Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Síða 3
RJOMATERTAN
Eftir Orn H. Bjarnason
Sjónvarpsmyrkrið lagðist eins og
blá sliikja yíir stofuna, svo að það sást
naumast hvað húsbúnaður allur var fá-
tæklegur. Húsmóðirin sat í snjáðum hæg
indastóli og dreymdi, að lífið væri silki-
mjúkt ævintýri. Fólkið á skerminum
sagði ekki neitt og það var þögn, nema
hvað húsbóndinn hraut upp á divan og
lítil sjö ára dóttir þeirra hjóna var eitt-
hvað að dunda á gólfinu. Móðirin braut
sér leið út úr vökudraumnum og sagði:
„Vertu stillt væna mín svo þú vekir
ekki hann pabba þinn.“
Litla hnátan stóð upp og læddist til-
litssömum skrefum fram, en móðirin
fór aftur inn í drauminn og lokaði að
sér. Húsbóndinn hélt áfram að hrjóta
eins og hann ætti allan heiminn og
meira til, en legubekkurinn dugði naum
ast hinum fyrirferðarmikla líkama, og
út í hálfrökkvað herbergið stóð dálag-
leg ýstra, sem bar vott um nokkra hag-
sæld. Bróðurparturinn af þessu mikla
kjötfjalli lafði slyttislega út af legu-
bekknum, eins og mjölsekkur á mjórri
fjöl. Andlitið var rautt og sumsstaðai
fiólublátt og með pokum hér og þar,
eins og til þess að auka enn frekar á
tilbreytinguna.
Konan leit af skerminum á mann
sinn og það var kvíði í svip hennar. Á
morgun átti að halda upp á fjörutíu og
þriggja ára afmæii hans. Það voru svo
sem ekki stórmerk tímamót í lífi eins
manns — og þó.
• Áfram héldu hroturnar reglulegar
og taktfastar. Neðri vör karlsins var
dálítið eins og á Búddhalíkneski, slap-
andi góðan spöl í áttina að bringunni.
Það myndaðist skeifa á munni konunar,
sem náði næstum í heilhring, og nokkur
sölt tár runnu niður kinnarnar. Hún
gladdist á þennan sérkennilega hátt yf-
ir staðfestu mannsins síns og hinu kær-
leiksríka heimili. Já, mikið var það
gott, að hann skyldi ekki lengur vera
í strætinu með snýtuklút um hálsinn,
drekkandi þetta helvítis brennsluspritt,
hugsaði hún. Hún leit á vinnulúnar
hendur sínar og varð hugsað til alls þess
fatnaðar, sem hún hafði saumað fyrir
fólk úti í bæ, meðan karlinn hennar
hafði verið að skemmta sér undir bát-
um og í rennusteininum. Hún hóf aug-
un að fagurlega máluðum skildi, sem
é stóð: Drottinn blessi heimilið, og nú
hcfst gleðisnöktið fyrst fyrir alvöru.
Karlinn rumskaði og annað augnlokið
lyftist hægt og þyngslalega. Hann var
eins og stór úrillur björn að vakna úr
híði sýnu. Hún yrti ekki á hann að fyrra
bragði frekar en vant var, en beið
þess að hann segði eittihvað ótilneydd-
ur. Lengi vel gerði hann ekkert annað
en að klóra sér í ýstruna og víðar, rétt
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
..Skelfing er kalt hérna,“ sagði hann
að lokum.
„Eigum við þá ekki að fara í bælið?“
spurði konan, þó ekki ýtnari en s>vo í
málrómnum, að það var hann sem réð
ferðinni. Hún vildi umfram allt ekki
styggja hann svona daginn fyrir veizlu-
höldin. Það var svo óralangt síðan hann
hafði verið frambærilegt afmælisbarn.
„Jú ætli það sé ekki bezt,“ umlaði
1 karli, og það var algjört vafamál, hvort
orðin drægju alla leið út úr honum eða
hyrfu hljóðlaust ofan í maga.
irin, „ég setti svolitla ögn af púrtvini
út í hana, til þess að gera hana bragð-
meiri.“
R.étt í því hún sleppti orðunum
setti maður hennar stóran bita upp í sig.
I gegnum sultu- og vaniljubragð fann
hann hinn ljúfa keim, sem honum var
að svo góðu kunnur. Minningarnar
hrönnuðust upp í huga hans, og gömlu
góðu dagarnir löðuðu fram nokkur tár,
en jafnframt ógnþrungið hatur á þessu
tertuétandi vandlætingarfulla samkvæmi
Hann svimaði, og slaufan á maga kon-
unnar, sem sat beint á móti honum, tók
að snúast eins og spaðarnir á tvíhreyfla
Dakótavél. Út úr gulgrænu andlitinu
kom afsökun af einhverju tagi og hann
stóð upp. Hann fór rakleitt niður í kjall
ara og inn í geymslu. Upp úr kassa, sem
stóð þar í einu horninu, dró hann fulla
brennivínsflösku, sem hann hafði geymt
í öryggisskyni. Hann læsti skjálfandi
höndum um tappann og skrúfaði hann
af. Því næst bar hann flöskuna að vör-
um sér og drakk eða svolgraði.
