Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 8
FYRRI HLUTI Landið sem lesandi þessara blaða mun kynnast á sér engin landamæri. Þangað gengur engin lest, ekkert skip, engin flugvél hefur þangað áætlun. Hversu vel efnaðir sem menn eru geta þeir ekki keypt sér far þangað, og ekki einu sinni hugurinn getur borið þá þangað. Þetta er lokað land, og sannleikurinn er sá að það er alls ekki til. íbúarnir heita Allir og Enginn, og þeir eru auðvitað ósýnilegir. Vísinda- menn hafa lengi reynt að finna þetta land með hjálp sinna fullkomnu stjörnu- athugunarstöðva og fjölda tækja, en all- ar tilraunir þeirra í þá átt hafa verið unnar fyrir gýg. Land þetta hefur oft heyrst nefnt manna á meðal, og til eru þeir sem þykj- ast geta gefið nákvæmar lýsingar á því og íbúum þess. En þessir menn hafa að- eins það takmark að slá sig til riddara í augum fjöldans, og vefja sjálfa sig dularfullum ævintýraljóma. Þeir eru blekkingameistarar, en þannig blekkinga meistarar sem fólk vill helzt hafa nok'k- ur eintök af til þess að krydda með dap- urlegt og hugmyndasnautt mannlif. Á kvöldin hópast fólk saman til að heyra blekkingameistarana segja sögur frá landinu týnda, og það gleypir í sig hvert orð þeirra og lætur heillast af mælsku þeirra og glæsileik, Og þó að þessir menn viti vel sjálfir að þeir fari með rangt mál, er þeim þægð i því að hlotnast ánægjubros fjöldans og svala fróðleiksfýsn hans. Sögumaður gerir sér vel grein fyrir því að það sem á þessum blöðum stend- ur tekur ekki fram því sem ræðumenn- irnir ausa yfir fólkið, en í trausti þess að einhverjum leiki forvitni á að heyra álit hans, og sögumaður fullvissar les- endur um að það er ekki eingöngu get- gátur heldur blákaldur sannleikur, mun hann brátt víkja að landi þessu. En áður en vikið er beint að efninu eru lesendur beðnir að hafa hugfast að það sem í augum sögumanns eru stór- merki, getur reynst harla lítilvægt al- mennum lesanda sem hefur gert sér ákveðnar hugmyndir um land þetta, og í þokkabót hlotið fræðslu þulanna. En sögumaður er skilgetið afkvæmi íbúa þessa lands, og hefur af tilviljun lent niðri á jörðinni og blandast fólkinu án þess að vera af ætt þess. Og það er vegna þess að sögumanni er hlýtt til mannanna og hefur, þótt ótrú- legt sé, fundið til skyldleika með þeim, að hann nú miðlar þeim af þekkingu sinni, ef þekkingu skyldi kalla. Nauðsynlegt þykir sögumanni að hafa þennan stutta formála, þótt mörgum leið- ist formálar. Biður hann lesendur vel að virða framhleypni sína, því hann er maður formfastur. Mun nú draga til tíðinda í landi því sem við höfum kosið okkur að dvalar- stað um stundarsakir. Fyrsti kafti Sem fyrr segir heita íbúarnir Allir og Enginn. Allir er hávaxinn mjög, ber axl- ir hans við hin hæstu hús. Enginn er lá- vaxinn, nær höfuð hans trauðla upp í kjallaraglugga húsa. Þeir Allir og Eng- inn hittust á víðavangi og ræddust við á eftirfarandi hátt: Nú er svo komið, sagði Allir, að ég vil að þú farir á brott úr ríkinu. Hefurðu mörgum orðið til ama með framkomu þinni. Þú ert svo smár að þú getur smeygt þér hvarvetna inn, stundum veit ég ekki fyrr en þú sprettur upp undan borði mínu, og þá fer ég að skilja hvað mér hefur gengið fljótt að borða. Þú hef- ur auðvitað verið með í ráðum, því þótt þú sért minni en fingurbjörg ertu mat- gráðugur í meira lagi. Það er nú einu sinni svo að mín mesta ánægja er að borða. Við það vex ég oig færist nær því takmarki mínu að ná upp í himin- inn. En þú tefur fyrir mér og vil ég því vera laus við þig. Hitt er líka hverju orði sannara að ég er konungur í ríki brott. Eða hvert skal halda? Burt, svo ég líti þig aldrei framar augum, sagði Allir. Þú segir burt, sagði Enginn, en hef- urðu gleymt því að það er ekkert til sem heitir burt. Þú rækist alltaf á mig aftur hvert svo sem ég flýði. Ríkið er að vísu mikið, sagði Allir, en einhvern veginn verð ég að losna við þig. Mig varðar ekki um hvernig, farðu burt. Skilurðu ekki, sagði Enginn, það sem ég var að enda við að segja þér, að burt get ég ekki farið því ríkið er óendanleik- inn