Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Síða 10
sEmaviðtalið
Lágt verð á ístenzkri list
40634.
— Fögrubrekku 5.
— Er Sigurður Sigurðsson
listmálari við?
— Auignablik.
— Sigurður.
— Góðan dag, þetta er hjá
Lesbók Morgunblaðsins. Hvað
er að frétta af starfsemi Fé-
lags íslenzkra myndlistar-
manna?
— Aðaláhugamálið núna er
vitaskuld bygging nýja Lista-
mannaskálans á Miklatúni.
Verið er að vinna að teikningu
hans um þessar m.undir. Hann
verður staðsettur fyrir miðri
Flókagötu. Meiningin er að
hafa tvo sambyggða sýningar-
eali, annan stóran, hinn lít-
inn til einkasýninga, og siíðan
veitingaihús með glugga og
verönd mót suðri. Ástandið er
afieitt nú, þar sem enginn sýn-
ingarsalur er til í bænum.
Listamannaskálinn er orðinn
gersamlega ónothæfur, þar er
oft kaldara inni en úti undir
beru lofti og gólfið er allt mis-
sigið, enda fen undir.
— Hvaða sýningar eru
framundan?
— Aðalsýning okkar verður
í haust að venju og hún verð-
ur að haldast í garnla skálan-
um. Þess vegna reynum við
að hafa hana snemma, áður
en kólna tekur. Fyrir tveimur
árum tókum við að bjóða út-
lendingum þátttöku í þessum
samsýningum okkar. Þá sýndu
hér með okkur finnskur og
danskur málari. í haust verða
Norðmaður og Svíi með. Stein-
þór Sigurðsson sýndi fyrir
skömmu með kóloristunu.m í
Kaupmannahöfn og hlaut á-
gæta dóma. Við höfum mik-
inn áhuga á bættum samgöng-
um í málaralist okkar. Við
höfum til þessa verið talsvert
afskekktir.
— Svo er norræna sýningin
í Þrándheimi á vegum Nordisk
kunstforbund. Við höfum tek-
ið þátt í henni um langt skeið
og að þessu sinni munu 4 ís-
lenzkir málarar og 2 mynd-
höggvarar senda verk á sýn-
inguna. í fyrstunni sýndi hvert
land út af fyrir sig, en nú er
þetta miklu meira í norrænum
Svavar Gests skrítar stm:
NÝJAR PLÖTUR. Aftur
kom sending af nýjum plöt-
um til Hljóðfæraverzlunar
Sigríðar Helgadóttur, og eru
þetta allt plötur, sem eru í
efstu sætum á vinsældalist-
anum í Ameríku og Eng-
landi. Fyrst er það lagið
„You’ve lost that lovin’
feelin,“ sem The Righteous
Brothers syngja. Þetta lag
var í efsta sæti bæði í Eng-
landi og Ameríku fyrir
stuttu. Þetta er sérkennilegt
lag, sem sennilega er þó of
margbrotið til að ná vin-
sældum hér.
Þá er það ný plata með
hinum vinsælu Four Sea-
sons, það er lagið „Bye bye
baby“, sem er á hraðri leið
upp vinsældalistann úti.
Skemmtileg plata, eins og
flestar þeirra félaga. Síðan
er það „How sweet it is“
með Marvin Gaye, en hann
syngur rhythm and blues
lög og hefur slík tónlist
ekki fengið mikinn hljóm-
grunn hér á landi enn, þó
heldur sé það að breytast.
Gary nokkur Lewis, sem
eins og Marvin er amerísk-
ur, syngur „This diamond
ring“ sem er nokkuð gott
lag. Þá er það Herman’s
Hermits frá Englandi, sem
á sínum tíma urðu vinsæl-
ir fyrir lagið „I’m into
something good“. Á þessari
plötu efu þeir með tvö ágæt
lög: „I know why“ og
„Can’t you hear my heart-
beat“. Seinna lagið er mjög
gott.
Svo eru það The Zomibies.
