Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Síða 4
Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Gunnar Björnsson.
KÆRU landar, sýnilegir og
ósýnilegir!
Þennan dag hafið þér Austur-ís-
lendingar, af einskærri góðvild og
bróðurhug, helgað Vestur-íslend-
ingum — frændunum fyrir handan
hafið.
í dag réttast hendur yfir hafið,
fallast í faðmlög hugir þeirra sem
álar Atlantshafs í veruleikanum að-
skilja. Það skein íslenzk sól í sálu
Vestur-íslendinga þegar það fréttist
að föðurlandið ætlaði að minnast
fjarlægu barnanna á tilsettum degi,
kannske ár hvert. Að biðja að heilsa
er íslenzkur siður, en hér er um
meira að ræða en rétt að biðja að
heilsa. í dag mynnist Fjallkonan við
börnin sín fyrir vestan. Koss kær-
leikans er alveg eins verulegur —
ef ekki meira svo — þó lönd og höf
aðskilji elskendurna. Andinn er sá
eini veruleiki, og hann er hvorki
bundinn stund né stað.
Ég er ekki með nokkuð undirskrif-
að eða innsiglað umboð frá Vestur-
Ræða Gunnars Bjúrnssonar á
r
FLUTT AF SVÖLUM ALÞINGISHÚSSINS
Ræðan sem hér fer á eftir var
flutt af svölum Alþingishússins á
degi Vestur-íslendinga í júní
1940 af hinum kunna vestur-ís-
lenzka ritstjóra Gunnari B.
Björnssyni, föður Valdimars
Björnssonar og þeirra bræðra.
Gunnar B. Björnsson fluttist
fjögurra ára gamall til Vestur-
heims árið 1876 ásamt móður
sinni, Kristínu Benjamínsdóttur.
Þau höfðu átt heima austur á
Héraði, en settust að í Minne-
sota, þegar vestur kom. Þar kom
Kristín syni sínum til manns við
hin erfiðustu kjör. Hann vann
ýmsa algenga vinnu, bæði í sveit
og borg, gekk í verzlunarskóla
árið 1896 og fékk um svipað leyti
þá hugmynd að kaupa blaðið
„Minnesota Mascot“ ásamt öðr-
um íslenzkum pilti, Stefáni Jóns-
syni Westdal, sem var prentari.
Gáfu þeir síðan blaðið út í sam-
einingu, unz Stefán fluttist burt
um aldamótin, en þá keypti
Gunnar hans hlut og rak blaðið
upp frá því. Synir Gunnars
hjálpuðu honum við útgáfuna,
þegar þeir höfðu aldur til og áttu
frí frá námi. Árið 1903 gekk
Gunnar að eiga íslenzka konu,
Ingibjörgu Ágústu Jónsdóttur
Hörðdal, sem einnig hafði flutzt
vestur fjögurra ára gömul.
Gunnar Björnsson var fyrsti
þingmaðurinn af íslenzkum ætt-
um á ríkisþinginu í Minnesota.
Hann var einnig póstmeistari
ríkisins í 9 ár og í skattanefnd
10 ár. Börn Gunnars urðu 6 tals-
ins: fjórir synir, Hjálmar, Valdi-
mar, Björn og Jón, tvær dætur,
Helga og Stefanía.
Eins og kunnugt er, hefur
Valdimar Björnsson um alllangt
skeið verið fjármálaráðherra
Minnesota-ríkis og athafnasamur
í flokki Repúblikana. Um næstu
helgi er hans von til íslands í
tilefni af 25 ára afmæli íslenzk-
ameríska félagsins, þar sem hann
á að halda hátíðarræðuna. í
sambandi við komu hans þykir
Lesbókinni hlýða að birta þessa
gömlu ræðu föður hans, sem
sótti okkur heim tvisvar á æv-
inni: í tilefni Alþingishátíðarinn-
ar 1930 og vígslu Háskóla ís-
lands 1940.
íslendingum, að mæta fyrir þeirra hönd
hér í dag og þakka fyrir bræðraþelið og
hlýleikann sem austanvindurinn ber
vestur um — en ég finn í huga mínum
að mér er falið á miklu verulegri hátt
en nokkur innsigli geta attestérað að
flytja kveðju og heillaóskir og árna
alls góðs þjóðinni ykkar — þjóðinni
okkar, þjóðinni sem byggir land-
ið þar sem frost og funi lifa
saman eins og Víkingar í Valhöll
— landinu þar sem hverahiti kær-
leikans sigrar þó jafnan norðannæðing
kaldra örlaga. Já, ég finn að hvert ís_
lenzkt hjarta í Vesturheimi hefur falið
mér það ljúfa hlutverk að túlka máli
endurminninganna, að bera kveðju
bernskustöðvum, að lýsa ánægju yfir
velgengni, framförum og framsókn hins
nýja, hins endurrisna, hins áhugamikla,
hms afkastastóra, unga, gamla Islands.
]Výtt tímabil í sögu Islands átti
aðventu sína á fyrstu árum þessarar
yfirstandandi aldar. Aðeins tíu ár eru
eftir af fyrra helmingi aldarinnar; saga
þeirra 40 ára á íslandi er stórmerkileg
saga. Væri mér ekki takmarkaður tími
við þetta tækifæri, mundi ég hafa gaman
af að fara yfir þá sögu eins og ég hef
lesið hana og séð, en ég verð að neita
mér um það í þetta sinn, aðeins að
segja að mér finnst að bæði á sviði hins
andlega og hins verklega hafi framsókn
og framkvæmdir stigið öðrum þjóðum
skör framar, þegar samanburður er
gerður milli nú og þá.