og óendanleikinn á sér erngin landa- mæri. Þú talar í likingum, sagði Allir, og er það vani þinn. Margt sem þú lætur þér um munn fara er torráðið og ekki við mitt hæfi. Á ég erfitt með að skilja óráðshjal þitt á stundum, en þá fyrst nj’ þessu sakir gjörvuleiks míns og stærð- ar, en þú ert atkvæðalaus með öllu. Þá sagði Enginn: Þú ert að vísu stór, og ef til vill líð- ur ekki á löngu þangað til þú getur snert stjörnurnar með lönigutöng hægri handar, en ekki get ég sætt mig við að þitt sé ríkið en ég skuli híma í skugg- anum. Mér er einnig ásköpuð þrá til ljóssins, og ég vil lifa. Með styrkleika þínum og kænsku dregur þú að þér allt matarkyns sem til er í ríkinu, og vilt einn sitja að krásunum. Mér er því nauð- ugur kostur að fela mig undir borðinu og krækja mér í bita þegar þú sérð ekki til. Ekki er sök mín það stór að ég ætti að gerast brottrækur úr ríkinu af þessu einu saman, viðurkenni ég svo ekki held- ur að þú hafir rétt á að flæma mig á EFTIR JÓHANN HJALMARSSON kastar tólfunUm þegar þú neitar að hlýðnast skipunum mínum. Þú sem ert minnstúr allra. Ekki er ég hár í loftinu, sagði Enginn, en í ríkinu er stærðin óraunveruleg. Eg get verið eins stór og þú ef ég bara ímynda mér það, og þú getur verið minni en ég ef þér dettur það í hug. Það er engin furða að Allir væri hissa. En hann þekkti Engan, og vissi að hann var að reyna að snúa út úr fyrir hon- um, gera ákvörðun hans marklausa með öllu. Allir hélt því áfram: Áður en sól rís að nýju verður þú að vera horfinn úr ríkinu. Ég vil ekki hafa þig lengur fyrir augunum á mér, bragðarefur. 0,g við það skildu þeir. Allir fór heim til sín að éta, en Enginn stóð eftir fullur gremju og glorhungraður. Hann þorði ekki að elta Alla, því hann vissi að það gat verið hættulegt meðan hann var í þessum ham. , , Hér birtist fyrri hluti sögu eftir Jóhann Hjálmarsson. Hann nefnir söguna „Allir og Enginn“ og segir, aö þetta sé eins konar ævintýri ætl- aö börnum sem fullorönum — eöa öllu heldur barnasaga fyrir full- oröna. Sagan er í fimm köflurn og er hún jafnframt sú fyrsta, sem Jóhann birtir. Hann er kunnari fyr- ir Ijóö sin og greinar, sem hann hefur ritaö um bókmenntir í Mbl. — Síðari hluti sögunnar birtist í Les- bók næsta sunnudag. Teikningar eru eftir Alfreö Flóka. Enginn vissi ekki hvað hann átti að taka til bragðs. Hann bara stóð þarna úti á víðavangi og sá sólina síga til viðar og rísa að nýju. Stór skuiggi nálgaðist hann og féll yfir hann. Það var skuggi Allra sem nú var kominn á vettvang heldur en ekki ljótur á svipinn. Ert þú hér ennþá, sagði Allir. Eins og þú sérð, sagði Enginn. Ég hélt þú myndir hypja þig, sagði Allir. Það hélt ég reyndar líka, sagði Enginn, En hvers vegna ertu þá ekki farinn, sagði Allir. Það veit ég ekki, sagði Enginn. Þú verður að gera þér grein fyrir að mér er alvara, sagði Allir. Þér er alvara, sagði Enginn. Já, mér er rammasta alvara, sagði Allir. Þér er rammasta alvara, sagði Enginn, Og snautaðu nú, sagði Allir. Ég verð hér kyrr, sagði Enginn. Þú ert lítill og þrjóskur, sagði AUir. Já, ég er þrjóskur, sagði Enginn. Og þú skilur ekki neitt, sagði AUir. • Ég skil að minnsta kosti ekki þetta, sagði Enginn. Þá verð ég að taka til minna ráða, sagði Allir. Hver eru þau ráð, sagði Enginn. Ég rek þig burt með valdi, sagði Allir, Þér mun aldrei takast það, sagði Eng- inn. Ég hef þig í hendi minni, sagði Allir. Þú getur ekki skert hár á höfði mínu, sagði Enginn. Eg set þig í búr og kem þér fyrir £ krónu hæsta trésins, sagði Allir. Þú nærð mér aldrei, sagði Enginn. f því teygði Allir sínar löngu hendur í áttina til Einskis, en Ernginn sá hvað verða vildi og skaut sér undan. Allir var svo stór að hann átti erfitt með að beygja sig, en Enginn var fimur og fljótur að hlaupa. Hófst nú æðisgengið kapphlaup. Allir eiti Engan um hið stóra landflæmi og þótt hann væri kloflangur og hlypi Engan uppi, smaug Eniginn alltaf úr greipum hans þegar hann var að því 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tbt. 19-65,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.