja smámuni með handa-
pati og hávaða, en hljóðið jókst stöðugt.
Hvers vegna fara þeir ekki! Hvað átti
ég að gera! Ég þreif loks stólinn, sem
ég hafði setið á, og dró hann eftir gólf-
inu, en hljóðið yfirgnæfði allt annað og
varð sífellt hærra. Það varð hærra —
hærra — hærra! Og áfram héldu lög-
reglumennirnir að tala og hlæja.
Gat það átt sér stað, að þeir heyrðu
alls ekki neitt?
Almáttugur guð! — Nei, nei. . Þeir
heyrðu það! Þá grunar eitthvað! Þeir
vissu það! Þeir hæddust að angist minni!
essu trúði ég, — og ég stend enn
í sömu meiningu. En allt var betra en
þessi hræðilega skelfing! Allt var betra
að þola en þetta miskunnarlausa háð!
Ég gat ekki afborið þessi andstyggilegu
háðsglott þeirra. Ég fann, að ég yrði að
æpa, ef ég ætti ekki að deyja! Og nú —
ennþá einu sinni-----hlustið! — Hærra
— hærra — hærra!
— Þorparar! öskraði ég. Hættið þess-
um skrípalátum! Ég játa! Rífið upp gólf-
borðin hérna — hérna! Það er þetta and-
styggilega hjarta hans, sem er að slá!
BÖKMENNTSR
Vörnín, sem varð óþiirt
Framhadd af bls. 5.
Þorstéinn Ingimundarson hafir verið
gætinn maður og varkár. Ekki er þvi
nein fjarstæða að hugsa sér, að hann
hafi viljað hafa útgöngudyr fleiri en
einar.. Okkur fer þá að renna grun í
það, að hinar tíðu ræður um fjölkynngi
Ljótar eigi sér líka hlutverk í sögunni.
Að henni er vikið t.d. í frásögninni hér
að framan af atburðunum við ána: „o<k
hygg hana (Ljót) skammt frá hefjask“.
Þorsteinn hefir margt hugleitt vetur-
inn, sem þeir bræður sátu í hinu ,,ú-
æðra öndvegi", eins og orðalagið er í
útgáfu Sv. Skúlasonar.
Líkiegast er að við sjáum hér innri
varnarstöðu Þorsteins, hans second
line of defence: orsökin til þess að
Jökull varð föður sínum að bana voru
görningar, galdrar. En til þess kom
ekki að Þorsteinn þyrfti að hörfa til
þessa vígis. Tætturnar má samt enn
sjá í sögunni, og það víðar en á einum
stað. Benjamín Eiríksson
Hrakningar norskra selveiðimanna
HINN 8. júní 1883 strandaði norska
sel- og hvalveiðiskipið Artic við Jan
Mayen í þoku. Sjór var úfinn við
ströndina og brotnaði sikipið. Þessi
hafnlausa klettaeyja var þá með öllu
óbyggð, því engin veðurþjónusta
hafði þá verið sett þar á stofn. Skip-
verjar voru alls 29, allir norskir.
Björguðust þeir í 6 báta, en einum
þeirra hvolfdi þegar við skipið. 1
honum voru 4 menn og tókst að
bjarga þeim, en klæðnaður og vistir,
sem í bátnum höfðu verið, týndust
með öllu. Höfðu skipverjar ekkert
vatn. Einum bátnum, sem lítiil var,
slepptu þeir, og sagði skipstjóri svo
fyrir, að 8 menn skyldu vera í einum
bátnum en 7 í hverjum hinna þriggja
og skipti að því búnu þeim litlu mat-
vælum, er þeir höfðu, jafnt milli
allra. Héldu þeir síðan í austurátt að
leita að tveimur skipum, er þeir áttu
von á að væri þar við eyna, en sú
leit varð árangurslaus, er þeir höfðu
róið inn í ísinn 10 mílur. Tóku þeir
því stefnu til íslands. Varð einn bát-
urinn viðskila við hina þrjá, og leit-
uðu skipshafnirnar hans í 36 tíma,
áður en þeir fundu hann. Komust
þeir síðan upp undir Grænlandsísinn
og tókst að ná þar í ósaltan ís, og
varð það þeim til bjargar. Komust
þeir loks til Grímseyjar 22. júní og
tiii Oddeyrar daginn eftir. Alls höifðu
þeir þá róið og siglt þessum skelj-
um 180 danskar mílur. Sumir menn-
irnir voru talsvert kalnir á höndum
og fótum, og voru fjórir þeirra flutt-
ir í sjúkrahúsið á Ákureyri.
Hérlendir menn dáðust mikið að
þrautseigju þessara víkingsmanna, og
ekki sízt skipstjórans, sem staðið
hafði staðið sig eins og hetja allan
þennan reynslutíma og hvatt menn
sína að halda áfram meðan kraftar
entust. 25 þessara skipbrotsmanna
voru síðan fluttir til Reykjavíkur,
þar sem þeir fengu far til síns beima-
lands.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
9. tbl. 1965,