Þrátt fyrir fráhrindandi
nafn eru þeir orðnir nokkuð
þekktir og hér er það lag-
ið „She’s not there“, sem
reyndar hefur notið vin-
sælda hér um alllangt skeið
þó platan hafi líklega ekki
komið fyrr. Þá eru það hin-
ir ensku ,‘,Searchers,“ sem
líklega verða hér við hljóm
leikahald um það leyti, sem
þetta birtist á prenti. Þeir
eru með lagið „Love potion
number nine“, sem var upp-
haflega á tólf laga plötu
hjá þeim, en er nú komið
á litla plötu, sem þegar hef-
ur sélzt mjög vel. Önnur
plata þeirra sem gengin er
yfir hér er á leið upp vin-
sældalistann í Ameríku, það
er „What have they done to
the rain“. Þetta er ein allra
bezta enska hljómsveitin og S
á skilið að njóta meiri vin-
sælda hér á landi en hún ger-
ir. Svo eru það félagar
þeirra, The Bachelors,
þeir eru með lagið
„No arms can ever
hold you“, ofarlega á vin-
sældalistanum. Gamalt og
gott lag, sem þeir fara mjög
vel með. Þá eru það hin am-
erísku Peter, Paul & Mary
með lagið „For lovin’ me“.
Þau njóta mikilla vinsælda
alls staðar ag er þetta ein
þokkalegasta platan þeirra í
langan tíma. Lestina rekur
svo lagið „The Name Game“.
sem Shirley Ellis syngur.
Þetta er sériega skemmtilegt
og vonandi nær það vin-
sælcktm. hér, bezta lagið í
hópnum er mér óhætt að
fullyrða.
essg.
anda og öllum blandað saman.
— Ætla fleiri að sýna er-
lendis á næstunni?
— Já, okkur hefur borizt
boð frá Newcastle on Tyne að
senda þangað sýningu 5 til 6
íslenzkra málara, sem síðan
mundi verða flutt til fleiri
borga í Englandi.
— Hvað eru margir meðlim-
ir í Félagi íslenzkra myndlist-
armanna?
— Við erum um 40.
— Hvernig gengur ykkur
að afla fjár til byggingar nýja
skálans?
— Við eigum nú eftir að
ráða fram úr því. Við 'gáfum
að vísu myndir í fyrra, sem
Sigurður Benediktsson bauð
upp fyrir okkur, og efndum
til happdrættis, svo að við
eigum nokkur hundruð þúsund
í sjóði, en það hrekkur náttúr-
lega skammt.
— Hafið þið fleiri sjóði?
— Já, við eigum utanfarar-
sjóð, sem ónefndur listamaður
gaf félagínu, og svo gaf finnsk-
ur listamaður, Lennart Seger-
strále, sem hér dvaldist í fyrra
og málaði fresco-myndir í kór
Hallgrímskirkju í Saurbæ,
okkur 70 þúsund krónur, er
við getum notað til að stofna
sjóð.
— Hvernig hafa sýningar
gengið að undanförnu?
— Mjög misjafnlega, og
treysti ég mér ekki til að gefa
neinar skýringar á þvi, eftir
hverju gangur þeirra fer.
Einkasýningar virðast yfirleitt
gefa betri raun en samsýning-
ar. Kanns-ki kemur þar kunn-
ingsskapur meira til greina,
þar sem hér á landi þekkjast
svo margir.
— Hvernig hafa íslenzkir
myndlistarmenn það yfirleitt
fjárhagslega?
— Það er alger undantekn-
ing, að menn þurfi ekki að
stunda einhverja aðra vinnu,
til dæmis kennslu, og það er
slæmt að þurfa að þjóna
tveimur herrum. Verð á lista-
verkum er mjög lágt hér og
miklu lægra en tíðkast á
Norðurlöndum. Og svo eiga
hinar þjóðirnar miklu fleiri
sjóði til styrktar listamönnum
sínum.
— Illa hefur gengið að selja
myndir yngri málaranna á
uppboðum í Reykjavík. Hveria
telur þú ástæðuna fyrir því?
— Það byggist trúlega á því,
að hinir venjulegu uppboðs-
gestir hugsi mest um fjár-
festingu, er þeir kaupa mál-
verk. Þeir kaupa verk eldri
málaranna, sem þegar hefur
skapazt nokkuð fast verðlag á.