Það eru nú liðin eitt þúsund og sextíu
og sex ár síðan Ingólfur Arnarson kom
hingað í höfnina, sá rjúka úr hverunum
og gaf víkinni nafn. Þið Reykvíkingar
ættuð að vera sterk-trúað fólk, því sann
arlega og sögulega er borgin ykkar
grundvölluð á trú; byggð á bergi ald-
arnia, í veralalegri merkingu, og á ör-
uggu trausti á leiðslu guðanna. Sagan
af öndvegissúlum Ingólfs er of vel kunn
ouum rsienaingum til þess að gera meira
en að minnast á hana. Hann vissi að
guðirnir mundu láta skila súlunum á
farsælan stað, og hann hljóp ekkert á
sig að festa rætur fyrr en hann fann
þær.
Við erum nú að útvarpa frá svölum
þinghússins í Reykjavík, staddir aðeins
steinsnar frá túninu hans Ingólfs, ef
ekki á því. Ingólfur var vesturfari. ís-
land var Vesturheimur á hans dögum.
Eiríkur rauði og hans förunautar voru
vesturfarar. Grænland var þeirra Vest-
urheimur.
Við segjum að sólin setjist í vestrþ
og sýnilega finnst okkur það. Rekið
braut þjóðanna, braut mannkynsins, og
mun leiðin hggja frá austri til vesturs.
Eins og sólin sezt í vestri, svo rís líka
vonin þar. Þetta þjóðbrot sem við köll-
um Vestur-íslendinga var og er þeir
sem fylgdu leiðarstjörnu vonarinnar í
vesturátt. Þetta er hvorki staður né
stund sem krefst að rekin sé saga þess-
ara nítjándu aldar vesturfara. Það er
nú kominn annar og þriðji liður, og eru
samt enn á lífi menn og konur sem
komu með þeim fyrstu er frá íslandi
fóru, í byrjun sjöunda áratugs nítjándu
aldar.
Tímarnir breytast, þjóðirnar breytast,
emstaklingurinn breytist — allt breytist.
En ennþá rýkur úr hverunum í víkinni,
enn blasir Esjan við sól eins falleg og
þegar Ingólfur fyrst sá hana.
Enn stendur í góðu gildi gjáin kennd
við almenning. Enn gnæfa jöklarnir, enn
steypast fossarnir syngjandi af brún.
Enn lyftir dalur blárri brún mót blíð-
um sólarloga, enn glitrar flötur, glóir
tún og gyllir sunna voga.
Þótt þetta sé allt horfið sjónum
Vestur-íslendinga þá geymir hann
mynd af því í hjarta sér —
mynd sem aldrei upplitast, mynd
sem ástin hefur málað og árin fægia,
mynd sem aðeins örlagagyðjan megnar
á hinztu stund að varpa í haf gleymsk-
unnar.
En það eru ekki aðeins fjöllin, jökl-
arnir, árnar, vötnin og hraunið sem
Vestur-íslendingum þykir vænt um á
íslandi — heldur er það fólkið sem
byggir landið, þjóðin sem svo dugnaðar-
lega sækir fram á öllum sviðum.
Ég veit að Vestur-fslendingimum sem
voru svo heppnir að vera viðstaddir
þegar þær tvær hátíðlegu athafnir fóru
fram í vikunni sem leið, þegar Háskól-
inn og kapelian voru vígð, fannst öllum
mikið til um þá stóru og fallegu bygg-
ingu sem á að hýsa skólann. Með þess-
ari skólabyggingu er tryggð hin and-
lega framtíð Islands. Ekki svo að skiija
að landið hafi ekki ævinlega verið
mennta- og menningarland, því það er
almannarómur, ef maður má svo að
orði komast, meðal annarra þjóða, að svo
sé. En þessi stóri og tilkomumikli Há-
skóli, með því mannvali sem maður veit
að verður þar bæði í hópi kennara og
nemenda, mun æ verða til heiila og
blessunar landi og lýð. Þessi bygging
er stórt spor, og náttúrlega fjárhagslega
dýrt spor, en það er spor sem þjóðin
mun aldrei iðrast að hafa tekið.
E g játa að ég sé hrifinn af þessari
fögru menntastofnun, og öruggur um
framtíðina. Engin þjóð nær fullu frelsi,
engin þjóð getur lengi varið frelsi sitt,
nema hún njóti leiðsagnar menntaðra,
viturra og ósérplæginna leiðtoga. Mennt
un, sönn og heilbrigð, er það ábyggi-
legasta skilyrði fyrir því að landi og
lýð megi vegna vel. Mig langar til að
segja: Lengi lifi Háskóli íslands.
Við höfum séð myndir og lýsingar af
þessum Háskóla í Vesturheimi, og við
erum öll stolt af því sem hér hefur verið
gert í þessa átt, og við samgleðjumst
þjóðinni yfir því. En allt sem ég hafði
séð og lesið um Háskólann hvarf út 1
veður og vind þegar ég stóð andspænis
veruleikanum. Byggingin er bæði merki-
leg og frumleg, og mundi vekja eftirtekt
í hvaða stórborg heimsins sem værL
Framhald á bls. 13.
A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
10. tbl. 1965.