Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 3
W. Somerset-Maugham: ég látinn læra nokkrar af dæmisögum La Fontaines utan að og boðskapur þeirra vandlega útskýrður fyrir mér. Ein þeirra, sem ég lærði, var „Maurinn og engisprettan." Henni var ætlað að kenna hinum ungu, að í ófullkomnum heimi borgi sig að vera iðinn, en kæru- leysi og leti hefni sín. í þessari ágætu dæmisögu — ég bið afsökunar á því, að ég nefni hér það, sem gera má ráð fyrir, að allir viti — stritar maurinn sumar- langt við að safna forða fyrir vetur- inn, en engisprettan situr aftur á móti é grasstrái og syngur sólaróð. Veturinn kemur og maurinn er þægilega byrg- ur, en búr engisprettunnar tómt; hún fer til maursins og biður um dálítið af mat. Þá gefur maurinn henni hið sí- gilda svar: „Hvað varstu að gera í sumar?“ „Ég söng og söng, dag og nótt.“ „Söngstu? Jæja, farðu þá og dansaðu.“ Ég held ekki, að það sé illgirni að kenna, fremur hverflyndi barnsins sem skortir skilning á réttu og röngu, að ég gat aldrei sætt mig við boðskap lexí- unnar. Ég hafði samúð með engisprett- unni og lengi gat ég ekki að mér gert að kremja undir fæti hvern maur sem ég sá. Á þennan einfalda — og eins og ég hef síðar komizt að raun um mann lega — hátt leitaðist ég við að tjá van- þóknun mína á smiásmugulegri varfærni og því sem er almennt álitið rétt. M ér varð ósjálfrátt hugsað til þessarar dæmisögu, þegar ég sá Georg Ramsey sitja dag nokkurn einan að snæðingi í veitingahúsi. Ég hef aldrei séð neinn svo dapran á svip. Hann starði út í bláinn. Það var eins og allar heims- ins áhyggjur hvíldu á herðum hans. É'' kenndi í brjósti um hann; mig ginin aði strax, að hinn ógæfusami bróðir hans hefði enn einu sinni valdið honum vandræðum. Ég gekk til hans og rétti honum höndina. „Hvernig líður þér?“ spurði ég. ,.Mér er ekki hlátur í huga“, svaraði ihann. „Er það Tom rétt einu sinni?“ Hann andvarpaði. „Já, það er enn Tom.“ „Hvers vegna læturðu hann ekki róa? Þú hefur gert allt, sem mögulegt er, fyrir hann. Þér hlýtur að vera orðið ljcst, að honum verður ekki bjargað.“ Ég býst við, að í hverri fjölskyldu sé svartur sauður. Tom hafði verið sinni fjölskyldu erfiður í tuttugu ár. Framan af hafði hann lifað sómasamlegu lifi; hann lagði stund á verzlun, kvæntist og eignaðist tvö börn. Ramsey-hjónin nutu virðingar og ekki var ástæða til að ætla annað en Tom Ramsey ætti eftir að lifa nytsömu og heiðarlegu lííi. En dag einn lét hann fyrirvaralaust uppi, að honum geðjaðist ekki að vinnu og hjónaband hæifði honum ekki. Hann vildi njóta lifsins, Það reyndist árang- urslaust að tala um fyrir honurn. Hann yfirgaf konuna og starfið. Hann átti dá- lítið af peningum og eyddi tveimiur ham ingjuórum í ýmsum höfuðborgum Evr- ópu. Öðru hverju bárust ættingjunum fregnir af atferli hans og þótti illt. Hann naut lífsins vissulega. Þau hristu höfuð- ið og spurðu, hvað mundi gerast, þegar hann hefði eytt öllum peningunum. Þau komust brátt að raun um það; hann tók lán. Hann hafði töfrandi framkomu, en var ekki að sama skapi vandur að með- ulum. Ég hef aldrei hitt neinn, sem erfiðara var að neita um lán. Hann hafði stöðugar tekjur af vinum sínum og reyndist auðvelt að afla sér vina. En hann sagði alltaf, að það væri leið- inlegt að eyða fé í nauðsynjar; þeim pening'um væri skemmtilegt að eyða, sem eytt væri í munað. Þá peninga fékk hann hjá Georg, bróður sínum. En hann sóaði ekki töfrum sínum á hann. Georg var alvörugefinn maður og ónæmur fyr ir slíkum brögðum. George hafði ábyrgð artilfinningu. Einu sinni eða tvisvar féll hann fyrir loforðum Toms um bót og betrun og lét af hendi við hann all- stóra fúlgu, svo að hann gæti byrjað nýtt líf. Fyrir þetta fé keypti Tom bíl og nokkra fallega skartgripi. Þetta neyddi Georg til að skilja, að Tom mundi aldrei sjá að sér, og hann sagði skilið við hann; Tom beitti fjárkúgun. Það var ekki skemmtilegt fyrir virðu- legan lögfræðing að sjá bróður sinn hrista kokteila fyrir innan barborðið í veitingastaðnum, sem hann sótti mest, eða koma að honum sitjandi í bílstjóra- sæti leigubifreiðar fyrir framan klúbb- inn sinn. Tom sagði það vel sæmandi að vera barþjónn eða leigubílstjóri, en ef Georg gæti gert honum þann greiða að láta hann hafa nokkur hundruð pund, hefði hann ekkert á móti því að hætta þessum störfum, svo að heiðri fjölskyld- unnar