Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 15
efriin eru samansöfnuð í innri reiki-
stjörnunum, er það greinilegt, að efnið
í upphaflega rykinu, hefur einhvern-
\eginn sjcilizt frá, áður en reikistjörn-
urnar þéttust. Fred Hoyle próifess-or held
ur, að einhver verkun á segulsvið sól-
arinnar hafi rekið léttari lofttegundirn-
ai út á við, og þær svo myndað stæ-rri
reikistjörnurnar, en látið þyngri og stein
myndandi efnin þéttast saman nær sólu
og mynda jörðina, tunglið og hinar
minni reikistjörnur.
Eg tel, að sambland af þessum kenn-
ÍR'gum sé einna líklegast. Kalda kenn-
ingin út af fyrir sig, getur fullnægt um
uppruna alls frá sólinni og reikstjörn-
unum, allt niður í mánann og hina aðra
íylgihnetti.
E n hvernig eru nútímarannsóknir
á tunglinu líklegar til að upplýsa okkur
frekar um þetta efni? Enda þótt Survey-
or og Proppector geimförin, sem eiga
að lenda ósködd á tunglinu, kunni að
gefa okkur nokkrar bendingar, þá hef
ég ekki trú á, að við fáum miklar upp-
lýsingar um eðli þess fyrr en fyrsta
lfcnding manna á tunglinu er orðin að
veruleika. Jafnskjótt sem mannleg vera
hefur stigið fæti á tunglið og komið aft-
ui með sýnishorn af' jarðveginum eða
grjótinu þar, getum við haft eitthvað
sem gagn er í að styðjast við. Áreiðan-
lega hefur eitthvað af grjótinu á yfir-
borði þess geymt einhverjar minjar um
bið upprunalega þyrlandi ryk. Eða fer
það kannski þannig, að fyrsti tunglfar-
inn okkar hafi ekki annað heim með
sér en nokkra hlunka af botninum á
okkar eigin Kyrrahafi?
Katla spjó
Árni Jónsson var bóndi á Fossi, £á-
tækur fjöískyldumaður, duglegur sjó
maður og formaður síðar í Reynis-
höfn O'g Vík. Hann var mikill af sér
og fjörmaður, skringilyrtur og söng-
maður mikill og kækjagjarn. Árið
1860 voru Árni og Ijina hans, Guð-
laug Einarsdóttir, samanvígð í Höfða
brekkukirkju. Þá gaus Katla og gengu
miklar þrumur brúðkaupsdaginn. Kúf
ótt hryssa, sem brúðguminn reið tii
kirkjunnar, varð lostin eldingu og
féll dauð niður. Var um það kveð-
in þessi vísa:
Katla spjó og Kúfa dó
kom þá nóg af eldingum.
Árni þó til brúðkaups bjó,
bjórinn fló af geldmgum.
(Ey. Guðm. í Pabbi og mamma).
Bandaríska krabbameinsfélagið
lætur fara fram athugun á reyking
um unglinga, til þess að reyna að
fá úr því skorið, hvort reykingar
muni valda krabbameini í lungum.
En í sambandi við það hefur ýmis-
legt annað komið í ljós. I Port-
land í Orejjon var skýrsla tekin af
21.980 nemendum í skólum og kom
þá í Ijós, að 4. hver piltur og 8.
hver stúlka reyktu daglega. Að
langmestu leyti voru þe-ssir ung'linig
ar komnir frá heimiluim þar sem
foreldrarnir reyklu. Þeir, sem ekki
reyktu, voru að mestu frá heimilum
þar sem hvorugt íoreldranna reykti.
Við nánari athugun kom í ijós, að
strákarnir höfðu íekið upp á því að
reykja til þess að líkjast pabba sín-
um en stapurnar til þess að líkjast
mömrau sinni.
(Magni, nóv. ’62.)
SU M AR
Fannirnar þiðna í fiallanna skörðum,
friðsæll andvari breiðist um jörð.
Grænka fer lvngið í lautum, á börðum
lífsorkan ilmandi færist í svörð.
Fossarnir drynja með fimbulrómi,
frosnir þeir slitu af sér vetrarins bönd,
syngjandi lækir með silfurhljómi,
síglöð báran við grýtta strönd.
ir.
Heyrist nú þytur í háloftsins sölum,
hraða sér hópar á íslenzka grund
fugla, sem enda á fjöllum, í dölum
ferðina miklu yfir heiðar og sund.
Syngja til þjóðar: „Faðmlög þau finnið,
sem frelsi ykkur veitir, gleði og þrá,
lífskraftinn tendrar, vakið og vinnið,
víst er nú surnar; það eigið að sjá.
III.
Þó skyggi að stundum, skelfizt þó eigi,
skín aftur sólin í hádegisstað,
oft við að feta erfiða vegi
eykst ykkar manngildi, — sigur í hlað.
Um framfarir, þroska og fegurð þið dreymið,
framkvæmt með samvinnu konu og manns;
en umfram alit að aldrei þið gleymið
að efla hugsjónir kærleikans.“
Lárus G. Guðmundsson.
15. tbl. Í9m.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 15