B lóð og vín féllust í faðma eins
og tveir óaðskiljanlegir elskendur eftir
duglegt rifrildi. Annan sopa fékk hann
sér og þriðja, en lét síðan flöskuna síga
aldeilis hissa að hann skyldi nokkru
sinni hafa látið plata sig út í þetta hel-
vítis bindindi. Aftur hófst flaskan á
loft og hneig og hófst á ný. Hann lang-
aði upp að senda veizlugestum tóninn
og henda tertum eins og í grínmyndium,
en ennþá var hann ekki orðinn nógu
hömlulaus. Þegar hann var kominn of-
an í hálfa flösku, lét hann til skarar
skríða. Hjóður og þrekinn og sællegur
stóð hann í dyrunum og fyllti næstuma
út í þær, svo að það var lítið svigrúm
til þess að vagga. Gestimir urðu fljótt
Framhald á bls. 6.
„Það kemur timburfarmur í nótt og
verður víst nóg að gera á morgun,“
sagði hann ögn hærra og reyndi að hífa
sig upp af legubekknum, en þungi lík-
amans neyddi hann aftur í sömu stell-
ingar. Hann dæsti og rautt nefið næst-
um því hvarf ofan í fjólublátt andlitið.
Eftir góða hvíld hélt hann aftur til
atlögu við hið heimsfræga þyngdarlög-
mál, og fyrir næstum því ofurmannleg-
an kraft hafði hann sig á lappir. En
það var langt úr stofunni inn í svefn-
herbergi, skelfing var langt. Hún sat
eftir til þess að þvælast ekki fyrir
manni sínum, þegar hann hafði sig úr
görmunum. En er hún heyrði hroturnar,
slökkti hún alls staðar og fór sjálf að
hátta. Hún smeygði síðum bómullar-
kjól yfir naktan jndirgefinn líkamann.
í hjónarúminu bc»J hennar smáræma,
og hún lagðist fyrir, þannig að rassinn
og soldið meira var í lausu lofti. Við
hlið hennar lá stór klunnalegur skrokk-
ur eiginmannsins og veitti ekki af
hvíldinni ,ef hann átti að hafa afl til
þess að rakka öllu því timbri, sem morg
undagurinn bar í skauti sínu.
N.
i æsta dag fór afmælisbarnið í
vinnuna, en hann ætlaði að fá frí klukk-
an fjögur, því að afmælið átti að byrja
fimm. Konan hóaði í slatta af skyld-
mennum, sem hafði ekki þótt það virð-
ingu sinni samboðið að sækja þau hjón
in heim meðan karlinn var í strætinu,
en þáðu nú boðið með þökkum, mest
líklega til þess að geta sköðað fórnar-
lambið. Mikil eftirvænting ríkti hjá
þeim mæðgunum.
Nú var stundin runnin upp og karl-
inn kominn í teinóttu sparifötin sín og
búinn að hnýta á sig litríkt handmálað
bindið. Dyrabjöllunni var hringt og
fyrstu prúðbúnu gestirnir komnir, en
síðan einn af öðrum þangað til stofan
var fullsetin. Þetta ætlaði að reynast
eitt a. þessum brosmildu afmælisboð-
um, þar sem ekkert orð er látið falla
nema þaulhugsað og skoðanir ekki hafð-
ar í frammi nema þær sem úreltar voru
löngu fyrir aldamót. Karlarnir reyktu
sígara og struku sér á lær, en konurn-
ar skimuðu eftir einhverju, sem komið
gæti upp um óreglu húsbóndans. Und-
antekningarlaust allir dáðust að sjón-
varpinu, sem hafði verið komið fyrir
á áberandi stað, enda eina heillega
mublan á heimilinu. Er allir höfðu skoð
að þennan galdrakassa nægju sína, tóku
brosin að stirðna, en þá bauð frúin líka
upp á kaffi og með því. Gestirnir sett-
ust við uppdekkað borð, sem svignaði
undan óteljandi kökusortum og silfur-
borðbúnaði úr nærliggjandi húsum, að
ógleymdu sykurkari vestan af Gríms-
staðaholti.
„Smakkið á sortunum,“ sagði frúin, og
gestirnir létu í ljós ánægju sína með
ummi og allskyns ókennilegum hljóðum
öðrum.
„Mikið er hún girnileg þessi terta,
sem þú ert með á diskinum hjá þér,
Jói minn,“ sagði kona ein við húsbónd-
ann. Hún var með stóra slaufu snyrti-
lega bundna framan á maganum.
„Já, fáðu þér sneið,“ sagði húsmóð-
Máttur vorsins
Eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur
Þegar vorið veröld alla
vefur sínum ljósa armi,
gömlum draumum vængir vaxa,
vaknar skáld í hverjum barmi.
Fjötrar hrökkva, fagnar heimur,
fleygir burtu slitnum klæðum.
Náttúrunnar heita hjarta
hrindir nýju blóði í æðum.
Móðurelsku ylnir straumar
undri lífsins jörðu gæðir.
Himinsins úr heiðu skálum
heilagur andi vorsins flæðir.
Gleðjast fræ í fold og barmi,
fagna sólskinsvonir allar.
Innst úr hjarta, yzt úr geimi
eilífur máttur lífsins kallar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ‘J
17. tbL lí)ft5