væri borgið. Georg lét undan. E flt sinn var Tom næstum varpað í fangelsi. Georg var miður sín. Hann rannsakaði þetta leiðindamál. Vissulega hafði Tom geingið of langt. Hann hafði verið óstýrilátur, kærulaus og eigin- gjarn, en hann hafði aldrei fyrr gert neitt óheiðarlegt, og með því átti Georg við ólöglegt; og ef hann yrði sóttur til saka, yrði hann áreiðanlega fundinn sekur. En maður getur ekki látið stinga bróður sínum í svartholið. Maðurinn, sem Tom hafði svikið, Cronshaw að nafni, var staðráðinn í að hefna sín. Hann hafði ákveðið að leggja málið fyrir rétt; hann sagði, að Tom væri þorp ari og ætti refsingu skilið. Það kostaði Georg mikið erfiði og fimm hundruð pund að koma á sættum. Ég hef aldrei séð hann eins ofsareiðann og þegar hann frétti, að Toin og Cronshaw hefðu far- ið saman til Monte Carlo um leið og þeir höfðu selt ávísunina. Þeir dvöldust þar í mánuð og skemmtu sér vel. í tuttugu ár tók Tom þátt í veðreiðum og fjárhættuspilum, daðraði við feg- urstu stúlkurnar, dansaði, át í beztu veitingahúsunum og var aðdáanlega vel klæddur. Hann leit alltaf út eins og hann væri nýstiginn upp úr hattaöskju. Þó að hann væri fjörutíu og sex ára, hefði maður aldrei álitið hann eldri en þrjátíu og fimm. Hann var einkar skemmtilegur förunautur, og þótt mað- ur vissi að hann var til einskis nýtur, gat maður ekki annað en haft ánægju af félagsskap hans. Hann var glaðlynd- ur, sikátur og ótrúlega aðlaðandi. Ég var aldrei ófús til að greiða tollinn, sem hann lagði reglulega á mig fyrir lífs- nauðsynjum sínum. Eg lánaði honum aldrei fimmtíu pund, án þess að mér fyndist ég s'kulda honum. Tom Ramsay þekkti alla og allir þekktu Tom Rams- ay. Maður gat ekki fallizt á breytni hans en það var ekki hægt annað en kunna vel við hann. Aumingja Georg, aðeins ári eldri en þrjóturinn, bróðir hans, leit út fyr- ir að vera sextugur. í aldarfjórðung hafði hann aldrei tekið sér nema hálfs- mánaðar frí á ári hverju. Hann var kominn til skrifstofu sinnar á hverjum morgni klukkan hálf tíu og fór aldrei heim fyrr en klukkan sex. Hann var heiðarlegur, duglegur og alls góðs verð- ur. Hann átti góða konu og hafði aldrei verið henni ótrúr, ekki einu sinni í hugs- un, og fjórar dætur, sem hefðu ekki getað átt betri föður. Hann lagði reglu- lega til hliðar þriðjung tekna sinna í því skyni að hætta störfum fimmtíu og fimm ára gamall og setjast að í litlu húsi uppi í sveit, þar sem hann ætlaði að rækta garð og leika golf. Á lífi hans var hvorki blettur né hrukka. Það gladdi hann, að hann var tekinn að eld- ast,'því að sama var um Tom að segja. Hann neri saman höndum og mælti: „Það var svo sem allt gott og blessað, á meðan Tom var ungur og laglegur, en hann er aðeins ári yngri en ég. Eftir fjögur ár verður hann fimmtugur. Þá kemst hann að raun um, að lífið verð- ur ekki jafnauðvelt. Þegar ég verð fimm tugur, mun ég eiga þrjátíu þúsund pund. f tuttugu og fimm ár hef ég sagt, að Tom mundi hafna í göturæsinu. Og við skulum sjá, hvernig honum geðjast að því. Við skulum sjá hvort er happa- drýgra, að vinna eða slæpast.“ V esalings Georg! Ég hafði samúð rneð honum. Ég velti því fyrir mér nú, er ég settist hjá honum, hvem skollann Tom hefði gert. Georg var auðsjáan- lega í mikilli geðshræringu. „Veiztu, hvað hefur komið fyrir núna?“ spurði hann mig. Ég bjóst við hinu versta. Mér datt í hug, að loksins hefði Tom verið tek- inn fastur. Geong gat varla komið upp orði. „Þú getur ekki borið á móti því, að alla ævi hef ég verið iðinn, siðsamur, heiðvirður og hreinskilinn. Eftir að ég hef stritað og sparað alla ævi, get ég vænzt þess að njóta nokkurra tekna af inneignum, þegar ég sezt í helgan Framhald á bls. 13. Stef í skammdegi Eftir Þóri Bergsson í stofu minni dafna þessi dásamlegu blórn sem dóu öll í garðinum hjá mér. En úti gnauðar vindurinn undarlegum hljóm um allt það sumarskraut er hvarf frá mér. Svo kemur til mín bróðir: Þá hverfa öll mín blóm. — „Það er kadt hér inni“, segir hann, „og hljótt en komdu heldur út með mér og hlustum á þann hljóm sem himinninn og jörðin syngja í nótt.“ Svo fer hann — og á augnabliki fylla stofublóm, mín fögru blóm, er dóu öll í haust. Og úti gnauðar vindur: Þar hefur hann sinn hljóm. En hjá mér verða blónnn endalaust. Þórir Bergsson des. 1964 14. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.