Þeir, sem kaupa myndir vegna
myndanna sjálfra, fara aftur
meira heim til málaranna og
gera þar kaup sín. Þetta er
hvorki ný bóla né sérkenni
íslendinga. Þegar ég var úti í
Danmörku við nám seldist
mjög lítið af list þess tima á
uppboðum eða galleríum. Lista
mennirnir seldu hins vegar
margir ágætlega heima h;á
sér. Svona held ég að þessu
sé farið hér líka.
Úr a nnáIu m mi ða!d a
Guðmundur Guðni Guðmundsson tók saman
1262
ísland.
íslenzka þjóðveldið liður undir lok
er Gizur Þorvaldsson jarl fær ís-
lendinga til að gera sáttmála við
Hákon Hákonarson Noregskonung,
og játast hans þegnar. Venjulega
hefur þessi illræmdi sáttmáli ver-
ið kallaður Gamli sáttmáli, en rétt-
ara er Gizurarsáttmáli. Hinn rétti
Gamli sáttmáli verður ekki til
fyrr en á dögum Hákonar háleggs
er kom til valda 1299.
Ketill Þorláksson lætur af lög-
sögu.
Hallvarður gullskór fer utan. Sig-
hvatur Böðvarsson fer utan í gísl-
ingu.
Ólafur Grænlendingabiskup brýt-
ur skip sitt og kemur í Herdísar-
vík.
1263
16-12. d. Hákon Hákonarson kon-
ungur á heimleið frá Skotlandi.
Magnús lagabætir sonur Hákonar
verður konungur norska ríkisins.
Hefst uppreisn aðalsmanna á
Englandi undir forustu hins
íranksfædda jarls af Leicester,
Simonar af Mantfort, er átti fyrir
konu Elenóru systur Hinriks III.
ísland.
Brandur Jónsson verður biskup
á Hólum.
Oddaverjar játast undir skatt til
Noregskonungs.
Sturla Þórðarson sendur á fund
Hákonar.
Þorleifur breimur Ketilsson verð-
ur lögsögumaður.
1264
Ensku aðalsmennirnir vinna sigur
við Lewes á konunginum, Hinrik
III, og handtaka hann 14-5. ás-
amt ríkisarfanum, Eðvarð I, og
þvinga konunginn til að afsala sér
einræðisvaldi.
Kublai khan vinnur sigur á Arik-
boga bróðursynl sínum er verða
átti stór-khan Með valdatöku
Kublais verður stór breyting á
stefnu Mongóla, því hann var
Austur-Asíumaður í allri hugsun,
og eftir það er lögð áherzla á að
móta Kínaveldi, en Rússland og
Persía verða sjálfstæðari lands-
svæði en áður.
Island.
Austfirðingar játast siðastir allra
landsmanna undir yfirráð Noregs-
konungs. Þá hafði síðasti goðinn,
Þorvarður Þórarinsson höfðingi
Austanlands, gefið upp riki sitt
fyrir Magnúsi Hákonarsyni. Há-
kon varð því aldrei konungur yfir
íslandi öllu.
Gizur jarl lætur 27-9. hálshöggva
Þórð Andrésson Oddaverja. Þórð-
ur var tekinn af lífi í Þrándar-
holti í Gnúpverjahreppi.
D. Brandur biskup á Hólum 2R-5.
Brandur þýddi Alexanderssögu
og Gyðingasögu.
Sturla Þórðarson ritar sögu Há-
konar gamla.
1265
Sett fyrsta reglulega þing enska
parlamentsins af Símoni frá Mont
fort, uppreisnarforingjanum frá
1263. Til þingsins voru kvaddir
fulltrúar frá barónum, klerkum,
smærri jarðeigendum og borgara-
stéttinni.
Búlgarar og Tartarar (Mongólar)
fara inn í Þrakíu.
F. Dante Alighieri 27-4., heims-
frægur ítalskur skáldsnillingur
frá Flórensborg.
Fyrstu Evrópumennirnir koma
til Kína. Voru það bræðurnir og
kaupmennirnir Nicolo Polo, faðir
Marco Polo, og Maffeo. Þeir voru
frá Feneyjum.
ísland.
Þorvarður Þórarinsson kemur
heim frá Noregi.
1266
Karl af Anjou fær Neapels-ríki
og Sikiley að léni af páfa.
Magnús lagabætir Noregskonung
10 I-ESBÓK morgunblaðsins
10. tbl. 1965.